Tíminn - 27.06.1958, Side 8
8
TÍMINN, föstudaginn 27. júní 1958.
Sigrífiur
Tómasdóttir,
Brattholti
Fædd 24. febrúar 1871
Dáfn 17. nóvember 1957.
Gullfoss
Frá ættarbóli borin ert til grafar
búin hvíld í föður- og móður-reit.
Um nafn og líf þitt, leiftrum björtum stafar
sem lengi verður minnzt í bæ og sveit.
Sofðu í friði; sveipuð dánarklæði,
rál varð fleyg til óskalandsins heim.
Fossinn, sem að ungri kvað þér kvæði,
kveður nú með döprum sorgarhreim.
Bi'attholt var þér, allar ævistundir,
vti-a tákn um „paradísar“-reit.
Holtin, móar, bungur, gil og grundir,
gáfu þér í æsku fyrirheit.
Þegar aðrar heimaaldar hrundir
hófu för í ævintýraleit.
Hugarglöð þú átthögunum undir,
engin freisting tryggðabandið sleit.
Einveran þér oft var mest að skapi
— árniðurinn hugann til sín dró
Undrasýnir sást í flaumsins hrapi,
er sólarbjarma kvölds á úðan sló.
Seinna reyndi á táp og þreklund þína,
um þjóðararf, er stóðstu dyggan vörð.
Að launum Gullfoss lék á hörpu sína
-- lög sem voru hlaðin þakkargjörð.
Illauztu að erfðum eðliskosti bezta
— ættarfylgjur: hreinlyndi og tryggð.
Mállaus dýrin: mazt þú vini bezta,
með þeim deildir: bæði gleði og tryggð.
Veiku og hrjáðu var þér Ijúft að sýna
— vernd og líkn, — er mýkti þraut og sár.
Foldarblómin fundu samhygð þína,
fugl í mó; og jarðarormur smár.
Kom ég til þín göngumóður gestur,
gisting hlaut að fornum þjóðar sið.
Þegar inn að arni var ég setztur,
að þér beindi ég spurnum við og við.
Mæltir fátt, en mjög var til þess vandað,
— málið skýra draup þér hægt af vör.
Var sem hefðu aldir margar andað
orðsins list, — í spekiþrungin svör.
Vinir, sem að þekktu þig um ævi,
þakkir tjá á hljóðri kveðjustund.
B’ðja þess. að guð sem flestum gæfi
svo göfugt hjartaþel og fórnarlund.
Nú er lokið löngum vinnudegi,
lúna höndin þín: er stirð og köld.
Hetjan — lifir lengi, þótt hún deyji
í Ijóma gegnum minninganna tjöld.
Kristinn Bjarnason
(frá Borgarholti)
l»ökkum samúð og vinarhug viS andlál og jarSarför
Síeinunnar Sigurðardóttur,
fyrrum húsfreyja á Hdli í Lundarreykjadal
Börn hinnar látnu.
Grdfld
Minningarsjóður
Tómasar
Jóhannssonar
Á 75 ára afmæli Bændaskól-
gáfu búfræðingar frá árinu 1927
skólanum nokkra peningaupp-
hæð. Gjöf þessi er helguð minn-
ingu Tómasar Jóhannessonar,
sem var leikfimi- og smíðakenn-
ari við skólann á árunum 1922—
1929, en þá lézt hann á bezta
aldri.
Af þessari gjöf hefir verið
stofnaður sjóður, sem heitir
„Minningarsjóður Tómasar Jó-
hannessonar.“
Tilgangur sjóðsins er, að efla
íþi’óttalíf meðal nemenda
Bændaskólans á Hólum.
Undirrituðum var falið að
ganga endanlega frá stofnun
sjóðsins, sernja skipulagsskrá,
og ná sambandi við aðra nem-
endur Tómasar.
Eins og allir vita, sem kynnt-
ust Tómasi, var hann ágætur
kennari, og hugljúfur vinur og
félagi nemenda sinna, og allra,
sem hann starfaði með.
Það er einlæg von okkar, að
sem flestir nemendur Tómasar,
svo og aðrir, sem höfðu af hon-
um náin kynni, minnist hans
með því að láta eitthvað af
mörkum, og vinni þannig að
því, áð sjóðurinn verði öflugur,
og geti sem bezt rækt það hlut-
verk sem honum er ætlað. Gjafir
í sjóðinn má senda til:
Kristjáns Karlssonar, skólastj.
