Tíminn - 24.07.1958, Síða 12
VeðriS:
1
Hæg breytileg átt, skýjað með
köílum.
Hiti kl. 18:
Reykjavík 14 st., Akureyri 12, K-
höfn 13, London 5, París 16.
Fimmtudagur 24. júlí 1958.
Laxveiði mun minni nú en í fyrra.
Ný veiðilög til verndar stofninum
VeiftiútlhúnatSur takmarkaftur og vei(Sitími stytlur
VeiSimálastjórinn hefir látið blaðinu í té upplýsingar
um lax- og silungsveiðina í sumar, svo og um breytingar
vegna hinna nýju veiðilaga. Laxveiðitíminn er nú um það
bil hálfnaður, en skýrslur benda til, að veiðin hafi verið
fjórðungi rninni að tölu heldur en hún var um þetta leyti
í fyrra. Lax er þó vænni nú en í fyrra. Er talið líklegt, að
veiðin sé nú svipuð að heildarþunga og hún var um miðjan
júlí í fyrra.
| straumvatns og ekki má nota fyr-
irstöðunet, þegar dregið er á.
Veiðimálastjórnin ákveður, að
fengnu áliti fiskræktarfélags eða
veiðifélags, fjölda stanga, sem
nota má samtímis í. veiðivatni.
Laxveiði í ám, sem renna í
Faxaflóa sunnanverðan, hefir ver-
ið allmiklu minni en í fyrra,
nema í Laxá í Leirársveit, þar
sem hún hefir verig jafnmikil.
Góð laxveiði hefir verið í ám í
Borgarfirði, en í Dalaánum hefir
Htið veiðst ennþá. Veiði í ám
norðanlands er einnig með minna
móti. í Ölfusá hefir verið góð veiði
og sömuleiðis í neðanverðri Hvítá.
Lax hefir gengið seinna í árnar
í sumar og má kenna það kaldri
veðráttu. Þá hefir' vatnsskortur
íorveldað laxagöngur. í fyrra
Veiddist bezt í ágúst, en oftast’ eer
veiðin mest í júlímánuði. Verið
getur að nú fari sem í fyrra, ef
þurrviðri haldast enn um skeið.
Veiði göngusilungs, þ. e. sjó-
urriða og sjóbleikju, er um það bil
að hefjast, þar sem aðalgöngutími
sjósilungs er að byrja. Silungs-
veiði í Þingvallaratni hefir verið
ágæt í vor og í sumar.
Nýju veiðilögin.
Ný lög um lax- og silungsveiði
gengu í gildi s. 1. haust. Var orðin
full þörf á nýrri veiðilöggjöf, þar
sem eldri lögin voru orðin aldar
fjórðungs gömul og nauðsyn bar
til að færa þau til samræmis við
bréylta þjóðfélagshætti.
Nýju lögin eru í mörgu frá-
brugðin þeim gömlu, meðal annars
er veiðiútbúnaður t'akmarkaður,
meira en verið hefir og veiðitími
styttur.
Friðunarákjæði.
Um friðun lax- og göngusilungs
má segja, að lax má ekki veiða í
sjó, en sjósilung má veiða þar,
enda gilda sömu reglur um slíka
veiði sem í ósöltu vatni. Þó má
ekki leggja silunganef né hafa á-
drátt nær ósi straumvatns en 500
metra, ef lax gengur í það vatn.
Þá má ekki hafa ádrátf í ósi
s'raumvatns eða á ósasvæði eða
veiða lax eða silung í ósum í ár
eða ósum í stöðuvötn og ekki
100 metra upp frá slíkum ósum
eða 2 5 metra niður frá þeim.
Ekki má heldur veiða í ósum
úr stöðuvötnum þeim, sem lax
eða göngusilungur fer um né 50
metra upp eða niður frá slíkum
ósum.
Veiðitíminn.
Lax má veiða á tímabilinu frá
20. maí til 20. september ár hvert,
en þó ekki lengur en þrjá mánuði
á hverjum stað. Göngusilung má
veiða*frá 1. apríl fil 20. september.
Lax- og göngusilung má veiða í
net frá kl. 9 á þriðjudagsmorgni
til kl. 9 á föstudagskvöldi. Ádrátt
má bara stunda á þriðjudögum og
miðvikudögum frá kl. 9 að morgni
til 9 að kvöldi. Stangaveiðitíminn
er 12 stundir á dag, á tímabilinu
kl. 7 að morgni til 10 að kvöldi.
Veiðitæki.
í straumvatni má aðeins nota
færi, stöng, lagnet og króknet.
