Tíminn - 06.07.1958, Qupperneq 4

Tíminn - 06.07.1958, Qupperneq 4
4 T í MI N N, sunnudaginn 6, júlí 1958. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18302, 18303, 18304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 623. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. íslendingar og Bretar I BREZKUM blöðum hefur verið heldur lítið rætt um nýju reglugerðina um fis'kveiðilandhelgina, sem var gefin út á mánudaginn var. Þetta verður að telja góðs vita og merki þess, að Bretum sé ljóst við nánari athugun, að hér sé bæði um réttlætismál íslendinga að ræða og minna hagsmuna- mál fyrir Breta, en þeir hafa í fyrstu viljað vera láta. í þessu sambandi má t.d. vel minna á það, að áður en íslendingar færðu út fisk- veiðilandhelgina 1952, héldu Bretar þvl fram, að það yrði mikið áfall fyrir fiskveiðar þeirra við ísland. í skýrslu, sem brezka stjórnin hefur látið ensk blöð fá um hina nýju deilu við fslendinga, kemur í ljós, að þeir hafa t.d. fengið meiri afla á ís- landsmiðum á seinasta ári en fyrir útgáfu reglugerðarinn- ar '52, og fyrsta árið eftir að reglugerðin tók gildi, settu þeir aflamet á íslandsmið- um. Þamnig hefur reglugerð- in frá 1952 síður en svo orð- ið nokkurt áfall fyrir brezk- an sjávarútveg, þótt brezkir togaraeigendur reyndu að nota hana til að spilla með ofbeldisaðgerðum rótgróinni vináttu Breta og íslendinga. í ÁÐURNEPNDRI skýrslu brezku stjórnarinnar kemur það einnig fram, að veiðar Breta við ísland hafa ber- sýnilega mjög litla þýðingu fyrir þjóðarbúskap þeirra. Árlegt verðmæti aflans, sem Bretar veiða á íslandsmið- um, er talið um 9 milljónir sterlingspunda. Árið 1955 nam útflutningur Breta rúm um 3000 millj. sterlings- punda og hefur aukizt síð- an. Við þetta er svo að at-i huga, að samkvæmt upplýs- ingum brezkra ráðherra, er þeir gáfu nýlega í þinginu, er meirihluti þess fisks, sem Bretar hafa veitt á íslands- miðum, veiddur utan 12 mílna svæðisins. Brezkur þjóðarbúskapur verður því ekki fyrir nema örlitlu tjóni, þótt hann missi af þeim afla, sem brezkir togarar hafa fengið innan 12 mílna svæðis ins. Langlíklegast er einnig, að þennan missi geti brezkir togarar unnið upp með því að strmda önnur mið betur, alveg eins og þeir hafa bætt sér upp þann missi, er þeir héldu sig verða fyrir við út- gáfu reglugerðarinnar 1952. ÞEGAR það er borið sam an annars vegar, hve íslend- ingar eiga afkomu sina alveg undir fiskveiðunum, og hins vegar, hve fiskveiðar Breta við ísland er lítill þáttur í þjóðarbúskap þeirra, hljóta augu allra sanngj arnra Breta að opnast fyrir því, að þótt ekki sé litið nema á þetta eitt, hafa íslendingar réttinn sín megin. Það ber líka vott um vax- andi skilning brezkra stjórn arvalda á þessum málum, að á Genfarráðstefnunni greiddu þeir atkvæði með því, að ríki, sem ekki hefði orðið fyrr erlendum ágangi á fiskimiðum sínum, mætti áskilja sér rétt til 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Það er vitanlega ekki nema rök- villa og ósanngirni, að ætla ríki, sem hefur orðið fyrir á- gangi á fiskimiðunum, minni rétt. Réttur þess ætti þvert á móti að vera ótvíræðari en hins, sem engum ágangi hefur orðið fyrir, enda er hann fyrrnefnda ríkinu miklu nauðsynlegri. Bretar eru svo rökvísir menn og sanngjarnir, þegar til alvör- unnar kemur, að þeir hljóta áreiðanlega að gera sér grein fyrir þessu. ÖLL skynsamleg rök mæla þannig með því, að þetta mál eigi ekki að spilla neitt sambúð Breta og ís- lendinga, eftir að það hefur hlotið æsingalausa íhugun. Þvert á móti ætti það að geta aukið gagnkvæma virðingu. Út á við er það ekki lítil- vægt fyrir Breta að geta bent á, hve ólík er t.d. aðstaða íslands og Eystrasaltsrikj - anna. ísland getur sótt rétt sinn gegn brezka heimsveld- inu meðan þjóðir Eystra- saltsríkjanna eru hnepptar í hina verstu fjötra. Það eru slikir siðferðislegir sigrar, sem munu ekki ráða minnstu um það, hvort lýðræðið eða kommúnisminn eiga eftir að eflast í heiminum. Stóreignaskattur og veltuútsvar . MORGUNÍBLAÐIÐ læt- ur nú eins