Tíminn - 09.02.1958, Síða 8
Veðrið:
Norðaustan gola
Hiti kl. 12:
léttskýjað
Grímseyjarlaxinn er talinn hafa
vaxið upp í Laxá í Þingeyjarsýslu
Laxá er mesta stórlaxaá landsins, segir Þór
GutSjónsson veiíimálastjóri í grein um stóra
laxa í sííasta hefti „Náttúrufræíingsins“
t sí'ðasta hefti Náttúrufræðingsins, hins læsilega og
skemmtilega tímarits Hins íslenzka náttúrufræðifélags, er
m.a. grein um stóra laxa, sem veiðst hafa hér á landi og
erlendis, eftir Þór Guðjónsson veiðimálastjóra. Hann ræðir
þar m.a. um Grímseyjarlaxinn, stórlaxinn, sem veiddist í
þorskanet við eyjuna í apríl s.l. og kemst að þeirri niður-
stöðu, að sá lax muni vera kominn úr Laxá í Aðaldal, sem
er msst stórlaxaá landsins. Grein Þórs er á þessa leið:
„Það þykir jafnan tíðindum sæta
þogar veiðast risar meðal dýranna.
Veiði stóra laxins við Grímsey 8.
apríl síðastliðinn vakti að vonum
mikla athygli. Óli Bjarnason, sjó-
maður í Grímsey, veiddi laxinn í
þorskanet, er hann hafði lagt um
400 m. vestur af eynni. Var netið
með 4 þuml. teini. Laxinn var 132
cm. að lengd og vóg 49 pd. (24l/2
kg) blóðgaður. Má ætla, að hann
hafi verið nær 50 pd. með blóðinu.
Mesta ummál hans var 72 cm. Höf-
uðlengd laxins var tæplega V\ af
heildarlengdinni. Laxinn reyndist
vera 10 vetra gamail og hafði dval-
izt 4 vetur í fersku vatni, áður en
hann gekk fyrst í sjó. Hann hafði
hrygnt tvisvar, 7 vetra og 9 vetra
gamalli Laxinum var gotið haustið
1946. Vorið 1951 gekk hann í sjó
í fyrsta skipti, þá nál. 16 cm. lang-
ár. Sumarið 1953 gekk hann í ána
tii þess að hrygna, og má ætla að
hann hafi verið nál. 80 cm. að
lengd. Sumarið 1955 gekk hann
öoru sinni bá nál. 120 cm. að lengd.
Laxinn hefir gengið til sjávar vet-
urinn 1955—56. Eftir um árs veru
£ sjó veiddist hann mánudaginn 8.
apríl í þorskanet við Grímsey, svo
eem fyrr segir, við botn á 16 m.
dýpi. Laxinn hafði fest sig á hausn-
um í netinu og vöðlaði því utan um
éíg. Þegar netið var innbyrt, var
nr jög af laxinum dregið.
Telja má líklegh að risaiaxinn
íiá Grímsey, sem almennt hefir
verið kallaður Grímseyjarlaxinn,
Bé íslenzkur að uppruna. Hann
gæti vef hafa verið úr Laxá í Þing-
eyjarsýslu, eins og margir hafa get
ið sér til, því að í þá á ganga
óvenjulega stórir laxar. Þegar lax-
irm gekk í sjó að aflokinni hrygn-
ingu, líklega fyrri hluta árs 1956,
var hann af svipaðri stærð og
Bíærstu laxar, sem veiðast í Laxá.
Lax hefir áður veiðzt við Gríms-
ey, og er greinarhöfundi kunnugt
œn tvo laxa, sem fengizt hafa þar
í snurpunætur að sumarlagi. Ann-
ar laxinn veiddist af ms. Eldborg
frá Borgarnesi í júlí 1938, 3—4 sjó-
n.ílur suðvestur af Grímsey og vóg
hann 16 pd. Hinn laxinn veiddist
áf bv. Tryggva gamla 1942 eða
1843 suðvestan við eyna, og var
Ihunn 7—8 pd. að þyngd.
Eftir veiði Grímseyjarlaxins hef-
ir töluvert verið rætt um stóra
laxa og margt rifjast upp um þá.
Skal nú skýrt frá því markverð-
asta, sem höfundi er kunugt um
stóra laxa, sem veiðzt hafa hér á
landi.
Risalax veiddist í silunganet í
Hvítá í Borgarfirði hjá Flóðatanga
á siðustu öld. Menn eru ekki á
eitt sáttir um þyngd hans. hvenær
hann var veiddur eða af hverjum.
í Veiðimanninum nr. 18., 1951, og
síðar í bókinni „Að kvöldi dags“
1952, skýrir Björn J. Blöndal, rit-
höfundur, frá því, að lax, sem tal-
inn var 70 pd., hafi veiðzt í Hvítá
frá Flóðatanga í Stafholtstungum.
