Tíminn - 04.09.1958, Page 6

Tíminn - 04.09.1958, Page 6
6 T f M I N N, fimnitudaginn 4. scptem'ber 1958 Úfgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINM Uitstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur f Edduhúsinu við Lindargftt* Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 1830«. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12321 Prentsmiðjan Edda hf. Haíðu bóndi minn hægt um þig HÉR FYRR á árum átti Sj áifstæöisflokkurinn veru- :legu fylgi að fagna í sveit- unum, Aðallega var það þó 'áður en hann fór að reyna að villa á sér heimildir í stór um stíl og hét bara hinu ó- breytta og rétta nafni: 'íhaidsflokkur. Síðan hefir þetta mjög breytzt og nú er mikill meirihluti bænda í Framsóknarflokknum. Þessi breyting er mjög auðskilin og hefir orðið til fyrir eðli- lega þróun. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn leggi áherzlu á að telja mönn um trú um að svo hafi um hann skift, er hann hætti að kalla sig íhaldsflokk og tók upp annað „flottara" nafn, að síðan sé hann allur ann- ar og betri, þá á það fremur veika stoð í veruleikanum. Að vísu er það rétt, að á yfir- borðinu hefir flokkurinn breytzt og baráttuaðferðir hans eru aðrar en áður. En sú breyting er eingöngu til hins verra, bæði fyrir flokk- inn sjálfan og aðra. MEÐAN Jón heitinn Þor- láksson stjórnaði íhaldsfl. var ekki farið dult með það, að flokkurinn væri íhalds- • sinnaður. Hann var á móti öllum verulegum umbótum .á kjörum almennings. Og hann var þar heils hugar. Hann trúði á mátt hinna til- tölulega fáu en fésterku ein- staklinga. Þeir áttu og hlutu að vera kjölfesta þjóðlífsins. Utanum þá átti þjóöfélagiö að byggjast upp. Þessi trú var eins konar arfur frá þeim tíma, að allur almenningur var vergangslýður hvenær sem eitthvað bjátaði á um árferði í landinu, en upp úr stóðu aðeins embættismenn hinnar erlendu stjórnar og nokkrir efnabændur. Þessi meginstefna íhaldsflokksins gamla er afltaugin í stefnu Sjálfstæðisflokksins enn í dag. Með nýju nafni komu að sönnu nýir herrar til leið- sögu fyrir flokkinn og að nokkru n-ýir siðir. Má það kallast eðlilegt því „það er svo bágt að standa í stað því mönnunum munar annað- hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leiö“, Alger kyrr- staða er óhugsanleg til lengd ar. Fljótlega hlýtur að síga í aðrahvora áttina, til hins betra eða verra. íhaldsflokk urinn barðist heiðarlegri og opinskárri baráttu' fyrir stefnu sinni. Sjálfstæðis- flokkurinn reynir allt hvað hann getur til að dylja raun- verulega stefnu sína. Hann treystir á lýðskrumið. Hann segist vera öllum flokkum umbótasinnaðri. Nú er ekki farið óvægilegum orðum um þau umbótamál, sem flokk- urým þvælist fyrir og eyði- lagði meðan hann hafði orku til. Nú eru þau ekki aðeins orðin hans hjartans áhuga- : mál, heldur eiga menn fram gang þeirra beinlínis flokkn- . um að þakka. Þessi fyrirlit- legi sjónliverfingaleikur hefði aldrei getað hent Jón Þorláksson og samstarfs- menn hans. Þetta eru hinir nýju siðir nýju herranna. En þótt þessi skikkja fari Sjálf stæöisforingjunum jafnvel furðulega vel og þótt hún sé kostuglega prýdd ýmsu skrautorðaglingri, þá dylst almenningi ekki eðlið, sem undir umbúðunum býr. — Bændur hafa jafnan kunnað glöggt að greina gerviblóm frá lifandi gróðri. HÉR skal ekki að þessu sinni farið langt út í að rekja andstöðu íhaldsins gegn hin um fjölmörgu hagsmunamál um bændastéttarinnar á um liðnum árum. Aðeins skal minnt á það, að eitt sinn henti það slys, að íhaldið fékk aðstöðu til þess að ráða stefnunni í landbúnaðarmáí um. Það var þegar Jón Pálma son var landbúnaðarráðh. 