Tíminn - 16.02.1958, Blaðsíða 9
TÍMINN, sunnudagmn 16. febrúar 1958.
9
(Jclitli Ij Ji i n erá t a d:
dóanna
Framhaldssaga
tmmsmmmm
milli kaffisopanna, og oft sló
hún blá'bólgiium hnefa í borð
ið.
Gat ég trúað Lottu? Var
Caro þjófur og svikari eftir
allt saman? Að sögn Lottu
stakk hún peningum fyrir-
tækisins á sig, þegar hún fór
að kaupa ýmislegt í þess nafni
og hún hafði á brott með sér
silfurmuni úr geymslunni; ein I
mitt muni eins og þá, sem
Svenson hafi verið sakaður
um að hafa stolið. Og það sem
meira var, hún hagræddi bók-’
haldinu, það sagðist Lotta
geta svarið. Hún hafði njósn-
að svo lengi um Caro, að hún'
var ekki í neinum vafa lengur.!
— Hún heldur, að ég sé svo'
einföld, að hún þurfi ekki að
fela þetta fyrir mér, því að ég,
muni hvorki taka eftir því
né skiljá það. En við sjáum
nú hvað setur, og sá hlær bezt
sem síðast hlær. Og nú vil ég
biðja þig Bricken að koma
með mér og líta á það, sem
ég ætla að sýna þér.
— Ég var bæði ráðvillt og
reið vegna sögu Lottu. Öll
fyri-i andúð min á Caro
brauzt nú fram að nýju. )
— Góða Lotta, ég get ómögu
lega farið að njósna þannig
um annað fólk, sagði ég. Ég
get ekki farið þangað með
þér, þegar fyrirtækið er lokað.
Ef einhver kæmi og sæi mig
þar, mundi honum þykja það
kynlegt.
— Það kemur enginn, sagði
Lotta rólega. Enginn nema
næturvörðurinn, því að hann
gengur um og stillir klukku
sína nokkrum sinnum á nóttu
Ég heyrði, að Hinrik og Caro
ætluðu að verða samferða
til elnhverrar konu, sem þau
kölluðu Ingalill, eða eitthvað,
þess háttar. Hún hringdi fyrir \
lítilli stundu, og nú eru þau
nýfarin.
— Ég sá, að leiftri bráfyrir
í gömlum augurn Lottu um
leið og hún sagði þetta, og það
leiftur sagði mér, að Lotta
þættist vita, að meira óhreint
mjöl væri í pokahorinu en
hnupl og bókhaldsfölsun Caro
— En nú vili svo'til, Lotta,
að fólk veit, að ég hef heldur
horn í síðu ungfrú Barrman,
og mér mundi ekki verðá trú-
að fremur en þér. Ég hef
heldur ekkert vit á bókfærslu
og harla lítið á verzlunar-
rekstri. Og það, sem Lottu
finnst koma undarlega fyrir
sjónir, getur átt sér einfaldar
og eðlilegar skýringar.
— Þessu trúir þú ekki einu
sinni siálf, sagði Lotta. Og var
ég ekki líka að segja, að ég
hefði tekið eftir því, að munir
hyrfu úr geymslunn’i, einmitt
þegar hún þykist vera að
vinna í skrifstofunni fram
eftir á kvöldin.
— En mér þykir kynlegt, að!
Ottó skuli ekki taka eftir því, |
þar sem hann er með hugann!
allan við silfrið sitt.
— Já, það er hann, það er,
hverju orði sannara. En þú,
veizt nú sjálf, hve lélegt'
minni hans er. Hann getur
ekki munað eftir öllum þess-
um smáhluturn, það er mér
niiklu auðveldara. Annars tel
ég að hann safni allt of miklu
rusli í kringum sig. Gamli
húsbóndinn hefði átt að sjá
það, honum hefði ekki getizt
að því.
30
Hann var nógu skynsamur
til þess að selja á uppboði það,
sem ekki gekk út í búðinni. En
Otto geymir allt og heldur, að
hann sé að safna sér auð-
ævum í framtíðinni.
— Já, en góða Lotta, það
hlýtur að vera eitthvert eftir-
lit með vörubirgðunum og
þær hljóta að vera skráðar.