Björn bar sögu þessa undir Þor-
stein bónda Böðvarsson í Grafar-
dal, sem heyrf. hafði hana af vör-
um sömu manna og Björn. Þor-
steinn taldi þyngd laxins hafa ver-
ið 65 eða 70 pd., en hélt þó síðari
töluna vera réttari. Stefán Ólafsson
telur í grein í Veiðimanninum nr.
19, 1952, að Björn fari rétt með
þyngd laxins og annað í frásögn-
inni um Fióðatangalaxinn, en bæt-
ir við, að hann hafi veiðzt í svo-
kallaðri Sandskarðalögn í kvísl úr
Hvitá, sem nú er þurr, og ennfrem-
ur, að Hálfdán bóndi á Flóðatanga
hafi veitt laxinn um 1880. Kjartan
Bergmann, sonur annars sögu-
manns ofannefndra manna, telur
laxinn hafa verið 64 pd. og er
Jósep Björnsson á Svarfhóli sam-
mála Kjarlani um þyngdina. Kjart-
an segir einnig frá því eftir föður
sínum, Guðjóni Kjartanssyni,
bónda á Flóðatanga, að stóri lax-
inn liafi veiðzt ú búskaparárum
Ásmundar Þórðarsonar á Flóða-
tanga, en Ásmundur bjó þar á ár-
unum 1840—1862. Kjartan telur,
að Ásmundur hafi veitt laxinn eða
Björn sonur hans, er síðar bjó á
Svarfhóli í Stafholtstungum. Þá
hefir Kristján bóndi Fjeldsteð í
Ferjulcoti það eftir Sigurði Fjald-
steð föður sínum, að Flóðatanga-
laxinn hafi vegið 120 mcrkur eða
60 pd. Hvort heldur, aö þyngd lax
ins hafi verið 60, 64 eða 70 pd., þá
er Fióðatangalaxinn stærsti lax.
'sem sögur fara af, að veiðzt hafi
hér á landi.
Árið 1895 veiddist 45 pd. lax
í ádrátt í Laxá 1 Þingeyjarsýslu
frá Nesi. Þorgrímur Pétursson bjó
þá í Nesi. on Sigurður Guðmunds-
son og Jakob Þorgrímsson veiddu
laxinn í Vitaðsgjafa. Steingrímur
bóndi Baldvinsison í Nesi og Karl
Sigurðsson bóndi á Knútsstöðum
í Aðaldal hafa sagt mér frá þess-
um laxi.
Grimseyjarlaxinn — máli brugðið á risann og reynist hann 132 cm langur
Sigurður Sigurðsson, bóndi að
Núpum í Aðaldal, segir í bréfi
1957 lil Sæmundar Stefánssonar,
stórkaupmaims; frá stórum laxi,
sem fannst dauður i Laxá í Aðaldal
á jólada'g 1929. Laxinn var náléga
123 cm. að lengd frá trjónu og aft-
ur að sporði eða 132—133 cm., ef
sporðlenginni er bætt við eftir því,
er Sigurður telur. Sigurð minnir,
að laxinn hafi vegið 36 pd. Lax
þessi hefir verið milli 40—49 pd.
nýrunninn úr sjó, því að gera má
ráð fvrir, að hann liafi tapað allt
að 30% af þyngd sinni frá því. að
hann gekk í áma. Er liklegt. að
um hafi verið að ræða einn af fjór
um stærstu löxunum, sem á land
hafa komið hér.
Frásagnir eru til af 7 löxum milli
36 og 39 pd. Skal sagt frá því, sem
höfundi er kunugt um þá. Stærsti
laxinn. sem veiðzt hefir í Árnes-
sýslu, vóg 39 pd. og fékkst fyrir
um 40 árum í lögn, sem kölluð var
Víkin og var úti í Ölfusá. Um þetta
leyti stunduðu þeir Sigurgeir Arn-
bjarnarson og Símon Jónsson,
bændur á Selfossi, veiðarnar, og
er Sigurgeir lieimildarmaður minn
um þennan lax. 3812 pd. lax fókk
Kristinn Sveinsson á stöng í Hvítá
hjá Iðu í júní 1946. Laxinn var
115 cm. ö lengd og 70 cm. að um-
rnáli. Þann 7. september 1952
veiddi Víglundur Guðmundsson
lax, hæng, á stöng í ármótum Brú-
arár og Hvítár, og vóg hann 37%
pund, var 122 cm. að lengd og 65
cm. að ummáli. Laxinn var 6 vetra
gamall, hafði dvalizt 3 vetur í
fersku vatni og 3 vetur í sjó og
hafði ekki hrygnt.
f Hvítá í Borgarfirði hafa vciðzt
tveir 36 pd. laxar. Annar veiddist
'í króknet írá Ferjukoti rétt fyrir
1920. Daníel Fjeldsteð, læknir,
vitjaði um netið, sem laxinn var í,
ásamt Siguðri bónda Fjeldsteð í
Ferjukoti, og hefir Daníel sagt liöf-
undi frá laxinum. í netinu var
einnig 26 pd. lax. Hinn laxinn var
veiddur á stöng þann 22. ágúst
1930 fyrir neðan Svarthöfða af
Jóni J. Blöndal, hagfræðingi, frá
Stafholtsey.
