Tíminn - 11.01.1958, Side 6
6
T f MIN N, laugardaginh II. janfiatr 1958,
Otgefandi: Framsóknarflokkurinn
Ritstjórar: Haulrur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb).
Skrifstofur í Eclduhúsinu \ið Lindargötu.
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304.
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsinga.sími 19523. Afgreiðslusími 12323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Afbrýðisemi Bjarna
AFBRÝÐISSEMIN, sem
kvieaair aðalritstjóra Mbl. síð
an Imnn valt úr ráðherra-
stóli, hefur sjaldan komið
betur í Ijós en í sambandi
við rá/ðherfrafutnd Atlants-
hafdbandalagsins fyrir jólin.
ÖH sikrif hans benda til þess,
að hann hafi álitiö sig og
Ólaf Thors hina sjálfkjörnu
menn til að mæta þar fyrir
hönd fslands. Þetta er ekki
sagt berum orðum, en kem-
ur fram í nær daglegu narti
og skætingi í garð forsætis-
ráðherra í sa.mbandi við þátt
töku hans í fundinum. Bein
ar árásir treystir Bjarni
sér dkki að gera, enda hefur
hann vafaiaust haft réttar
fregnir af þvi, að framkoma
Hermanns Jónassonar á
funriinum, hafi aflað honum
og íslandi álits og trausts.
Við gremjuna sem fyrir var,
bætist því eimiig öfund í
garð forsætisráðherrans. Þar
sem beinum árásum verður
ekki komiö við, er gripið til
nartsíns og skætingsins til
að svala hinum sjúku skaps-
munum.
SEINASTI skætingur
aðalritetjórans í garð for-
sætisráöherra, birtist í stak-
steinapistlinum hans í gær,
og er þaö efni hans, að
Hermann Jónasson sé einn
um að halda því fram, að ráð
herrafundur Atlantshafs-
bandalag’sins hafi markað
spor í friðarátt. Aðalritstj.
bætir því svo \úð að forsæt-
isráðherrann segi hér rangt
frá til áð þóknast Dulles!
Ef til vill heldur Bjarni
að hann hafi hér fengið gott
árátíarefni á forsætisráð-
herrann, því að gramir menn
(eins og sá, sem talaði við
Wall Steet Journal) eru rík-
ari af öðru en dómgreind. En
Hermann Jónajsson er ekki
sá eini, sem hefur haldið
fram umræddri skoðun, held
ur hafa nálega allir forustu
menn vestræmia þjóða gert
það, með menn eins og Ger-
hardsen, H. C. Hansen, Dief-
enbatoer, Adenauer og Mac-
miHan í fararbroddi. Allir
þessir merm hafa veriö sam-
mála urn, að á umræddum
fundi hafi verið greitt fyrir
bættu samstarfi milli aust-
urs vestur . Til þess að geta
náð hér til Hermanns Jón-
assonar, verður Bjarni því að
ómertoja alla þessa menn og
stimpla þá þjóna og undir-
lægjur Dulles! í»að er vissu
lega meira en hann er fær
um, þótt hann kalli sig aðal
ritetjóra, endía mun hann
eklki Skaða forsætisráðherr-
ann með slíkum málflutn-
ingi, heldur vimia sjálfum
sér mest tjón.
