Tíminn - 06.07.1958, Síða 2

Tíminn - 06.07.1958, Síða 2
2 T f MIN N, suniuulagiim 6. júlí 1958, Mál og Menning effir dr. Halldór Halldórsson 22. þáttur 1958 í bréfi, sem borgfirzkur maður, ÞorS'teinn Jakobsson, skrifar mér 5. maí, er spurzt fyrir um 'það, hvort rita skuli fremur af þessu tæi eða þessu tagi. Þessari fyrir- spurn er mjög erfitt að svara. Eins og kunnugt er, eru stafasamböndin æi, agi og ægi fram borin eins víðast hvar á landinu, og hefir svo vgrið um margar aldir. Miðað við framburð flestra væri því hugsan- Jegur þrenns konar ritháttur: tæi, f.igi og teegi. Heimildirnar um orð- ið eru ekki svo gamlar, að þær skeri úr um, hvernig framburður þess hefir verið, áður en hljóð- hreytingár þær, er hér koma til •greina. hafa gerzt. Hins vegar er rétt að benda á, að á Suðaustur- iandi (í Skaftafellssýslum og suð- lirhluta Suð ur-Múlasýsl u) Jhelzt enn a í sambandinu agi, þótt ann- ars staðar á lándinu sé fram bor- ið æ. Þar er sem sé sagt M-ji (rit að bagi), þófct í öðrum landshlut- um.sé. sagt bæji. Eg er ókunnugur á Suðausturlandi, hefi aldrei dval- izt þar, en mér er sagt, að orðið, sem hér um ræðir, sé þar fram borið ta-ji, og bendir það óneitan- lega til þess, að ritháttprinn tagi sé upprunalegur. Þó vil ég ek-ki iullyrða, að þessi rök ríði bagga- mruninn. Á þessu svæði kann að hafá átt sér stað ruglingur á fram ’ourði einstakra orða, en mér er sagt, að hann sé furðulítill. Eg rita ijálfur ávallt tæi. Þetta geri ég af gömlum vana, hefi ekki nennt að Ihreyta til, þótt mér virðist rökin hníga fremur í þá átt, að tagi sé i.pprimalegra, eins og bent hefir verið á. En engan veginn er loku jyrir það skotið, að tvö eða jafn- vel þrjú orð hafi runnið hér sam- an. TÍTeð því að hér er u.m svo óvís atriði að ræða, tel cg fyllilega ieyfilegan þrenns konar rithátt: tagi, tæi, tægi. Þá segir svo í bréfi Þorsteins: f þann tíð. Alveg er ég undr- ándi yfir því, hve margir nota þennan rithátt, jafnvel menn, sem annars rita gott mál. Þetta er auðvitað næstum hrein danska Og heyrt hefi ég íslendinga nota dönskuna óbreytta (i den tid). Litlu sfcárra er að rita í þá tíð eða í þann tím.a, sem sumir rita í staðinn fyrir á þeim tíma eða á þeirri tíð. Batra finnst mér að segja um þær mundir, en oftast held ég dygði ið góða og gilda orð þá. Um sama atriði, þ. e. hvort rétt íé að segja og rita í þann tíð, spyr María Skúladóttir á Klungur- arekku í bréfi, dags. 1. febrúar. Eg get fullyrt, að orðasamband- :5 í þann tíð er ekki danskt. Það kemur fyrir í eifihverri elztu bók tslenzkri, íslendingabók Ara fróða. Þar stendur þstta: í þann-tíð vas Isiand viði vax- it á miðli fjalls ok fjöru. Setnin.gih er eins í handritun- aim AM 113 a og 113 b, M. Þessi •aandrit eru að \ísu ekki eldri en irá 17. öld, en fróðir menn telja, eð þau séu rituð eftir skinnbók, sem rituð hafi verið um 1200. Úr því að þeim ber báðum saman, verður að ályikta, að þau þræði orðalag skinhbókarinnar að þessu leyti. enda má finna sama orða- tamband (í þann tíð) í öðrum fornritum. Eg