í Laxá í Þingeyjarsýslu hafa
veiðzt tiltölulega flestir stórir lax-
ar miðað við laxafjöldann, sem
gengur í óna, og má því óhikað
telja hana mestu stórlaxaá lands-
ins. Tveir 36% pd. laxar hafa
veiðzt á stöng í henni, annar 1912
af L. S. Forlescue lijá Nesi, en
hinn af Jakobi Iíafstein þann 10.
júlí 1942 í Höfðahyl.
Til samanburðar við ofangreint
skal þess getið, að í nágrannalönd-
um vorum verður lax stærri en hér
á landi. Stærsti lax, sem veiðzt hef
ir i Skotlandi, vóg 103 ensk pd. eða
93V2 íslenzkt nd. Kom hann í net í
Forthfirði. Slærsti stangveiddi lax
inn vóg' 58 íslenzk pd. og veiddi
liann kona í Tayánni 1922. í Nor-
egi veiddist 1928 72 pd. lax á stöng
í Tanaánni, og er hann stærsti
Allantshaíslax, sem veiðzt hefir á
stöng. Metlaxinn í Svíþjóð veidd-
ist í Faxánni 1914 og vóg 72 pd.
í Finnlandi veiddist 70 pd. lax,
130 cm. langur, í Kymmeneánni
1896. Stærsti iax, sem veiðzt hefir
í Danmörku, fékkst í Skjernánni
1953, og vóg hann 53 pd. Hann var
136 cm. á lengd og 70 cm. að um-
máli. Var hann því lítið eitt stærri
en Grímseyjarlaxiinn.
Hér hefir verið sagt frá stærstu
löxunum, sem höfundi er kumiugt
um, að veiðzt hafi í fersku vatni
hér á landi og í sjó. Heimildir, sem
stuðzt hefir' verið við, eru vafa-
lausl ekki að öllu leyti tæmandi, og
má því vænta, að fram komi nán-
ari vitneskja um þessa laxa. Þá
má einnig við því búast, að fleiri
laxar 36 pd. eða þyngri liafi veiðzt
heldur en þeir, sem hér hefir verið
rætt um, og væri æskilegt, að fá
fregnir af klíkum löxum.
Hitinn kl. 17: ^
Rvík —8 st., Akureyri —9 st„ Lon-
don 9 st., París 11 st„ Hamborg
—3 .st., Khöfn —6 st„ N. Y. 0 st.
J
Sunnudagur 9. febrúar 1958.
Mokafli af síld
yið Noreg
Mokaifli af síld var í gær við Nor
egsstrendur, og komst heildarafl-
inn þá upp í 330,000 hefotóíítra. —•
Mest veiddist út af Álasttndi, eii
við norðanverðan Noreg var veður
eki<i hagstætt og lágu skip þar fi
vari. Síðast liðin nóbt var hin kalcl
asta í Noregi á þessum vetri. Um
Norður-Noreg var frostið víðast
37—50 stig á Celsius.
Truman og Murrow
Molotov var mesti moöhaus
Japanir komnir jafn-
langt og Bretar
Osaka, 8. jan. — Það hefir nfl
verið tilkynnt opinberlega í Jap
an, að Japanir Iiafi náð sama á-
fanga á leiðinni til friðsamlegr-
ar liagnýtingu vetnisorkunnar Og
Bretar.
Harry Tniman birtir sína hlið mann-
kynssögunnar í s jónvarpsviðtali j
Hermenn í stjórnmálum eru eins og kerruhestar
mc'S augnhlífar — sjá a'Seins beint framfyrir sig
Hinn frægi bandaríski sjónvarpsþulur, Ed Murrow, hafði
' nýlega langt og mikið sjónvarpsviðtal við Harry Trunian, fyrr-
! vérandi forseta Bandaríkjanna. Truman var opinskár og blátt
I áfram að venju og hafði ýmislegt að segja um menn og mál-
efni.
