Tíminn - 26.08.1958, Page 8
8
T í M I N N, þri'ðjudagiim 27. ágúst 1958.
Kjartan Ólafsson, vaktstjórl, meS öndina.
— þetta gengur allan ársins liring.
Með slökkviliðinu -
('Ftaunliald af 7. síðu).
ast í Því að fá nýjan. í raun og
veru er ekki hægt að komast af
meg minna en þrjá bíla.
— Og þið verðið að gegna kalli
hvaðanæva af Suðurlandi?
—• Það kemur iðulega fyrir að
við verðum að fara út úr bænum.
Þag er að vísu sjúkrabíll á Sel-
fössi, en oftast er leitað til okkar,
og þetta veikir vaktirnar. Svona
ferðaiög er okkur ekkert vel við,
en, þessu verður að sinna hvað sem
tautar. Þessu er ekki hægt að
neita.
Miklar vegalengdir
•-— Á s.l. ári fórurn við i 3968
sjúkraflutninga innanbæjar, held-
ur Kjartan áfram. — Og á sama
tíma komu 400 útkallanir vegna
bnraa.
— Hvað eru slökviliðsbílarnir
margir?
— Slökkviliðsbílar á stöðinni
eru fjórir, og dæla, og í geymslu
viðí Barónsstig eigum við tvo bíla
og dælu. Slökkvistöðin er byggð
1912, og það er orðið þröngt um
bllana. Það sem þyúfti að gera, er
að byggja aukastöðvar, eirta í vest
urþænuin og aðra í austurbænum.
Háþrýstibíll á hvorum stað og
tveir menn á vakt. — Þess þyrfti
mcð; vegalengdimar eru orðnar
sm miklar.
— Er ekki farið að tala um
nýja slökkvistöð?
-r Jú, þeir segja, að hún eigi að
koma, þar sem Gasstöðin var áð-
ur. Eg sé, að þeir hafa verið að
hrjóta niður.
Til dundurs
— Hvað gera slökkviliðsmenn
sér til dundurs, þegar hlé ér á
starfi?
— Það er nú ýmislegt'. Við eig-
um gott bókasafn; hver maður
leggur því árlega fjárupphæð,
sem svarar greiðslu fyrir eitt út-
kall, og svo erum við að tefla.
Við göngum út í batóhúsið, þar
sem vaktmenn sitja og bjða, þeir
sem ekki eru við símann. Þar er
bókasafnið og fyllir vegginn fyrir
enda skálans.
— Forlögin hafa verið liðleg
við okkur. Við fáum þetta á bók-
hiöðuverði, og margir hafa gefið
bækur í safnið.
£ lokuðum veggskáp blasa við
aokkrir silfurbikarar. Vaktirnar
hafa unnið þá i bridgekeppnum
innbyrðis, eða í tafli við starfs-
menn annarra stofnana.
Þetta gengur
Kjartan þarf að koma við í mið
stöðvarklefanum um leið og við
göngum aftur inn í varðstofuna.
Hann er að líta eftir önd, sem
einhver hefur fundið, slæpta og
Hla á sig komna, og auðvitað kom
hann með hana til slökkviliðsins.
— Það er oft komið hingað með
, fugla, segir Kjartan, og hag-
ræðir öndinni í hlýjunni við mið-
stöðina. — Krakkarnir hirða þá
stundum, þegar eitthvað hefur
komið fyrir þá, og svo koma þeir
með þá hingað. Við erum stundum
með þetta í baðherberginu og
stundum við miðstöðina. Þetta
gengur allan ársins hring.
— Er þá ekki leitað til ykkar
í fleiri tilfellum, sem raunveru-
lega eru fyrir utan ykkar verka-
hring?
— Jú, fólk spyr hér um að-
skiljanlegustu hluti. Og við réyn-
um að leysa úr þessu eftir því
sem við getum.
Og Kjartan bendir á langan
lista símanúmera og fyrirtækja,
sem auðvelf er að glugga í, þegar
á þarf að halda.'Það kemur sér
vel, þegar menn hringja og spyrja
vitandi það, að þeir eru margfróð-
ir hjá slökkviliðinu.