1944—1946. Stuttur tími að vísu, en þó nógu langur til þess, að Sjálfstæðisforustan gat sannað í verki, ef hún vildi, að smjaður hennar fyrir bændum væri ekki hjóm eitt. Og hvernig fór? Jú, gríman féll. Skikkjunni skrautbúnu var skotiö til hliðar og hið rétta innræti blasti við augum í allri sinni nöturlegu nekt. Bændur voru þá að koma á fót Stéttar- sambandi sínu. íhaldið leit það illu auga og gerði hat- rama tilraun til að svelta það í hel með því að svifta það fjárforræði. Þessi flokk ur kallar sig „allra stétta flokk“. Allar atvinnustéttir í þjóðfélaginu hafa sín sam- tök. En þegar bændur hyggj- ast stofna sinn stéttarfélags skap, þá birtist umhyggja íhaldsins í þvi, að reyna með sérstakri löggjöf, að setja hann í sveltikví. Ótækt þótti að bændur hefðu nokkuð með verðlagningu afurða sinna að gera. Því var stofn- að svonefnt Búnaðarráð. Var það stjórnskipað, og átti að hafa með höndum verð- lagninguna. Gekk þetta of- sóknaræði svo langt, að i þingmenn Sjálfst.flokksins greiddu atkvæði gegn búnaö arráðslögunum en Ingólfur auminginn á Hellu sýndi manndóm sinn í að sitja hjá. Áburðarverksmiðjan var lögð í salt svo bygging henn- ar varð stórum dýrari fyrir vikið. Fullkomið tómahljóð var í sjóðum landbúnaðar- ins, Byggingar- og Ræktun- arsjóði. Innflutningur á land búnaðarvélum var sára smár, þótt ekki væri horft i gjald- eyrinn til annarra hluta. Yfirleitt var þannig búið að landbúnaðinum þennan tíma, sem Sjálfst.flokkurinn ráðskaði með málefni hans í ríkisstjórn, að annað eins hefir aldrei þekkzt síðan þjóðin fór að eiga með sig sjálf. OG NÚ heldur forystu- hjörð Sjálfstæðisflokksins að hún geti vakið óánægju jLandhelgisdeilan gott dæmi um erfið- leikana á efnahagssamvinnu Evrópu Eftirfarandi grein um land helgismálið og afstöðu ís- lands til fyrirhugaðrar efna- hagssamvinnu Evrópu birt- ist í Parísarútgáfu stórblaðs- ins New York Herald Trib- une 28. ágúst síðast liðinn. Höfundur greinarinnar er Jan Hasbrouck, en hann rit- ar einkum um efnahagsmál. Hin leiðinlega deila, sem nú stendur yfir milli þjóða Evrópu um fiskveiðar við ísland, er sígilt dæmi þess hve þjóðunum reynist erfitt að færa minnstu fórn í þágu hinnar nýju sameinuðu Evrópu, sem allir tala svo mikið um. Mánudaginn 1. september hefjast íslendingar handa um útfærslu landhelgi sinnar í 12 sjómílur, og Bretar, sem voru bljúgir eins og lömb þegar Rússar tóku upp sömu landhelgi fyrir fáum árum, hafa hótað því, að beita brezka flotan- um til að vernda togara sína ef þurfa þykir. Fiskimenn frá Belgíu, Þýzkalandi og fleiri evrópskum þjóðum, eiga einnig hagsmuna að gæta á íslanclsmiðum, en ríkis- stjórnir þessara landa eru ekki jafn illúðlegar og hin brezka. Aukin veiði, eyðing miðanna Þetta mál varðar í rauninni líf íslenzku þjóðarinnar. Þótt aðeins 20% íslendinga vinni að fiskveið- um og’ fiskiðnaði, er fiskur og fisk- afurðir 97% alls útflutnings eyjar- innar. Með landbúnaði og kvik- fjárrækt afla íslendingar sér allra nauðsynlegra matvæla ef korn er undanskilið, en allt annað, sem lii landsins berst, verður að greiða með fiski. Alí.ar líkur benda til a<S framhald ofveiíi stofni lífi íslenzku {jjóíiarinnar í bráða hættu gereyða fiskimiðin, sem þeir hljóta að lifa á. Lagalegur réttur og sögulegur Hvað snertir lagahlið hinna ein- hliða aðgerða íslendinga, leggja þeir áherzlu á, áð á ráðstefnunni í Genf i vor hafi tillaga Kanda um 6 mílna landhelgi en 12 mílna fiskveiðilögsögu, hiotið meirihluta fylgi. Þrátt fvrir það hlaut þessi tiliaga ekki tilskilda tvo þriðju hluta atkvæða, svo að ekki urðu úr aiþjóðalög. En þeir benda einn- ig á að sögulega séð hafi ísland haft 16 mílna landhelgi í næstum 300 ár og sömuleiðis að margar þjóðir hafi tekið upp 12 sjómílna landhelgi. Enginn lagastafur er til, sem bannar íslendingum ein- hliða aðgerðir. Þvert á móti er ekkert. til að hindra þá að íylgja fordæmi margra annarra þjóða. Helmingur af fiskafla Breta er veiddur af togurum, er sækja fjarlæg mið, — það er að segja togurum, er sækja lengra en í Norðursjó og til Færeyja. Helm- ingur þessa afla er veiddur á ís- lenzkum miðurji. Heildarverðmæti aflans af íslandsmiðum er 25.200.