Tíminn - 12.08.1958, Síða 6

Tíminn - 12.08.1958, Síða 6
6 T í M I N N, þriðjudaginn 12. ágúst 1958, Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur f Edduhúsinu vi3 Lindargöt* Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12321 Prentsmiðjan Edda hf. Sjálfstæðisflokkurinn verður að taka hreina og hiklausa afstöðu AÐ sjálfsögðu er mikið rætt um þau skoðanaskipti formanns Sjálfstæðisflokks- ins, að liann krefst þess nú í toréfi til forsætisráðherra, að rifjaðar verði upp að nýju deilur, sem hann hefir áður talið skaðlegar fyrir landhelgismálið og því ekki viljað taka þátt í. Hafi þess ar deilur verið skaðlegar áð- ur, er vissulega ekki síður skaðlegt að rifja þær upp nú, heldur enn skaðlegra, þar sem nú er verið að gera lokaihríðina til þess að fá nágrannaríkin til að viður- kenna útfærslu fiskveiði- landhelginnar áður en hún tekur gildi. Aldrei hefir það verið meiri nauðsyn en ein- mitt á þessu stigi málsins, að þjóðin sýni einhug út á við. Þessvegna er von að menn spyrji: Hvað veldur skoðan- skiptum formanns Sjálfstæð isflokksins? Er hér kannske verið að leika sama leikinn og þegar „Wall Street Journ al“ birti hið fræga viðtal við hinn „grama“ leiðtoga Sjálf stæðisflokksins rétt áður en gengiö var frá láninu til nýju Sogsvirkjunarinnar? í BRÉFI sínu heimtar for- maður Sjálfstæðisflokksins að fá vitneskju um það, hvernig hafi verið unnið að því að afla útfærslunni skilnings og viðurkeningar annarra þjóða. Mbl. tekur mjög eindregið undir þessa kröfu. Vafalaust mun þó mörgum finnast nær að Mbl. geri sjálft hreint fyrir sínum bæjardyrum í þessum efnum áður en það telur sér heimilt að spyrja aðra. Eftir því hefir vissulega verið tek- ið af andstæðingum okkar, hvernig stærsta blað lands- ins og aðalmálgagn Sjálf- stæðisflokksins hefir skrif- að um málið. Hvað hefir t. d. Mbl. birt undanfarið af greinum, þar sem gerð er grein fyrir afstöðu og rök- um íslendinga? í stuttu máli sagt ekki neitt. Hins- vegar hefir Mbl. birt all- margar greinar, sem hafa verið fullar af ónotum yfir framkvæmd málsins, hálf- velgju og tvístígandahætti. Nú er hka svo komið, að að- almálaaen brezkra togara- eigenda birtir fagnandi und- ir stórum fyrirsögnum út- drátt úr forustugreinum Mbl., og dregur af þeim þær ályktanir, að ís- lendinaar séu á báðum átt- um í málinu. Þannig hefir „Sjálfstæðis- barátta“ Mbl. verið í þessu máli, er á reyndi, og er hún vissulega ekki í neinu ósam- ræmi við ,sjálfstæðisbaráttu‘ þess fyrr og síðar. Einu sinni fögnuðu danskir kaupmenn yfir skrifum þess eftir að Þorsteinn Gíslason hafði ver iö hrakinn frá ritstjórninni. Nú eru það brezkir togara- eigendur, sem fagna. En hvað myndi þeim Benedikt Sveinssyni og séra Sigurði í Vigur finnast um slíka „sjálfstæðisbaráttu", ef þeir væru nú ofar moldar? EKKERT er nauðsynlegra í landhelgismálinu, ef það á að leysast fljótt og farsæl- legast, en að þjóðin standi einhuga um stefnuna út á við. Alveg sérstaklega er þaö þó nauðsynlegt nú, þegar lokahríðin er gerð til þess að fá nýju landhelgisreglu- gerðina viðurkennda áður en hún tekur gildi. Ef hinir er- lendu anstæðingar gera sér vonir um, að íslendingar séu þar eitthvað tvístigandi og á báðum áttum, munu þeir að sjálfsögðu verða óþjálli og ó- bilgj arnari og hugsa sem svo að bezt sé aö draga allt á langinn i þeirri von að sundr ung magnist hér á landi og ef til komi hér ríkisstjórn, sem verði fáanleg til aö setja ekki viðurkenningu á tólf mílna fiskveiöilandhelgi á oddinn. ÞÓTT skrif Mbl. hafi tví- mælalaust þegar gert mikið