og flokkur þess hafi þungar áhyggjur út af stóreignaskattinum, en sam- kvæmt honum munu rík- ustu einstaklingarnir greiða samtals 13 millj. kr. árlega næstu árin, til byggingar- sjóðs ríkisins og veðdeildar Búnaðarbankans. Virðist ekki ósanngjarnt, að þeir, sem mest hafa grætt á verð bólgunni, stuðli þannig að framkvæmdum þeirra, sem orðið hafa fyrir einna þyngst um búsifjum af völdum hennar. Mibl. talar mjög um það, að skatturinn torveldi at- vinnurekstur viðkomandi að ilja. Það talar hinsvegar ekki um það, að veltuútsvarið í Reykjavík torveldi atvinnu- reksturinn, enda þótt það nemi árlega tvöfaldri til þrefaldri upphæð stóreigna- skattsins, og leggst á fyrir- tækin án tillits til efna og ástæðna. Þvert á móti ráð- gerir íhaldsmeirihlutinn að þyngja veltuútsvörin. Meðan íhaldsmeirihlutinn heldur veltuútsvörunum á- fram í óbreyttu formi, ætti Mbl. ekki að vera að flagga með þvi, að Sjálfstæðisflokk Nýr tími mun renna upp í bókmennt- um er tilraunastefnu nútímans lýkur Brezka lárviðarskáldið John Masefield varð áttræð- ur snemma í síðastliðnum mánuði. í tilefni af afmælinu birti The New York Times Book Review grein um skáld ið og líf hans í ellinni eftir brezkan rithöfund, J.H.B. Peel. Fer sú grein hér á eftir lauslega þýdd og nokkuð stytt. Vera má að lárviðarskáldið sjálft opni, ef við knýjum dyra hjá hon- um á áttræðisafmælinu á heimili hans í þorpinu Glifton Hampden skammt frá Oxford. Hann er há- vsxinn, bláeygur og hefir hraust legan litarhátt — alveg eins og bú ast má við af gömlum sjómanni. Eg hefi séð gleraugu á skrifborð- inu hjá honum, en aldrei á nefi hans. Heyrn hans er næm, rödd- in hljómmikil, og hann talar með öryggi þess sem alla ævi hefir iðk að orðlist. Við göngum inn í vinnu stofu hans sem hlaðin er bókum. Hér sézt aðeins eitt allra þeirra virðingartákna, er hann hefir hlotið um ævina — heiðursmerkið Order of Merit, fjöldi heiðurstitla, forsetastaða í Society of Authors o. s. frv. og það er skrá þess efnis að hann sé heiðursborgari í sveita bænum Ledbury í Herefordshire, þar sem hann er fæddur og upp- alinn. Masefield er hreykinn af þessum sóma. Hann sagði mér eitt sinn frá því, að sem heiðursborg- ari hefði hann rétt til að virða að vettugi lög, —eins og þau er mæla fyrir um það á hvað tíma Eng- lendingar megi neyta áfengis á kránum. Sjálfur er hann bindindis maður, hann reykir ekki einu sinni, svo að væntanlega hefir hann aðeins notfært sér þennan rétt í hugheimi. Þegar maður ræðir við Mase- field hefir maður stundum á til- finningunni að hann. gæti haft yfir meira af skáldskap en flestir hafa lesið um ævina. Engu að síður ræðir hann um allt milli himins og jarðar, knattspyrnu, minnkandi biblíutestur, rómverska vegi í Eng- ilandi, Ijóðmæli Andrew Young og óhóflegt dálæti sumra kollega sinna á bjórdrykkju. Afstaða til nútímabókmennta Á heimili skáldsins er að sjálf- sögðu mikið af bökum, þær verða fyrir í flestum herbergjum í hús- inu. Þar á meðal eru spænskir sí- gildir höfundar, verk Williams Morris og spánýr Ijóðaileilkur eftir ungan höfund í Lundúnum. Á borð inu liggur The Times Literary Supplement með fréttir af því sem er að gerast í bókmenntaheimin- Um þessa dagana. Masefield hefir ákveðnar skoðanir á nútímabók- menntum. Hann sagði eitt sinn við mig um kunnan, núlifandi rithöf- und: „Eg get ekki viðurfcennt þennan mann. Hann er óhreinn og píndur.“ Masefield hefir sjálfu|r fjallað um átök, þjáningar og á- stríður í ritum sínum, en þessa at hugsasemd hans má leggja út þann ig, að hann geti ekki viðurkennt það sem er óhreint aðeins vegna óhreinindanna sjálfra. Hann er efcki hrifinn af kröfum nútímans um að skáldskapur sé myrkur, örvæntingarfullur eða þrunginn ástríðum, ©n engu að síð ur hefir hann stöðugt lifandi á- huga á nýjum bókum. Fyrir skömmu hitti ég hann við að iesa leikrit eftir Patric Dickinson, lít- ið þekktan höfund. „Þetta er á- gætt“, sagði Manefield. Meðal eftir lætisskálda hans núlifandi er Andrew Young, sveitaklerkúr, sem orðið hefir fyrir áhrifum af