— Já, þær eru skráðar, og
einu sinni á ári er farið yfir
þessar skrár að nafninu til.
En ég hef nú sjálf séð,
hvernig þaö er gert. Þá segir
Ottó: Já, já, Caro. í þessum
kassa eru tvær silfurkönnur
gallaðar, einn ljósastjaki og
þrjár skálar. Ég man eftir því
við þurfum ekki að opna
kassann. Lotta romsaði þessu
upp úr sér eins og hún hefði
verið silfurkaupmaður í 30 ár.
Og svo svarar Caro. Já, það
kemur heim við skrána, en
hvað þú getur verið minnugur
Og svo skrifar hún eitthvað í
bókina. Ottó þykir hólið gott,
einkum af því hann hefu
ótrútt minni. Og þegar vöru-
talningin er með þessum
hætti, þá veit hún gerla hvar
óhætt er að taka munina.
— En getur ekki verið búið
að selja þá hluti, sem þú segir
að hafi horfið?
— Nei, alls ekki. Ég fylgist
með því. Ég sagði einmitt, að
það væru einmitt þeir hlutir,
sem illa seljast og hafa stað-
ið í geymslunni mörg ár, sem
horfið hafa.
— En hvað getur hún gert
með þá?
— O, selji maður aðeins
nógu ódýrt, má koma flestum
hlutum út. Hún veit vel,
hvernig hún á að haga sér í
því efni. En það hefur nú
komizt upp, að sumir þessara
muna eru horfnir. Það var t.d.
síðast þegar átti að láta muni
á uppboð. Þá kom i ljós, að
nokkrir þeirra voru horfnir,
og þá var Svenson stimplaður
þjófur og rekinn.
— Já, það er hræðilegt að
hugsa um það, ef hann hefur
verið saklaus. En því hefir þú
ekki farið beint til bræðr-
anna og sagt þeim þetta, úr
því að ert svona viss í þinni
sök?
— Hinrik er svo bráðlyndur
og hann metur Caro svo
mikils , að hann mundi ekki
vilja hlusta á mig. Og Ottó
hefur haft horn í síðu minni
alllengi, og hann telur vafa-
laust að ég sé orðin elliær. Og
svo munu þeir auðvita spyrja
Caro um þetta eins og allt
annað, og hún hefur vafalaúst
ráð til að kasta ryki í augu
þeirra, enda geta þeir engu
illu um Caro trúað, bræðurnir
Og berist böndin að henni,
gerir hún sig vafalaust grát-
klökka og segist hafa orðið að
gera það til þess að sjá fyrir
blessuðu, föðurlausu barninu.
En ég þori að veðja um það,
að hún hefur sjálf drukkið út
andvirði þeirra að mestu leyti.
Mér sýnist hún bera það með
sér. En viljir þú ekki skipta
skelfd. — Því snýröu þér ekki
heldur til Emmy?
— Súsönnu? spurði ég
skelfd. — Því snýrðu þér held
ur ekki til Emmy?
— Það er ekki til neins, hún
mundi ekki skilja þetta. Og
Súsanna hefir verið góð við
Anniku og mig. Hún kom inn
í verzlunina eitt kvöld um
daginn og heyrði Anniku
syngja og varð hrifin af. Og
svo fór hún með barnið með
sér og lét það syngja lag á
grammófónpiötu, og plötuna
sendi hún til berklahælisins
svo að Gréta fengi að heyra
dóttur sína syngja. Ég held,
að Súsanna mundi hlusta á
mig og trúa mér og geta ráðið
fram úr þessu án þess að
blanda mér í málið. Caro gæti
fundið upp á því að segja,
að ég sé þjöfurinn, því að það
eru ekki aðrir en ég og hún,
sem hafa lykla að geymslunni
núna. Finnst þér að ég ætti
að tala við Súsönnu?
— Kannske það væri ekki
svo fráleitt, sagði ég hugsandi.
En þú skalt samt tala varlega.
— Já, varlega um þessa
konu, sem þau kalla Ingalill?
sagði Lotta og leit rannsak
andi á mig. — Eg skal gæta
þess. En má ég ekki segja
henni, að ég sé búin að segja
þér frá þessu?
