Tíminn - 24.07.1958, Síða 6
6
T í M I N N, finnntudaginn 24. júlí J958,
Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300. 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðsian 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Þróunin í landhelgismálinu
er Islendingum hagstæð
í GREIN, sem Davíð Ólafs-
son, fiskimálastj óri skrifar
um útfærslu fiskveiðiland-
helginnar í seinasta blað
Ægis, rekur hann það m.a.
hvernig viðhorf til landhelg-
ismálsins hefur gerbreytzt á
svi'ði alþjóðamála seinustu
áratugina. Davíð segir, að út-
færsla fiskveiðilandhelginn-
ar sé þáttur í langri og við-
burðaríkri sögu. Síðan held-
ur hann áfram:
„í>ESSI þáttur sögunnar
er að vísu ekki miklu meira
en áratugs gamall, en löngu
fyrir þann tíma var þó land-
helgismálið til í vitund þjóð
arinnar þannig, að menn
gerðu sér grein fyrir að hér
var um þýðingarmikið mál
að ræða ,sem gat varðað lífs
afkomu hennar í landinu. En
hvort tveggja var, að ísland
hafði þá ekki enn kvatt sér
hljóðs á þingum þjóðanna og
eins hitt, að ástandið á hin-
um alþjóðlega vettvangi var
ekki þannig, að nokkur
minnstu líkindi voru ti-1 þess,
að vænta mætti þess, að ís-
land fengi aðstöðu til þess
að færa út fiskveiðiland-
helgi sína.
Á árunum fyrir síðari
styrjöldina var svo ástatt, að
enginn grundvöllur var fyrir
því, að land gæti gert slíkar
ráðstafanir einhliða nema
þá því aðeins að vopnað vald
stæði á bak við.
Enda byggðust allar um-
ræður á þeim árum á því, að
víðatta landhelginnar yrði
ákveðin með alþjóðlegum
samningum undir öllum
kriiigumstæðum.
HEIMSTYRJÖLDIN síðari
og tímabilið eftir hana ger-
breytti öllum viðhorfum í
landhelgismálunum í heim-
inum.
Á þessu tímabili hefur
fjöldi þjóða, sem áður voru
ófrjálsar, fengið sjálfstæði
og vaknað til vitundar um
lífshagsmuni sína. Þessar
þjóðir hafa uppgötvað það,
að reynt hefir verið að skapa
fastar reglur um víðáttu
landhelginnar og skiljan-
lega hafa ráðið mestu um
það þær þjóðir, sem ráðandi
hafa verið í heiminum und
angengnar aldir. Hinar nýju
þjóðir hafa og orðið þess á-
skynja, að reglur þær, sem
reynt hefur verið að festa,
taka lítið eða ekki tillit til
hagsmuna þeirra.
Sú hreyfing, sem komizt
hefur á þessi mál eftir styrj-
öldina á sér vafalaust ræt-
ur í 'þessum jarðvegi, enda
eru það fyrst og fremst hinar
nýju og ungu þjóðir, sem
gera kröfur til aukinnar víð-
áttu landhelgi sinnar og að
fullt tillit sé í því efni tekið
til lífshagsmuna þeirra.
Fyrir okkur íslendinga hef
ur því þessi þróun veriö hag-
stæð, því við erum ein þeirra
þjóða, sem talið hafa, að
afkoma okkar byggðist á því,
að við fáum tryggt fiskveiðar
okkar sem undirstöðu undir
efnahag þjóðarinnar."
ÞÁ bendir Davíð á það, að
íslendingar hafi átt drjúgan
þátt í því með framgöngu
sinni á alþjóðlegum vett-
vangi, að þróunin hefir
beinzt í þessa átt, og þá al-
veg sérstaklega á vettvangi
S. þ.
Þessi þróun mun hjálpa til
að tryggja það að þær á-
kvarðanir, sem íslendingar
hafa tekið varðandi útfærslu
fiskveiðilandhelginnar munu
verða bornar fram til sigurs.
Þriggja mílna fiskveiðiland-
helgi er raunar ekki annað
en arfur frá nýlendutímabil
inu, sem hlýtur að fara í
sömu gröfina og önnur ný-
lendukúgun. íslendingar
hafa bæði réttinn og fram-
tíðina sín megin i landhelg-
isdeilunni.
