Tíminn - 10.07.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.07.1958, Blaðsíða 8
8 T f MIN N, fimmtudaginn 10. júlí 1958. Greinaflokkur Páls Zóphóníassonar (Framhald af 7. sfðu). Um þetta mál vildi ég beinlinis biðja bændur, sem búa á Flóa- svæðinu, að hugsa og rasa ekki um íáð fram, enda þó að þeim finnist áð þeir geti ekkert stækka túnið vegna áveituvatnsins, sem flóir um hverfis það og jafnvel um það. Hreppurinn er illa fallinn bæði til sauðfj.búskapar og hrossa. Má vera hrein ráðgáta, að hross skuli ekki hverfa nema rétt til fjallferða. Vélar eru komnar á flesta bæi í hreppnum og hestanna er ekki þörtf lengur á sama hátt og áður var. En þeir bæta ekki kúahagana að sumrinu, en þeir eru af skorn- um skammti úr því líður á sumar og kýr hætta að vilja bíta etörina. Þeas vegna á hrossunum að fækka og minni folaldamarkaður komandi ára má ekki verða til þess að hross imuim fjölgi aftur. Stokkseyrarhreppur Stokkseyri og Eyrarbakki voru miklir verzlunarstaðir, þar verzl- uðu Ámesingar, Rangvellingar og Skatfttfellingar áður fyrr og frá Stokkseyri var nokkur sjósókn. Með breyttum aðstæðum eru störf Stoildoseyringa breytt. Þó að þar sé enn verzlun fyrir þorpsbúa, er Verzlun utanhreppsmanna enginn. Róðrar eru stundaðir lítið eitt, enda hafnarskilyrði slæm mjög. En nú má segja að þorpsbúar lifi á landbúnaðí að verulegu leyti. Byggðu jörðunum hefir fækkað úr 52 niður í 30. Um þá tölu má þó deila. Margar af þeim jörðum.. sem nú teljast auðar, af því að þær em húsalausar, eru nolaðar af mönn- um, sem búa í húsum í kauptúninu og má því með nokkrum rétti segja að þær séu byggðar, þó að íbúðar- húsið standi ekki á jörðinni og sé iagalega önnur fasteign, Líka eru jarðir í kringum þorpið, sem hús em enn á, en óhæf til íbúðar. Jarð irnar eru litlar og eigendum hefir þótt í of mikið ráðizt, að byggja upp á þeim og leigja þær því mönn um, se>m byggja og búa í þorpinu. Lika þeasar jarðir eru níttar, þó að enginn eigi heima á þeim. Á Stokkseyri er mjög rnikið um kart- öflurækt og ná kartötflulönd í hreppnum yfir marga ha. Iand og veita sérstaklega þorpsbúum mikl- ar tekjur í aðra hönd. Meðailitún í hreppnum var 2,2 ha. og fengust af því 60 hestar 1920. Nú er meðaltúnið orðið 8^3 ha. og töðufallið af því 435 hestar. Út- heyskapurinn var 189 hestar. en er nú aðeins 43. Heildarheyskapur á meðaljörðinni var 60+189 hest- ar eða 249 hestar, en er nú 435+ 42 eða 477 hestar alls. Heyfallið hetfir því nær tvöfaldazt. Hér hef- ir heyaukinn að verulegu leyti vax ið við það að litlu jarðirnar kring- um Stokksevri eru ekki lengur taidar með byggðu jörðunum, en þær hötfðu hlutfallslega minnstu túnin og minnstu töðuna. Meðalbúið var 4,1 nautgripur, 37 kindur og 7,8 hross. Þetta er lítíð bú og hafa heyin enzt handa því. Nú em nautgripirnir orðnir 12,9, féð ekki nema 15 kindur og hxossin 4,1 og enn eru heyin næg. Hneppurinn er eins og Gaulverja- bæjarhreppurnn ekki vel fallinn til fjárbúa, en má aítur teljast góð- ur fyrir kúabú, enda áherzlan lijgð á þau af bændum þar. Ellefu jarð- ir í hreppnum eru með minni tún en § ha., en sjö hafa yfir 10 ha. tún og af fjórum þeirra fást yfir 1000 hestar af túninu. Stærst bú er í Holti, enda mun standa til ac5 skipta henni í þrennt milli sona