Tíminn - 26.08.1958, Qupperneq 6

Tíminn - 26.08.1958, Qupperneq 6
6 T í M I N N, þri'ðjudaginn 27. ágúsí 1958. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINK Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Aðstoð er óhjákvæmileg „------MIN var lund af þreytu þjáð þessa hunda- da.ga'. Svo mælti norðlenzkur hagyrðingur einhverntíma á árunum milli 1920 og 1930. Og hætt er við að morgum bdndanum hafi oft verið þungt i sinni þessa hunda- daga, sem nú eru senn að enda. Hteyskapartíð hefir verið með eindæmum erfiö í sum um landshlutum að þessu sinni. Á það einkum við um útsveitir norðaniands og norðaustanlands. Nú er aö byrja nítjánda vika súmars ins og þó er enn svo ástatt í þessum sveitum, að bænd ur hafa ýmist engri þurr- heystuggu náð í hiöður eða mjog litlu. í viðtali, sem Tíminn hef ir átt við Gísla Guðmunds- son, alþingismann, en hann er nýkiominn úr ferðalagi um kjördæmi sitt, lét hann svo um mælt, m.a.: „Það er nú auðséð, að sérstakra ráðstaf ana til heyöflunar þarf við í mörðum sveitum norðaustan lands, ef víkja á vá frá dyr um og komast hjá verulegri bústofnsskerðingu.“ Hvernig svo sem skipast kanu um veðurlag héðan af í sumar, er augljóst, að hey- fengur hænda á hrakviðra- svæðunum hlýtur að verða bæði lítill og léiegur. Við þetta bætist svo það, að síð- astliöinn vetur var óvenju harður og snjóþungur í sum um þessum byggðarlögum. í Fljótum og Ólafsfirði t. d. var ekkert jarðarbragð að hafa mestallan veturinn og fram yfir sauðburð. Allt bjangaðist þó af en ýmsir urðu eölilega að kaupa hey, fyrir utan óvenju mikla fóð urbætiseyðslu. Og um fyrn ingar er ekki að tala. Þetta segir sína sögu um það, hvernig vorið hafi verið. Dæmi munu til þess, að þegar sláttur var hafinn af fulium krafti víða um land, þá voru bændur í harðinda- sveitunum að dreifa áburði og iágu þó enn víða skaflar á túnum. Er ekki að undra, þótt þeir bændur, sem þann ig hafa átt bæði við að búa stutt sumar og slæmt, horfi með ugg til komandi vetrar, sem enginn veit fyrirfram, -nú frtemur en endranær, hvaö bera muni í skauti síuu. „ÉG ER BÓNDI, allt mitt á undir sól og regni,“ kvað Klettafjallaskáldið. Þann- ig ítefir líka verið ástatt fyr ir íslenzkum bændum frá upphafi, að sól og regn hafa ráðið úrslitum um efnalega afkomu þeirra. Og víst er þaö ótrygg undirstaða. Á síð ustu árum hefir þetta þó breytzt til mikilla bóta víða um land og enda alls staðar nokkúð. Veðurfarið hefir ekki eins afgerandi áhrif á fóðuröflun og áður var. Vot heysgerð hefir rutt sér til rúms og þó í minna mæli en Iætla mætti. — Ætti þaö að vera algjört iágmark, að bændur hefðu aðstöðu til að verka helming heyfengs síns sem votliey ef svo ber undir. Með því tryggja þeir sér tvennt: mikið öryggi um hey öflun þótt illa viðri og ágætt fóður. Svo er það súgþurrk- unin, sem sífellt færir út kví arnar en þarf að verða al- menn meðal bænda sem allra fyrst. Þegar það tak- mark hefir náðst, að bænd- ur landsins geti jöfnum hönd um súgþurrkað heyið og verkað það sem blautfóður, þá hafa orðið aldahvörf í bú skapnum. Og sem betur fer er þessi þfóun á góðri leið. AF ÞVÍ sem hér aö ofan er sagt, má öllum ljóst, að til einhverra ráðstafana verð ur að grípa, svo aö bægt.verði vá og vandræðum frá dyr- um bænda