VEGNA þess hve tíðrætt
Biami hefir látið sér um
ráðherrafvnd Atlantshafs-
bandialagsins, væri vissulega
eklri úr veei að athuga hvers
vegna Biarni telur sig hafa
verið hinn siálfkjömasta
mann ti) að mæta þar og er
þvf fullur afbrýðissemi í garð
forsætisráðherra. Af því að
Bjami gerir sér svo tíðrætt
um ræðu forsætisráöherra,
er t. d. ekki úr vegi að spyrja
um, hvað margar ræður
Bjarni sjálfur hefir haldið
á fimdum Atlantshafs-
bandalagsins og hve djarf-
mannlega og glæsilega hann
hefir túlkaö þar íslenzk
sjónarmið. Þetta mál geta
hinsvegar ekki aðrir upplýst
en Bjarni sjálfur, því að op-
inberlega hefir ekki verið
sagt frá nema einni ræðu
hans þar — grátræðunni
frægu, þega hann kvartaði
undan því, að hann hefði
þurft að yfirgefa Alþingis-
húsið á fjórum fótum. Sá
málflutningur Bjarna vakti
bæði undrun og meðaumkun
þeirra, sem á hlýddu. Um
önnur ræðuhöld Bjarna er
ekki kunnugt á þessum fund
um og voru þeir þó æði marg
ir, sem hann sat. Það er því
ekki að undra, þótt Bjarni
þykist sitja hér í háum söðli
og áláti sig hinn sjálfkjörna
íslendmg til að mæta á þess-
um vettvangi!
EF BJARNI kynni sér
hóf fyrir afbrýðissemi sinni
og gremju, myndi hann vafa
laust telja þögnina hæfa
bezt afskiptum sínimi af ut-
anríkismálum. Þegar ísland
gerðist aðili að Atlants-
hafsbandalaginu, var Bjarni
utanrikisráðherra og gaf
mjög eindregnar og ákveðn-
ar yfirlýsingar fyrir hönd
íslands. Meðal annars lýsti
hann því hátáölega yfir við
mörg tækifæri, að íslending
ar vildu ekki hafa her í land
inu á friöartímum, því að
þeir teldu áhættuna meiri,
sem fylgdi slíkri hersetu en
öryggið, sem hún skapaði.
Siðan Bjarni lenti í stjórn-
arandstöðu, hefir mikið að
iðju hans farið í það að berj
ast gegn þessari stefnu og
syngja varanlegri hersetu
lof og bót. Öll skrif hans um
þessi mál, eru nú í fullri and
stöðu við þær yfirlýsingar,
sem hann gaf sem utanrík-
isráðherra fyrir 9 árum.
ÞENNAN ömurlega feril
sinn kórónar Bjarni nú með
því að taka undir órökstudd
ar ásafcanir andstæðinga
Atlantehafsbandalagsins
með því að ófrægja seinasta
ráð'herúafund bandailagsins
og gera lítiö úr gerðum hans.
Gremjan og afbrýðissem-
in lýefir gbrt hann
að hreinum öfugugga, sem
bersýnilega veit ekki leng-
ur hvað hann talar eða
skrifai’. Ef hann heldur sig
geta ófrægt andstæðmga
sína eitthvað, virðist hon-
um næsta sama, hvort hann
ómerkir með því fyrri gerðir
sínar eða lastar það, sem
hann er í raun og veru
fvlgjandi. Bjarni er sann-
arlega ömurlegt dæmi þess,
hvernig gremjan og afbrýð-
issemin • getur afvegaleitt
menn fullkomlega.
ERLENT YFIRLÍT
Vinstri stjórnin í Sasch
Þar fá samvinnufélögin vaxtaiaus ián tii starfsemi sinnar
1 RÚMLEGA fimmtán ár hefur
flokkur, sem um margf er talinn
svipaður sósíaldemókrötum á Norð
urlöndum, farið með stjórn eins
fylklsins eða nkisins í Kanada,
Sasehatchewan. Þessi flokkur,
Cooperative Commonwealtli Fed-
eration, er þó að því léyti frá-
brugðin hinum norrænu bræðra-
flokkum, að liann hefir tekið
samvinnuhugsjónina enn meira
upp á arma sína en þeir, þótt þeir
séu samvinnustefnunni mjög vin-
veittir. í Saschatchewan hefir
stjórn flokksins t.d. ekki unnið
að öðru meira en eflingu samvinnu
félagsskaparins.