ógagn, og bréf formanns Sjálfstæðisflokksins geti einnig haft áhrif á sömu leið er þó enn hægt að bæta fyrir þetta að mestu. Það, sem nú þarf að koma fram af hálfu íslendinga, er ótvíræð sönn un þess, að þótt deilt sé um ýms framkvæmdaatriði, eru þeir sammála um megin- stefnuna, sem er þessi: Fisk- veiðilandhelgi íslands verði tólf mílur frá 1. september og frá þeirri víðáttu á fisk- veiðilandhelginni verði ekki vikið. Þótt deilur stjórnarflokk- anna um ýms framkvæmda- atriði landhelgismálsins hafi verið til leiðinda, hafa þær ekki gert ógagn að því leyti, að þær hafi gefið til kynna neitt undanlát frá þessari meginstefnu. Það hefir hins vegar hálft í hvoru mátt álykta af hálf- velgjuskrifum Mbl. Þess vegna verður Sjálfstæðisflokk urinn nú að ganga hreint til verks og gefa um þetta skýra og hiklausa yfirlýsingu, ef hann vill ekki ýta undir þann grun útlendinga, að ís lendingar séu eitthvað klofn ir í málinu og spilla þannig fyrir framgangi þess. ÞJÓÐIN biður eftir því, að Sjálfstæöisflokkurinn marki hér hreina og hiklausa af- stöðu. Engin undanbrögð munu lengur gagna honum í þessum efnum. Að óreyndu verður því ekki trúað, að foringjar Sjálfstæð isflokksins séu raunveru- lega óheilir í þessu máli, heldur hafi þeir verið hér undir þeim áhrifum ömur- legra skapsniuna, sem hafa birzt þannig undanfarið að þeir hafi verið á móti ríkis stjórninni í öllum málum, oft gegn betri vitund. Þeir hafa enn tækifæri til að láta ekki skapbrestina leiöa sig algerlega afvega í þessu ör- lagamáli þjóðarlnnar. ERLENT YFIRLH Aðdragandinn að aukaþingi S.Þ. Kína hefir bersýnilega vaxandi áhrif á afstöftu Sovétríkjanna SÍÐASTLIÐINN föstudag birtist í enska blaðinu „Daily Express“ mynd eftir hinn ft-æga skopteikn- ara Cummings. Á mynd þessari sjást þeir Macmililan og Krustjoff mætast á miðri leið og er sá fyrr- nefndi að koma frá Washington en sá síðarnefndi frá Peking. Und- ir hendinni bera þeir báðir plögg nokkur, sem gefa til kynna, að Macmillan komi með fyrirskipun frá Washinglon, en Krustjoff með skilaboð frá Peking. Undir myndina hefir svo teiknari sett þessi örð: Ég spái því, að í kjölfar seinustu ferðar Krustjoffs fylgi fleiri ferðir hans og eftir- manna hans.til Peking til þess að fá fyrirmæli þar . . . og að lok um standi Sovétríkin í svipaðri að- stöðu gagnvart Kína og Bretland gagnvart Bandarikjunum. ÞÓTT EKKI sé að öl'lu leyti rétt að taka þennan spádóm' Cuimmings-1 bókstaflega, felast þó áreiðanlega mikil sannindi í homuim. Það er nokkurn veginn víst, að það er fyrir bein áhrif Kínverja, að Krustjloff íhætti við að fallast á fund æðstu manna í Öryggisráð-' inu eftir að hafa farið óvœnt og skyndilega til Kína. Áður var hann búinn að játa því að taka þátt í þessium fundi gegn vissum skilyrð- um. Vesturveldin voru að mestu leyti búin að ganga að þessum skil- yrðum, þegar Krustjoff lagði upp í förina til Peking. Yfirleitt var því búizt við þvi. að lokasvar hans yrði jákvætt. Svo varð hins.vegar ekki. í því féll hann frá öllum tillögum sínum um fund æðstu manna, en tók hins vegar upp hina gömlu tillögu Rússa og Bandaríkjamanna um aukafund allsherjarþings S. Þ. Með því var hugmyndin um fund æðstu manna 'lögð >til hliðar um ófyrirsjá'anlegan tíma. Það, sem vafalaust hefir ráðið mestu um þessi snöggiu skoðana- skipti Krustjoífs, er afstaða Kín- verja. Kínverjar hafa ekki farið dult með það, að þeir hafa lítinn áhuga fyrir fundi æðstu manna, þar sem Kommúnista-Kina er ekki þátttakandi. Þetta hefir nú komið enn greinilegar í ljós og fyrir því hefir