í óþurrkasveitun um. Er það og ekkert eins- dæmi að þannig þurfi að rétta hjálparhönd, er að ber sérstaka og óviðráðanlega erfiðleika og hefir sú að- stoð oft verið almennari og stórfelldari en um er að gera í þetta sinn. En þess er eng in von, að bændur fái al- mennt af eigin orku, einni saman, enn sem komið er, risið undir þeim afleiðing- um, er fimbulvetur, óvenju hart vor og illt sumar hefir fyrir afkomu þeirra. Er þess að vænta, að stjórnarvöld landsins láti safna skýrslum um ástandiö og geri síðan í samráði við hlutaðeigandi aðila, þær ráðstafanir, er duga til þess, að forða frá því fári, að bændur á ó- þurrkasvæðunum þurfi aö farga verulegum hluta af bústofni sínum á næstu haustnóttum. HÉR SKAL ekki um það rætt, með hverjum hætti sú aðstoð skuli veitt. Getur að sjálfsögðu bæði verið um að ræöa, að styrkja bændur til hey- eða fóðurbætiskaupa eða hvors tveggja, eftir at- vikum. Við eigum okkar Bjargráðasjóð. Ekki skal um það fullyrt, hversu öflugur hann er en áþreifanlega þyrfti hann að vaxa til þess að geta jafnan verið fær um að gegna því þýðingarmikla hlutverki, sem nonum er ætl að að leysa. Komi í ljós, aö hér þurfi meira til en svo, að Bjargráðasjóður sé fær um að hlaupa til fulls undir baggann, gæti ef til vill verið athugandi, að hann að stoðaði bændur á hinum tak markaðri svæðum, en þegar um heila landshluta er að ræða, verði þörfinni mætt á annan hátt. Það er þó auðvit að ekkert aöalatriði hvern ig málið veröur leyst að þessu leyti, heldur hitt, að menn verði aðstoðaðir til þess að komast yfir örðug- leikana svo, að þeir valdi þeim ekki verulegu og varan legu fjárhagslegu tjóni. ERLENT YFlRLll: Samkomulagið á aukaþingi S.Þ Þaí var ósigur fyrir Rússa, en ekki heldur sigur fyrir vesturveldin ÞEGAR aukaþing Sameinuðu | Þjóðanna kom saman fyrir 18 dögum síðan, þóttu litlar lik- ur til þess, að þvi myndi ljúka í sátt og samlyndi. Þvert á móti þótti flest benda til þess, að það myndi frekar verða til að auka ó- í samkomulagið og herða kalda stríg ið milli austurs og vesturs. Eins og kunnugt er, fjallaði Ör yggisráðið allmikið um málefni Arabalandanna eftir að Banda- ríkjamenn og Bretar fluttu herlið til Libanon og Jórdaníu að beiðni viðkomandi ríkisstjórna. Endalok málsins þar urðu þau, að felld var tillaga Rússa um að krefjast tafar lauss bröttflutnings á herliði Bandarikjanna og Breta frá Lib anon og Jórdaníu, en Rússar beittu hins vegar neitunarvaldi til þess að fella tillögu frá Japönum þess efnis, að S. Þ. tæki að sér landamæragæzlu í þessum lönd- um með óvopnuðu liði gegn því, að Bandaríkjamenn og Bretar færu á brott með her. sinn. Eftir þessi úr slit, óskuðu bæði Rússar og Banda rikjamenn þess, að aukaþing S. Þ. yrði hvatt saman til að ræða mál- ið. Þetta drógst hins vegar nokk uð vegaa þess, að Krustjoff stakk rétt á eftir upp á því, að haldinn yrði fundur æðstu manna til að ræða þetta mál. Eftir það varð nokkurt þóf um fyrirkomulag sliks fundar, unz Krustjoff féll frá honum að ioknum viðræð- um þeirra Mao Tse Tung og tók upp í staðinn fyrri tillögu Rússa um sérstakt aukaþing S. Þ. TILGANGUR Rússa með auka- þinginu var auðsær frá upphafi. Ætiun j eirra. var að nota það til aukins áróðurs gegn Bandaríkja mönnum og Bretum. Rússar