- 000 doilarar, en þar af veiðist and- virði 8.400.000 dollara innan 12 mílna iínunnar. íslendingar segja að Bretar myndu ckki einu sinni tapa helmingi síðastnefndu upp- hæðarinnar þar sem bætt skilyrð'i á hrygningarstöðvunum myndu auka afia utan 12 mílna línunnar. ísland og efnahagssam- vinna í Evrópu En mál íslendinga nær miklu lengra en þetta í meginatriðum. Þeir fullyrða, að ef áætlunin um skipulagða framieiðslu á svæði því, er Efnahagssamvinnustofnun Evr- ópu nær yfir, kemst til fram- kvæmda, ætti að láta þeim eftir að einbeita sér að fiskveiðum og fiskiðnaði. Þeir benda á að þær fjárhæðir. 9.800.000 dollarar í Bretlandi og 7.000.000 dollarar í Þýzkalancli, ér þeir vörðu til kaupa á iðnaðarvörum og öðrum varningi á siðasta ári myndu auk ast að sama skapi ef þeim væri láí ið eftir að nytja fiskimið sín ein um. íslendingar benda einnig á að þeir framleiða beztan fisk vegna þess hve fiskvinnslustöðvarnar eru skammt frá miðunum og fisk- urinn verði því fyrr frystur. Og þar sem frystur fiskur á nú fram- tíðina; fyrir sér, eru engin vand- kvæði á að koma hraðfrystum fiskafurðum ú Evrópumarkað. Þannig fullyrða þeir að Evrópa myndi fá betri fisk við lægra verði og gæti selt meira til ís- lands ef aðrar þjóðir vildu draga sig til baka af íslandsmiðum. En hér er risið upp vandamál, sem er dæmigert. um þá 'erfiðleika, sem eru á eínahag'ssamvinnu Evr- ópu. Hlutlausum aðila hlýtur að virðast röksemdir íslendinga ó- hrekjanlegar, en togaramenn í Hull, Grimsby, Fleetwood, Ostend og þýzkum fiskveiðibæjum ,eru ekki með neitt hugsjónagrufl í þessu sambandi. Þeir eru reiðu- búnir að berjast um þetta mál 1. september. Það er því eðlilegt að íslending- ar óttist stöðugt að fiskimið þeirra verði gereydd. Á stríðsárunum voru fiskveiðar litlar, og fyrstu árin eftir styrjöldina reyndist afli nægur handa öllum, og sannaði 1 það að hló á fiskveiðum verður til þess að fiskurinn margfaldast. En fyrr en varði, tók aflinn að minnka til niuna, miðað við 100 togveiðistundir, og 1952 færðu ís- lendingar landheigi sína út í fjór- ar sjómílur og tóku upp grunn- iinur miðaðar við yztu annes í stað hinnar venjulegu línu, er fylg ir ströndinni. Brezkir togaraeigendur brugð- ust svo við þessu að þeir töldu ríkisstjórnina á að banna íslend- ingum að landa fiski í Bretlandi. Þessu banni var þó síðar létt af, og aukinn afli beggja vegna land- helgisiínunnar sannaði að hrygn- ingarstöðvar höfðu notið góðs af breytingunni. I Fiskneyzla i Evrópu hcfur tvö- faidazt á síðustu 20 árum, er nú 58% af kjötneyzlunni, og fer stöð! ' ugt vaxandi. Margar þjóðir eru að byggja stóra togara, búna öllum ! nýtízku leitar- og veiðitækjum, ; sem eru í senn mikilvirk og eyði- ! leggjandi. íslendingar óttast að | þessir togarar myndu fljótlega hjá bændum með efnahags- ráöstafanir ríkisstjórnarinn- ar. Gleggri vottur um glám- skyggni þessara manna á hugarfar og ábyrgðartilfinn ingu bændastéttarinnar er ekki hugsanlegur. Bændur gera sér áreiðanlega ljóst, að sjúkleiki efnahagslífsins verður ekki læknaður án þess að þeir, sem aðrir, finni fyrir