Tíminn - 21.01.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.01.1958, Blaðsíða 6
6 T í MI N Nj þriðjudaginn 21. janúar 1951 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb). Skrifstofur í Edduh-úsinu við Lindargötu. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304. (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasfmi 19523. Afgreiðslusími 12323. Prentsmiðjan Edda hjf. Lærdómsríkt fordæmi á Akureyri um samstöðu gegn íkaldinu VIÐ bæjarstjórnarkosn- inar nndanfama áratugi laaifa stjórnmálaflokkarnir aliir haft lista í kjöri á Ak- ureyri. Enginn þeirra hefir femgið meirihluta. Enginn einn þeirra hefir verið alls- ráðandi um bæjarmál. Eng- inn samsteypa hefir beinlínis haft únslitavald heldur hef- ir meirihluti myndast um á- kvteðin mál. Bæjarstjóri hef- ir um langan aldur verið úr flakki Sjálfstæðismanna. Þessi háttur á stjórn bæjar- málefna gafst allvel. Fjár- mátastjórn bæjarins var í góðu lagi; ýmsar fram- kvæmdir fóru allvel úr hendi Enginn „glundroöi" myndað ist meðan enginn stjórnmála flokkurinn reyndi að beita bolabrögðum í bæjarstjórn- inni. í bæjarstjóminni á Ak- ureyri sannaðist það, eins og í 10 öðrum bæjarfélögum, að glundroðakenning íhalds ins í Reykjavik er ekkert nema blekking, sem hér er notuð í eiginliagsmunaskyni. EN NÚ hafa oröið þátta skil í sögu bæjarmálefna á Akureyri — Flokkarnir hafa allir lista í kjöri, sem fyrr, (nema Þjóðvörn, sem lognaðist út af upp úr al- þi ngiskos n in gun um). En í s. 1. viku birtu þrír þeirra samning um stjórn bæjar- ins og framkvæmd stefnu- mála að kosningum loknum. Það eru stjórnarflokkarnir, sem að þessu standa. Orsök bneytingarinnar nú er fyrst og fremst sú, að hið gamla skipulag á stjórn bæjarins og rekstri hefir farið úr böndum síðustu árin fyrir ofriki Sjálfstæðisflokksins. Hin hamslausa stjórnarand- staða Ihaldsins og skemmd- anstarfsemi þess á mörgum sviðum þjóðlifsins, hefir þjappað flokkunum þremur saman. Óreiða og gæðinga- sjónarmið' þar sem íhaldið var einkum fyrir til gæzlu um hagsmunamál bæjarins, færði stjórnarflokkunum þremur heim sanninn um, að stjómarandstöðupólitík Morgunblað'sins og íhaldsfor ingjanna nær ekki aðeins til yfirborðs landsmáianna held ur heim í hlað hjá hverju sveitarfélagi, sem á í vök að verjust gegn dýrtíð og efna- hagslegum vandamálum. Við þessar aðstæður lauk hinu frjáisa samkomulagi allra íIak5oanna um stióm bæjar- mátefna og stjórnarflokk- arnir þrír sömdu sín í milli um aðkallandi verkefni og byggðu ihaldinu út. Telja má fullvíst að samningurinn verði staöfestur í bæjarstjórn arkasningunum með yfir- gnæfandi meirihluta at- kvæða, og eftir 26. janúar hef jist nýtt timabil í sögu Ak ureyrarkaupstaðar. Togara- útgerðin verður nú tekin úr umsjá Sjálfstæðismanna. Bærinn tekur rekstur henn- ar í sínar hendur og reynir að koma á réttan kjöl; lok- ið verður byggingu hrað- frystihúss togaranna; unnið að byggingu dráttarbrautar og fleiri að'kallandi verk- efna. Loks er þegar samkomu lag um nýjan bæjarstjóra og lýkur þar með langvinnri framkvæmdastjórn Sjálf- stæðisflokksins í málefnum kaupstaðarins. Vekja þessi myndarlegu vinnubrögð á Akureyri nú athygli um land allt. SÉRSTÖK ástaæð er til þess í'juir Reykvíkinga aö kynna sér það, sem gerzt hef ir í höfuðstað Norðurlands. Þegar á reyndi varð þar eng in fyrirstaða að ná samkomu lagi um stjórn bæjarins. Enginn glundroði skapaðist engin „slagsmál“ urðu í miili þeirra flokka, sem mynda meirihluta bæjar- stjórnar. Höfuðverkefniö verður að koma fjármálum og atvinnumálum á réttan kjöl, leiðrétta misfellur sem