þykist nú hafa sýnt fram á, að orða3ambandið sé eldra en svo, að um dönsk áhrif geti verið að ræða. Til þess að skýra það virð- fst mér tvennt koma til greina. Hið fvrra er, að til hafi verið karl (kynsorðið tíðr, er varðveitzt haíi .aðeins í þe u samb. Hinn möguleik inn er sá að hér séu á ferðinni siorsk máláhrif. Það er alkunnugt, að orðmyndin þann (þolfall, ein- ■íála, karlkýn)' var snemma notuð i norsku scm nefnifall og þolfall eir.tölu í kvenkyni. Um þetta far- ast Gustav Indrebö svo orð: Akkusativ hankyn þann (þen) breidde seg frá sist i gamalnorsk nieir cg meir til nom. hankyn og nom. -afck. hqkyn. Norsk Mál- soga, bls. 254. Með „gamalnorsk“ á' Indrebö við norskt mál á tímabilinu 1050 —1350. Hann gerir ráð fyrir, að þessi brey.ting verði selnt á þessu límabili, Mér virðist ekkert því til íyrirstöðu, að hún hafi verið hyrj- uð um 1200, þó að ég geti ekki sannað það að svo stöddu. Mér lízt þessi síSiar greinda skýring miklu sennilegri en sú, er ég fyrr nefndí. En þótt hér kunni að -vera um erlend máláhr.if að ræða, tel ég orðasambandið í þann tíð eiga full kominn rétt á sér í íslenzku, enda hefir það tíðkazt í málinu í 750 ár. f ibréfi Guðmundar J. Einarsson- ar á Brjánslæk frá 10. apríl, því; er ég drap á í síðasta þætti, segir svo um orðið góna, sem ég minnt- ist eitt sinn á: Góna er algent nafn á selsgrön um hér við norðanverðan fjörð- inn, en máka hefi ég aldrei heyrt nefndan. Eg býst við, að hér sé átt við jþað, sem við hér köllum loppur (framhreifa). Svið af sel skiptast í þrjár tegundir: góna (rist þvert ýfir fyrir ofan augu), löppur (framhreifar) og hreifar. Rófan á selnum er kölluð dindill. Um órðið veifa í merkingunni ,,^ufa“ eða „reykur“, sem ég veik einu sínni að, hefir mér aðeins bor izt eitt bréf. Það er frá Sigurjóni Erlendssyni fr'á Álftárósi. í bréfi Sigurjóns, sem dagsett er ó Vífils- staðahæli 3. apríl, segir á þessa leið: Veifa er vel þekkt orð á Mýr- um um gufu, en ekki reyk, í eld- húsi. Ef t. d. sýður í einum eða fleiri pottum á eldavélinni, kalt er úti, bæjardyrnar og eldhús- dyrnar opnaðar samtímis, kólnar loftið 1 eldhúsinu, svo að mynd- ast mifcil gufa. Þessi gufa er köU- uð veifa. í slikum tilfellum er oft komizt svo að orði, að ekki sjáist handa skil fyrir veifu. í þréfi frá Þorsteini Þorsteins- syni frá Ásmundarstöðum, dag- settu 8. júní, er minnzt á orð, sem ég hefi aldrei áður heyrt og ekki ef tilgreint í Blöndalsbók. (Eg hefi ekki athugað það víðar); Þetta er orðið ólundarliryggur. Þætti mér vænt um, að þeir, sem við það kannast, skrifi mér. Um orðið hefir Þorsteinn þetta að segja: Eg ætla svo að toæta hér við einu orði, sem ég heyrði úr Lánd eyjum, en það er ólundarhrygg- ur. Það var til orðið með þeim hætti, að þegar tveir menn lágu saman í rúmi á fiðursæng, mynd- aðist hryggur á milli þeirra, vegna þess að fiðrið hljóp til í sænginni, og var það þá kallaður ólundiarhryggur. H. H. Áfkema síldarsaltenda á SuSvestur- landi var mjög léleg í fyrra Haldinn var í Reylqavík 3. júlí s. 