Krustjoff italið rétt að beygja sig. UM ÞAÐ enu lika no'kíkuð skiptar skoðanir, hvað áhugasamur Krust- joff hefir í raun og veru verið um fund æðstu manna. Orðsendingar hans varðandi slíkian fund bárii vissulega þann svip, að hann vildi frernur fá slíkan fund í áróðurs- skyni en ti'l friðvænlegs árangurs. Sennilegt er þó, að Krustjoff hafi heldur vilj'að fundinn, þar sem hann fengi þar þó alltaf tækifæri til að láta 'ljós sitt skiína, en Krust- joff er bæði m'iikill og snjall aug- lýsingamaður. Margir fréttamenn telja það lí'k- legt, að’ þeir forráðamenn rúss1- neskra kominvúnista, sem taldir eru andstæðasíir Krustjoff, hafi frá upphafi verið andvígir fundinum. Það er þvl viss sigur fyrir þá, að Mao Tse Tung hefir snúizt á sveif með þeim og Krustjoff því orðið að láta í minni pokann. Það er einnig talinn sigur fyrir þá, hve afdráttarlaust var ráðizt gegn Tító- is'manum í hinni sameiginlegu yfir- lýsingu þeirra Krustjoffs og Maos eftir fund þeirna. Yfirleitt er nú talið af fréttamiönnum í Mosk'vu, að Krustjoff sé valtari í sessi eftir þessa atburði en áður og glöggt sé nú klomið í ljós, að hann só hvergi nærri búinn að ná jafn algerum völdum og Stalin. Af mörguim frjáls lyndum mönntun vest'an tjalds er það því harmað, að vesturveldin skyildu ekki koma betur til möts við Krustjoff, þegar hann boðaði til fundar æðstu manna og tryggja þannig að fundurinn vrði baldinn. Rökstyðja þeh- þetta með því, að kommúnistaríikm anyndu taka upp enn óvægnari stefnu en nú, ef and- i stæðingum Krustjöffs í Kreml I tækist að ná í völdtn. Mao Tse Tung — hann vill ekki láta 'halda. fund æðstu manna að sér fjarverandi - FRÁIIVARF Krustjof'fs frá því að halda fund æðstu manna að svo stöddu þykir bóífa það, að korom- únistar muni frekiar herða kalda stríðið en draga úr því í næstu framtíð. Samkívæmt þessu má vel gera sér ljóst hver afstaða Rússa verður á aukafundi alisherjarþings S. Þ. Þeir muiiu hamra á því, að hersetu Bandaríkjamanna í Liban- on og Breta í Jórdaníu fyl'gi mikil og vaxandi stríðshætta og því verði að flytja hinn vestræna her frá þes'sum löndum hið allra fyrsta. Þetta mun svo verða endurtekið laf fulltrúum annarra komimúnista- ríkja á þinginu. Afstaða vesturveldanna á aúkaþingi S. Þ. verður þeim ekki eins einflöld og fyrirhafnarlítil og afstaða k'omimúnistaríikjánna er þeim. ÞVí er líka talið, að nokk- ur ágreiningur hafi verið uim það í Washington, hver afstaða Banda- ríkjanna eigi að vera. DuHles er sagður vilja mæta áróðri komlmún- ista með gagnsókn um undirróður og valdahrölt þeirra í hin- um nálægari Austurlöndum. Nixon varaforseti og 'fleiri eru hins veg- ar taldir vera því mó'tfallnir að aðallega verði l'ögð á'herzla á að mæta áróðri Rússa með neiljvæðri gagnsókn. Þessir menn vilja, að Bandaríkin lieggi jafnframt fram jlákvæðar tillögiur um m'álefni hinna náilægari Austurlanda. Af legt að sjá, hver afstaða Banda- þessum ástæðxun verður því fróð- ríkjanna verður endanlega á auka- þinginu. EINS OG VÍÐAR hefir verið sagt frá, munu aukaþingið fjalla eingöngu um mál nálægari Aust- urlanda. Á s'etningarfundi þess á föstudaginn var, fluttu beir Munro, forseti al'lsherjarþingsins, og Hammarskj'öld, framkvæmdastj óri S.