Tíminn - 11.01.1958, Blaðsíða 8
8
T f MIN N, laugardaginn 11. januar 1958»
‘ Minning: Haraldur Guðmundsson
írá Háeyri
Haraldur Guðmundsson var
íæddur 4. október 1888 að Stóru-
Háeyri á Eyrarbakka og kenndi sig
jafnan við bernskuheimili sitt.
Hann mun hafa valið sér
þetta viðurnefni með vissu stoiti,
sem einsfeonar aðalsmannsheiti, og
vitnaði oft ti(l Þorleifs ríka afa síns
sem hann mat umfram aðra menn,
. safeir karlmonnsku, hyggni og þol-
gæðiis. Hann sagði gjarnan sögur af
Þorleifi, ef hann vildi stæla óharðn
aða unglinga til karlmennsfeu eða
sýna dugleysingjum og hirðuleys-
ingjum hvert slæpingsháttur
leiddi þá.
Eg kynntist Haraldi fyrst, þegar
.hann gerðist innheimtumaður hjá
Kreppulánasjóði árið 1935. Hann
iflom mér sérkennilega fyrir sjónir.
Hann var harður á brúnina og
mofekuð þóttalegur á svip. Hann
ihafði dökkt, stuttklippt yfirvarar-
skegg, sem gerði hann eftirminni-
legan, lágur vexti og hnellinn og
þrekinn um axlirnar, enda krafta-
maður, gekk stuttum, föstum skref
um. Menn gleymdu Haraldi ó-
gjarna, þeir sem sáu hann og röbb-
uðu við hann.
Það er ekki vinsælt verk að vera
innheimtumaður á erfiðleifea'tím-
uan, og oft misjöfnu kastað að
íiþeim, sem að slífeu starfa, þótt þeir
geri aðeins skyldu sína við inn-
iköllun. Slíkt hefir Haraldur vafa-
laUst mátt þola á þeim tíma. Hins
vegar hefi ég heyrt marga bænd-
ur tala uim 'hann frá þeim tímum
sem drengskapa'rmann, sem reyndi
af fremsta megni að liðka til fyrir
þeim, svo þeir gætu staðið í skil-
um, og eignaðist hann ýmsa
trausta vini í þeirra hópi.
Eftir að þessu starfi hætti, gerð-
Íst Haraldur starfsmaður í Bún-
aðarbankanum sem dyravörður og
húsvörður og kynnti þá, sem
þurftu að ná tali af banfeastjóra.
Þessu starfi 'hélt hann óslitið og
rækti það með árvekni og reglu-
semi, þar til hann lézt, er hann
hafði lokið dagsverki að kvöldi
þrettánda dags jóla síðastliðinn.
í starfi sínu umgefckist Haraldur
imjög mairga menn, enda . munu
flestir þeir Reyfevíkingar, sem eitt-
hvað fást við viðs'kipti, kannast við
Harald frá Háeyri. Margir við-
ClróSur og garðar
(Framhald af 4. síðu).
ir. En rússneSkir nýbyggjar noti
hann eikki sjálfir heldur selji frum
byggjunum þurrkaða sveppina.
B'áðir þessir höfundar segja frum
byggjana oft drekka sig fulla í
þvagi hinna drukknu. „Prijatel“
þ. e. vinur, sögðu þeir við Berg-
mann árið 1922, hefir þú flugna-
svepp handa okkur“? En ekki
heyrði Peter Freuehen neitt um
’ílugnasveppaverzlun í Kamtsjatka
á ferð sinni þar árið 1937. —
Sænski lífeðlis- og sveppafræðing-
urinn . Th. Mörmer lýsir í sveppa-
riti sínu árið 1919 sveppaeitrun,
»em líkist mjög herserkjagangi.
