Tíminn - 16.07.1958, Side 9
í í MÍNN, miðvikudaginn 16. júlí 1958.
9
sex
grunaðir
saga eftir
agathe christie
Sainsbury Seale. Er það ekki
rétt?
— Einmitt.
Mér þykir leitt hvað ég
var ókurteis. En þér verðið
að viðurkenna að það leit út
fyrir að þér væruð að njósna
urn Howard og mig.
— Jafnvel þótt það væri
satt, Mademoiselle, var ég
vitni að þvl þegar hr. Raikes
bjargaði hr. Blunt frá bana.
Hreystilega gert.
— I>ér talið svo undarlega,
M. Poirot. Eg veit aldrei hve-
nær yður er ajvara og hve-
nær þér eruð að spauga.
:— í þetta sinn tala ég í
alvöru, Mademoiselle.
Jane sagði og rödd hennar
var undarlega hvell: — Hvers
vegna horfið þér svona á mig,
M. Poirot? Eins og þér vor-
kennið mér.
— Ef til vill vorkenni ég
yður, vegna þess sem ég er
neyddur til að gera mjög
fljótlega ....
— Gerið það þá ekki.
— Þvf miður ér ég neyddur
til þess, Mademoiselle.
Hún horfði á hann um
stund. Loks sagði hún: —
Hafið þér fundið konuna?
Poirot sagði: — Við skulum
segja, að ég vit'i hvár hún er.
— Er hún dáin?
— Það sagði ég ekki.
— Hún er þá lifandi?
— Það sagði ég ekki heldur.
Jane leit á hann. Hún var
gröm á svip. Hún hrópaði
upp: — Nú, hún hlýtur að
vera annaðhvort.
— Því er nú verr, að svo
einfalJt er málið ekki.
— Eg held að yður finnist
unun að því að tala svo aö
fólk geti ekki skilið yður.
— Það hefur verið sagt um
mig, viðurkenndi Hercule
Poirot.
Jane sagði: — Skrýtið, eins
og það er heitt — samt skelf
ég.
— Þér ættuð kannske að
fara heim, Mademoiselle.
Jane var andartak á báð-
um áttum. Svo sagði hún og
talaði mjög hratt: — Howard
vill giftast mér. Undireins. Án
þess að láta nokkurn vita.
Hann segir — að það sé eina
leiðin —■ að ég sé alltof veik-
lynd —
Hún þagnaði og þreif í
handlegg Poirots. Hvað á
ég að gera?
— Hvers vegná spyrjið þér
mig ráða. Aðrir standa yður
nær.
— Mamma? Hún mundi
öskra húsið um koll, ef hana
grunaði það. Frændi? Hann
rnyndi vera rólegur og skyn-
samur. Nógur tími, væna mín.
Verður að vera viss. Dálítið
vafasamur náungi, þessi ungi
maður. Aldrei að flana að
neinu —
— Vinir yðar? spurði Poirot.
— Eg á enga vini. Bara
nokkra kunningja, sem ég
drekk með og dansa við, og
tala við um allt og ekki neitt.
Howard er sá eini, sem ég hef
nokkurn tma kynnst, skiljið
þér ....
— En hvers vegna að spyrja
mig, Mademoiselle.
Jane sagði: — Vegna þess
að það er stundum svo skrít-
inn svipur á andlitinu á yður.
Eins og yður þykji eitthvað
leiðinlegt — eins og þér vit-
ið eitthvað — eitthvað hræði-
legt, sem er í vændum. —
Hún þagnaði. — Nú? spurði
hún. — Hvað segiö þér þá.
Hercule Poirot svaraði ekki.
Hann hristi aðeins höfuðið.
4.
Þegar Poirot ,kom heim,
sagði þjónninn Georg: —
Japp lögregluforingi er hér,
herra.
Japp glotti þegar Poirot
gekk inn í herbergið: — Bless
aður. Mér datt í hug að líta
inn. Heyra í þér hljóðið.
— Gott kvöld, sagði Poirot
virðulega. Hvað má bjóða þér.
Viskí?
— Prýðilegt.
Poirot skenkti og Japp
lyfti glasi sínu: — Skál fyrir
Hercule Poirot sem alltaf
hefur rétt fyrir sér.