1. aðalfundur Félags síldar- saltenda á Suðvesturlandi (F.S.S.). Voru rædd ýms hagsmuna- mál samtakanna og margar ályktanir gerðar. Fimmlugur: Haraldur Guntilaugssou Haráldúr Gúnnlaúgssoh, Grett'is götu 92 hér í ibæ, er fimmtugur í dag. Haraldur er Húnvetningur að ætt, sonur hjónanna Gunnlaugs Dáníelssonar og Agnar Grímsdótt- ur, sem lengi bjuggu myndarbúi á Kolugili í Víðidal. Og þar ólst Haraldur upp í stórum systkina- hópi, þar til hánn var 14 ára gam all, þá fór hann alfarinn að heim an. Hugðist hann ganga mennta- brautina, því Ihann var námfús og bókhneigður. En sökum efnaleysis varð hann að ihvería frá því ráði. Haladur er 'maður víðförull. Eitt sinn fór hann vestur um haf og dvaldi þar í 2 ár, hann hefur ferðast um alla Evrópu fram og aftur, og víðar, málamaður er hann furðu mikiíl, þótt hann hafi verið sinn eigin kennari. Haraldur hefur nú unnið nær 20 ár hjá póst'inum, 'hann er alls staðar vel látinn, sem góður starfs maður og öllum er vel við hann, sem kynnast honum. •Haraldur er frjálslyndur í skoð- unum, ann þókmenntum og fögr- um listum. Frjálslyndi er honum í 'blóð toorið. Til er sú saga um Gunnlaug sál. föður hans, að er hann hafði verið á Flenóborgar- skóla, þá krafðisí hann þess af föður sinum ,að syst'ir sín, Ingunn fengi að fara þangað Mka,. sem og varð. En Ingunn varð þjóðkunn kona, og hjó á Reykjum í Lundar reykjardal, Borgarfirði. Haraldur er maður ókvæntur. Margir vinir ög kunningjar munu senda honum hlýjar kveðjur á 50 ára afmælinu. Formaður félagsins, Jón Árna- son frá Akranesi, setti fundinn Qg flutti skýrslu stjórnarinnar. Hann gat þess, ag samningar hefðu verið fyrir hendi s.l. haust um sölu 85 þús. tunna af suðurlandssíld, en reknetaveiði hefði brugðizt og ekki veiðzt nema 50 þús. íunnur. Næsta ár á undan nam síldar- söltunin 116 þúsund tunnum. Af- koman í fyrra varð því mjög slæm. í ár er búið að semja um sölu á 70 þús. tunnum suðurlandssild- ar til Rússlands og Póllands og möguleikar á sölu 15 þús. tunna til viðbótar til Austur-Þýzkalands. Auk þess má selja af suðurlands- síld upp í ófullnægða samninga um Norðurlandssíld, ef svo tekst til. Sölúhorfur eru því viðunandi. Þar næst rakti formaður af- komúhorfur síldarsaltenda á svæð- inu. Félagsstjórnin hefði lcomizt að þeirri niðurstöðu, að útflutn- ingsbætur þær, sem ríkisstjórnj,n hefir ákveðið með lögum, væru algerlega ófullnægjandi. Taldi hann, að útflutningsbætur á súð- urlandssíld þyrftu að vera um 80% eða svipaðar og eru á bol- fiskafurðum. Var samþykkt álykt'- un og skorað á ríkisstjórnina að bæta úr þessu. Gunnar Flóventss'on skrifstofu- sljóri Síldarútvegsnefndar í Reykjavík gerði grein fyrir söltun á suðurlandssíld. Þá voru gerðár ýmsar ályktanir. Samþykkt var að fela stjórninni ag láta gera til- raunir með söltun síldar í þækil- þró. Er hér um nýjung í verkun síldar að ræða og urðu um málið talsverðar umræður. Þá var sam- þykkt ályktun um ag breytt yrði lögum um Síldarútyegsnefnd, þannig að nefndina skipi 7 menn í stað 5 og verði þeir, er við