Tíminn - 05.09.1958, Side 1
SÍMAR TÍMANS ERU:
Afgreiðslan 12323 Auglýsingar 19523
Ritstiórn og skrifstofur
1 83 00
Blaðamenn eftiir íkl. 19:
18301 — 18302 — 18303 — 18304
Prehtsmiðjan eftir kí. 17, 13948.
42. árangur.
Iieykjavík, föstudaginn 5. september 1958.
Efni í dag:
Skoðanakönnun um nýlendu-
veldi, bls. 4.
Við stemmusöfnun, bis. ð.
Vetrarstarf Þjóðleikhússins, bls 3
196. blað.
Fundur þilsundanna á Lækjartorgi táknræn mynd af
einhuga þjóð, sem víkur hvergi í landhelgismálinu
Þannig myndaði lögreglan varnargarð þvert yfir götuna vlð brezka sendiherrabústaðinn. Fólkið stóð þarna
um stund, einstök köll heyrðust en annars var allt rólegt, ólikt betri bragur á þessari heimsókn en kvöldin
áður. í gaerkvöldi var allt rólegt við Laufásveginn. (Ljósm.: Tíminn JHM).
Togarahjörðin umhverfis herskipin
þynnist - Palliser atvinnulaus í gær
Lajidhelgisbrot brezku togaranna héldu áfram í gær, en
tog'urunum fækkaði að mun, eins og segir í tilkynningu land-
helgisgæzlnnnar hér á eftir. Herskipið Palliser, sem ,,verndað“
hefir nokk>-a. togara út af Horni, var atvinnulaus í gær, allir
togararnxr ur þeim hopi
reyna að veiða eittlivað.
Það skeði í íyrrinóti, að brezk-
ur togari eyði'iagði net fyrir rek-
netabátnum Skallarifi frá Skaga-
strönd á „úthaíinu" við Vestfirði.
Varðskipin béldu áírám skyldu-
Nýtt herskip til
verndar lögbrjótum
.
NTB—Lundúnum 4. sept. Tilkynnt
var: af brezjka flotamálaráðuneyt
inu j kvöld, að tundurduflaslæðari
yrði sendiM’ til fslaods til verndar
brezkum togurum, sem stunda veið
ar innan 12 sjómílna fiskveiðimark
anna við ísland. Kemur skip þetta
í stað eftirlitsskipsins ,,Hound“,
sem fer til Bretlands, þar sem gert
verður við radartæki þess.
ut fyrii- linuna til þess að
störfum sínum við að afla kæru-
gagna á hendur landhelgisbrjótun-
um, en ekki kom til árekstra svo
vitað væri.
í gærkvöldi barst blaðinu eftir-
farandi fréttatilkynning frá land-
helgisgæzlunni:
„Á svæSinu út af Horni eru
nú engir togarar inurí.i landhelgi
en þar vom áður 2—5 togamr.
Brezka herskipið Palliser var í
kvöld að taka olíu úr birgðaskip
inu Black Ranger út af Straum
nesi.
Á svæðinu ut af Amarfirði
voru sjö togarar innan landhelgi
en voru áður 9.
Fáeinir tog'arar eru út af Glelt
ingdnesi, en dimmviðri er og
erfitt að segja nieð nokkurri
vissu, live margir togar.ir ent
fyrir Austfjörðum, en þeir virð
ast a. nt. k. ekki fieiri en áður.“
„Óeirðirnar“
í Reykjavík
Bretar vilja um fram allt, að
hér séu óeirðir og grjótkast, og
brezkir fréttamenn kunna vel a'S
laga slíkar fréttir í hendi sér.
Frá einum þeirra, sem hér er nú
barst frétt á þessa leið út uin
heiminn í gærkvöldi:
„Æstur mannfjöldi reyndi á
fimmtudagskvöldið að þrengja
sér að aðVtlliliðþiu að bústað
brezka sendilierrans í Reykjavík,
en öflugur lögregluvörður stöðv-
aði hann. Óeirðirnar bnitust lit
eftir mikinn mótmælafuncl á
torgi bæjarins, þar sem 7 þús-
und rnanns voru saman komnir".
