Tíminn - 14.09.1958, Page 5
y í M I N N, suiinudaginn 141. september 1958.
£
Ræ$a flutt í ríkisótvarpinu -norska af
Fridtjov Sörhö
ísland — það er Snorri og ættar
sögur, sagngala og þjóðerni. Þetta
ér í senn rslenzK loruíö og sam-
tíð. Bjarm M. Gíslason hefur oli
sérkenm bókmenntalegrar og sögu
legrar íslenzkrar aríl.ehðar. Hanii
er iæddur á -Vesturiandi 1908, fór
snemma í sighngar út i heim, og
gaf út fyrsiu kvæðabókina sína
1933. 1937 kom hann a lýðskólann
í Askov, og síöan hefur Bjarn.
búið í Banmorku og skrri'að bækui
sínar á donsku. 1939 gaf hann iu
fyrstu donsku kvæoaboiuna og hei.
ur síöan lauð margar bækur fra
sér fara, þar á meöal stóra skáld-
sögu er hót gongu öína 1944. Benu
ir hún í senn a samnneigö og bai-
áttuna miUi yngri og eldri tíma.
Ýmsir Islendingar hafa unnio
mikil bókmenntastórf á erlendum
vettvangi. Fyrir tæpum manns-
aldri ruddu mórg íslenzk skáld sér
braut i Oanmorku. Bjami M. Gísla
son er að mörgu leyti ólikur þess-
um löndum sínum. Hann lætur ser
ekki nægja skaldsagnagerðina eina
en er ávallt vígbúmn og nálægur
þegar barizt er um rétf Islands
og heiður. Með bókinni um is-
lenzku handritin gerði hann hand-
ritamálið að norrænu réttlætismáli
sem ómogulegt er að þagga niður.
Og með rili sínu um bókmenntir
Islands ’frá lokum sogualdar skýrði
hann samihengi íslenzkrar menn-
jngar fyrir norðurlandabúum. —
ikveðin lífsskoðun ir leiðar-
'itjarna lians pg fyll.r hún verk
hans með mynduglt k og persónu-
leika.
Sterkast logar :þó andi hans í
ljó'listinni. Með ljóðasafninu
,Stene pa stranden'* vann Bjarni
M. Géslason sér fa .an sess í nor-
rænni IjóSagerð. illum ljóðum
þessarar bókar logar hörkveikur
annrar ljóðalistai Kvæðin eru
tundum fáorð og rp.skygn eins
og tbjá Överland, en annað veifið
. .áiþrungin pg tilf nn ngarik eins
og hjá Welhaven. Bjarni yrkir um
kæii-.-kann ie>" allsherjarmál
þeirrar mannveru om leitast við
sigjs ” ' "• amræmi til-
verunnar á betri veg; ’hann lætur
straumþunga bylgju þeirrar er
hann kallar „sjálfsgleymd“ sam-
einast áfli sálarinnar í baráttunni
við efnið. Hann mælir ekki hlut-
ina í stærð þeirra í rúrná og yrkir
þannig um daggardropann að það
fyllir hugann sem skáldLeg heild-
irsýn. iEn Bjarni M. Gíslason er,
’kki það sem kallað er „nýmóðins
káld“. Hann reynir aldrei að dilla
lustartólunum með sérkennileg-
n áherzlum. F.yrir honurn vakir
Jetns eitt: manneskjan og lifs-
icvörðun hennar. Það þýðir ekki
5 standa álengdar, óttast og hopa.
>a3 vertur að hasla lífmu völl,
ima við það eins og Jakob við
shova — cg sigra. Gamall öldung
• skírir þannig leið listarinnar:
leg sagde: Ðe er sá höje
3 .sákald.íe ándens tinder.
tan svarede: Lavt under fjeldet
e klareste kilder rinder“.
Væringjahugur og ættjarðarást
ru lyndiseinkenni allra norrænna
oanna. Fáir hafa sýnt þetta frem
rr en Bjarni M. Gíslason. Frá
heimifi sínu í Danmörku héfur
hann útsýni til Himnafjallsins,
sem er umkringt af skógum, vötn
um og frjósömum ekrum. En nótt
og dag leitar hugur hans til snæ-
fjallanna í bernskulandinu. Hans
himnafjall liggur á íslandi. Þess
vegna segir hann í kvæðinu til
Danmerkur:
„L0ft du min sjæl
over bdgernes kroner
og de blánende sunde,
hjem mod de solgyldne bjerge
hvorfra jeg kom.“
Kærleikurinn til íslands er hið
skapandi afl í ljóðum og lífi
Pjarna M. Gíslasonar.
—
Þáttur kirkjurm.ar
A i! 8 m ý k t
EF EG ætti að svara spurn-
ingunni: Hvað vantar heims-
menninguna mest? