Tíminn - 02.09.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.09.1958, Blaðsíða 7
T i IVII N N, þriSjudagiim 2. sei»teinber 1958. 7 Orftsending til þeirra, er ftugsa sér a<S fá Hannes Pálsson lán til íbúðabygginga á vegum Húsnæðismáiastofnunar ríkisins Vegna hinna mörgu húsbyggj- enda, sem búsettir eru utan Reykjavíkur og ekki eiga kost á að ná tali af húsnæðismálastjórn, þykir mér hlýða, að vekja athygli þeirra á nokkrum atriðum varð- andt nauðsynlegan undirbúning lánsumsókna, svo þeirra hlutur verði ekki fyrir borð borinn. Hvenær á að sækja urn lán? Réttast er að sækja um lán strax og húsbyggjandi hefur fengið lóð og fullgerða teikningu af fyrir- huguðu húsi. Þetta er nuðsynlegt fju’ir hús- byggjendurna, vegna þess að hver umsækjandi fær 1 stig fyrir hvern mánuð, sem umsókn hans liggur óafgreidd 'hjá Húsnæðismálastofn- uninni. Strax og íbúðarbyggjandi hefurj gert íbúð sína fokhelda, ætti hann að senda húsnæðismálastofnun- inni vottorð hlutaðeigandi bygg- ingarfulitrúa, þar sem þeir eru ekki, þá oddvita, um að ibúð hans sé fokheld. Þetta er sérstaklega nauðsynlegt sökum þess, að hver lánsumsækj- andi, á að fá 3 viðbótarstig fyrir hvern mánuð, frá því íbúð hans er fokheld og þangað til hann fær lánsúthlutun. En stigafjöldi iáns- umsækjanda ræður því í hverju einstöku byggðarlagi, í hvaða röð lán haais verður afgreitt. Auk þess er réít að taka það fram, að eng- inn fær úthlutað iáni né loforði fyrir láni, fyrr en vottorð áður- nefndra aðila, um fokhelda íbúð, er komið til húsnæðismálastjórnar. Ef t. d. 2—3 menn eru að byggja í einhverju þorpi, en trassa, að senda vcttorð oddvita, um það, að hús þeirra sé fokhelt, þá tapa hlut- aðeigandi þorp úthlutun á því fé, sem þeim ber samkvæmt reglu- gerð unr þau efni, og fénu verður útblutað fil annarra byggðarlaga. Gætið þess því iiúsbyggjendur, a® senda vottorð um fokheldu húss ykkar, strax og það er fok- Iielt. Fokhelt telst bús þegar pappi er kominn á þak og gler í glugga. Útfyliing unisóknareyðubiiaða. Miklu skiptir að iánsumsóknar- eyðublað sé rétt útfyllt, og allt, sem úhrif getur haft á stigatölu iánsumsækjanda komi þar fram, því eftir stigatölunni eru umsóknir afgreiddar. I»ó getur þar komið til greina undantekning. Fyjcir að búa í heilsuspiilandi húsnæði eru gefin 50 stig. Þess vegna er það nauðsynlegt, að láns- umsækjandi, sem býr í heilsuspill- andi htrsnahii,' áður en hann fer að byggja, sendi vottorð héraðslæknis síns ttm það, að íbúð hans sé heilsuspillandi. Ef íbúö er óbæf fyrir hlutaðeig- andi umsækjanda, t. d. vegna heilsutars fjölskyldu hans, eða vegna of iítils loftrýmis miðað við stærð fjölskyidu, þá fær lánsum- sækjandinn 30 stig fyrir það, þó íbúðin kunni að teijast íbúðarhæf fyrir aðra fjölskyidu. Með tilliti til þessa, er nauðsyn- legt að lánsumsækjendur athugi að senda slík vottorðj frá héraðs- lækni, ef þannig lagaðar ástæður eru fyrtr hendi. Búi iánsumsækjandi í leiguíbúð og hafi verið sagt upp