Tíminn - 31.07.1958, Síða 7

Tíminn - 31.07.1958, Síða 7
T í !VI f N N, fimmtudaginn 31. júlí 1958. Mývatnssveit er eftirsóttur ferðamannasíaSur að sumar- lagi; einkum er það vatnið og umhverfi þess, sem dreg- ur menn til sín. Staðurinn er í þjóðbraut milli Norður- og Austurlands og margir eru þeir, sem staðnæmast við vatnið til að leita sér hressingar á leið milli fjórð- unga, auk hinna mörgu, er- lendra sem innlendra, sem dveljast þar um lengri og* skemmri tíma. Tvo gistihús eru við Mývatn, Rcykjahlíð og Reynihlíð; bæði standa á austurbakka norðanverð- um og skammt á mili. Eigandi gistihússins í Reynihlíð er Pétur Jónsson, fréttaritari Tímans í Mý- vatnssvéit. Hann veitir blaðinu oft upplýsingar um það, sem ber til tiðinda á þessum slóðum. Fréttamaður blaðsins var fyrir nokkru staddur heima hjá Pétri og datt þá í hug að spyrja hann nokkuð um eigin hagi og hótel- rekstur í Reynihlíð. Gestamóttaka frá ómunatíð Pétur hefir búið í Reynihlíð síð- an 1928. Hann byrjaði hótelrekstur í íbúðarhúsi sínu árið 1943, en nýtt hótel var 'byggt á staðnum ár- in 1947—’49. — Annars hefir verið gestamót- taka hér frá •ómunatíð, segir Pétur. Þetta er í þjóðbraut og héðan voru menn ferjaðir yfir Jökulsá. Nýja 'húsið var tekið í notkun 17. júlí 1949, en norðurálman var tekin undir gistingu sumarið áður. Höfðum fæðissölu hér á heimilinu á meðan. Þá vorum við þrír, sem byggðum þetta, ég og synir mínir, Gísli og Jón Ármann og forstjóri hótelsins var Gísli. Hann er nú látinn. Fjölskyldufyrirtæki — Núverandi eigendur eru þá? —Ég og kona mín, Þuríður Gísla dóttir, Snafbjörn, sonur minn og kona lians, Guðný Halldórsdóttir og svo Arnþór Björnsson og kona hans, Helga.Valborg, dóttir mín. — Þetta. er þá f jölskyldufyrir- tæki. — Já, það er víst orð að sönnu. Það virðist annars hafa verið full þörf á að koma upp hóteli. Hér er alltaf góð aðsókn, ekki þarf að kvarta undan. því. — Margt aðkomufólk starfandi við hótelið? ■— Við höfum venjulega fimm stúlkur á sumrinu, aðkomandi. Jón. Ármann, sem byggði með mér, er nú við búskapinn. Sjálfur er ég Frá Mývatni. ,Ég opna á vorin þegar sá fyrsti kemnr og loka á haustin þegar sá síðasti fer‘ RabbaS við Pétur Jónsson, hóteleiganda í Reynihlí'ð PétorJónsson og starfsfólk hótelsins á tröppunum. um vegagerð hér í Mývatnssveit og — Á hverra landa þjóðum ber á Mývatnsfjcilum, Reykjadal og mest? Laxárdal. viljum sem sagt reyna að greiða fyrir öllum, eftir því sem við get- um. — Og hvenær opnar þú hótelið á vorin, Pétur? — Eg hefi nú alltaf sagt, að ég opna á vorin, þegar sá fyrsti kem- ur og loka á haustin, þegar sá síð- asti fer. — Þá er ekki langt hjá þér að fá í soðið? — Nei. það er nú lítið lengra en út fyrir túnfótinn. Annars hefir veiðin verið lítil tvö undanfarin ár, en er heldur að glæðast núna. Sennilega verið brestur á dýralífi í vatninu, en eitlhvað er það að lagast. Við þetta dunda ég -— Hvað s'carfar þú á vetrum, þegar hótelið er lokað og vega- vinna liggur nið'ri? — Eg hefi verið að skrá örnefni sveitinni. — Gerði það fyrir á- skorun Þingeyingafélagsins í Reykjavik. Pétur dregur fram margar út- skrifaðar bækur, þar sem lesa má öxmefni hverrar jarðar í Mývatns- sveit. Hverju örnefni fylgir ná- kvæm staðsetning með nokkrum út skýringum. — Þetta á að fara á Þjóðminja- safnið. Svo er óg byrjaður aðfæra inn ættartölur, skrifa þær í reiti á hringlaga uppdrætti svo lesa má Allra landa menn i Hér kemur fjöldinn allur, til- ættina í karllegg og kvenlegg út 'mf