Utan Saschatcliewan hefir flckk
urinn ekki náð verulegu fvlgi. í
kosningunum, sem fóru fram í
Kanada, fékk hann 11 þingsæti.
SASCHATOHEWAN liggur í
norðvestur Kanada og er 252 þús.
fermílur að flatarmáli, eða mörg-
um sinnum stærra en ísiand. —
íbúatala þess er tæp milljón og
hefur hún tvöfaldast síðan um
aldamótin. Landbúnaður var lengi
vel nær eini atvinnuvegur ríkis-
ins. enda eru ræktunarskilyrði þar
góð. Enn er hann stærsti atvinnu
vegur rikisins, en tekjur þær, sem
hann veitir, eru þó ekki lengur
nema réttur helmingur af öllum
framleiðslutekjum í ríkinu. Ýmis
verðmæti liafa fundist þar í jörðu
á síðari árum, eins og kopar, gull
og silfur og kol, en mestar tekjur
héfur þó olían gefið seinustu ár-
in, en 1956 nem olíuframleiðsian
þar rúmum 11 millj. barrels. Þá
hefur fundist þar fyrir nokkru,
allmikið magn af úraníum og þyk-
ir þó víst að meira sé ófundið. J
Náttúruauðlegð er þannig mikil
og margbreytt í Saschatchewan. j
FYRIR 25 árum síðan voru
framtíðarhorfur ekki eins álitleg-
ar i Saschatehewan og þær eru nú.
Þá hafði ekki aðeins heimskrepp-
an lamað atvinnuiífið þar, held-
ur höfðu gengið svo miklir og lang
vinnir þurrkar, að mikið af bú-
peningnum hafði fallið og akrarn-
ir lágu brendir cg óræktanlegir.
Upp undir helmingur af íbúum
leitaði á aðrar slóðir. Þetta ástand
batnaði nokkuð, þegar regn-
ið kom aftur, en það tók þó lang-
an tíma fyrir atvinnulífið að kom
ast aftur í fyrra horf. Það var
undir þessum kringumstæðum,
sem CCF-flokkurinn hóf baráttu
sína í Saschatchewan og varð
fljólt verulega ágengt. Árið 1944
Maut hann hreinan meirihluta á
fylldsþinginu og hefur haldið hon-
um síðan. í kosningunum 1956
fókk hann 36 þingsæti, en liberalir
19. Þingsæti eru aifs 55.
ALLAN þann tíma, sem CCF
hefur farið meg völd í Saschatc-
hewan hefur saani maður verið
forsætisráðheiTa, og jafnframt ráð
herra samvinnumála. Á ensku
Mjóðar titill hans þannig: Premier
President of the Council og Min-
ister of Cooperation and Coopera-
tive Devefopement. Þessi maður
er Thomas Clement Douglas, sem
vafafítið er vinsælasti maðurinn
í Saschatchewan.
Thomas C. Douglas er fæddur
í Falkirk á Skotlandi 20. okt. 1904.
Hann fluttist sex ára gamall með
foreldrum sínum tii Kanada. —
Fyrst lærði hann prentiðn, en lauk
síðar meistarprófi við háskóla í
Maniloba í ræðulist og leikrist,
og þar á eftir stundaði hann nám
í félagsfræði við háskóla í Chicago.
Þegai- hann kom heim til Kanada
aftur, gerðist hann prestur hjá
baptistum. Jafhframt gerðist
hann mikill fylgismaður CCF og
var í framboði fyrir hann 1935
til sambandsþingsins í Ottawa og
náði kosningu. Undir forustu hans
vann svo CCF sigur sinn í Saschatc
hewan 1944, eins og áður segir.
DOUGLAS og stjórn hans hafa
vissulega látið hendur standa
fram úr ermum á þeim 15 áriim,
sem eru liðin frá valdatöku CCF.