Hann segir líka frá því að í norsk
isænska ófriðnum 1814 hafi deild
hermanna frá Vermalandi t. d.
gengið berserksgang. Þeir grenj-
uðu og felldu froðu. Rannsókn
leiddi í ljós, að hermennirnir höfðu
etið fluignaisvepp til að efla bar-
dagakj ark sinn. Þeir hafa þekkt á-
hrif hans. Hvergi munu hafa fund
ást öruggar heimildir fyrir því að
berserkirnir hafi neytt „bardaga-
3yfja“ en sterkar líkur benda til
fíugnasveppsinis. Talið er að árið
1005 hafi berserksgangur verið
bannaður í Noregi með lögum. Þá
var líka talið refsivert að stöðva
tíkki berserksgang annarra. Varla
hefðu sli'k lög verið sett, ef ekki
hefði verið litið á berserksgang-
inn sem citthvað er mönnum væri
tsjálfrátt og ættu að geta hindrað
ef þeir vildu. Berserksgangurinn
virðist Mka hafa a. m. fe. rénað
mjög eftir þetta. Vínið varð líka
smám sam'an betra og leysti svepp-
inn af hólmi. Manni verður á að
spyrja: Skyldu berserkirnir til
forna hafa geymt rauðan, þurrkað
an flU'gnasvepp í pússi sínu og
neytt hans áður en ganga skyldi
til orrustu? Jurtir hafa margar að
ákiijaniegar núttúrur.
skiptamenn bankans urðu vinir
hans og sátu hjá honum og röbb-
uðu við hann sér til ánægju. Hann
var ævinlega ihress í máli, al'lt vil
og vol var 'honurn víðs fj arri. Hann
bölvaði augmingjaskapnum og
heigulshættinum, hvar sem hann
varð hans var, og þó að hann ætti
sjálfur erfiðar ástæður, vegna veik
inda á heimilinu, þá munu fáir
hafa heyrt hann barma sér. Hann
var hreinskilinn og djarfmæltur
við bvern, sem hann á’tti orðastað
við, óáleitinn, en beit frá sér, ef
að honum var kastað. Hann fór
ekki beMínis rneð glens, en kast-
aði fram hnittnum tilsvörum, sem
vöktu kátínu.
Haraldur hefir áreiðanlega verið
athafnamaður í eðli sínu, þótt
hann bæri ekki alltaf mikið úr být
um. Eg held að hann hafi verið
laginn verkstjóri, og sýndi það oft,
þegar um vandasöm verk var að
ræða, að hann var verkhygginn.
Til dæmis má taka, að hann 6tjórn
aði 'greftri námaopsins að Tindum
á Skarðströnd, en hann var einn
af stofnendum hlutafélagsins Kol
og líf og sál þess frá byrjun. —
Hann lét brjótast í gegnum 12
metra klöpp með meitli og hamri,
unz komið var niður á auðugt brún
kolalag, og tók opið það stórt, að
ekkert þurfti að víkka það þegar
lyfta var sett þar og kolavinnsla
skyldi hefjast. Starf hans í þágu
þessa m'áls er áreiðanlega óeigin-
gjarnt brautryðjendastarf, sem ef
til vil'l verður héraðinu, landi og
þjóð til blessunar áður en langt
líður. Enniþá er eftir að ran-nsaka
það m'ál til fullrar hlítar, en starf
Haralds er það traustur grundvöll
ur, að bvggja má á honum fullnað-
arrannsókn.
Haraldur var ekki sérstaklega
félagslyndur og blandaðist lítið í
félagsskap samstarfsmanna sinna,
en hjá'lpsamur var hann, vinfastur
og tryggur. Við, sem þekktum
hann bezt, söknum því vinar í stað
og sendum hinni sjúku konu hans
og börnum þeirra hugheilar kveðj-
ur. Kona hans, frú Þuríður Magn-
úsdóttir, mun vera óvenju sterk
og mikilhæf kona, sem ekki hefir
látið bugast af Ianig\;arandi sjúk-
dómum. Við vitum hversu stór
missir hennar er og barnanna við
hið sviplega fráfall Harald's. En
hér verða orðin aðeins hljómur.
Því biðjum við þeim hljóðir árn-
aðar og velfarnaðar.
Haukur Þorleifsson.
Að norðan
(Framhald af 5. «íðu).
sögu en síðan eru umræður, er
standa oft fram á nætur. Þetta eru
hinar fróðlegustu fundir á að hlýða
og oft einnig bráðskemmtilegir.
Stundum færist kapp í kinn en
skáldgyðjan tekur I hönd á öðr-
um. Ekki verða eftirmál þótt fast
sé kveðið að orði, því engin fund
argjörð er skráð og ekki heldur
neinar tillögur samþykktar eða á-
lyktanir bornar undir atkvæði. —
Enginn þarf að greiða félagsgjald.