bæt- ast, frá samtökum síldarsaltenda sunnanlands og norðan. í stjórn félagsins voru kjörnir: Jón Árnason, formaður og varafor- maður Ólafur Jónsson, Sandgerði. Meðstjórnendur eru Guðsteinn Einarsson, Beinteinn Bjarnason og Margeir Jónsson. Minningarsjóður Eins og áður hefur verið sagt frá, hefur verið stofnaður sjóður til minningar um Dr. Victor Ur- bancíc, í virðingar- og þakklætis- skyni fyrir hans ómetanlegu störf í þágu íslands, og er tilgangur- sjóðsins að styrkja til sérnáms lækni í heila og taugaskurðarlækn ingum, en slíkur sérmenntaður læknir hefur varitag tilfinnanlega hér á landi, svo að ekki var hægt •að veita Dr. Urbaneic hjálp í sjúk- dómi hans. Ákveðið hcfur verið að úthluta styrk úr sjóðnum árlega á afmælis degi Dr. Urtoancic 9. ágúst, og kem. ur það því í fyrsta sinn til fram- kvæmda í næsta mánuði. Umsóknir um styrk úr minning •arsjóðnum óskast stílaðar til sjóðs stjórnar, og sendar fyrir 1. ágúst næstkomandi til Dr. Snorra Hall- grímssonar próf. Fíugvellir lokaíir rTamnald al i uðu). dagana vegna þokunnar, sem er óvenju svört og þaulsætin á þes's- 'um 'tíma árs. Þannig var ek'kert flogið innanlands nema síðdegis í fyrradag og ein af áæthinarflug- vélunuim kom ekki til Reykjavíkur aftur og beið á Egilsstöðum. í gær var heldur ekki um neitt inn- anlandsflug að ræða, síðast þegar blaðið hafði fregnir frá flugþjón- ■ustunni, enda svartaþoka og flug Geislavirkt svið hindrar mannaferðir til tunglsins Hinn kunni bandaríski vísinda- maður, dr. Lee DuBridge, kom ný- lega í heimsókn til Danmerkur, þar sem hann ræðir meðal annars við Niels Bohr. Við komuna til Hafnar l'ét hinn bandaríski vís- indamaður þá skoðun í ljós við blaðaménn, að sjálfsagt yrði það ekki gerlegt næstu bíu árin að senda mönnuð flugskeyti til tungls ins og. til baka aftur. Hins vegar kvaðst harin handviss um, að það tækist éinhverntíma. Það, sem nú stendur í vegi fyr- ir mannáferðum til mánans, er hið geislavirka svið, er vísinda- ínenn hafa fundið. Olli það nokk- urri undrun þeirra á sínum tíma. Þetta svið er ein mesta hindrun- in í vegi þcss að hægt sé að scnd,i eidflaugar til mánans, og liggur nú fyrir vísindamönnum að kanna það til hlítar. Dr. Lee DuBridge sagði, að vísindamenn Vissu ekki enn, bversu liátt upp þetta geislasvið næði. Húnvetningur. 1 vellir algerlega lokaðir. Vísmdastyrkir (Framhald af 12. oíðu) Til rannsókna á beinaveiki í kúm (tilhögun þessara rannsókna er enn ekki að fullu ráðin), allt að kr. 50.000,oo. Þessi fyrsta úlhlutun á styrkj- um Raunvísindadeildar leiddi í Ijós, að hér er bætt úr brýnni þörf. Alls þáru'st 37 umsóiknir, en ekki var unnt að sinna nema 17. Veittir slyrkir námu samtals hálfri milljón króna, en til að fullnægja öllum umsóknum hefði þurft nærri þrefalda þá upphæð. Stjórnin varð því að synja mörgum um- sóknum, er hún hefði talið mjög æskilegt að gefa sirint, leiíSréttinff f gær hringdi til blaðsins Rögn valdurf Þorláksson verkfræðingur og vakti á því athygli að .nokkurs misræmis gætti í grein hlaðisns