— Nei, nei, motiami.
— Hér fengum við þetta
indælis sj álfsmorð upp í hend
urnar. Hercule Poirot segir
að það sé morð — og f jandinn
hafi það — það er morö.
— Svo? Þú samþykkir það
þá loksins.
— Hvað gat ég annað en
sagt það vera sjálfsmorð. —
Annað virtist bókstaflega
barnalegt.
— Og nú?
— Gott og vel. Byssan sem
Frank Carter reyndi að skjóta
Blunt með var nákyæmlega
eins og sú sem Morley var
skótinn með.
Poirot starði á hann: —
Það er stórfurðulegt.
— Já, útlitið er svart fyrir
aumingja Carter.
Hercule Poirot varð hugsi.
Hann sagði: — Frank Carter.
Nei, alls ekki.
Japp leit reiöilega til hans:
— Heyrðu, hvað er að þér,
Poirot. Fyrst segir þú aö
Morley hafi verið myrtur, og
ekki hafi verið um sjálfsmorð
að ræða. Þegar ég kem og segi
þér að við séum komnir að
sömu niðurstöðu og bendi þér
á hver sé grunaður — þá
virðist þú hreint ekkert hrif-
inn.
— Þú heldur þá að Frank
Carter hafi myrt Morley?
— Það kemur heim við allt,
sem á undan er gengið. Cart-
er var illa við Morley vegna
þess að hann reyndi að spilla I
milli hans og ungfrú Nevill.'
Hann kom til Queen Char-
lotte Street þennan morgun
— og síðar þóttist hann hafa
komið til að segja unnustu
sinni að hann hefði fengið
vinnu, en sannleikurinn er sá
að hann hafði ekki fengiö
neina vinnu þá. Fékk hana
ekki fyrr en seinna um dag-;
inn. Hann játar það núna.
Það er sem sagt lýgi númer
eitt. Hann getur ekki sagt um
hvar hann var klukkan 25
mínútur yfir 12. Segist hafa
verið á göngu, en það fyrsta
sem hann getur sannað er að
hann fékk sér bjór á sjoppu
um klukkan fimm. Og bar-
þjónninn segir hann hafa
verið mjög óstyrkan — skjálf-
hentur og náfölur.
Hercule Poirot andvarpaöi
og hristi höfuðið. Hann taut-
aði: —Þetta kemur ekki heim
við mínar grunsemdir. —
— Hverjar eru þínar grun
semdir.
— Það er mjög leiðinlegt að
heyra þetta. Mjög truflandi.
Því að hafir þú á réttu aö
standa ....
Dyrnar voru opnaðar og
Georg sagði: — Afsakið herra
en ....
Hann komst ekki lengra.
Gladys Nevill ruddist fram
hjá honum og inn í herbergið.'
Hún var hágrátandi: — Ó, j
M. Poirot ....
— Eg skrepp fram, sagöi
Japp í flýti. Hann hraðaöi sér
út.
Gladys Nevill horfði á eftir
honum, hatursfullu augna-1
ráði: — Þetta er maðurinn
— sem er að reyna aö koma
allri sökinni á Frank.
—Svona, svona, þér megið
ekki æsa yður upp.
— En það er satt. Fyrst
segja þeir að hann hafi reynt
að drepa þennan hr. Blunt
og þar sem þeir eru ekki á-
nægðir með það eitt, ásaka
þeir hann um að hafa myrt
Morley heitinn.
Hercule Poirot ræskti sig:
— Eg var þar, skiljið þér,
þegar skotið var á hr. Blunt.
— Eg veit að Frank gæti
aldrei hafa gert þaö. Hann
sver að hann hafði ekki gert
það og segist aldrei hafa séð
byssuna fyrr. Eg hef ekki tal-'
að við hann — auðvitað
leyfðu þeir mér það ekki —
en lögfræöingurinn hans
sagði mér þetta. Frank segir
að þetta sé allt skrípaleikur.
Poirot muldraði: — Og lög
fræðingurinn? Trúir hann á
sakleysi vinar yðar?