húsnæði, er honum fyrir beztu, a'ð láta upp- sögnina fylgja, eð'a s'enda hana ef lrún berst á méðán;:hús hans er í byggingu, því "íyi'if rhúsnæðis- leysi íá znenn 15 st'ig. Sé skoríur á þié'gin'dum t. d. ekkert bað, W.C. mlðúÖðrum, úti- salerni eða eittliváð þvíumjíkt, þá er rétt að tak'á-f>að'~'ír8m. Ef beilsuleysi er Hjá.ieinhverjum í fjölskyldu urhkeekjflflda, þá er rét't að senda lækhisW.torð þar að lútandL '•'SVSP'ifc.' •Margir 1 ánsuxtl'sækyeiidur hafa kvaidaö midan liinit’ flokna um- sóknareyðublaði, einktim kostn- aðaráætluninni. iHúsnæðismála- Hannes Pálsson stjórn leggur takmai’kað upp úr kostnaðaráætluninni, og þurfa umsækjendur því ekki, að svo stöddu, að leggja á sig heilabrot og erfiði við sundurliðun kostn- aðaráætlunarinnar. Umsóknareyðu- blöðin. eins og þau eru úr garði gerð, eru gefin út á ábyrgð for- manns húsnæðismálastjórnar og fé lagsmálaráðherra, gegn vilja allra húsnæðismálastjórnarmanna ann- arra en forinanns hennar. Hins vegar er sjáifsagt að fylla út. fjárhagsáæílunina, sem er á annarri síðu umsóknareyðublaðs- ins. Eyðublöð undir lánsumsóknir eiga að fást hjá öllum oddvitum og bæjarstjói’um utan Reykjavík ur. Á 1. síðu umsóknareyðublaðsins er ætiazt til að umsækjandi skýri frá stærð íbúðar þeirrar, sem hann býr í þegar hann byrjar á bygg- ingu þeirri, er hann sækir um lán út á. Við þá útfyllingu skal urnsækj- andi gæta þess að tilgreina aðeins fjölda íbúðarherbergja og flatar- metra þeiri’a samanlagt. Ekki að taka með geymslur, bað ganga né forstofu. Stærð eldhúss tilgreinist sérstaklega. Vottorð oddvita um tölu heim- ilisfólks lánsumsækjanda skal ávallí fylgja lánsumsókn. Lán til útrýmingar heilsuspillandi liúsnæðis. Samkvæmt lögum um Húsnæðis- málastofnun ríkisins o. fl., er svo ákveðið, að í’íkissjóður leggi ár- lega frarn 4 milljónir króna til út- í’ýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Framlag þetta er veitt, sem lán til þeirra sveitarfélaga, sem vilja leggja frarn jafn háa upphæð og ríkið lánar, og sjá um að j'afn- margar heilsuspillandi íbúðir séu teknar xir notkun, eins og lán er veitt til af áðurnefndu fé. Lán þessi eru með mjög góðum kjörum. Þau eru veitt til 50 ára og vextir eru aðeins .4%. Lánsupphæð á hverja einstaka ibúð er ekki ákveðin í lögum, en hefur oftast verið frá 50—70 þús. kr. á íbúð, með jafn hárri upphæð frá hlutaðeigandi sveitai’félagi. Fram að þessu hefur rnest af þessu fé verið lánað Reykjavíkur- bæ, því Reykjavíkurbær hefur bezta aðstöðu til að notfæra sér þetta framlag ríkisins, þar sem engin bæjarstjórn hefur jafn ótak- markaða möguleika til útsvarsá- lagningaz’, og auk þess mikið af húsnæði, sem bærinn á sjálfur, en þarf að rífa. Ég tel rétt að vekja athygli hinna mörgu smáu sveitar- félaga, fyrir því, að nóg er af heilsuspillandi húsnæði i hinum litlu þorpum, og mikil nauðsyn ber til að hjálpa þeim, sem í því búa til að komast í sómasamlegt húsnæði. Æskilegt væri, að hreppsnefndir og bæjai’stjórnir, í