bóndans. Túnið er orðið 34,0 ha. og tfást atf þvi 1600 hestar aí töðu og enn era heyjaðir 200 hestar út- heys. Búið er 54 nautgripir, 90 íjár og 9 hross. Hér er kominn grund- völlur að því að skipta jörðinni. Það er búið að bæta hana svo, að nú getur hún orðið að tveimur eða þremur jörðum. Og svona á þetta að ganga. Margir flaska á því að skipta jörðunum of fijótt eða áður enimögulegt er að hafa á peim það stórt bú, að fleiri fjölskyldur geti lifað sæmilega á afrakstri þess. Sandvíkurhreppur Hreppurinn hefir minnkað við það að Selfoss hefir orðlð sérstak- ur hreppur og þá fengið land bæði frá Sandvíkurhreppi, Ölfushreppi og Hraungerðishreppi. Á Sclfossi ér Flóabúið og þangað sækir meg inþorri toænda í Árnessýslu verzlun sína. S a ;i d víku rh repp u r á land meðfram Ölfusá og þó að þar sé ekki gott fyrir sauðfé, verður þó að telia betra fyrir fjárbú í hreppn um heldur en bæði 1 Gaulverjabæj arhreppi og Stokkseyrarhreppi. Byggðar jarðir voru 23 en eru nú 17. Túnið á meðaljörðinni vár 4,2 ha., en er nú orðið 16,3. Það gaf af sér 120 hesta af töðu. en nú íást af því 634 hestar. Útheyskapurinn var 502 hestar en er nú kominn niður I 274. Allur héyskapur var því 120 +502 eða 622 hestar, en er nú 634+274 eða 908 og hefir því aukizt um 286 hesta. íbúum í hreppnum hefir fækkað úr 185 í 124 og afköst eftir mann búsettan í hreppnum hækkað úr 77 hestum í 125 hesta og mun þó hafa verið minna 1955 en bæði fyrir og eftir. í hreppnum voru og eru vildis eingjajarðir og var Kaldaðarnes tal in þeirra bezt. Þar fengu Eyrbekk- ingar lánaðar engjar áður en flæði engjar voru gerðar hjá þeim og var engjalán borgað með því að færa Kaldaðarnesbónda annan hvorn heyhest þurran heim í garð fyrir engjalánið. Mælt er, að á þann hátt hafi ástundum komið 700 tii 800 hestar af heyi heim í Kaldaðames án þess að bóndinn þyrtfti annað en leysa úr í heystæð- inu eða hlöðunni. Meðalbúið hefir stækkað, skepnum fjölgað. Naut- gripir vom 7,7 árið 1920, en 1955 em þeir 20,5, sauðféð var 69 en er nú 60 og hrossin voru 9,2, en eru nú 15,6 og ekil ég engan veg- inn af hverju sú fjölgun á hrossun um stafar. Ein byggð jörð hefir enn -undir 5 lia. tún. Tíu jarðir hafa yfir 10 ha. tún og fjórar þeirra yfir 20 ha. tún. Þær eru: Kaldaðarnes, sem hafði 25,8 ha. tún 1932 en hefir nú 47,6 ha. Stóra Sandvík 1, sem hafði 6 ha. tún 1932, en nú 25,7 ha., Litla-Sandvík, sem hafði 8 ha. tún 1932 en nú 24 ha. og Votmúli 1, sem hafði 6,5 ha. tún 1932, en nú 21,3 ha. Á öllum þessum jörðum og fleiri eru nú stórbú. Hross og sauðfé er flest í Kaldaðarnesi, sauðféð 250 og hross in 30 og veit ég ekki, hvað veldur þeim hrossafjölda, því að nú þarf ekki að flvtja á þeim hey af Skátl- holitsengjum. Nautgripir eru flest ir í Stóru-Sandvík 1, en þar voru 1955 42 nautgripir. Hvergi á öllu landinu hefir hrossum fjölgað eins mikið tiltölulega og í Sandvíkur- hreppi og víðast hefir þeim fækkað. Hvað veldur hrossamergðinni hér, er mér hulið. Hraungerðishreppur Byggðum jörðum í hreppnum hefir tfækkað um sex úr 40 í 34. Enn hafa tvær 'jarðir minna tún en 5 ha., en báðar eiga þær góðar engjar. Af 34 jörðum byggðum hafa 21 stærri tún en 10 ha. Meðal heyskapur 1920 var 140+314 eða 454 hestair og þá var túnið 3,8 ha. 1955 var heyskapurinn 567 + 171 eða 738 hestar og heyaiukinn því 284 hestar. 