Þeir vita svo sem hvað „óeirð-,
ir“ eru, Bretarnir.
MeS bjargfastri einurð og virðulegri
stillingu mun hún helga sér hinn ský-
lausa rétt til 12 mílna fiskveiðilögsögu
Útifundurinn á Lækjai-tox-gi klukkan 6 síðd. í gær varð mjög
fjölmennur, eins og búast mátti við. Hann fór hið bezta fram.
og var máli ræðumanna mjög vel tekið. Eftir fundinn gengu
nokkur hundnxð fundai-manna að bi’ezka sendiherrabústaðn-
um, en iögx-egla lokaði leiðinni. Var fólkið rólegt, aðeins örfá
köll en ekkert kast, og hvarf fólkið síðan á brott. Erfitt mun
að gizka á, hve mörg þúsund manns sóttu fundinn, en vafa-
laust hafa þar verig 7—10 þús.
Þessi fundur þúsundanna
á Lækjartorgi var táknrænn
fyrir samstöðu þjóðarinnar
í þessu máli og hviklausa
festu um 12 mílna landhelg-
ina. í þá órofa fylkingu mun
ekkert skarð koma. íslend-
ingar munu sýna Bretum að
þeir eiga þrautseigju og
festu öðrum þjóðum fremur
til þess að tryggja réttu máli
sigur. Tólf mílna fiskvetðí-
landhelgi er komin á, og mun
(Framhald á 2. síðu)
„Altnennur útifundur lialdinki á Lækjartorgi 4. septeniber,
1958 að tilhlutan Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík
fagnar af heiluin hug útfærslu fiskveiðilögsögu íslands í tólf
núlur út frá grunnlínum og vottar öllum, er að því hafa unnið
fyrr og síðar einlægai’ þakkir og lýsir fyllsta stuðningi við þá
ákvörðun. Telur fundurinn að með þeirri ráðstöfuln séu íslend-
ingar að hagnýta augljósan og ótvíræðan rétt sinn og vernda
brýnustu lífshagsmuni.
Sérstaklega fagnar fundurinn þeirri staðreynd, að allar
þjóðir, sein stuudað hafa fiskveiðar við fsland nema Bretar,
hafa nú þegar viðurkemit hina nýju fiskveiðilögsögu annað
hvort með beinum yfirlýshiguin þar að lútandi eða í verki, og
bendir á að í þeii’ri viðurkenningu er fólginn mjög mikilvægur
sigur í þessu þýðingarmesta efnahags- og sjálfstæðismáli þjóð-
arinnar.
Um leið og fundurinn þakkar viðurkenningu þessara
þjóða fordæmir liann lmrðlega hi(na ódrengilegu afstöðu
brezku ríkisstjóniarinnar, sem ein sker sig út úr, óvirðir full-
veldi vort og traðkar á rétti vorum til sjálfsbjargar. Skorar
fundurinn á íslenzku ríkisstjórnina að setjast ekki að samn-
ingaborði við Breta um fiskveiðilögsögu fslands, en krefjast
fullra bóta úr liendi brezkra stjómarvalda fyrir þau óhæfu-
verk, sem unnin liafa verið og framtn kunna að verða í ís-
lenzkri landhelgi í skjóli brezkna herskipa.
Jafnframt lýsir fimdurinn megnri fyrirlitningu á ofbeldis-
verkum brezkra lierskipa í landhelgi íslands og vottar varð-
skipsmönnum vorum þakkir og traust fyiir einurð þeirra og
stillingu í ábyrgðarmiklu starfi þeirra.
Loks heitir fundurinn á alla ísldndinga að standa saman
af einliug og festu urn rétt sinn og þjóðarhagsmuni í þessu
lífsbjargarmáli og fylgja því fram til fulls sigurs.“