Allir drekka kaffi sameiginlega á
fundarstað, sem jafnan er Hótel
KEA. Oft eru fengnir ræðumenn
langt að.
Bænda'klúbbsfundirnir eru eins
konar bændaskóli Eyfirðinga, og
að því leyti með háskólabiæ, að
Kolanámurekstur
í Færeyjum
Kaupmannahöfn, 9. jan. — Einka
skeyti til Tímans. — Frá Þórs-
höfn í Færeyjum berast þær
fregnir, að í ráði sé að auka og
endurbæta rekstur kolanámanna
í Trangisvogi. Bandarísk fyrirtæki I
hafa einnig áhuga fyrir að finna |
nýjar kolanámur á eyjunni. För- j
oyjatidindi segja að búast megi j
við, að yfirvöldin verði beðin um !
leyfi til nánari rannsókna, og ef \
til vill verði einnig sótt um rétt-
indi til námureksturs á Suðurey
um allmargra ára skeið.
BandarískSr varnarliðsmenn við
háskólanám á Keílavíkuríkigvelli
Nýlega íór fram fyrsta afhending prófskírteinis
Um nokkurt árabil hefir Háskólinn í Marylandfylki í Banda-
ríkjunum rekið umfangsmikla kennslustarfsemi utan sinna
heimkynna og síns eigin skólasvæðis. Þessi starfsemi er nú
rekin í samtals 200 kennslustöðvum í 18 þjóðlöndum, og hefir
hún meðal annars miðað að því að gefa bandarískum her-
mönnum, seni dvelja utan heimalands síns, kost á því að
halda áfram háskólanámi sínu jafnframt því sem þeir gegna
herþjónustu.
Eina slíka kenn.sluniiðstöð rék-ur, 200 manna náir.skeið.
Heízta kommúnista-
blað USA gefst upp
New York, 9. jan. — The
Daily Worker, sean í 34 ár hefir
verið aðalmlálgagn kommúnista í
Bandaríkjunum, hefir tiikynnt,
að Maðið muni hætta að koma út
frá næsta m'ánudegi. Kaupendur
blaðsins hafa að undanförnu ver
ið mjög fáir og sífellt farið fækk
andi. Sagt er, að blaðið muni
aftur hefja göngu sína er fjárhag
ur leyfir, en á meðan verður The
Worker, sem verið hefir sunnu
dagsútgáfa blaðsins, eina blað
'kommúnista.
Á vííavangi
(Framhald af 7. síðu).
stöðu til tekjuöflunar langt um-
fram alla aðra staði. Það er Iít-
ill vandi að auglýsa það við
slíkar aðstæður, að skattstigi á
tiltekna barnafjölskyldu sé ei-
lítið lægri en annars staðar.
Slíkt sannar ekkert. En sú stað-
reynd, að meðalútsvar á hvern
borgara er hér langsamlega liæst,
vitnar um sukk og fjármálaó-
stjórn íhaldsins. Yfir slíkt er
ekki hægt að breiða með nein-
um pennastrikum.
Marylandháskólinn á flugvellinuim i
í Kefíavífc, og síðastliðinn nrið- ■
vikudag, hinn 8. þ. m., fór
fram afhending fyrsta prófskíriein
isins í skólanum á Keflavíkuríuug-
velli, en þá tók Carl W. Bradíord
undirafifursti, við skilríkjum
fyrir þvi að honum hafi verið veitt
naifintoótin Bachelor of Science, efft
ir að hafa lokið n'ámi og prófum
við feenn'sliuimiðstöð Marylamdh'á-
skóla á Keflavíkurflugvelli.
Bradford itófe við skírteini
sínu við hátíðlega athöfn, sem
haldin var þann dag, en
aðal'ræðuna við þetta tækitfæri
hélt dr. Ray Ehrensherger, for-
seti jþessarar deiidar Marylandhá-
sfeóla, ’seim kominn er til íslands
til þess að vera við þessa athöfn,
ása'mt með George J. Diilayou,
sem einnig er starfandi við sanna
hás'feóla.
Einnig hefir nokkrum íslenzikum
emtoætitismön'num og öðrum, sem
starfa að fcennsl'umálum, verið boð
ið að vera viðstaddir athöfnina,
svo og þeim fslendingum, sem
stundað hafa nám við Maryland-
h'áskóla.