Thomas Dougbs
Samvinnuhreyfingin hefur verið
studd með ráðum og dáð, eins og
sézt á því, að 1944 voru í Sascatc
hewan 876 samvinnufclö.g með
samaniagða 200 millj. doilara árs-
veltu, en 1950 voru félögin orðin
1099 með 330 millj. dollara árs-
veltu. Síðan hafa þau enn eflst.
Efling þoirra hefur m.a. byggst
á því, að ríkið hefur útvegað þeim
vaxitalaus lán til starfsemi sinnar.
Samvinnuíélcgin iiafa nú 26% af
allri verziim í Saschatchewan.
Á sviði margra annarra fclags-
mála, eins og heilbrigðismála og
skólamála, hafa orðið stórfelldar
umbætur, og miklu meiri en íöðr-
um ríkjum Kanada. Sett hafa ver-
ið lög um verkfallsmál, sem
tryggja verkamönnu.m betri að-
stöðu en þeír njóta í öðrum
fylkjum Kanada.
Á hinu verklega sviði hafa ekki
síður orðið miklar framfarir. —
Stjórnin hesfur í flestum tiifellum
reynt að örfa emkaframtakið til
dáða, en þegar það hefur brugð-
ist, hefur hún látið ríkið sjMft
hefja atvinnurekstur. Alls hefur
rólkið hafizt handa um eigin rekst-
ur á sviði 18 iðn- og starfsgneina.
Það rekur m. a. tryggingastarf-
semi, flskverzlun, flugferðir, timb-
urverzlun, sögunarverksmiðjur og
kassagerðir, ábúrðarverksmiðjur,
ullarverzlun, prentsmiðjur og svo
að sjálfsögðu orkuver og síma.
Þá hefur ríkið veitt landbúnað-
inum margvriegan stuðning. I
stutt.it ináli sagt hafa ríkisafskipti
hvergi verið meiri í Ajmeríku en
í Saschatchewan og verður að
fara alla leið trl Norðunlanda til
að finna hliðstætt stjórnarfar.
IIVERNIG hefur svo þesSi
stjórn gefizt? Fjármálastjóm ríkis
ins st.endur föstum fótuim og
hafa skuldir ríkLsins verið lækk-
aðar um helming síðan 1944. Af-
koma almennings hefur mjög batn
að. Árið 1944 yoru-. meðaltekjur
í Saschaíehewan 15% lægri en
meðaUekjur í öllu Kanada, en nú
eru þær 100% hærri, og hærri en
í nokkru öðru ríki í Kanada. Af and
sfæðingum CCF var því upphaf-
lega haklið fram, .að allt fjánmagh
mvndi flytjast frá Sascha'tchewan
I vegna hinnar sósíaliStísku stjórnar
þar. Reynslan hefur orðið sú, að
meira einkafjármagn hefur verið
fest þar í framkvæmdir á síðari
ánun en í ntíkkru öðnu ríki
Kanada.
Framfarir þær, som hatfa orðið
í Saschatchewan 1 síðuatu árin
rekja vitanlega að verulegu leyíi
rætitr til þess, að þar haifa fund-
ist ný náttúruauðæfi eins og olía
og úranium, og hafizt hefur verið
handa um hagnýtingu þeirra. —
Þrátt fyrir það hefðu fraimffarirnar
samt eklki orðið elns stómsltígar
eða árangur þeirrá ■ jalfnmiöngum
til hags, ef ekki hefði notið við
hinnar ötulu og róttæku stjórnar
CCF.
I viStali, sem bl'aðaimaður frá
Sóocial-Demokraten í Kaupmanna
j höfn áitt i nýlegá við'Th. C. Douglas
lét sá siðárnefndi m.a. þamnig um
mælt: Að sjálfsögðu hetfur okkur
stundum mLstekizt, ftn við höfum
áreiðaníiega forðast þau mistök,
sem eru verst af cffluim, en þau
eru fóigin í því, að þora ekilci að
gera neití af ótta við að það mis-
heppnist.