— Jú, gerðu það. Hún mun
skilja hvers vegna ég get ekki
verið að blanda mér í þetta
mál.
— Eg held að ég taki f jark-
ann við Nybroplan strax svo
að ég komizt þangað áður
en hliðinu er lokað.
Mér datt í hug, að Súsanna
væri kannske hjá Axberg á
þessari stundu.. svo að ég áleit
bezt að hringja til hennar og
vita vissu mína. Til alirar ham
ingju var hún heima. Eg sagði
henni, að ég ætlaði að senda
Lottu til hennar til þess að
fá að heyra álit hennar um
sögu, sem hún mundi segja
henni. Hún lofaði að síma til
mín daginn eftir. En hún
hringdi strax klukkan ellefu
þetta sama kvöld.
— Jæja, Bricken, sagði hún
og var hraðmælt. Nú þykir
mér vera farið að færast líf í
tuskurnar. Eg held, að ég þurfi
ekki að lesa bréfið frá þér
aftur, þvi að ég man vel, hvað
í því stóð. Eg býst við að ég
verði að hlíta ráðum þínum,
þótt seint sé.
— Eg skil efcki, hvað þau
komá sögu Lottu við, sagði ég.
— Þér skilst það síðar, sagði
hún og mér fannst rödd henn
ar hörð.
Mig grunaði að Lotta hefði
farið að þvaðra eitthvað urn
þessa Ingulill eða a ðSúsanna
hefði skilið samhengið fyrr
en skall í tönnum, þött ég sæi
ekki sambandið þar á milli.
Þessi rödd lét ekki vel i eyr
um mínum.
Eg svaf varla blund þessa
nótt, og þegar ég dottaði,
dreymdi- mig Caro vera að
telja peningaseðla með feit
um, litlum fingrum sínum upp
úr kassa. Klukkan fimm fór
ég á fætur og tók til í íbúð-
inni. Að því lofcnu lagðist ég
fyrir aftur cg sofnaði vært.
Þegar ég hringdi til
Súsönnu morguninn eftir, var
hún ekki heima. Ég bað fyrir
kveðju til hennar, og eftir há-
degið náði ég tali af henni í
síma.
— Jæja, sagði ég, Ertu búin
að tala um þetta við Hinrik?
— Nei, ég hef ekki minnzt
á það við hann. Ég var hjá
Helgi V. Ólafsson — íslend-
ingurinn 1957 — er 20 ára
gamalt, þróttmikið ung-
menni. Hann hefir æft Atl-
as-kerfið, og með því gert
líkama sinn stæltan og heil-
brigðan. ATLAS-KERFIÐ
þarfnast engra áhalda. Næg-
ur æfingatími er 10—15
mínútur á dag. Sendum
Kerfið, hvert á land sem er,
gegn póstkröfu.
I; ATLASÚTGÁFAN, pósthólf 1115, Reykjavík.
'AVASV,\%%\WJVuV.,.V.,.V.V1,.V.V,W.W.V.'.VAVVy
%
wiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHmiuiiiiuiiiimiiimnia
VICON LELY 1
fasttengdar múgavélar
Rakar
■mir-
. •• yjj.i. . . . ' ■'r. ♦
. ..
Dreifir
Þessar vélar fara nú sigurför um Evrópu; svo mun
einnig verða hér. Einföld að gerð — lítill viðhalds-
kostnaður. Hentar öllum traktorum með lyftu-
útbúnaði. Vinnslubreidd 2 metrar. Áætlað verð
kr. 4000.00.
Hverfisgötu 50, sími 17148.. =
ARNI GESTSSON
iiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuHiiiiiiiiinHiiiiimmiiiuumiiii
uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiimiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiig
I Flugfreyjustörf |
Ákveðið hefir verið að ráða nokkrar stúlkur til I
I flugfreyjustarfa hjá félaginu í vor.
1 Umsækjendur skulu vera orðnir 21 árs, hafa I
1 gagnfræðamenntun og kunnáttu í ensku ásamt I
I einu Norðurlandamálanna. 1
| Umsóknareyðublöð verða aflient í Lækjargötu 4, 1
1 og skal þeim skilað eigi síðar en 22. febrúar. 1
Flugfélag
*
Islands