gerðu sér að vísu ljóst, að þeir myndu ekki fá tillögu sína samþykkta um að fordæma herflutninga til Lib- anons og Jordaníu og krefjast taf arlaust brottflutnings. Hins vegar gerðu þeir sér vonir um, að þeir gætu með þessum umræðum um málið aukið andúð gegn Bretum og Bandaríkjamönnum meðal þjóða Asíu og Afríku. Það var líka orðið ljóst fyrir þingið, hvernig Bandarjkjamean og Bretar myndu haga vörn sinni. Hún var fólgin 1 því að endur taka fyrri yfirlýsingar þeirra, að þeir myndu flytja heri sína strax frá Libanon og Jórdaniu og við- komandi stjórnir óskuðu eftir því eða S. Þ. hefðu komið upp nægu eftirlitskeríi meg landamærum umræddra ríkja. Þá lýstu þeir einnig yfir, að þeir væru reiðubún ir til að sfýðja efnahagslega við reisn Arabarikjanna innan ramma S. Þ. Hefði slík yfirlýsing verið gefin strax eftir Suezævintýri Brela og Frakka myndi nú áreið- anlega öðruvísi ástatt í þessum löndum. í stað þess buðu Banda- ríkin þá upp á Eisenhowerkenn- inguna, scm var bundin pólitískum skilyrðum, er ekki samrýmdust hlutleysisstefnu þessara landa. Eisenhowerkenningin eyðilagði þvi þann velvilja, sem Bandaríkin höfðu áunnið sér með framkomu sinni í Suezdeilunni. STKAX eftir að aukaþingið kom saman, hófst mikil glima að tjaldabaki um það, hvernig álykt unum þingsins skyldi háttað. Rúss ar vissu vel, að tillögur þeirra ýrðu ekki samþykktar, en þeir gátu samt unnið nokkum sigur, ef þeim tækist að hindra samþykkt ályktunar, er fæli í sér beinan eða óbeinan stuðning við málstað vest urveldanna. Þess vegna beindist á- róður þeirra mjög að því, að fá nógu mörg Asíu og Afríkuríki til þess að vera á móti málamiðlun, er vesturveldin gætu sætt sig við. Aí hálfu vesturveldanna voru Dag Hammarskjöld ýmis smáriki fengin til að gang ast fyrir málamiðlunartillögu, sem þau gætu sætt sig við. Forustan féll einkum á herðar norska full- trúans Hans Engens, sem er mikill persónulegur vinur Ilammars- skjölds. Með Hammarskjöld að bak hjalli, íókst Engen að semja til- lögu, er fullnægði vesturveldun- um, en aðalefni hennar var að fela Hammarskjöld að reyna að koma upp gæzlusveitum S. Þ. í Libanon og Jórdaníu með það fyrir augum, að her Bandaríkjanna og Bret- lands færi síðan. Þá var gefið fyr- irheit um efnahagslega aðstoð við Arabaþjóðirnar. Allt var þetta orðað mjög ákveðið til þess að afla tillögunni sem víðtækasts fylgis. Horfui- voru á því, að þessi til- laga gæti fengið tilskilinn meiri- hluta atkvæða (% hluta greiddra atkvæða), en sá meinbugur var samt á, að flest Arabaríkin og sum áhrifamestu Asíuríkin, þar á með- al Indland, voru á móti henni. Þessi ríki vilju leggja áherzlu á tafarlausan brottflutning banda- ríska og brezka hersins frá Liban on og Jórdaniu. Þau málalok hefðu ekki verið óheppileg fyrir Rússa. ÞEGAR hér var komið sögu, hófust ýms Arabaríkin handa um það, að Arabar sjálfir beittu sér fyrir lausn, sem allir gætu sætt sig við. Forustu um það höfðu Sudan, Túnis, Marokko og Lybia. Fulltrúar Egypta tóku þessu einn- ig vel. Niðurstaðan varð svo sú, að þessi ríki náðu samkomulagi um orðalag tillögu. Aðaléfni henn ar er að fela Hammarskjöld að finna leiðir til að herir Breta og Bandaríkjanna verði fluttir frá Libanon og Jórdaníu og að undir- búa till. um efnahagslega