hinum minni kauptúnum og kaupstöðum tækju til athugunar hvort þær gætu ekki notfært sér þetta fé að einhverju leyti, því það virðist lítil sa-nn- girni, að eitt sveitarfélag njóti alls þessa ríkisframlags. Hreppsnefndir sveitahreppa ættu einnig að taka þetta til athugunar, því ekki er hægt að sjá, að neitt sé í veginum, að lána af þessu fé tii endurbyggingar sveitabæja, sem eru heilsuspillandi. En mörg jörð- in hefur farið í eyði sökum þess að hlutaðeigandi bóndi hefur ekki haft bolmagn til að byggja íbúðar- hús, þegar ekki er lengur Idft i gamla bænum, þrátt fyrir það þó hann hafi átt kost á hagstæðu láni frá Byggingarsjóði Búnaðarbank- ans. Hannes Pálsson. Guðbrandur Magnússon: Minnkandi laxagengd skelfir veiði- menn á NV-strönd Bandaríkjanna Þrátt fyrir ströng veiðiákvæ<Si, er framtííin uggvænleg Minnkandi laxagengd skelfir út- gerðai’- og veiðiniemi á Norðvest- urstönd Bandaríkjanna. Þrátt fyrir ströng’ veiðiákvæ'ði, er framtíðin uggvænleg.“ [Slík var aðalfyrirsögnin á 1. síðu í stórblaðinu „The Seattle Sunday Times“ hinn 17. ágúst 1958. Jafn- framt var tekið fram að þetta. væri fyi’sta greinargerðin um vandarnál laxveiðanna, og þann ágreinmg, sem uppi sé um þetta mikla al- vörumál. Höfundur: Stanton H. Patty.J Hvað hefir komið fyrir laxinn? Þessi spurning krefst aðgerða þegar í stað, og gildir allt svæðið sunnan frá Oregon, uin hið nú svo sólríka Pugetsund og allt norður til hinna þokufullu Alaskastranda! Laxgengdin við strendiu’ Wash- ingtonfylkis hefir nú failið niður í lágmark þess, sem sagau greinir! Horfur eru hinar uggvænleg- ustu, þrátt fyrir ströng veiðiákvæði sem sett hafa verið, bæði sport- veiði og atvinnuveiði! Enn strangari veiðiákvæði hljóta hér að koma til. Aðstæðurnar í þessu efni eru einnig alvarlegar í Alaska. Eina undantekningin þar er „Bleiki- laxinn“. Af honum hafa á þessu ári veiðzt 1.328.313 kassar, eða tvö- falt magn, miðað við fyrra ár. Hins vegar hafa í Bristolflóa, sem löngum hefir verið uppgripa- mesta laxveiðisvæði Alaska, aðeins veiðzt. 232.145 'kassar af ,,sockeye“- laxi (Oncor hynchus nerka) og er það aðeins helmingur á við það, sem veiddist á fyrra ári. Þessi lax- tegund hefir verið verðmætust af þeim, sem veiðast i Alaska, og fyrir fáum árum nam hún reglu- bundið um milljón kössum árlega. Hver er skýringin? Hvað er hér að? Skoðanir skiptar. 'Hagfræðitölum og skýringum rignir þegar spurt er hvað sé að! Skulu algengustu hugmyndirnar, sem tald-ar erU til skýringa, hér tilgreindar: Vatnsvirkjanir og aðrir farar- tálibar, sem settir eru í ár, úr- gangsefni, sem komast í ár og menga þær, aðferð við vega- og brúagerðir, vatnsveituframkvæmd- ir, skyndilegar veðui’farsbreyting- ar, hundfiskui*, hákarl og aðrh’ ránfiskar, hinar óskipulögðu veiðar Indíána, japanski fiskiflotinn, sein svo víða fer, og loks — ofveiði! Á þessu sumri er sjór hlýrri en venjulega í Kyrrahafi, og er þessu fyrirbæri gefin nákvæm athygli Margir sérfræðingar telja að