Girðingakistur og ádráttarnef má
aðeins nota meg leyfi landbún-
aðarráðherra. Fastar veiðivélar
mega aldrei ná lengra út í straum
vatn en einn þriðja af breidd
þess eða einn fjórða af breidd
ósasvæðis. Ekki má draga yfir
meira en tvo þriðju af breidd
Innflutningsákvæði.
Friðunartíma fyrir silung í
stöðuvötnum skal ákveða hér fyrir
hvert vatn á þeim tíma, sem hrygn
ing fer fram. Sami friðunartími
hefir verið fyrir öll vötn á land
inu, og rnun hann gilda fyrst um
sinn. Ráðherra getur sett reglur
um takmarkanir um veiði í stöðu
vötnum. í stöðuvötnum má nota'
þessi veiðitæki: færi, dorg, stöng'.
lóð, lagnet og ádrátt'arnet.
Fiskræktarfélög hafa nú heim
ild til að setja veiðireglur á félags
svæði sínu og nýjar reglur hafa
verið settar um arðskiptingu í
veiðifélögum. Eldisstöðvar eru
undanþegnar ákvæðum laganna.
sem varða veiðiaðferðir og veiði-
tæki, sem notuð eru á slíkum stöð
um. Gert er ráð fyrir að styrkja
úr ríkissjóði framkvæmdir, Sem
(Framhald á 2. síðu)
Lítil síldveiði í gær
f gær var lítil síldveiði. Eftir
hádegið fréttist um tvö skip, er
voru á leið til Skagastrandar með
nokkurn afla. í gærkvöldi frétt-
ist um fjögur skip, sem fengu
síld fyrir vestau Skaga. Fóru 3
þeirra til Ólafsfjarðar og' voru
samtals með 1600 tunnur. Voru
það Víðir II tneð 437 tunnur,
Sævaldur með 383 og Einar Þver
æingur með rúrnar 800 tunnur.
Sævaldur varð fyrir vélarbilun og
var derginn í liöfn af varðskipi.
Veiðiveður var ekki gott fyrir
norðan i gærkvöldi, bræla með
landinu, en þó lygnara úti fyrir.
Síldarleitin varð mjög lítillar síld
ar vör.
Norskt skip með nót
í bátum inni
á Loðmundarfirði
Lögreglustjórinn á Seyðisfirði
dæmdi í gærkvöldi í máli skip-
stjórans á norska skipinu Indra
frá Haugasundi, er verið hafði inni
á Loðmundarfirði með herpinót í
bátum. Þóttist skipstjórinn ekkert
hafa um það vitað, að óleyfilegt
er að hafa nætur í bátum innan
fiskveiðimankanna. — Hann var
dæmdur í vægustu sekt, 3700 kr.
Hin nýja langferðabifreið Kaupfélags Árnesinga.
(Ljósm.: Tímuin).
Kaupfélag Árnesinga Kefir fengið
nýjan, glæsilegan áætlunarbíl
Mun aka á áætíunarleiðinni milli Reykjavíkur
og Selfoss, tvær fer<5ir á dag
Síðast liðin nlaugardag kom nýr, glæsilegur farkostur
til Kaupfélags Árnesinga með m.s. Tungufossi. Er það áætl-
unarbíll, sem tekur 45 farþega 1 sæti, frá Heinschel-verk-
smiðjunum í Þýzkalandi, af fullkomnustu gerð. Dráttarvél-
ar fluttu bílinn inn, og kom hann fullbúinn.
Bíll þessi verður a áætlunarleið-
inni Reykjavík-Selfoss-Eyrarbakki-
Stokkseyri, og kemur í góðar þarfir,
þar sem Kaupfélagið hefir haft tvær
eldri bifreiðir á þessari áætlunar-
leið, sem er ein sú umfangsmesta
hér á l'andi.
Blaðamenn frá Tímanum áttu þess
kost ó mánudaginn að skoða liinn
nýja áætlunarbíl, sem er mjög glæsi
legur bæði ytra og innra. Sætin eru
Ráðgert að byggja skíp er haldi uppi
ferðum milli Vestm.eyja og Rvíkur
Myndi hafa næturferðir milli hafnanna
og flytja fólk og vörur
Samgöngur við Vestmannaeyjar hafa lengi verið nokkurt
vandamál, þar sem ekkert farþegaskip hefir annazt þessar
ferðir sérstaklega nú um langt skeið, en jafnan miklir far-
þegaflutningar milli Eyja og' lands. Flugið hefir skapað
milda brevtingu í samg'öngumálum Eyjanna, en aðstæður
erfiðar til að gera fullkominn flugvöll í Eyjum og flugferðir
þangað því stopular stundum.