Fótbrotinn
Síminn hringir. Það er Slysa-
varðstofan. Sjúkraflutningur. —
Bíllinn er ræistur og við Hermann
Björgvinsson, Oddur Thorarensen
og undirritaður tyllum okkur
framí. Skömmu siðar bakka þeir
að anddyri Slysavarðstofunnar og
snarast út. Þeir opna hurðirnar
að aftan og taka sjúkrabörurnar
og hverfa inn í húsið. Koma út að
vörmu spori með manninn á bör-
unum. Hann er fótbrotinn. Ber sig
vel.
— Öllu vanur, segir hann.
Þeir Hermann og Oddur renna
sjúkrabörunum inní bifreiðina og
loka. Aftur er ekið af stað, að
þessu sinni í Sogamýri; stað-
næmzt utan við húsið, þar sem sá
fótbrotni á heima. Þeir Hermann
bera manninn inn til sín og hag-
ræða honum. Ung kona opnaði
dyrnar, en mælti fátt.
Aftur erum við á leið til Slökkvi
stöðvarinnar. Talstöðin er í gangi
og Oddur grípur hljóðnemann.
Stöðin svarar.
— Sjúkraflutningur af Slysa-
varðstofunni; síðan les hann nafn
mannsins og heimilisfang. Borgað.
Nokkuð fleira, sem bíður okkar?
Stöðin svai'aði neitandi. Við ök-
um niður Miklubraut.
Á fæðingardeildina
— Skyldum við ekki fá flutning
á fæðingardeildina í nótt, segir
„Innimaðurinn“. Þeir eru venju-
lega margir á þessari vakt.
— Fleiri en að deginum?
— Já, þetta kemur á sama tima
og til var stofnað. Annars er það
nú venjulega svo, að við höfum
ekkert nema erfiðið af þessu. Þeg
ar við erum að bisa þeim niður
stigana, ganga bændurnir á eftir,
bíspertir eins og hanar.
— Þeir sem eru í sjúkraflutning
um þyrftu helzt að kunna fæðing-
arhjálp, segir Kjart'an. Það kemur
fyrir, að konur fæði í sjúkrakörf-
una.
Hann hefur varla sleppt orðinu,
þegar siminn hringir og „Inni-
maðurinn" grfpur tólið. Nú er það
á fæðingardeildina.
Bíllinn er ræstur. Staðnæmst
hjá lágu húsi í mðibænum, og karf
an er tekin út. Hermann og Oddur
bera hana inn í húsið. Það líður
og bíður, en svo heyrist manna-
mál í dyrunum. Þeir eru komnir
út með konuna. Körfunni er rennt
inn og eiginmaðurinn sezt hjá
konunni i bílnum. Þeir Hermann
bera hana inn á fæðingardeildina,
iýfta henni á hjólrekkjuna og aka
henni inn ganginn. Hjúkrunarkona
gengur við hlið þeirra, en lilvon-
andi faðir spigsporar á ganginum
ofurlitið kvíðinn á svip. Ofan af
hæðinni heyrist barnsgrótur.
Þá taka aðrir við
Við fáum þær upplýsingar, að
önnur kona þurfi að komast á fæð
ingardeildina og að flutningurinn
þoli enga bið. Aft'ur er sjúkra-
bifreiðin á hreyfingu, að þessu
sinni vestur í bæ. Oddur gefur
stöðinni skýrslu ,og aftur fara þeir
með körfuna, en að þessu sinni
upp á fjórðu hæð.
Sjúkraflutningarnir ganga sinn
gang, þar til klukkan sex að
morgni, um vaktaskiptin; þá taka
aðrir við og halda áfram sama
starfa.
b.ó.
Kjartan Ólafsson, vaktstjóri,
gaf blaðinu síðar I-ær upplýsing-
Sjötiig: Guðrún Oddsdóttir, Nýjabæ
Guðrún Oddsdóttir í Nýjabæ í
Landbroti er sjölug í dag.
Hún er dóttir hjónanna Odds
Bjarnasonar og Elínborgar Ás-
grímsdóttur frá Heiðarscli á Síðu.
Bjuggu þau lengi í Nýjabæ við lítil
efni en góðan orðstír fyrir sakir
góðgerðarsemi og fyrirgreiðslu. —
Var Eiinborg orðlögð fyrir hjarta-
gæzku. Átti við hana, eins og raun-
ar márgar aðrar góðar konur það
sem Bjarni kvað.