„Mákstaður okkar er byggður
á traustum grundvellr”
í ÁÐURNEFNDRI grein
DavíÖs Ólafssonar víkur
lvann nokkuö að Genfarráð-
stefnunni, en þar var hann
einn af fulltrúum íslands.
Honum farast orð á þessa
ieið:
,,Hér ætla ég aðeins að
minnast á tvennt í sambandi
við þá ráðstefnu. í fyrsta
lagi hversu greinilega það.
kom fram, að þriggja mílna
reglan er búin að vera, sem
sézt m. a. á því, að upphafs-
þjóðir hennar og þær, sem
sterkastar hafa verið þar í
f.yrirsvari, sáu sig tilneyddar
að hverfa frá henni, og ljóst
var, að það var 12 mílna
regtan, sem átti mestu fylgi
að fagna. í öðru lagi hversu
miklum skilningi málstaður
ísiands mætti hvarvetna.
Þetta tvennt er okkur ein
Framtíð franska lýðveldisins enn
óviss þótt de Gaulle sigraði fasista
Nauðsyn ber til a<S allir franskir lýíveldissinnar
taki höndum saman, en litlar líkur eru til aÖ
þaí megi takast
mitt afar þýðingarmikið
nú.“
Davið skýrir svo .frá þvi,
að á lokafundi ráðstefnunn-
ar hafi Hans Andersen, for-
maður íslenzku sendinefndar
innar, skýrt frá því, að ís-
lendingar gætu ekki beðið
lengur með útfærslu fisk-
veiðilandhelginnar. í fram-
haldi af þessu segir Davíð:
„Hinn 30. f.m. var gefin út
reglugerðin, sem staðfesti
’pessi ummæli, og hafi ein-
hver af þeim, sem á ráðstefn
unni voru, verið í vafa um
hvort ísland mundi fram-
kvæma það, sem í yfirlýsing
unni fólst, þá er öllum heim-
inum nú ljóst, hvað fyrir
okkur vakir.
Þessum ráðstöfunum hef-
ur þegar verið mótmælt all-
harkalega, og ekki er gott
Eftirfarandi grein eftir R,
H. S. Crossman birtist í
enska tímaritinu New Stat-
esman í lok júní s.l. Ræðir
Crossman hér um afstöðu de
Gaulle til hinna fasistísku
afla að baki byltingarinnar í
Alsír og sömuleiðis afstöðu
tveggja kunnra stjórnmála-
manna, Jules Moch og Pierrf
Mendés-France, til de
Gaulle. Eins og fram kemur
í greininni var Crossman
sjálfur staddur í Frakklandi
er þeir atburðir gerðust er
hér seqir frá. Grein hans er
hér lauslega þýdd.
Franska þjóðin fylgdist mcð
dauða fjórða lýðveldisins af nær
algeru kæruleysi, það get
óg borið vitni um af eigin raun.
Fólkið var til ibvorugs biiið, að
styðja uppreisnarmenn eða verja
iýðræðið, og það féllst friðsam-
lega á valdatöku de Gaulles. En
slíkri stjórn eins manns' getur
ekki orðið langra lífdaga auðið, og
þá er eftir að vita hvort við tek
ur fasismi eða starfhæfara lýð-
ræði en hingað til ihefur verið.
Eg hef rætt þeíta mál all ítar-
lega við þá Jules Moch og Pierre
Mendés-France, tvo þeirra fáu
■stjórnmálamanna er halda virð-
ingu sinni óskertri eftir fall fjórða
lýðveldisins. Báðir ræddu þeir
hreinskilnislega um þær orsakir
er réðu atkvæði þeirra um valda-
töku de Gaulles. Og þar sem báðir
hafa verið samstarfs'menn 'hers-
höfðingjans og þekkja hann náið
er fróðlegt að kynnast því hvers
vegna Moeh greiddi atkvæði með
de Gaulle en Mendés-France móti
honum.
Afstaða Jules Moch
Moch gerir sér ljósa grein fyrir
því, hve afstaða hans í þessu máli
er ósamkvæm fyrri andstöðu hans
við Guy Mollet, er fjallað var um
endurhervæðingu Þýzkalands og
um Alsírvandamálið á fyrri stig-
um þess. Ifann tjáði mér að það
hefði verið reynsla hans þann
hálfa mánuð er ihann fór með
embætti innanríkisráðherra í vor
er kom honum til að fylgja Mollef
nú. Hinn 15. maí s.l. var hann
nýkominn til Nancy í fyrirlestra-
ferð er hann var kvaddur aftur
til Parísar og 'hvattur til þess' af
sér. Er hann kom til innanríkis-
ráðuneytisins daginn eftir var hon
um tilkynnf kurteislega að herinn
myndi ekki gera neinar aðgerðir
gegn uppreisnarmönnum i Alsír.