í. af. En,glenTdmfum- frá m-iðju, sitt til hvorrar handar. x-, . , . .. .... f ... ,. ^ 1(1 llofunl tekið a nioti „Faifugl jjefi fært inn ætit mína og minna h-fr. 6kkl mflð af utlendingum um > latlð Þa ðaía d>’nur °* komið barna og nokkurra annárra. í sumrin. þeim fyrir a loftniu uppyfir sa.n- — I>ú ert ekki við eitt riðinn. - Ju, og við hofum verxð svo um þegar herbergin er.u upptekin. En hefirðu þá ekki fleira í poka- heppin að hafa alltaf fólk, scm- get j>að eru aiira landa menn. Frá ur talað við útlendinga. •— Fólk, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Afríku sem vill eitthvað fyrir þá gera og horninu? hættur að eiga við hann, en sé nú þetta hænir þá a'ð. 9 daga skemmtiíerS að Araarfelli, - ferðast fótgangandi í 3 daga Um næstu helgi, verzlunarmannahelgina, ver'ða farnar þrjár óbyggðaíerðir á vegum Ferðaskrifstofu Páls Arasonar. Mest þessara ferða er níu daga ferð í Arnarfell, og verður lagt af stað í hana laugardaginn 2. ágúst klukkan tvö eftir hádegi. þeim báta til þess a'ð fara út vatnið. . , „ , — Ja, ég kornst í gömul skjöl svo edthvað se nefnt. Svo kemur hreppstjóra hér og ritaði uPP °ft fynr, að við þurfum að fylgja nokkur lbréfi 470> til dæmis „Sir- ÍT®"nU”Lfl^?auÞ„-.aí«P??.!gÍ?n* kúlartoréf’, sem sýslumenn höfðu a skrifað og látið ganga milli hrepp stjóra. Fann til dæmis íundargerð; , . , fyrsta kjörfundar, þegar fyrst var; Uttyrir tuntotmrt kosinn alþingismaður (hér í sýslu, -— Hvað finnst þér nú mest um 1845. Þá voru um 86 kjósendur í vert við þessa starfsemi? sýslunni og 61 mætti á kjörfundi. — Mér finnst mest um vert að — Við þetta dunda ég á vetrum, hafa fólk, sem getur talað við er- þegar aðrir eru að spila briss og lenda menn og greitt fyrir þeim. keppa í skák. Þeir eru oft í vandræðum og við BÓ. Arnarfellsförinni verður h'agað á þennan hátt: Fyrst verður ekið til Kei'iingarfjalia og dvalizt þar í einn dag. Þaðan verður síðan ekið austur yfir íglahraun og Bdaututovísl. Svo verðúr gengið að ArnarfeHi, sem er sunnanwert við Hofsjökul. Heim verður ekið suð- vestur með Þj'órsá í Þjórsárdal. Gönguferðin að sjá'lfu Arnarfelli og aftur að bíiúnum ásamt dvöl- inni á leiðarenda ftiun tatoa þrjá daga, en þar er um að ræða 40 tom vsg'aliengd,- Aðrar ferðir Páls Arasonar um verzlunarmannaheigina eru þriggja dagia ferð í Þórsmörk og ferð að Hveravöllum og í Kerling- 314:3011. Mikil þátttaka í sjjniar- leyfisferðum. Sumarleyfisferðir á veg-um Ferðaskrifstofu Páls Arasonar hóf- ust 28. júníy>.o|-.,4iefir þátttatoa í þeim verið ihjög mitoil. 45 manna hópur er nú á' ferð um Norður-; og Austurland á vegum hennar. Á sunnudaginn komu um 70 manns í bæinn úr íerðum á veg- um skrif-stofunnar og kom mestur hl'uit þess h'óps Sprengisandsleið. 20 manna hópur er nú á leið til Öskju. Ítalíuferð. Farin verður ferð til ítalíu fjórða sept-emtoer. Verður fyrst flogið til Parísar og dvalizt þar í lVjóra daga. Þaðan verður farið með j'árntorautarlest til Mílanó á Ítalíu, en þar tekur ferðasikrifstof an á l'eigu ítalskan ianigifierðabíl. Verður ekið í honum um landið, og m'eðai annars svipazt um í Róm, á Kaprí, Fl'órens, Napólí og F-eneyjum. Ferðalagið um ítal- íu sjálfa tekur 12 daga, en ferðin alls 23 daga, þar ti-1 komið verður aftur til Kaupmannahafnar, en ferðafólkið er sjáifi'á-tt um, hvernig það. í fyrra voru íarnar þrjár slíkar Ítalíuferðir á vegum Ferða-1 skrifstofiu Páls Arasonar. Hótel Reynihlíð. A víðavangi „Spilling Framsóknar- fiokksins'' Mbl. birtir nýlega forustugrein, sem nefnist: Spilling Framsóknai flokksins. Þar segir m. a. á þessa Ieið: „Þau forréttindi, sem Fram sóknarflokkurinn hefir skapaö sér í skjóli ranglátrar kjördæma skipunar og úrcltra skattalaga, eru og hafa um langt skeið vissu lega verið eitt erfiðasta viðfangs efni í íslenzkum stjórnmálum.