Ramn'S'la sú sem hér urn getur,
hófst á Kcílavikurf'iugvelli árið
1951, cg toaffa að jafnaði uim 2C0
nemendur tekið þátt í námskeið-
unum þar. Meðal náonsgreina, sem
kenndar eru, má telja bandaríska
sögu, stærðfræði, þýzfeu, S'pænisku,
hagfræði, bandarískar bófemennlir
og 'landafræði. Nemendur hlýða. á
fyrirles'tra tvi'svar í vifeu, en Ijúk'a
auk þass ákveðnum veirkefnum
heinia. Einn annerískur háskóla-
kennari dveíur jaffnan við kennslu
á Kef 1 avíkurílu'gvelli, en auk hans
stunda tveir íslenzkir kennarar
kennslu þar, þeir ÁstV'aldur Eydal,
sem kennir landaffræði, óg Henrik
Thorlacius, er kennir þýzku.
Þessi kehnslustarfseffni Marylamd
há'sfeclanis hólfst árið 1947 oig er nú
orðin mjög uoiffasigsmikil, því eiins
og áður segir eru nú starfrækítar
meira en 200 kennslustöðvar í 18
löndum, og sækja þar u'ám meir en
20 þúsur.id stúdentar, en 5 þúsund
manns til viðbótar sækja svipuð
námskeið báskólans, sem haldin
eru í Marylandfylki, fyrir utan
hina reg'Iuleg'U starfsemi háskól-
ans.
Vettvangur æskunnar
(Framhald af 5. síðu).
fríverzlunarsvæði Evrópu. Nú hafa
sex Evrópuríki bundizt samtök-
um um fríverzlunarsamning. Mikl-
ar umræður hafa átt sér stað í
blöðum um þessi mál. Eitt er þó
sýnt að hér er hafin þróun sem
ekki verður stöðvuð. Evrópuþjóð-
irnar vestan áhrifasvæðis Rússa
hafa lært af biturri reynslu að
þær eru raunverulega allar í sama
báti. Náin samvinna eftir síðari
heimsstyrjöldina hefir fært þær.
saman og sannfært um það að sam- j
starfið borgar sig. Gömul reynsla
af tollmúrum og innilokunarpóli-
tík eftirstríðsáranna fyrri hefir
sannfært þjóðirnar um að fara
ekki inn á þá braut á ný. Höfuð-
markmið fríverzlunarsamningsins
er að koma á verkaskiptingu milli j
þjóðanna innbyrðis. Hlutur ís- j
lendinga í þessu samstarfi væri j
auðvitað fiskveiðar, en að'staða
okkar vegna ónotaðra orkulinda
gæfi möguleika til iðnaðar. Ann-
ar þáttur samstarfsins, stofnun
framkvæmdabanka markaðssvæðis-1
ins skapar möguleika fyrir fjár-
vana lönd, sem búa yfir ónotuð-
um möguleikum t.d. eins og ís-
Iand. Afstaða íslendinga er enn
óljós til fríverzlunarmálsins. Hitt i
er Ijóst að heimurinn er að skipt-!
ast upp í efnahagslegar heildir.
Fríverzlunarsvæði í Evrópu er
byrjunin, en t.d. Arabaþjóðirnar
og Suðaustur-Asíu þjóðirnar munu
eflaust koma í farið. fslendingar
eru knúðir til samstarfs þessa, en
gæta verður þess að hlutur okkar
sem fiskveiðiþjóðar verði ekki
fyrir borð borinn og réttur okk-
ar í landhelgismálinu verði virtur.
KALDIR
BÚÐINGAR
Köldu ROYAL-búðingarnir eru Ijúf-
fengasti eftirmatur, sem völ er á.
Svo auðvelt er að matreiða þá, að ekki
þarf annað en hræra innihaldi pakk-
'ans saman við kalda mjólk, og er búð-
ingurinn þá tilbúinn til framreiðslu.
Reynið ROYAL-búðingana, og þér
yerðið ekki fyrir vonbrigðum.
enginn er sekur fundinn þótt ekki
sæki tíma. Það er vissulega gam-
an að líta inn á kappfund, þar
sem hundrað bændur eða fleiri,
ræða áhugamál sín yfir rjúkandi
kaffinu. Þar gilda aðeins tvær
reglur og er hvorug ströng: Menn
verða að borga kaffið siitt og að-
eins talar einn í einu.
, E.R.