IHarry Truman og hann hefir ýmis
Það vakti gífurlega athygli á sínllegt að segja um bandaiásfc stjóm-
um tíma, þegar Truman kallaði mál í dag. Um núverandi forseta
MacArthur hershöfðingja heim frá hefir hann þetta að segja: Eisen-
Kóreu. Var þar tekið á málunum : hower hershöfðingi heflr; skrifað
á „frúmanískan" hátt og lét for-lbeztu greinargerð, sem nokkru
setinn sig engu skipta, hótt hers- sinni hefir verið rituð um ástæð-
höfðinginn væri þjóðhetja frá urnar fyrir því, að ekki bæri að
Kyrrahafsstyrj öldinni. Skósmiðn- fela hermanni forsotavaid í Banda
um bar að halda sig við leistann. ríkjunum. Hann gaf mér eintak af
þessu bréfi og það á ég enn, en
Vantaði stjórnmálalegan ráðgjafa. mér hefir aldrei doltið í hug að
Þegar Murrow spurði Truman nota það gegn honum. Zacliary
um viðureignina við hershöfðingj- Taylor og Grant hershöfðingi og
ann, sagðr hann: Það var slæmt núverandi íbúi Hvíta hússins eru
að hershöfðinginn skyldi ekki hafa allir góðir menn. Þeir eru heiðar-
góðan stjórnmálalegan ráðgjafa. legir menn. Þeir vilja gera rétt, en
Eí (hann hefði ráðfært sig við mig þcir hafa verið menntaðir þannig,
um það, sem honum bar að gera, að þeir likjast liestum með augn-
þá hefði ég auðveldað honum störf hlífar —- hann (Eisenhower) sér
in og hann væri þá mikið vinsælli aðeins fram fyrir sig beint eftir
maður en hann er í dag. veginum.
Þrn-fti iimhugsimar við.
Mikla athygli vakti einnig, þeg-
ar hann skrifaði tónlistargagnrýn-
anda nokkrum fáein vel valin orð,
vegna umsagnar um söng Margrét-
ar dóttur Trumans. Þótti bréf
þetta í harðorðara lagi, einkum
þar sem fonsetinn var liöfundur-
inn. Nú nokkrum árum síðar hef-
ir Truman þetta að segja um fyrr
gretnt atvik: Ég held, að eina bráð
ræðisverlkið mitt hafi verið að
set-ja ofan í við tónlistargagnrýn-
anda, sem hafði farið ósæmilegum
orðum um dóftur mína. Ef ég hefði
gefið anér tíma til að hugsa málið,
hefði ég varfa gert þetta.
Moðhausinn Mololov.
Enn stendur brállan við Rússa,
en í forsetatíö Trumans liafði Stal-
ín völdin og málpípa hans á er-
lendum vettvangi var Molotov, er
nú situr í Úlan Batúr í Mongólíu.
Truman segir: Það var aldrei iiægt
að átta sig á þvi hvað Molotov vildi
eða hverju hann trúði. Hann er
einhver sá mesti anoðhaus, sem ég
lief haft skipti við. og í hvert sinn,
sem ég vildi láta hann gera eitt-
livað, hafði ég samhand við Slalín
og skýrði fyrir honum, Iivað ég
bæri fyrir brjósti. Þá gerði Molo-
tov þaö, sem beðið var um. Stalín
kom mér vcl fyrir sjónir í Pots-
dam. Hann var tiltölul. auðveldur
viðskiptis og tiltölulega auðvelt að
fcomast að samkomulagi við hann.
Auðvitað vissi ég elíki þá, að hon-
um datt ekki I hug að standa við
nein loforð.
Kerruliestar í stjórnmálum.
Enn er mildll baráttuhugur í
Kvikmyndir frá
Portugal sýndar
íTjarnarbíói
Eins og skýrt var frá í blaðinu
í gær, ér hcr á landi staddur
Portúgali einn af norskum ætt-
um, Leif Dundas að nafni, og sýn
ir liaim litkvikmyndir frá Poríu-
gal, Madeira og Azor-eyjum, í
Tjarnarbíó í dag kl: 1 e.h. —
Aðgangur er ókeypis. Aðgöngu-
miða má fá afhcnta hjá Fcrða-
skrifstofu ríkisins og Ferðafélagi
íslands, en cinnig verða þeir
afhentir við inuganginn í Tjaru
arbió. Blaðamönuum var boðið
að sjá þessar kvikmyndir og er
óhætt að livetja fólk til að sjá
þær. Þær gefa einkar góða bug
mynd urn þjóðhætti og lifnaðar-
liætti fóiks á þessuin slóðum.
Hægrivilla austur-
þýzkra kommónista
Aus tu rþýzka bomimúnistabl að ið
Neues Dcutsoh'land skýrir frá þvi,
að þrír háttsettir foriagjar £
flokknum hafi orðið uppvísir að
svikiim og undiiTóðri við rétta
stefnu og Btjórn. Einni þessara
ffnanna var í miðstjórn komimin-
istaiflokks landsins og hefir honum
verið vikið úr henni. Blaðið skýrir
svo frá, að þessir menn hafi verið
of veikir fyrir vestræniim áróðri.