Þ., ræður, en aðrir töluðu þá ekki. Almennar umræður hefjast ekki fyrr en á morgun og verða þá utanríkisráðherrar allra stór- veldanna viðstaddir. Það mun þá koma í ljós, hvaða boðskap þeir hafa að flytja. í ræðu þeirri, sem Hammar- skjöld flutt'i á föstudaginn, minnt- ist hann á nokkur atriði, sem hafa yrði í huga við lausn þessara m'ála og helzt mátti líta á sem til- lögu hans. Þessi atriði voru: 1 1. Arabarfkin lofi að virða sjá'lf- stæði hvers annars og ihætti áróðri og ásökunum hvert gegn öðru. 2. S. Þ. hafi aukin afskipti í Jórdaníu, t.d. gæzlu. á, landamær- unum. 3. Komið verði á heildarsam- vinnu þessara ríkja um framleiðslu og flutninga á olíu. 4. Komið verði á samvinnu þessara rí'kja uin skipulega nýtingu fljóta á þessu sviði. 5. Efnahagsleg aðstoð við þau verði aukin og fari fram á vegum S.Þ. Ýmsir blaðamenn teljla líklegt, að Bandarikin muni styðja þessar ti'Mögur Hammarskjölds, en hins vegar muni þeir álíta nauðsynlegt að gera þær víðtækari, t.d. með því að koma á samvinnu Araba- landa, sem framleiða olíu, og þeirra ríkja, sem kaupa 'hana. MARGIR bjúggust við því, þeg- ar aukaþing S.Þ. kæmi saman, aff Rússar heimta viðurkenn- ingu á Pekingistjörninni ikínversku. Svo varð þó ekki. Það mál' mun hins vegar vafalítið koma fyrir allsherjarþingið, sem kemur sam- an í næsta mánuði. Þar er þýðing- armikið mál óleyst og hefir nú verið minnt á, að ekki sé heppi- legt að draga lau'sn þess mikið. Áhrif þau, sem Kína hefir nú bersýnilega orðið á afstöðu Sovét- ríkjanna, veikja vis'sule-ga þá stefnu, að rétt sé að halda Komm únista-Kína lengur utan við. Þ.Þ. Norskar húsmæður haía mikið gagti af starfi heimilisráðunauta Fyi’ir skömmu var stödd hér-i lendis nngfrú Torlaug Sakshaug,' sem hefir yfirumsjón með störf- um heimilisráðunauta í Noregi. Var ungfrú Sakshaug gestur Steinunnar Ingiinundardóttur, heimilisráðunautar Kvenfélaga- i sambancls íslands, en Steinunn nam og starfaði undir handleiðslu ungfrú Sakshaug, er hún var að búa sig undir ráðunautarstarfið. Ungfrú Sakshaug sagðist svo frá, að í Noregi væru starfandi 40 heimilisráðunaular og þættiu enn of fáir. Starfsemi þes'si er rekin af Iandbúnaðarráðuneytinu á ríkisins Kostnað, en í náinni samvinnu við búnaðarfélög landsins. Er starfið skipulagt á þann h'átt, að yfirstjórn- in er, sem fyrr segir, í höndum ráðuneytisins, en síðan eru nefnd- ir í 'hverju héraði, s'em skipuleggja starfið þar í einst'ökum atriðum. Er landinu skipt í 18 héruð og starfa tveir og þrír ráðunautar í hverju, en auk þess eru líka rekn- ar lupplýsingamiðstöðvar í hverju 'héraði, sem Msfreyjur — og bænd- ur_— geta leitað upplýsinga hjá. f Osló hefir ráðuneytið sam-starf við Statens forsöksverksamhet, sem annast rannsóknir tækja og mat- i væla. Menntun sína fá heimiMsráðu- naiut'ar á húsmæðrtkeiinafaslkólan- um á Stabekk. og þangað sæ'kja þær árlega námskeið, þar sem 'kynntar eru nýju-ngar og rifjuð upp éldri fræði. Starf ungfrú Sahshaúg er m. a. í því fól’gið að ferðast ár'lega millí allra ráðunautanna o:g fyl'gjast með starfi þeirra. Segir ungftú Slein- unp, sem verið hefir með henni á sllíiku-m ferðum, að h-ún sé m-eð af- brigðum snör og r-áðagóð, enda er hún óvenjulega röskleg og geislar af á’huga og þrótti, er ’hún ræðir starf sitt. Ungfrú Sakshauig segir, að nors'kar húsmiæður telji sig hafa ómetanlegt gagn af starfi heimilis- ráðunautanna, en þær veita upp- lýsingar um og halda námiskeið og sýnikennslu r fles'tum starfsgrein- um, sem að heimilishaldi lúta. Búnaðarfélögin hafa einnig vak- andi áhuga á starfi þeirra, því að bændur vita af eigin reynslu, hve mi'kið gagn er að starfi landbúnað- arráðunauta og’skiilj'a að óhyggil'egt 'er að beita ekki sömu aðferðum ’til að þær greinir búskapar, sem eru- í verkahring húsfreyjunnar,’ verði unnar á siem hagkvæmastan I (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.