á Hólum,
Björns Björnssonar, Bjarkar-
lundi, Hofsósi.
og Páls Sigurðssonar, Hofi,
Hjaltadal.
Fyrir hönd búfræðinganna frá
1927:
Bjöm Björnsson,
Bjarkarlundi, Hofsósi.
Páll Sigurðsson,
Hofi, Hjaltadal.
Námskeið í viðgerð
heimilistækja
Aðalfundur Félags löggiltra raf
virkjameistara var haldinn 14.
júní s.l.
Félagið hefir lengi haft hug
á að auka og bæta menntun raf-
virkjanema og hefir í því skyni
staðið fyrir útvegun tækja til
verklegrar kennslu við Iðnskól-
ann.
Á komandi vetri hyggst félag-
ið, í samvinnu við Iðnskólann
og innflytjendur, standa fyrir
námskeiðum í viðgerðum heim-
ilistækja og olíukynditækja. Eru
þau námskeið ætluð nemum,
sem langt eru komnir í námi,
svo og þeim sveinum er þess
óska.
Úr stjórn félagsins átti að
ganga form. félagsins Árni Brynj
ólfsson, en var endurkjörinn. í
varastjórn voru kjörnir: Finnur
B. Kristjánsson, Siguroddur
Magnússon og Vilberg Guðmunds
son.
Stjórn félagsins skipa nú:
Árni Brynjólfsson, formaður,
Júlíus Björnsson, gjaldkeri og
Johan Rönning, ritari.
Framkvæmdastjóri félagsins
er Indriði Pálsson, héraðsdóms-
lögmaður.
Greinargerð um öl og gosdrykkjasölu
í tilefni greinargerðar frá 01-
gerðinni Egill Skallagrímsson h.f.
og Sanitas h.f. í dagblöðunum,
vegna sölubanns á framleiðslu-
vörum verksmiðjanna, og vegna
þeirra missagna er þar koma fram
vilja undirrituð samiök láta koma
fram eft'irfarandi:,
1. Á tveim stöðum í umræddri
greinargerð segir, að örfáir aðilar
hafi haft reikningsviðskipti, áður
en hinir nýju greiðsluskilmálar
um staðgreiðslu gengu í gildi. Ef
svo væri, hvers vegna er þá þörf
verksmiðjanna fyrir staðgreiðslu
svo tnikil, fyrst um svo fáa aðila
er að ræða, og þegar þar að auki
er upplýst af forráðamönnum
verksmiðjanna, að þeir aðilar, er
hafa haft reiknings- eða vixilvið-
skipti sumir hverjir svo áratugum
skiptir, hafa ekki átt í vanskilum
með reikninga sína.
2. Gjaldfrestur verksmiðjanna
á framleiðslutolli og söluskatti til
ríkissjóðs er allt frá rúmum mán-
uði til 3Vz mánaða. Hins vegar
hafa viðskiptavinir verksmiðjanna
ekki sVo langan gjaldfrest, og
hafa því í öllum tilfellum staðið
verksmiðjunum full skil á þess-
um gjöldum jafnvel löngu áður en
verksmiðjunum her að greiða þau
til ríkissjóðs.
3. Það eru ékki „nokkrir kaup-
menn“, sem standa að umræddu
sölubanni, heldur kaupmannastélt
in í heild og auk hennar nær
allir aðilar sem annast sölu og
dreifingu á umræddum vörum, í
■Reykjavík og nærsveitum, þar
á meðal kaupmenn í Hafnarfirði,
veitingahús, söluturnar og aðrir
aðilar.
4. Megin uppistaðan í viðræðum
vorum við verksmiðjurnar um
þessi mál hefir verið sú, að við
óskum eftir sem minnstum breyt
ingum á viðskiptaháttum almennt.
Síafar það fyrst og fremst af því,
að þegar þeim aðilum sem sinna
því verkefni að dreifa vörum með
al almennings voru sett ströng
og óréttlát verðlagsákvæði í árs-
byrjun 1957, var gengið útfrá, að
allir þeir aðilar sem þar ættu
hlut að máli, æltu við sömu við-
skiptahætti að búa og veittu sömu
þjónusu og var, áður en verðlags-
ákvæðin voru sett.