1920 voru 303 menn bú settir í hreppnum en 1953 243. Fðlkinu hefir því fækkað nokkuð. Afköst eftir mann búsettan í hreppnum hafa því aukizt úr 60 hestum í 103 hes'ta. Meðalbúið var 5,5 nautgripir, 68 kindur og 9,4 hross, en 1955 var það nautgripir 18,7, sauðtfé 53 og hross 8,0, Sauðfé og hrossum hefir fækkað en nautgripum fjölgað, enda flestar jarðir sveitarinnar mun befcur fallnar til nautgripabú- skapar en sauðfjár. Langstærst bú er í Laugardæl- um, enda þar rekið bú af opinber- um eða hálfopinberum aðilum og hj’áleigur lagðar undir heimajörð- ina. Þar eru heyjaðir um 5000 hestar og á fóðri var 1955 130 naut gripir, 5 kindur og 22 hross. Marg ar jarðir í hreppnum hafa sítór- breytzt og batnað, og eru nú rekin á þeim stórbú. Einna mest hygg ég að Miklaholtshellir liafi breytzt. Þar v.ar 2,2 ha. tún, en nú er það 30 ha. Þar var 60 hesta heyskap- ur af töðu og 240 á engjum árið 1932, en nú er þar 1249 hesta hey- skapur á túninu og oft líka nokk- urlt úthey, þó að það væri ekkert 1955. Áhöfnin var 3 nautgripir, 50 Vettvangur æskunnar (Framhald af 5. síðul. nokkuð góða tryggingu gegn liag sveiflum og kreppuni, en liins vegar er fyrirkomulag hans ó- franikvæmanlegt án meiri eða minni skerðingar á einstaklings frelsinu. Sósíalistískt þjóðfélag veitir og mikla hættu á þvi, að ríkisvaldið færist í einræéisátt, og ólíklegt er, að menn taki ekki lýðræðisskipulag samvinnu- manna fram yfir frelsisskerðing- ar og einræðisskipulag sósíalista. Samvinnustefnan veitir mann um hins vegar sanngjörn laun fyrir vinnu þeirra, hæfilegan af- rakstur af því fjármagni, sem þeir leggja atvinnuvegunum í té, og veitir þeim næga mögulika til að bæta lífsaðstöðu sína meff hæfileikum sínum og menntun. Hún uppfyllir því fyllilega öll þau skilyrði, sem voru sett hér að framan fyrir því, að þjóðskipu lag geti tryggt réttláta tekju- skiptingu. Og þar sem hún þar að auki byggir starfsemi sína á aðferðum, sem eru í fyllsta máta lýðræðislegar, verður hún tvímælalaust að teljast sú þjóð- félagsstefna, sem tryggir rétt- látasta skiptingu þjóðartekn- anna. kindur og 5 hross, en nú er áhöfn in 29 nautgripir, 30 kindur og 4 hross. Auk þess er faér stórt hænsnabú og egg seld frá því dag lega og eru hænsnin að verulegu leyti fóðruð. á korni, sem ræktað er á jörðinni sjáltfri. Bóndinn hér er einn af þeim sárafáu bændum, sem Klemenz á Sámisstöðum hefir fengið til þess að feta í fófcspor sín nú um nokkur ár og þó ekki lengi. En trúlegt er, að kornrækt gæti víðar gengið á Suðurlandi en enn er, og yrði kornið þá notað til hænsna og kúafóðuris eins og hér. er gert. Þessir fimm hreppar, ásamt Eyr arbakka og Seifosshreppi mynda Fióann. Margt er sameiginlegt með þessum hreppum. Saman eiga þeir afréfct inni á hálendinu milli Þjórsár og Hvítár, víðliendan nokk uð, en ekki vel grösugam. Langt er á hann og liafa þeir, sem hann nota, en það era ekki nærri aHir fjáreigendur, nú siðustu árin keyrt fénu á bíl inn á afréttinn á vorin i stað þess að vera marga daga að reka það eins og áður var. Fióa- hreppamir era allvel heyjaðir að haustinu og setja sæmilega á. Ef við ætlum hverjum nautgrip á fóðri (kúm og geldneytum) 35 hesta og hverri kind 2 hesta, þá var eftir