Ro- bert Forst. Hann dáir rit Churc- hills og sömuleiðis skáldsögur Charles Morgans. Sagt frá heimsókn til brezka lárviíarskáldsins John Masefields á áttræÖisafmæli hans urinn sé mótfallinn sköttum á atvinnufyrirtækjum. ÞaS er of augljós sýndar- mennska. En Masefield er ekki haldinn neinni örvæntingu um bókmennt- ir nútímans. Hann er sannfærður um að þær muni íljótlega losa sig við sum hin leiðinlegri einkenni sín. „Fegurðin mun alltaf hrífa þá er kunna að skynja hana“, seg ir hann. Og fyrir skömmu gerði hann þessa trúarjátningú. Maður- inn verður aðeins að herjast til þess að vinna hann. Kvæði meiri Ilíonskviðu, leikrit meiri Macbeth, sögur meiri Don Quixote bíða þess er leitar þeirra og finnur.“ SíSari verk Masefield er einn hinna fáu höf unda er semja fyrsta flokks verk fram í háa elli, og á bann í því sammerkt mönnum eins og Verdi eða Tliomas Hardy. Eg met mikils ýmsar bækur er hann hefir ritað á áttræðisaldri. Ein þeirra er ljóða safnið On the Hill, önnur er sjálfs ævisaga So Long to Learn, sem vekur öfund og hrifningu fyrir einfaldleika sinn og málfegurð. Hin þriðja af nýlegum bókum hans er An Elizahethan Theatre in London, þar sem mælt er með að komið verði upp þjóðleikhúsi er sýni verk hinna stærstu meist- ara, fornra og nýrra, án tillits itil fjárhagshliðar málsins, sviði þar sem skáld, leikarar og leikstjórar geti unnið í sem fullkomnustu samstarfi. Eins og sæmir lárviðarskáldi yrkir hann öðru hverju viðeigandi tækifæriskvæði. E’kki fyrir löngu síðan birti The Times kvæði til ikrokketleikara, Eighty-Five to Win og þar áður lofkvæði um fræga hallettdansmær. Og í framtíðinni mun vera von á enn einu bindi hinna hrífandi minninga hans. Hinn bezti skáldskapur er aldr- ei eins manns verk, og beztu verk Masefields hafa orðið til undir handarjaðri konu hans, Consbance en margar bækur hans eru tileink aðar henni. Þau giftust fyrir hálfri öld og hafa síðan lifað í hamingju og -eindrægni. Margur gestur hefir komið til áð heimsækja húsbónd- ann, en síðan orðið til að hlýða á konu hans. Og hún getur rætt af þekkingu um viÉLt blóm, tamin skáld og hvað þeir Willie eða Tom hafi sagt toér á árunum. — Willie var William Yeats og Tom Thomas Hardy. Nýr tími í enskum bókmenntum í stjórumálum er Masefield andsósíalisti, og hann hikar ekki við að lýsa því yfir. En hann er ekki slíkur að hann geri ekki ann að en lofsyngja liðna tíma. Á heimili hans hangir til dæmis mynd af seglskipi fyrir fullum seglum. „Þetta voru falleg skip“, sagði ég við Masefild. Hann kink aði kolli — hann hefir lifað um borð í þeim og ritað um þau — og sagði: „En þau voru hreint víti að lifa í þeim.“ Á yngri árum hefir Masefield ferðast um þvert og ©ndilamgt Eng land og enn hefir hann gaman af að aka um nágrennið. Af öðrum löndum þykir honum m-est til Am- eríku koma. „N-ew York er drottn ing -meðal iborga“, hefir hann sagt, og hann hefir margsinnis lofað- fólkið er hann kynntist í Amerí'ku fyrir sex-tiu árum og síðar. Masefield gerir hvorki að líta -um öxl í -reiði eða rýna fram á leið i vonleysi. Hann býst við að nýr tími mun-i renna upp — þót.t það verði ekki á morgun — og bókmenntir enskumælandi þjóða hafi hrist af sér ailar ásóknir til- rauna-s-tefnu nútímans og bergi á ný a-f brunni arfleifðarinnar, svo að Chaucer eða Shakespeare eða Emerson- gætu lesið þessa arftaka -sína og sagt um þá: „Þessir náung ar gátu þá skrifað eftir alll sam- an.“ Á meðan heimsækja yng-ri menn irnir ha-nn- og skrifa um hann, og mörgum þeirra hefir hann hjálp- að bet-ur en með einum saman orð- um. Innbrot- 8 j)ús. kr. stoliS ' Akureyri 3. júlí. — Síðastliðna j nótt var framið hér innbrot og I stolið rúmlega átta þúsund krón- um í peningum. Brotist var inn í Bílasöluna hf. hér í bæ. Komust þjófarnir fyrst inn á bifreiðaverk stæði, síðan úr því inn í vöru- geymslu og verzlun, sem er í sörnu byggingu. Mál þetta er í rannsókn. Auðséð er á verksum- merkjiun að þjófamir hafa haft nógan tíma og nokkur tæki.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.