þvi. Og þeir eru öllum mönn um ólíklegri til að kvarta undan óhjákvæmilegum að- gerðum. Mennirnir, sem eiga að baki sér sóðaslóðina frá 1944—46, þurfa ekkl að álíta að bændur vænti sér holl- ráða úr þeirri átt. ’BAÐSrOFAN Borgari sendir Baðstofunni pistil og ræðir um húsnæði lögreglunnar i Reykjavík. „Á 172. afmælisdegi Reykjavíkur- bæjar, mánudaginn 18. ágúst s.l'. ók ég um bæinn og virti hann fyrir mér og gladdist ég yfir framförum bæ.iarins undanfarna áratugi og núna á þessum merka degi er svo komið, að stærstu húsin eru byggð upp á nokkrum dögum og núna á næstunni verða öll hús okkar steypt úr ís- lenzku sementi, sem mun hafa mikil áhrif á byggingarþróun landsmanna og verður þar með brotið nýtt blað í byggingarsög- unni. Þegar ég var stddur í hjarta bæjarins, nam ég staðar og virti fyrir mér byggingu, sem er lögreglustöð bæjarins og vakn- aði þá áhugi hjá mér að kynnast þessari byggingu nánar, en ekki dugði að glápa á veggina, sem eru óvenjulega þykkir, en þrátt fyrir það tókst mér að kynnast byggingunni innan veggja. Mörg, mörg ár eru liðin síðan talað var um að byggja nýja lögreglu- stöð og það munu vera mörg ár síðan lóð undir þessa byggingu var ákveðin, en samt hefur ekki verið hafizt handa, sem er þó ekki vanþörf á eins og sjá má á því, sem hér verður lýst. í núver- andi lögreglustöð bæjarins starfa 150 manns eða fleiri og má það l'urðu sæta að sUkt sé hægt, þeg- ar litið er á húsnæðið. í þessu hreysi er aðeins eitt. sal'erni, sem er laust á gólfinu og vaggar til þegar sezt er á það, en þetta er ætlað öllum lögreglumönnum bæjarins, og svo eru þarna þrjár ómerkilegar handlaugar. Ilús- næðið er sjálft svo lítið, að ef aUt lögregluliðið er kallað út, verður einn þriðji þess að standa utan dyra, og er aldrei reiknað með að alt'ir lögreglu- menn þurfi að vera inni samtím- is, enda ekki möguleiki að svo i sé. Fyrir stuttu síðan var ástandið svo ömurlegt, að þeir lögreglumenn, sem höfðu með sér nesti á vakt- ina, urðu að sitja við snæðing úti í gluggakistum eða jafnvel á gólfinu, en svo var aðeins bætt úr þessu með því að þrjú borð voru keypt á stöðina, en ekki var vegur að kaupa fleiri vegna þess að þau hefðu ekki komizt fyrir. í fyrravetur skeði það ó- happ. að Jeiðsla frá þessu eina salerni á stöðinni sprakk, enda orðin gömul, og gaus upp óþverri inni í svoköUuðu snyrtiherbergi, og var varia. líft í hálfan mánuð innan veggja, en nú var úr vöndu að ráða, en bjargaðist furðu vei með því að iögreglu- menn fengu að skreppa inn til' borgaranna. ef illa stóð é. Nú langar mig til að minnast á eitt, sem engum borgara dettur í hug, þegar hann kemur inn í af- greiðslu stöðvarinnar, en það er það, að allur óþverri, sem kemur frá næturgestum í kjallara húss- ins er borinn í fötum í gegnuin afgreiðsluna og hellt í salernið á hæðinni. getur einiiver borg1- ari, sem trúir þessu ekki, sann- fært sig með því að fylgjast me'ð þessu árla morguns, en bezt væri af hann hefði með sér myndavél. Ég hitti ungan lögreglumann að máli þennan merkisdag, og sp.vf hann hvort það eigi ekki að fará að byggja nýja stöð, en hann svarar að það sé oft búið að tala um það, en hann sé farinn að svarar þessu eins og eldri lögr regl'umenn ,yég lifi það víst ekki, að þeir byrji á henni“. Nú er spurningin, hverjum er þettá að kenna? Það er ef til vill hægt að svara þessari spurningu á margan hátt, en ég tel engan vafa á að þetta sé fyrst og í'remst iögreglustjóranum að kenna, ég er ekki kunnugur víða, en ég veit að það yrði löng leit að slíkum íormanni heilbrigðis- 1 ranihild á 8. síSu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.