handa hrossunum sem hér segir haustið 1955, en þá voru hey hrakin mjög og óvenju lítil. í Viilingaholtshreppi eru 36 hest ar eftir handa hrossum. í Gaulverjabæjarhreppi vantar 13 hesta til þess að nóg sé handa nautgripum og sauðfé og allt handa hrossum. í Stokkseyrarhreppi eru 6 hestar eftir handa hrossum. í Sandvikurhreppi eru 70 hestar eftir handa hrossum. I Hraungerðishreppi vantar 36 hesta til þesis að nóg sé handa naut gripum og sauðfé og allt handa hrossum. Þegar nú þess er gætt, að kring um Vs af nautgripunum eru kálfar og vetrungar. má öllum verða aug- Ij’óst, að heybirgðirnar að haustinu eru mjög sæmilegar. Hauslið 1955 var þó keypt hey í Plóahreppana til frekara öryggis. Það hvað bændur í Flóanum eiga mikil hey í hlutfalli við fjölda búfjárins, er vafalaust með orsök til þess að meðferð búfjárins hefir breytzt, skepnum er gefið meira og llögð áherzla á að fá sem rnestan arð af hverri einstakri skepnu. Þeir eiga tiltöiulega margt af ám sínum með tveimur, sumir meira en helming, og Flóadilkarn- ir, sem áður þóttu mjög rýrir, standa nú jafnfætis dilkum margra annarra héraða, sem talin eru að eiga betra fjárland. Allir hafa Flóahrepparnir áveitu engijar. Áður hefir verið minnzt á það, hvernig áveiturnar, surns stað- ar halda bleytu í túnunum og erf- iða útgræðslu þeirra. Er þar vanda miál og vafalaust deilumál komandi ára hvernig taka beri á því og skal það ekki frekar rætt. hér. (Framhald). Hrossum f er ört fækkandiíEvröpu í Evrópu hefir hrossum fækkað um 30% frá því fyrir síðustu heimsstyrjöld, segir í skýrslu frá Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóð- anna fyrir Evrópu (ECE) og Mat- væla- og Landbúnaðarstofnun S. þ. (FAO). Skýrsian fjallar um áhrif vélanna í landbúnaðinum á hrossa- fjöldann í Evrópulöndunum (The Effect of Farm Mechanization on Horse Numbers in European Coun- tries). í Bretlandi hefir fækikun hrossa verið hvað mest á undanförnum árum og nemur 72% ihiðað við hrossafjölda fyrir stríð. í Sovét- ríkjunum fækkaði hestum á sama tíma um 32%, en ekki nema 4% í Austurriki og um 8% í Suður- Evrópu. Aukin hrossakjötsneyzla. En um leið og hestunum fækk- aði á engjum og í haga, varð það algengara að hrossakjöt væri borið á toorð manna, en áður þekktist. í Póilandi var 9.000 hrossum slátrað til manneldis síðasta árið fyrir stríð. Árið 1956 jókst taka slátur- hesta þar í iandi upp í 59.900. Frakkar eru samkvæmt þessari. skýrslu miklar hrossakjötsætur og jóks’t tala hesta, sem slátrað var, úr 202.200 í 278.000 1956. Dráttarvéiar í stað hesta. Fjölgun dráttarvéla og fækkun hrossa fer saman. í Vestur-Þýzka- landi hefir dráttarvélum fjölgað um 431.000 síðan styrjöldinni lauk, 318.000 í Bretlandi, 3000 í Luxem- bourgh og í Portúgal og 1000 í Albaníu. Skýrslan bendi á, að sökum þess að ýmis önnur dráttardýr eru not- uð við landöúnað í Evrópu, segir fækkun hrossafjöldans ekki ávallt rétt til um úfcbreiðslu vélatækn- innar. T.d. eru uxar og kýr meira notaðar til dráttar í Þýzkalandi, Frakklandi, Ítalíu og Júgóslavíu, en hestar. Múldýr og asnar eru aðal púlsdýrin á Spáni, Ítalíu og í Grikklandi. Það er því hugsan- legt, að dráttarvélarnar útrými fyrst og fremst púls-uxum og kúm áður en þær hafa áhrif á hesta- fjöldann. Hesturinn er enn „þarfasti þjónninn“ víða. œ.s.i, ' Það er ólíklegt fcalið, að vélarn- ar útrými hrossitntim með öllu úr landbúnaði Evrópn. Það er meira að segja gefið í skyn, að svo kunni að fara, að bændur í Evrópulönd- unum fari að ræ.