lax sé viðkvæmur gagnvart hitabreyt- ingum í sjó, og leiti þá lengra frá venjulegum uppeldisstöðvum að æskilegum lífsskilyrðum. Allar þessar kenningar eru uppi og enn fleiri! Lífeðlisfræðingar vinna af ákafa að leit á skýringum. En í þessari hringiðu allri, eru siðan sportveiði-' menn, atvinnu-útgerðarmenn og eigendur leigubáta, hver með sín- ar sérskoðanir. En ágreiningur meðal þessara aðilja hefir staðið árum saman! Fimm mismunandi laxtegundir er um að ræða fyrir ströndum norðvestur-Ameríku, frá Alaska til ICaliforníustranda. Verður ein þeirra aðeins tveggja ára, en all- ar leita þær í ár til að hrygna. Veiðiaðferðir atvinnumanna eru ýmsar, og hinar veiðisælustu stæl- ing á veiðiaðferðum Andíána. Ein er sú, að beitt lína er dregin hægt á eftir bátnum, en flestar eru að- ferðirnar einhvers konar netja- veiði. Hér í Washington deila atvinnu- menn og sportmenn og spyrja þá m. a. hvorir færi ríkinu meiri hagnað. Fiskimálaráðuneytið hefir við þessu greið svör: „Báðir eru þessir hópar mikilsverðir“! Arið 1957 höfðu „sportménn“ landað 835.650 löxum að verðmæti S 4.251.400. Er talið að örugglega kosti öll útgerð þessara „íþrótta- veiðimanna“ sem svari $3.00 pr. pund. Sama ár veiddu atvinnu-laxveiði- menn samtals 44.627.240 pund af laxi, og fengu fyrir þau $ 9.496.572. Verðmæti þessarar síðartö’du veiði, eftir að búið var ýmist að sjóða hana niður, hraðfrysta eða reykja, var $ 15.194.515. En þetta magn, þegar selt hafði verið í smá- sölu, nam að verðmæti $ 21.225.117 En alls hafði Washington á þessu ári innheimt af þessuni veið- um í skatta, sektir og veiðileyfi $ 576.541.00. Síðasti hluti þessarar frásagnar er útdráttur, en þangað til er um orðrétta þýðingu að ræða. Fórst á fleka á Kyrrahafi NTB—Pai’ís, 1. sept. Frakkinn Erick de Bisschop fórst í dag, er fleki hans strandaði á Rank-Han oa eyju á Kyrrahafi. Fjórir aðrir menn, sem voru á flekanum björg uðust. De Bisschop, sem var 66 ára, var kunnur fyrir rannsóknif sínar á Kyrrahafi og í Polynesíu. Hann hélt því fram, að í fyrnd inni hefðu rnenn frá Polynesíu farið á flekuni til S-Ameríku og væru það frumbyggjar þess lands. Þetta hefði þeim verið kleift á flekum sínum sökum strauma, er Iægju í Kyrrahafinu. 1956 lagði hann á stað á fleka yfir Kyrrahaf til S-Ameriku og var í 260 sjé- milna fjarlægð frá meginlandinu, er ofsarok gerði og honuin var með naumindum bjargað af flek anum. Þótt tilraun hans mistæk ist þannig, hélt hann því stöðugt fram, að kenning sín væri rétt og vann að því að færa sönnur á hana. A víðavangi Ræðan, sem hvarf Mbl. hefir öðru hvoru verig a9 birta útdrátt úr ræðunx þeim? sem Sjálfstæðisbi’oddarnir hafa lesið upp á vaknmgasanikomuni sínum út um land, nú undanfær ið. Allar eru þær á eina leiffi, hver tygigur upp eftir öðrum’ svikabrigslið en auðvitað örlaí* hvergi á nokkru úrræði til lækn íngar á því ástandi, sem. þesslr raunamæddu upplesarar eru at) segja okkur að allt sé að færa ♦ kaf. Ekki getur Mbl. annárs