orðið hafa í stjórnartíð Sjálf stæðismanna, útiloka gæð- ingasjónarmið, sem alls stað ar elta íhaldið, og vinna al mennt gegn skemmdarstarf semi þeirri, sem Morgun- blaðið og æðsta klika íhalds foringjanna stendur fyrir í atvinnu- og fjármálialifi landsins. Allt er þetta ennþá augljósara hér en nyðra. — Spillingin og óreiðan í fjár- málum hér tekur langt frarn öllu, er þar þekkist. Glæfrar stjómarandstöðunnar og skemmdarstarfsemi er miklu augljósari hér en þar. Þörfin fyrir samtök er þvi enn rík- ari hér en þar. Frambjóðend ur Framsóknarflokksins í bæj arst j órnar kosningunum hér hafa líka bent á að þeir telji sjálfsagt að stjórnar- flokkarnir taki höndum sam an um stjórn bæjarins að loknum kosningum, ef kjós- endur fá þeim meirihluta- vald. í ávarpi þvi er 6 efstu menn listans birtu fyrir nokkrum úögum, segir: „Missi Sj álfstæðisflokkur- inn meirihlutaaöstöðu sína við þessar bæjarstjómarkosn ingar, teljum við' það skil- yrðislausa skyldu andstöðu- flokka hans að taka höndum saman um stjórn bæjarins án þátttöku Sj álfstæðis- flokksins . . .“ Þarna er bent á þá stefnu, sem nú er orðinn veruleiki á Akureyri. Fordæmið á Akur eyri sýnir, hvernig skynsam legast er að snúast gegn ó- stjórninni í bæjarmálunum og gegn skemmdarstarfsemi þeirra manna, sem nú beita fasistískum aðferðum til að halda völdum hér í borginni og til að vinna stjórn lands- ins — og efnahagslífi þjóö- arinnar— sem mest tjón. ERLENT YFIRLIT Verður Sahara framtíðarlandið? Olían, sem hefir fundizt í Sahara, mun valda deilum um yfirrátJin J>ar RÉTT EFTIR áramótin, birtu Frakkar þá scgulega tilkynningu, að fyrsta stóra oluiflutningalesítir frá Haslsi Messaoud í Sahara hefð kcrnið til haf n arb orga ri n nai Phrlippeviiie í AJúír. Frakkar hafr nú hafið oiíuvinnslu af mikluir krafti í Haasi Messaoud og búast við að fá þaðan og frá öðrum olíu vinn-ilustöðvum í Sahara um 50( þús. smál. af clíu á þessu ári. Ári? 1960 reikna þeir með því að í’f 10 millj'ónir smiáfesta af olíu frtr Sahara. Þó telja margir þetta að edns byrjunina, því að undir Sa- hara sé að finna mestu olíunámur í heilmi. Fratokar feru nú allls búnir a? verja um 2000 miililjónum króna tóil cUuleitar í Sahara. Lengst er olíu- leiffslan við Ha-si Messaoud, en þaðan er 700 km leið til næstu hafnar í Alsír en 400 km. til næstu hafnar í Túniis. Annað helzta- olíu- leitarsvæðið er við Edjele, en það- an er 650 km til næstu hafnar, sem er Trípoli í Libíu. Aðeins lengra er tU næstu hafnar í Túnis. OLÍULEITIN í Sahara er mikl- um erfiðleikum bundin, einkum þó við EdjeJe, s&m er lengra inni á eyðimörkinni en HasBi Messa- oud. Veðráttu er þar þanni'g hátt- að, að oft er 55 stiga hiti á daginn, þótt frost sé að næiturilagi. Venju- legast haldast menn þar ekki við, nema fáar vikur í senn. Reglan er sú, að sérfræðingarnir, sem þar vinna, fá að vetriniuim tveggja vikna frí eftir niu vikna vinnu, en að sumrinu fj ögurra vikna frí elftir sex vikna vinnu. Sézt á þessu, að það verður enginn barnafeikur að koma upp stórum oMuvinnkóukltöðv lun í Sahara með tilheyrandi olíu- leiðslíum og járnlbrauitum. Ef þær vonir rætaist, serm menn gera sér nú um olíuauðlegð Sahara getur vel svo farið, að olíuvinnsl- an þar geti orðið svo mikil, að Evrópa verði að mestu eða öllu leyti óháð olíunni frá nálægari Austurlöndum. Þetlta mun þó ekki verða fyrst um sinn. Auk elíunnar, hafa ým'sir góð- miáilmar fundist í jörðu í Sahara að undanförnu, og þykir likleigt, að suimir þeirra sóu þar í stóruim stíl.. FYRSTA C'líulestin, scm kemur frá Sahara, minnir alvarlega á það, að Sahara