Coca-Cola verksmiðjan, sem get
ið er um í greinargerð öl- og gos-
diykkjaverksmiðjanna hefur frá
fyrstu tíg haft þá viðskiptahætti
sem hún hefur í dag, og því um
enga breytingu að ræða hjá þeim
aðila.
5. Sú ákvörðun öl og gosdrykkja
verksmiðjanna, að hvetja almenn-
ing með auglýsingum og blaða-
skrifum til að kaupa framleiðslu-
vörur þeirra í verksmiðjunum,
fram hjá þeim aðilum, sem um
áraraðir hafa annast sölu á þess-
ari vörutegund og eru viðurkennd
ir aðilar í smásöludreifingu, er
hlutur, sem vér að óreyndu hefð
um ekki trúað að gripið yrði til.
Ag vísu 'hafa verksmiðjurnar und
anfarin ór selt nokkuð af fram-
leiðslu sinni beint til neytenda,
þrátt fyrir tilmæli samlaka vorra
um að leggja þau viðskipti niður.
■Enda virðist liggja ljóst fyrir,
að þessi tvö fyrirtæki ætli að á-
kveða viðskiptareglur sínar í sam
einingu og í krafti þess að hafa
einotou'naraffistöðu á' framleiðslu
öls og gosdrykkja. .
Þessi viðbrögð verksmiðjanna
gera það að verkum, að meðlimir
samtaka vorra hljóta ag grípa til
nauðsynlegra ráðstafana til að
koma í veg fyrir slíka einokunar-
aðstöðu.
Félag matvörukaupmanna
Féíag tóbaks- og sælgætis-
verzlana.
Félag söluturnaeigenda.
Kaupmannafélag Hafnar-
fjarðar.
Samband veitinga- og
gistihúsaeigenda.
«miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii]iiiiiiiiiiiiinmiiiiMm»
= =
| Gerist áskrifendur
| að TÍMANUM |
Áskriftasími 1-23-23 §
RiinninniiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiuuiiuiiiiiiHiuiiuiuuiuiiiiiiiuiuiiiiiiiBmiiiiimiitC
Ráðstefna hljóra-
listarmanna á
Norðuríöndism
Nýlega er lokið ráöstefnu fé-
laga hljómlistramanna á Norður
löndum, en Félag ísl. hljömlist-
armanna geröist einmitt aðili
að samtökum þessum á þessu
ári og var gengið endanlega frá
samþykkt þar um á ráðstefn-
unni.
Ráöstefnan fór fram í Kaup-
mannahöfn og' var Þorvaldur
Steingrímsson fulltrúi íslenzkra
hljómlistarmanna þar.
Mörg mál varðandi liljómlist-
armenn og málefni þeirra voru
rædd og afgreidd á fundinum,
en aðalfulltrúar hinna Noröur-
landanna voru Willy Pries frá
Danmörku, Eero Linnala frá
Finnlandi, Sven Wassmouth frá
Svíþjóð og Rolf Gammleng frá
Noregi. Samtök þessi heita „Nord
isk Musiker Union“ og hafa nú
um 21 þúsund félögum á að
skipa.
Afmæli SamhygcSar
(Framhald aí 3. bíöu).
bárust frá stofnendum félagsinus
og • ýmsum velunnurum. Einhig
bárust blóm og heillaskeyti víðs-
vegar að.
Kl. 4 eftir miðnætti var samkom
unni slitið. Hafði þá verið dansað
af miklu fjöri langa stund og góð-
gjörðir þegnar.
Vigfús Sigurgeirsson kvikmynd-
aði hátíðahöldin, og verður það
einn þáttur í sveitar'kvikmynd
ungmennafélagsins. — Samkoman
var afar fölmenn, og mun ekki
hafa í annan tíma verið fleira fólk
samankomið í félagsheimilinu, síð-
an það var vígt.
Virðulegur blær var yfir sam-
komunni allri, þótti það athyglis-
vert að tóbaksreykingar voru ekki
um hönd hafðar á svo fjölmennri
samkomu.
Stjórn U.M.F. SAMHYGÐ skipa
nú:
Stefán Jasonarson, bóndi, Vorsa-
bæ, formaður.
Jóhannes Guðmundsson, bóndi,
Arnarhóli, ritari.
Vigfús Einarsson, bóndi, Selja*
tungu, féhirðir. í. J.
WHHUi’mm
mam,
ilibia
4
'mmip'
■miwmmimiiiimiiiii