^a hross á ný. í fjallalöndum, þar+em jarðvegur er slæmur, er oft ekki»hægt að koma dráttarvélum viðc-| Hollandi, segir | skýrslan t. d., .,a'ð nú scu þar 187.700 hestar, ep jafnve! eftir að fjöldi 1 andbúnaðarvéla nær há- marki í Hollandif er reiknað me'ð I að þörf verði iyrir að minnsta kosti 149.700 drittar- og reiðhesta í landinu. Það er ekiki úílit fyrir að hross- um til annarra nota en áburðar og dráttar fjölgi í Evrópulöndunum. Kappreiðahestar og almennir reið- hestar nema einungis 2% af hesta- fjöldanum í Evrópu. (Frá upplýsingaskrifstofu SÞ í Höfn) trlent yfirhi (Framhald af 6. síðu). menn og hægri menn og reynir flokkurinn því að þr-æða mjög bil beggja í stjórnmálunum. íhaldsflokkurinn endurheimti nú fylgi það, sem hann missti í kosningunum 1954 til Frjáls- lynda flokksins. Það síendur í- haldsflokknum fyrir þrifum, að innan hans er að finna suma þá menn, sem stóðu framarlega í hinni illræmdu Lappó-hreyfingu, er minnti allmikifi á flokk þýzkra nazista. Af þeim ástæðum, hafa sósíaldemokratar og bændaflokks- menn talið samvinnu við Ilhalds- flokkinn crfiða, þar sem Rússar teldu sig hafa ástæðu til að líta hana illu auga. Frjálslyndi flokkurinn hefur mjög barizt í bökkum eftir styrj- öldina. Hann hefur lítinn stéttar- legan grundvöll, en hefur hinsveg ar flotið á því, að hann hefur; haft ýmsa velmetna menn innan vébanda sinna. ÞAÐ er yfirleitt álit manna eftír kosningarnar, að erfitfc muni reynast að mynda stjórn í Finn- landi, en hins vegar er þar nú mikil þörf fyrir starfhæfa stjórn,- þrí ag efnahagsástandið er mjög alvarlegt. Kommúnistar vilja gjarnan komast í stjórn og er jafn- vel óttast, að Rússar reyni að stuðla að þvi bak við tjöldin. Allir hinir flokkarnir lýstu þvf hins vegar yfir fyrir kosningarn- ar, að þeir myndu ekki hafa stjórn arsamvinnu við þá. Fyrir sósial- demókrata og raunar Bændaflokk inn einnig, er það hins vegar mik- il áhætta að taka þátt í ríkisstjórn, sem gcra þarf óvinsælar ráðstaf- anir, mej vaxandi komm-únista- flokk í stjórnarandstöðu. Sum blöð varpa fram þeirri hug. mynd, að hugsanleg sé stjórnar- samvinna sósialdemókrata, Bænda- flokksins og Sænska flokksins eftir langt samningaþóf. Mestar líkur virðast þó til þess, að Finnar verði að búa við utanþingstjórn, a.m.k. um nokkurt skeið. Þ. Þ. FRASVIHALD sérhlífnar. Ofan á allt þetta eruð þér óþiálar i daglegri umgengni og' þér eruð gestur, sem aðeins einu sinni sést í samkvæmum hjá sama fólki. Tilraunir hafa sýnt að við bylt- um okkur að meðaltali 13 sinmim á kiukkustund þegar við sofum. En það er lítil buggun í því fyrir yður, vegna þess að þessar tilraunir sýna einnig að fráhvarfið frá hinni ríkjandi svefnstellingu er sára lit- ið. Sérhver hefur sína sérstöku stellingu í svefni og segja þeir, sem vit þykjast hafa á, að lesa megi skapgerð einstaklingsms út úr þessum stellingum. Eftir að hafa lesið þetta er ekki ólíklegt að þér reynið að breyta til um svefnstelíingar — ef þér getið! Ww(\iiái)L Cs/ofn~)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.