Douglas og samstanfsmenn hans
hafa vissulega verið óragir við að
ráðast í miklar framkvæmdir og
alMiða. Framfarir þær, sem hafa
orðið í Sasohatchewan tala sínu
ffiáli um það, að miklu fleira hef-
ur heppnast stjórninni en það,
sem hetfur mistekizt. Traust það,
sem kjósendur hafa sýnt hennr,
er annað merki um það.
Þ.Þ.
'srorAA/g
Okkar fótbólti og sport.
ÞAD ER að færast fjörkippur
í kosningaundirbúningrnn. Fund-
irnir eru byrjaðir, tónninn í
blöðunum er orðinn livassari,
ýmsir spámenn af framboðslist-
um láta ljós sitt skína. Þetta er
allt eins og búast mátti við. Kosn
ingahitmn stígur síðustu vikurnar
fyrir kjördag og nær suöupunkti
um það bil sem kappræðunum í
útvarpinu lýkur. Með þeim fundi
lýkur sókninni að jafnaði og fram
bjóðendur eyða síðustu stundun-
um til að kanna liðið og Ireysta
þá landvinninga, sem orðnir eru.
Langflestir landsmenn fylgjast
með þessum leik af áhuga, jafn-
vel þeir, sem aldrei þykjast
skipta sér af pólitik. Þegar að er
gáð, er sú kæruleysisskel ærið
þunn og brotnar fljótt, ef ein-
hverjum flok.ki er hallmælt. Það
er ekki um að viliast, aö pólitík-
in er okkar fótbolti, okkar sport,
sem aliur almenningur liér tek-
ur þátt í með jafnmiklum áhuga
og áhorfendur í kappleik á brezk
um knattspyrnuvelli í bikar-
keppninni.
Verðlaunastíllinn fyrr og nú.
ÞAD HEFIR lengi veri tízka
að kvarta yfir orðbragði blað-
anna þegar dregur að kosning-
um, mikið er talað um „skamm-
ir“, og satt er það, að ærið oft
má finna þeim orðum stað í blöð
um dagsins. En þeir, sem tala
mest um þessa hluti, ættu að
gera sér ferð uþp á Landsbóka-
safn og líta í bíöð frá fyrri tíð,
rita upp skammirnar, sem gengu
yfir lantlið fyrir nokkrum ára-
tugum, t. d. báðum megin við
aldamótin eða jafnvel nokkru síð
ar. Þeir munu fljótt sjá, að
orðbragðið hefir ekki versnað.
Persónuleg illindi í blöðum voru
mikhi tíðari þá en nú er orðið;
með þessu er ég. ekki að segja
að helzt til litið sé um slíkt. Enn
er af nógu að taka, og geðvonzka
sumra bófunda brýzt einkum út
fyrir kosningar. En það er al-
rangt að segja, að heiffiur fari
versnandi að þessu leyti. Hitt er
annað mál, að sennílega má rök
styðja að skammirnar í dag séu
ekki eins listilega skrifaðar og
stundum var í gamla daga. Það
er sja)dan að sést fallegur sprelt
ur á þeirn skeiðvelli nú til dags.
Allt of oft er þetta skapvonzku
legt hnoð og enginn ó þvi verð-
launastíílmn. í gamla daga fengu
blaðamenn heldur elíki band um
hálsinn i viðurkenningarskyni
fyrir suTmáta, en alþýða manna
vissi ein og óstudd, hverjir
kunnu að halda á penna.
Sópum sviStð.
ÞAÐ ER EKKI nema liollt, að
dálitiil gustur fari um sviðið ann
að siagið. En út af fyrir sig er
það ekki nóg. Kosningar þurfa
að sópa sjálít sviðið, skipla um
menn, veíta nýjum viðhorfum
vaxtamím. Það ef hið stóra verk-
efni kjósenda þegar stöðnun og
spilling hefir haldið innreið sína
eftir laiiga valdasetu.
—Svarthöfðl.