en þessi lestur liafi yfirleitt x’eriö- fluttur með sæmilega siðmafm- legu orðbragði. Þó virðist uokI< xið hafa borið þar af leið Izjá prúðmenninu alkunna Pétrv b.ankastjóra Bei’.ediktssyni, en en hann ku hafa flutt fyi’irlest- ur á íhaldsballi uppi í Borgai- firði nú nýlega. Ræða þessi e:i’ ftin hin kostulegasta súpa af fúk yrðum, slefsögum, fjarstæðum og' mútubrigzlum, sem sézt hefir á prenti. Lestur þessa ræðusIiS urs rifjar það upp, að á s. vori efndi Stúdentafélag Reykjn víkur til umræðufundar um efnn hagsnialin. Þar voru þeir fram sögumenn hagfræffingaruir Jón as Haralz og dr. Jóhaimes Noi' dal. Bankastjórinn hafði konaið í*» þennan fund og flutí þar eirw konar ræðu. Ræðurn þeim, er fluttar voru á fundinum, var sii> an útvarpað, nema einni og þaö reyndist vera ræða banka- stjórans. Einhverra hluta vegna hefir bankastjóranum sjálfuro, eða þó sennilega fremur eœ • hverjmn öðrum, honum meö nokkrum hætti nákomnum, ekkl þótt ástæffa til, aff ræffan værl látin ná eyrum alþjóðar. Veittn inenn þessu að vonum athygliL þar sem um svo háttsettan mamni var að gera. Og það sem meirr. var: Hún liefir ekki hcldxir sétö á síðiun Mbl. Gegnir sú liógværtf iikkurri furffu, því aldrei er þaö nú nema merkisatburður, þegar þvílíkur mektarmaður, sem Péí ur bankastjóri, flytur ræðu, þótfc áhrifin af þeirri starfsemi fcan>i getl orðið ýmiss konar. Vill sv© oft fara fyrir þeim, er forsjónim hefir verið óþarflega veifcul við á vissa eðlisþætti en sparsöm um of á aðra og er ekki um að fást. „LoftarSu þessu, Pétur"? En þar kom að því. I ræðfí bankastjórans er að finna mjöt< frumlega uppástungu. Hann seg: ir: „En það er til Ieið út úr þesj um ógöngum, — aff við iosuzn o.kkur við ríkisstjórnina og gröí um allt styrkjafarganið meö henni.“ Ekki verður annaS sagt> en þetta sé róttæk tillaga. Það e.i’ hætt við að lítið fari fyrir Jóh» okkar á Akri úr þessu. Hann heif ir talið að það „bjargrᮓ mund-* duga, að fórna bara fjármálarátt herranum. En einn kenmr íiðruiu rneiri, eins og' vera ber. Pétuu* éttast að ekki nægi minna. en aö molda alla ríkisstjórnina. Og reyndar ekki nóg með það: Allir styrkir, sem veittir eru fraro- leiðslunni til Iauds og sjávar, skulu fara sömu Ieiðina;. thaS, sem gleymdist aS rtefna Því verffur ekki neitað, aö ,,bjargráðið“ virðist einfalt, i ýmsum skiiniugi. Að því Ieyt4 gefur það ekki eftir neintz „pennastriki“. Sanit sem áðuar býr manni það nú í grun, að e. fc'v. standi ekki hliff efnahagslegr ar Paradísar upp á gaít fyrir þessari þjóð neina fleira komi til en þessi áminnsta larðarföi'. Fýrst er nú það, að ixun yrði sennilega nokkuð umfangsmikil, ef á einu bretti ætti -xi husla alla þá, seni einhvern jtátt hafa átt í því, að styrkjaleiðin var og er farin. Hætt er viiJ, að ein hverjir lentu í þeim Iioci, er má- komnari eru bankastjóranum en núverandi ráðherrar. Þar. >ð aukl má þykja líkiegt, aff ritthvaö bramhild á 3. jíðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.