Hann komst- einnig 'áð'raun um,
áð 'a' að gizka helmingur frönsku
lögreglunnar, þar á meðal mest-
allt iögregluliðið í París, var sama
sinnis’. - i
Næsta verkefni hans var að
kynna sér hvað verkalýðsasamtök-
in vildu gera ifranska lýðveldinu
til varnar, og ihann komst að raun
um að þau, bæði þau er lúta stjórn
kommúnista ©g önnur, gátu ekki
eða vildu ekki gera sér grein fyrir
hversu alvarlega málum væri kom-
ið. Þótt félagar verkalýðssambands
ins CGT lúti ennþá forustu komm
únista, voru þeir bersýnilega ekki
til þess búnir að veita de Gaulle
mótspyrnu með allsherjarverk-
falli. Þegar kommúnistar boðuðu
de Gaulle
til verkfalls 27. maí, lögðu fáeinir
flutningaverkamenn niður vinnu,
en sjálfir flutirngarnir stöðvuðust
hvergi. Og i Renaulí verksmiðjun-
um kom það gleggst fram hvers'u
mátlvana forystu konnnúnista er'
orðin. Af 23.000 starfsmönnum
þeirra greiða 15.000 atkvæði með
kommúnistum. Engu að síður tóku
aðeins 800 þátt í verkfallinu.
Eg spurði nvort han.n áliti að
foringjar kommúnista hefðu í
raun og veru viljað koma á alls-
herjarverk-falli. Hann svaraði því
til að hann væri því sammála að
mikill vafi léki á þsssu máli. j
„Sumt þ3ð er ég komst að raun
um í ráðuneytinu“, sagði hann,
Mollet að taka þessa stöðu að
„hsnti sterklega til þess að komm
únisiar hefðu látið það skiljast,
er þeir boðuðu til verkfallsins,
að þeir kærðu sig i rauninni ekki
um að boðuninni yrði hlýtt.“ Þessi
tregða þeirra til andstöðu við de
Gaulle getur sfafað af því að hann
hefur ekki sætt neinum árásum
af ráðamönnum í Sovétríkjunum. <
En hvað sem því líður hljóta’
kommúnistar að hafa vitafí að
meginþorri félaganna í verkalýðs
sambandi þeirra var alls ekki til
þess búinn að verja fjórða iýð-
veldið fyrir dc Gaulle. Þeir verka
menn er ekki lúta stjórn koímmúa
ista voru engu betur á sig komnir.
Að vísu hefðu þeir verið reiðubún
ir til að ganga mótmælagöngu
28. maí hefði vel viðrað og þeir
íotið verndar lögreglunnar. En
lefði einhver hætta verið á ferð-
im hefðu fáir látið sjá sig.
3yltingartilraun
'allhlífamanna
Þótt Moch sé sannfærður um
ð her eða lögreglulið hefði ekki
erið fáanlegt til að brjóta á bak
ftur uppreisnina í Alsír, telur
íann að ef ákvörðun hefði verið
skin um að flytja þúsund vöpnaða
ögreglumenn frá Marseille til
■astia hefði verið unnt að koma
íálum í samt lag á Korsiíku. Mér
silst að sem innanríkisráðherra
afi hann gerf ráðstafanir í þessa
tt, en málaílækjur innan rikis-
jórnarinnar hafi orðið til að
lindra framkvæmd þeirra.
Þetta lifun sjálfs stjórnarvalds-
ns var meginorsök þess að Moch
jeystist ekki til andstöðu við
valdatöku de Gaulle .En það sem
olli því að hann greiddi hershöfð-
ingjanum atkvæði sitt og féklc
visst traust til hans var hin merki
legu viðbrögð de Gaulle við sam-
særi fallhiifaherma.ma 27. maí.
Sú saga er á þessa leið: 26. maí
höfðu bæði Mollet og Moch haldið
því fas'f fram að þeir gætu ekki
tekið upp viðræður við de Gaulle
fyrr en hann hefði sannað hollustu
sína við lýðveldið, með því að
afneita uppreisninni á Korsíku
opinberlega. Þá um k\'öldið ræddi
Pflimlin einn við hershöfðingjann
í tvær stundir og reyndi að fá
hann á sitf mál — eai árangurs-
laust. Ekkert var ákveðið, Sízt af
öllu að de Gauile skyldi taka við.