er liklegt til að verða mikið þrætuepli á komandi árum. Nckkur visbending um þetta er og það, að Frakkar hafa haft mikinn viðbiinað til að verja ollulestirnar, því að þeir óttaist árásir alsírískra- uppreisnarmanna á þær. Nýlega réðust uppreisnar- menn á einn olíuileitarfl'okk Frakka og felldu állmarga mienn úr honum. Síðan hafa Frakkar mjög aukið varðgæzluna á öliuim olíuleitarstöðvum sínum i Sahara. Sú var tíðin, að ekki var sózt eftir því að ráða ytfir Sahara, enda virtiist, að. þar væri ekki eftir neiinu að slægjast. Frakkar fengu í ró og næði að lýsa þar ýfir yfirráðum sínum og hafa að und- anförnu talið meginhluta Sahara tiilheyra Alisír. Þetba kemur þeim í koll nú, því að nú gera uppreiisn- armenn þar tilkall tl þess, að Sahara komi tl með að heyra und ir sjálfstætt aMriskt ríki. Tunis og Marekko munu einnig gera til- kall tl þess að fá hluifca af Sahara, einkum þó Marokko. Vel má og vera, að fleiri geri tilkall til Sa- hara áður en líkur. VAFALÍTIÐ er, að Frakkar standa hér framími fyrir nýjum pó'litízkum vanda. Ýmsir fransfcír S'tjórninálamenn eru taldir haifa uppi ráðagerðir um það, að Sahara verði gert að sjálífistæðu umdæmi, er sé alveg slitið úr öllium s'tjórn- arfarslegum tengslum við Alsir. Þessir aðlar eru taldir því fylgj- andi, að Alsírdeilan verði ekki leyst fyrr en eftir að slikri skipt- ingu Sahara og Alsír hefir verið komið í kring. Óliklegt virðist þó, Lacoste ráðherra- Alaírmála. að Alsírbúar sætiti s'g við það. Fyrir Frakka væru það hins vsgar miklar sárabactur, ef þeir yrðu að láta af yfirráðúm í Alár, að fá að halda Sahara. Sú lausn hefir einnig komið til orða, að nokkur ríki Evrópu og Afríku komi sér saman um að vinna sameiginfega að hagnýtingu Sáhara. Margt bendir til þess, að sú lausn kynni að verða einna æskileguát. Um það er ekki að ræða á þessu stigi, að Sahara verði sjálfstætt ríki, þvi að hinir dreyfðu hirðingjar sem búa þar, hafa enga aðstöðu tl að halda uppi sjáláf- sltæðu ríki. Það stendur nú allmjög í vegi þess, að Frakkar géti hagnýtt oiíu ieða aðrar auðlindir í Sahara, að þeir hafa ekki nægilegt fjármagn til framkvæmda. Frakkar gera sér nú talsverðar vonir um að geta fengið þýzkt fjármagn í þessu kyni. í samningum um Evrópu- markaðinn, er gert ráð fyrir sam- le^ginlcgu framlagi þátttökúrikj- anna til uppbyggingar nýlendum í Afríku, og þýkir eðliliegt,' að verulegum hluta.þessa fjár verði veitt til Shahara. ATHYGLIN beinist nú iað Sa- hara vegna hinna m '.du aúðæfa, scm virðast vera í jörðu þar: Þau auðæfi munu hirts vegár ý efcki nægja til' þesj að gera SahaTa að byggilcgu landi, nema apnað og meira kcmi tl. Framsýnustu verk- fræðingar telja hins vegar ehgan vegion útlokað, að Saihara eigi eftir að verða blómlegt framtíðar- land. Þetta bj'ggja þeir á þvi, að komið verði upp mikilli sffifíiu í GíbraJtarsundi og verð'ulé^iíi- hluti Miðjarðarhafsins verði veiitít inn á Sahara cg myndi þá skapast þar stórt vatn, jafnvel tvö. Saltið yrði unnið úr sjónum, svo að no'ta mætti hann til ræktunare I sam- bandi við þessar framkvæmdir yrðu gerffar mikíar áyeiiiur og reist hin stærstu rafonkuiver, seni ekki myndu aðeins fullnægjia þörf unr AfríSou, hel-dur masttir' leiða þaðan rafmagn til Kvrópu. Mörigum mun. þykja þeæar fyrir- ætlanir ótrúfegar. Ef rnenn ihugp þær hins vegar í ljósi' hinna eitór- kostlegu framfara seinustu áratuga þurfa þær þó alls ekki að þykja það. Hin hraða franisókn tækninn- ar mun breyta ásýnd heiimsins á komandi tiæum og meðal þess, sem hægfega geitur átt eftir að ske, er það, að Saihara komi's't í röð lrinna