Það hefir því lengi verið áhuga
inál Vestmannaeyinga að byggl
yrði sérstakt skip t'il Vestmannn
eyjaferðanna og er nú slík fram-
kvæmd ofarlega á baugi. Hefir
Skipaútgerð ríkisins haft með
höndum undirbúning vegna skipa
smíðanna og látið teikna skip, sem
talið yrði hentugt til að halda uppi
samgöngum á sjó milli Vestmanna
eyja og lands og þá miðað við
siglingar milli Reykjavíkur og
Vestmannaeyja fyrst um sinn.
Er við það miðað að haldið sé
uppi næturferðum niilli staðanna, |
þannig ag skipið yrði alltaf í för
um yfir nóttina, en lestaði á dag
inn. Yrði ferðalagið þá rétt nætur
ferð fyrir farþega, sem færu milli
og aðstaða góð til svefns og hvíld
ar í skipnu á leiðinni.
Tilboða leitað í mörgum löndiun
Teikning' að skipinu hefir verið
gerð í Álaborg hjá skipasmíðastöð
þeirri, sem á sínum tíma smíðaði
Esju og He'klu. Teikning og út-
boðSlýsing voru síðan sendar ýms-
um skipasmíðatyrirtækjuin í ná-
lægum löndum og leitað lilboða
í snríði þess1.
Gert er ráð fyrir, að skipið
verði 161 fet að lengd og tæp 28
fet á breidd. í því verða ldefar
og kojur fyrir 20 Ynenn, en auk.
þess er reiknað með. að hægt sé
að breyta sófum i matsal í 12
svefrirúm. Enn verða hvíluskilyrði
í reykskála fyrir nokkra menn.
Burðarþol skipsins verður rúm
200 tonn, og í því verður sór-
sitök kaélilest vegna mjólkurflutn-
inga.
Tilboða hefir eins og áður er
sagt verið leitað í nálægum lönd-
um. Ódýr-ust tilboð hafa borizt frá
Hollandi, en næstódýrust frá V,-
Þýzkalandi. TiLboðin hafa veríð
no'kkuð mishá, allt frá sex til sjö
milljónum króna upp í rúmar
eilefu milljiónir. Á þessu stigi
málsins benda allar líkur til, ðð
tekið verði tiiboði frá Hollandi.
mjög þægileg, með háumi bökum,
gluggar stórir og útsýni gott og all-
ur útbúnaður mjög fullkominn. Út-
varpstæki er í bílnum, og hátalarar
víða. Þá eru ýmis öryggistæki sjúkra
kassar og fleira.
Þetta er dieselvagn, vélin. 120 hest
öfl. Vökvastýri er mjög þægiiegt, og
bremsur léttar og góðar. Fimmgíra-
kassi er með mili'ikassa, ,sem verkar
eins og hátt og lágt drif, og eru
gírar tiu.
Bílstjóri á hinum nýja bil verður
Sveinbjörn Guðmundsson, sem ekið
hefir hjá Kaupfélagi Árnesinga í 8
ár, en það er feröaskrifstofa KÁ,
sem sér um áætlunarferðirnar. For-
stöðumaður hennar er Guðbjartur
Jónsson.
Finnsku strokumenn
irnir handteknir á
Egilsstöðum
Finnsku mennirnir, sem struku
af síldveiðiskipi sínu á Seyðisfirði
og sagt var frá hér i blaðinu í gær,
voru handteknir í morgun í Egils
staðáþorpi. Á fyrsta íímanum í
nótt frétti lögreglan af mönnum,
sem voru skammt frá veginum á
leið ofan af Fjarðarheiði. Ekki
þótti þó sann.ið, að þar væ.ri um
Finnanna að raeða. En í morgun
fréttist af þeim, ?,ð þeir voru komn
ir norður yfir Lagarfljótsbrú, og
fóru þá lögreglumenn af stað frá
Seyðisfirði að sækja þá. Er þeir
komu á vettvang, höfðu ströku-
mennirnir snúið við, og voru nú í
Egilsstaðaþorpi. Voru þeir hand-
taknir og íluttir um borð í skip
sitt með valdi, þvi að þeir harð-
neituðu að fara þangað. Þótiust
hafa fengið nóg af vistinni þar. —
Strokumennirnir gætlu þess vel að
fara ekki eftir þjóðveginum, held-
ur fóru skammt frá þeim til að
verða siður gripnir. Ekki munu
þeir 'hafa gert sér ijóst, hvert þeir
skyldu lialda, höfðu það eitt mark
mið að strjúka.
Ungur drengur
drukknar
Það slys varð í fyrradag, að ung
ur drengur, Hörður Karlsson,
Tungu í Fróðai'ihreppi, drukknaði
í Tunguósi. Var drengurinn að
leika sér við ósinn en er farið var
að gá að honum, um klukkan sjö
síðdegis, fannst liann þar örendur.