Á líkn við fátæka
fátækt sina ól. —
Guðrún Oddsdóttir er vel bjarg-
álna, enda búkona með afbrigðum,
dugnaðarforkur bæði utan bæjar
og innan meðan hún var upp á
sitt bezta. Gekk hún til allra verka
af mikilli atorku þegar faðir henn-
ar var orðinn aldurhniginn og lítt
vinnufær, og hélt heimilinu uppi
með því að leggja mikla rækt við
okkar fornu dyggðir: Vinnusemi,
nýtni og sparneytni, og vann aí
hlífðarlausri sjálfsafneitun.
Árið 1930 giftist Guðrún ágætis-
manni, Gísla Sigurðssyni úr Skaft-
ártungu. Var Gísli dugnaðarmaður
og búþegn hinn bezti, cn jafn-
framt hinn mesti greiðamaður og
góður félagi. — Hans naut því mið-
ur ekki lengi við. Hann anclaðist
á bezta aldri árið 1943. Síðan hefir
Guðrún búið með syni þeirra Gísla,
Þorsteini, sem nú hefir raunar tek
ið við búi í Nýjabæ. Hefir hann
bætt jörð sína mikið, bæði að rækt
un og byggingum, og jafnframt þvi
sem búið hefir stækkað.
Guðrún Oddsdóttir, er enn vcl
ern, þrátt fyrir langan og óvenju-
lega strangan vinnudag. Hún er
mjög góð heim að sækja, gestxisin,
veitul og ræðin við gesti sína og
hefir mikla ánægiu af að veita
þeim góðar mót-tökur.
Marga ánægjustund hefi ég og
mitt fólk notið á heimili hennar
undanfarna áratugi og mikla
tryggð og marga rausn hefír hún
sýnt öll okkai' samveruár. Fyrir
þetta skulu henni fluttar þakkir
hugheilar.
Eg vjl vera einn í hópi margra
samferðamanna Guðrúnar í Nýjá-
bæ, sem á þessum merkisdégi í
lífi hennar þafcka henni liðih. ár
og óska henni heilla og blessunar
í framlíðinni. .
G. Br.
Kaflagnir—Viðgerðir
Sírni 1-85-56
ar, að sjúkrabifreiðin, sem send
var að Galtalæk í Landsveit,
hefði komið í bæinn klukkan tíu
uin morguninn. Hún flutti mann,
sem liafði skorizt á háisi inn í
Landmannalaugum, en hann var
þar að klifra björg og hafði hlot-
ið sex metra byltu með þessum
afleiðingum. Læknirinn á Hellu
fór inn í Landmannalaugar og
samnaði skurðinn saman við
kertaljós. Sjúkrabifreiðin kom
til móts við ferðafólkið 40 kíló-
metrum innán við Galtalæk, og
þaðan var maðurinn fluttur rak-
leiðis í bæinn.
W.V.V.W,V.VV.V.V.V.V.W.W.WAV.V
'mVW.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim fjær og nær,
sem heiðruöu mig og sýndu mér vinsemd á áttræð-
isafmæli mínu 14. ágúst síðastli'ðinn.
Guð blessi ykkur öll.
Stefanía Ólafsdóttir, Hofi, Höfðaströnd.
.v
V.W.W.V.W.V.W.W.V.V.W.W.W.V.V.W.W.W.V
i *
Mínar hjartans þakkir færi ég öllum þeim, sem
veittu mér ógleymanlega ánægjustund á áttræðis-
afmæli mínu 30. maí s. 1. og glöddu mig með hlýj-
u.m óskum, skeytum og góðum gjöfum.
Blessun guðs vaki yfir ykkur öllum.
Hjörtína Hannesdóttir, Minni-Ökrum.
L_
W.W.W.W.V.W.V.W.W.W.V.V.W.V.VVVVVW.VW
Þakka auðsýnda samúð við andlát 09 jarðarför
Danfríðar Brynjólfsdóttur,
sem lézt 17; þ. m. — Fyrir mína hönd, barna minna, tengdabarna
og barnabarna
Krisfián Pálsson,
Mínar innirégústu þakkir faeri ég öllum, rvaer og fjær fyrir auð-
sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns
Ragnars Ágústssonar.
Ólaffa Ásbjörnsdóttir.
Þelr grípa í að tefla.
Beztu þakkir flytjum við öllum þeirn, er auðsýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og jarðarför sonar mins 09 bróður okkar,
Hallgrtms Péíurssonar
' ■ frá Lambafelli
Steinunn Jónsdóttir
og systkini hins látna