Engu að síður tilkynnti hann um
miðjan dag hinn 27. maí, að hann
hefði gert ráðstafanir til-að taka
við stjórnartaumunum.
Moch er sannfærð.ur um að
hann vrti hvers vegna þessi til-
kynning var gefin út. Er hann
kom í ráðuneytið þá um morgun-
inn var homim afhenf skýrsla
leyniþjónustunnar um fyrirhug-
aða stjórnarbylíingu og valdatöku
fasista og innrás fallhlífarher-
manna, er hefjast' átti þá um
kvöldið. Á sama tíma barst de
Gaulle skýrslan í hendur. Þannig
komst herslhöfðinginn fyrst að
raun um þennan morgun hvað hin
{Framhald á 8. síðu)
MvsromN
Áhugamaður um knattspvrnu skrif-
að sjá fyrir, hvað kann að
gerast næstu mánuði. En
hvað sem því líður, þá er þó
eitt öruggt, að eins og fyrr
er málstaður okkar byggður
á traustum grundvelli og
þjóðin er einhuga."
„Tslandsmótið í knattspyrnu, sem er
merkast3 knattspyrnumót, sem
fer fram hér á landi, hefir verið
á hálfgerðum flæmmgi undanfar-
in ár. Mótinu hefir oít verið frest
að vegna heimsókna erlendra
knattspyrnuliða, eða þá utanfara
íslenzkra liða, og verið gert horn-
reka vegna miklu þýðingarminni
knattspyrnuatburða.
Þó oft hafi ástandið með mótið ver-
ið slæmt, munu öll met slegin
hvað framkvæmd þess snertir í
ár. Mótið hófst 'hinn 19. júní sl'.
og fóru þá fram nokkrir leikir,
en nokkrum varð að iresta, þar
sem ekki var vitað á þeim tíma
hvaða 119 yrði hið sjötta í mótinu.
Samkvæmt skrá, sem gefin var út
í byrjun ieiktímabilsins, áttu þrír
leikir i mótinu að fara fram í
þessari viku, en öllum hefir verið
frestað uni óákveðinn tíma, þó
svo ákveðið sé, að Keflavík verði
sjötta liðið i mótinu. Átti það i'é-
lag að vera aðili að tveimur þess-
ara leikja, en þriðja ieiknum var
frestað vegna þess, að tveir leik-
menn KR fóru með Fram í keppn
! isför til Þýzkalands.
Og nú hefir einnig fleira komið til,
srvo óvfst er, hvort mótinu lýkur
fyrr en einihvern tíma í október
eða jafnvel nóvembér, ef að lík-
um Iætur. Meístaraflokkur Fram
kemur heiin úr keppnisför sinni
7. ágúst, og getur liðið því ekki
tekið þál’t í leikjum fram til
þess tíma. Og rétt á eftir, að
Fram kemtir heim, fer Akraness-
liðið utan og verður sennilega til
mánaðamóta ágúsL-septemher í
þeirri keppnisför. Verður því að
fresta þeim Ieikjum, sem Akra-
nesliðið átti að Ieika á þossu tima-
bili i íslandsmótinu. En ekki er
allt búið enn. Þegar Afcurnesing-
ar koma- Ineiim fer landsliðið rétt
á eftir tJ- Englands og mun leika
þar lan<fcféiK við enska éhuga-
mannaliðið. Iáðið, sem sennilega
verður skdpað1 mönnum úr nokkr-
um félögtnn. kemur heim um
miðjan sepitemfaer, og þá verður
helmingurimi af leikjum í íslands.
mótinu eátir.
Það er skömm„ að fslandsmólinu
skuli engin vírðing sýnd, og þessi
háttur, sem ú mótinu hefir verið,
og sífeíft fer versnandi, er knatt-
spyrnuhreyíingunni til skammar.
Vonandi verða þessi mál tekin iil
rækil'egrar aitfhugunar og endur-
skoðunar, svó siíkt endurtaki sig
ekki ár eftir ðr, og í framtíðinni
verði þessú merkasta innlenda
knattspyrmu'Bótinu sýnd meiri
virðing."