umrafstöðina við Efra-Sog. Þar er talað um þorpig á Kaldárhöfða, en hið rétta sé, að vinnuskálarnir standa í Svonefndri Dráttarblíð. Upp á Kaldárhöfða sjálfan liggi enginn vegur. Jarðgöngin væru sem sé alls ekki í Kaldárhöfða, hann væri austan árinnar. Þá er í greininni sú prentvilla, að hvor vélbsamstæða um gig eig)i að framleiða 135000 kilóvott, én á auðvitað að vera eins og annars staðar kemur fram, 13500 kíló- vött. á Fréttir frá landsbyggöinni Sláttur a'ð hefjast Gaulverjabæjarhr. 30. júní. — Ágæt sprettutíg er nú hér um slóðir, skúrir og hlýviðri. Hitti oft um 15 stig á daginn, en 8 st. til 11 st. á nóttum. Siáttur er að hefjast á stöku stað, en mun ekki almennt býrja fyrr en að viku liðinni. Í.J. Miklar byggingar á Fáskrúðsfirði Fáskiúðsfirði í gær. _— Fjórir bátar fóru héðan á síldveiðar um 17. júní. Munu þeir allir'vera bún- ir að íá 'eiUhvað, en þó lítið. — í allt vor hefur yfirleitt verið kulda- og þux-rkatíð, riema fétt' dag' og dag. Upp á síðkaslið ihefur þó Verið bétra, nema helzt til þuiTviðrasamt. — Smærri bátum er róig á sjó héðan en afli er af- skaplega tregur. — Ekki er farið að slá hér ennþá, að heitið geti, og grasspretta er mikig á eftir tímanum. — Hér er hafin bygging óvenju margra íbúðarhúsa, 6—7. Einnig er nýíokið við að steypa sökkul undir félagsheimilisbygg- ingu. Athafnasemi um húsbygg- ingar má að nokkru rekja til þess. að fjör hefur verið meira í at vinnulífinu en oft áður. Til dæmis réru héðan fjórir bátar í vetur og var áfli þeirra góður, um 1000 skippund á bát. —. Hafinn er undir búningur ag byggingu nýs prests- seturshúss á Kolfreyjusíað. Utsvör og f járhagsáætlun Gaulverjabæjarhr. 30. júní. — Nýlokið er niðurjöfnun útsvara í Gaulverjabæjarhr. Alls er jafnað niður kr. 214.660.00 á 100 gjald- endur. Hæst útsvör bera: Jóhann Sigmarsson, bóndi, Klængsseli, kr. 6.000,00; Ágúst Loftsson, bóndi, Arabæjarihjáleigu, kr. 5.735,00; Guðmundur Guðmundsson, bóndi Vorsabæjarhjáleigu, kr.. 5.170; Stefán Hannesson, bóndi, Arabæ, kr. 4.500,00; Stefán Jasónarson, bóndi, Vorsabæ, kr, 4265; Guðm. Jóhannesson, bóndi, Amarhóli, kr. 4.245. Niðurslöðutölur fjárhagsáætlun ar Gaulverjabæjarhr. 1958: kr. 327.760,00. — Helztu gjaldaliðir: Menntamál .... kr. 75.000,- Framfærsla .......— 60.000,- Alm. tryggingagj .. — 42.000,- 'Sýslusjóðsgjaid . . — 30.500,- í. J. Hreppsnefndarkosningar í Gaulverjabæ Gaulverjabæjarhr. 30. júní. — Úrslit 'hreppsnefndarkosninga í Gaulverjahæjarhr. 29. júní s. 1.: Kosningin var óhluítoundin. Á kjörskrá voru 150. Alkvæði greiddu 108. 1 seðill auður. Þessir 5 men-x vóru kosnir: ívar Jasonarsön, bóndi, Vorsa- bæjarhóli, 90 atkv.; Stefán Hannes son, bóndi, Arabæ, 76 atkv.; Tórrias Tómasson, bóndi, Fljótshólum, 62 alkv.'; Jón Sigurðsson, bóndi, Geng ishólum, 55 atkv.; Stefán Jasonar son, bóndi, Vorsabæ, 53 atkv. 1 sýslunefnd var kosinn: Gunnar Sígui-ðsson, bóndi, Seljatungu, 43 atlcvæði. — Til váfa: Sfefán Jason arson, bóndi, Vorsatoæ, 34 atkv. Í.J.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.