“ Við þessa frásögn Mbl. er ekki nema það að athuga, en það skipt ir líka öllu máli, að enginn aí núveraiidi stjóramálaflokkum ís- lands hefir haft eins lítil áhrif á það að móta kosningaskipulagið og Framsókiiiarflokkurinn. Að’ svo miklu leyti, sem kjördæma- skipunin er ekki eldri en núver andi stjórnmálaflokkar, hefir hún veriS niótuð af andstöðu- flokkum Framsóknarflokksins og' þá Sjálfstæðisflokknum fyrst og fremst. Bæ'ði kjördæmabreyting- in 1933 og kjördæmabreytingin 1942 voru settar í andstöðu við Franisóknarflokkinn, og hann hafði því engin áhrif á þær. — Báðum var þeim ætlað það fyrst og fremst að eyðileggja Fram- sóknarflokkinn, en reyndin hefií orðið á aðra leið. Um núgildandi skattalöggjöí gildir það einnig, að hún er a® meginatriðum sett í fjárstjórnar tíð Sjálfstæðisflokksins á árun um 1939—50. Allar þær breyting- ar, sem hafa verið gerðar á henni sí'ðan Sjálfstæðisflokkurinn fói' úr ríkisstjórn, eins og t. d. skatta breytingin í vetur, hafa verið miö aðar við það að tryggja fullt jafn rétti milli hinna ólíku rekstrar- forma. Þegar staðreyndimar eru þanit ig krufðar niður í kjölinn, verð ur liarla lítið eftir af þeim fullyrt ingum, að Framsóknarflokkurinn hafa mótað kjördæmaskipunina eða skattalögin til hagsbóta fyrii sig. Aðrar fullyrðingar Mbl. rnn spillingu Framsóknarflokksin- eru byg'g'ö'ir á álíka traustum grundvelli. Þetta veit Mbl. lílca vel. Skýr inguna á þessum skrifum Mbl. er liins vegar að finna í þeim um mælum þess, að kommúnistum og fleirum þyki oft hagkvæmt aö' „saka andstæðinga sím einmiti um það, sem þeir sjálfir iðka aö' staðaldri.“ Enn um Ólaf Titla f forustugrein Mbl. á þriðju - daginn var segir m. a. á þessa. leið: „Þá hrósar Tíminn sér af því, að V-stjórninni hafi tekizt ai bæta hag sjávarútvegsins frá því, sem verið liafi í tíð fyrrverandi stjórna. Framsókmrflokkurinn hefir nú verið við völd látlaust frá því snemma á árinu 1947 at' örfáum mánuðum undanskildum 1949—1950. Ef illa heíir verið bú ið að sjávarútveginum á þessum árum, á Framsóknarflokkurinn því vissulega sinn hlut í því.“ Eins og kunnugt er, var sjávar útvegsmáiaráðherra úr hópi Sjálf stæðismanna óslitið á árunum 1947—’56 og seinustu sex árin var það sjálfur formaður flokks ins, Ólafur Thors, er gegndi þeirri stöðu. Það var því að sjálf sögðu hlutverk Sjálfstæðisflokks- ins og þá formanns hans fyrst og fremst að vaka yfir þvi, að sjáv- arútvegurinn fengi sinn fulla lilut. Mbl. gerir hlut flokksfor- mannsins aðeins enn verri meö' því að lýsa honum eins og Ólai'i litla, er hafi beygt sig fyrir ofríki Framsóknannanna. Og ekki batn ar þó hlutur Iians í þessu sam bandi við það, þegar Mbl. lýsii honuin jafnframt sem Ólafi mikla vaiðandi þau málefni, er lieyrðu undir ráðuneyci Frani- sóknarflokksins, og þankar hon- um t. d. framlögin u raforku- mála og' landbúnaðai maía. Heið- arlegast og bezt er fyiir Mbl. a'ð' segja eins og satt er, aú' það var ekki Framsóknarfloktonum ac. kenna, að Ólafur Thors var lít- ill karl sem sjávarúivegsmála- ráðherra, heldur stafaði það af áhugaleysi Ólafs á maium sjáv- arútvegsins sjálfs.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.