___ Lögfræðingar eru svo
skrýtnir. Þeir vilja aldrei vera
hreinskilnir. En það er þetta
morðmál, M. Poirot, ég er
alveg handviss um að Frank
getur ekki hafa drepið Mor-
ley. Eg á við — hann hafði
enga ástæöu til þess.
— Það er satt, sagði Poirot,
— að þegar hann kom þenn-
an morgun hafði hann ekki
fengið neina vinnu.
— Satt að segja, M. Poirot,
sé ég ekki hvaða mun það
gerir, hvort hann fékk vinn-
una um morgunin eða seinni
partinn. |
Poirot sagði: — En hann
sagðist hafa komið til að
segja yður frá vinnunni.
— Jæja, M. Poirot, aum-
ingja drengurinn var áhyggja
fullur og leiður, og í fullri
sagt, hugsa ég að hann hafi
verið búinn að drekka eitt-
hvað smávegis. Aumingja
Frank — hann er stundum
svo viðkvæmur og þunglynd-
ur. Og hann kom til Queen
Oharlotte Street til að tala
við Morley, vegna þess að
íesið jbessa
auglýsingu
Neðantaldar bækur eru mikill fengur fyrir alla
þá er leita sér ánægju og hvíldar við lestur góðra
skemmtibóka. Bækur þessar voru gefnar út rétt eftir
aldamótin síðustu, valdar sögur og vel þýddar eftir
góða höfunda og hafa þær ekki verið á bókamark-
aðinum í áratugi.
Spegillinn í Venedig. 76 bls. Kr. 7,00.
Guðsdómur o. fl. sögur 192 bls. kr. 15,00.
Konan mín svonefnda. 192 bls. kr. 15,00.
Dagur hefndarinnar. 212 bls. kr. 15,00.
Erfinginn. 118 bls. kr. 8,00.
Verzlunarhúsið Elysíum. 96 bls. kr. 7,00.
Hver vissi hvað sannast var? 94 bls. kr. 7,00.
Silfurspegillinn. 66 bls. kr. 7,00.
Skugginn. 44 bls. kr. 5,00.
Hvítmunkurinn. 130 bls. kr. 10,00.
Mynd Abbotts. 40 bls. kr. 5,00.
Leyndarmálið f Cranebore. 238 bls. kr. 16,00.
Morðið í Mershole. 76 bls. kr. 7,00.
Vitnið þögla. 142 bls. kr. 10,00.
Leyndarmál frú Lessingham. 42 bls. kr. 5,00.
Gorillaapinn o. fl. sögur. 76 bls. kr. 7,00.
Eigandi Lynch-Tower. 232 bls. kr. 16,00.
Allar ofantaldar bækur eru óbundnar, þéttprent-
aðar og því mjög drjúgar aflestrar. Klippið auglýs-
inguna úr blaðinu og merkið x við þær bækur, er
þér óskið að fá.
Nafn..........................
Odýra bóksalan Box 196, Reykjavík
V.V.V.VAV.V.V.VV.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V,
í
Alúðarþakkir sendi ég öllum þeim, er heiðruðu
mig á sjötugsafmæli mínu 25. júní s. 1. með heim-
sóknum, skeytum og gjöfum.
I; Guð blessi ykkur öll.
í; .lóhannes Jónsson,
I; Giljalandi, Dalasýslu.
■:
V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.VJ
INNILEGAR ÞAKKIR faerum við öllum nær og fjaer fyrir auö*
sýnda samáð og vlnarhug við andlát og jarðarför eiginmanns og
föður
Árna Sigurðssonar,
Hrísey.
Sérstaklega þökkum við hjónunum í Deildartungu og Víðigerði
og öörum Reykdælingum.
Guðrún Jónasdóttir og börn.
Frú Davína Sigurðsson
verður jarðsungin miðvikudaginn 16. júlí kl. 1,30 e. h. frá Fossvogs-
kirkju.
Börnin.
Útför móður okkar
Guðbjargar Aðalheiðar Þorleifsdóttur,
Múlakoti,
fer fram föstudaginn 18. júli. Kirkjuathöfnin hefst kl. 1, frá Hlíðar-
enda í Fljótshlíð. Jarðsett verður í heimagrafreit.
Þeim, sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Land-
græðslusjóð.
Bílferð verður kl. 10 frá Bifreiðastöð Islands.
Börnin.