aðstoð við Arabaríkin. Þá er Hammar- skjöld falið að gefa skýrslu um þessi störf sin fyrir 30. september næstkomandi. Þessi tiliaga Araba var sam- þykkt samhljóða af aukaþingínu, en aðrar tillögur dregnar til baka. Yfirleitf eru þessi málalok .tal- in talsverður ósigur fyrir Rússa, þar sem ekki fellst í tillögu Araba nein fordæming á herflutningum Bandaríkjanna og Breta til Liban ons og Jórdaníu og ekki er heldur krafizt tafarlauss brottlflutnings á herjum þeirra. Þessi málalok verða hinsvegar ekki talin sigur fyrir vesturveldin, þar sem alveg er fellt úr tillögunni að tala nokk uð um að gæzlulið S.Þ. verði aukið í þessum löndum og taki við af herjum þeirra, er þeir verða fjutt ir brott. Fyrir Bandaríkin gérir þetta minna til, þar sem sennilega kemst á laggirnar alltraust stjórn í Libanon, þegar hinn nýi forseti tekur við og þeir geta þá talið hlutverki sínu lokið. Allt bendir til afj Bandaríkin muni hefja brottflutning liðs síns frá Libanon áður en Hammarskjöld gefur skýrslu sína 30. sept. Fyrir Breta verður þetta erfiðara, því að alla horfur eru nú á, að Hussein missi völdin strax og brezku hersveitirnar verða fluttar frá Jórdaníu. Annað hvort verða Bret ar að fara í burtu, án þess að geta bent á nokkurn jákvæðan árangur, eða ag þrjóskast við og sitja áfram í trássi við Arabaþjóð- irnar og halda lífi í stjórn, sem meirihluti viðkomandi þjóðar er vafalaust á móti. Sennilega á það því efth' að koma í ljós, að her- flutningar Breta til Jórdaníu liafi verið lítið hyggilegir. ÚRSLITIN á aukaþinginu eru mestur sigur fyrir einingarstefnu Araba. Sennilega styrkja þau tals- vert aðstöðu Nassers, sem reynd- ist hin liprasti i samningum. Hann mun líka telja sér óhætt að fara gætilega, þar sem ekki sé nema tímaspursmál, hvenær Hussein steypist úr sessi. Þá þykja úrslitin á þingi S.Þ. benda til þess, að hlutur hinna minni þjóða fari þar vaxandi og stórveldin hafi ekki jafn mikil ítök og áður. Það starf, sem aukaþingið lagði á herðar Hammarskjölds er meira en erfitt og vandasamt. Þessvegna mun því mjög veitt athygli, hvern ig honum reiðir af fram til .30. sept. >. Þ. 'RAÐSroMN Pétor Hoffmann Salómonsson hefir ferðast um Suðvesturland og Vestfirði í sumar og haldið sýn- ingu á munum, sem hann hefir fundið á „gullströndinni" í Sels- vör í Reykjavík. Á sýningum Pét- urs hafa verið margir merkileg ir hlutir, sem skolazt hafa á ströndina með ýmsum leiðum. Vestfirðingar og reyndar flestir aðr- ir tóku Pétri tveimur höndum og var alls staðar mikil aðsókn hjá honum á sýningunum, enda margt að sjá fleira en gull- og silfurmuni t. d. hafði hann með- ferðis málverk af „Orrustunni í Selsvör". Þegar Pétur var í Borgarnesi rétti Borgfirðingur einn hoiium þessar vísur, sem: þakklætisvott fyrir komuna. - Pétur marga hildi háð hefir bæði á sæ og láð ef að væriialit það skráð'* yrði sú bófc um hreysti »g dáð. Ýturvaxinn étti flein , oft hann lyfti þungum stein ýtti skeið frá háli’i hlei'n hóf upp segl á báruflein. Hraustur gegnum brimið bríiuzt bragi smjatla kvað við raust hélt um stýri höndin traust hlaut oft feng að bera í naust. Gekk i haug að gömlum sip gullið færði i dagsljósið afla sótti út á mið átti 1 stríði Breta við.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.