helstu framitiðarliaimia, en iandrými skortir þar ekki, eins og kunnugt er. Þ. Þ. VAÐsrorAN Beðið um rigningu Mikið viidi ég hann færi að rigna, sagði maður við mig hér á dögunum. Hann var búinn að fá nóg af frostinu. Það er ófærð heima við húsið, hitaveitan dugar illa, bíllinn fer ékki í gang að morgninum, aðdrættir til heim- ilisins eru helmingi erfiðari en venjulega. Maðúr lætur auðvitað í ljósi samúð og svo veivilja með hinni frómu ósk um meiri rign- ingu í Reykjavík. Lætur þess samt getið í leiðinni, að litið karlmennskubragð mundi forfeðr um okkar hafa fundizt af svona umkvörtun eftir stuttan harö- indakafla. En það, sem maðurinn átti við, var auðvitað sú stað- reynd, að sú tækni, sem við höf- um tileinkað okkur í daglegu lífi, er ekki miðuð við frost og snjó, heldur auðar götur og greiðar samgönguleiðir, frostlítil veður, fyrirhafnarlítið Jíf á stundum. Það skaðar ekki að menn minn- ist þess einu sinni á ári, livar ís- land er á hnettinum. Kalt fram yfir bæiarstjórnar- kosningar Og svo les maður í útlendu riti, að kuldatíðin muni liklega standa fram yfir bæjarstjórnarkosning- ar, og þó sennilega lengur. Þessi er þá orðinn munurinn á lífinu nú og í gamla daga, að nú er hægt að lesa um það í útlendu riti, sem komið er hingað um langan veg, að kalda ioftið muni herja á landið næstu vikurnar, og á miklu stærra svæði. Hvern- ig víkur þessu við? í síðasta hefti ameríska ritsins „Time“ segir frá veðraskiptum, sem urðu í Bandaríkjunum og á miklu stærra svæði um áramótin og or- . sökum þeirra. Amerískur veður- fræðingur reiknaði það út um áramótin, að kuldakast mundi standa um norðanvert tempraða beltið út janúar. Hvernig fór hann að því? Umhverfis jörðina, í mikilli hæð, fara vindastraumar, venjulega nokkurn veginn frá vestri til austurs, en út írá þess- um straumi ganga venjulega miklar sveifiiur, sem ná yfir allt að 4000 milur á bæði borð. Þess- ar sveiflur gegna því hlutverki, að blanda saman heita loftmu frá suðlægmn breiddargráðum og ka'.da ioftinu frá heimskauta- svæðinu. í desember gekk vindastraum- urinn í háloftunum frá vestri til austurs án þess að þessar sveifl- ur næðu sér á strik. Blöndunin var þvr litiL Heita loftið var kyrrt sunnan straumsins, kalda loftið lcyrrt norðan han.s. Yfir Norður-Ameriku og víða annars staðar var óvenjulega jalnhlýtt veður og kyrrt. í desíeihbei'lok þóttust ameriskir veðurfræöing- ar loksins sjá, hvar svéifUurnar út frá hverfilstraumi vindsins í háloftunum væri komnar í gang og spáðu þá þegar, að kul'dakast mundi ganga yfir í janúar. Þeir reyndust sannspáir. Svieiilurnar tóku til á ný, kaida ioftinu að norðan var sópað inn yfir land- ið, kuldatiðin gekk i gárð, og á mótum hlýja loftsins og þess kalda hafa geysað látlaus Ulviðri. Veðrlð sannar kenninguna. Á norðanverðu Atlantshafi hafa geisaði stórviðri í háloftunum. fer vinctstraumurinn með ógnar- hraða og fhigvélar, sem hafa not- að sér hann á austurleið, hafa sett hraðamet Þessi ameriski veð urfræðingur telur, að þessi um- brot í náttúrunni muni endast út' janúarmánuð og þótt hann spái einkum fyrir heimaiand sitt, er Ijóst, að kenning hans. nær yfir m.iklu stærra svæði, eða afla leið- ina frá Klettafjöllum langt aust- ur á Rússland. Leikmáður, sem les Time, segir því sem svo við' sjálfan sig: Jæja, maður má harka af sér kulda og Lllviðri fram yfir bæjarstjórnarkosniiig- ar a. m. k., og kannske lengur, e.f rétt er hermt. Og veðrið nú dag hvern virðist gefa kennirigu ameríska veöurfræðirigsms byr undir vængi. ‘ -UFinr.ur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.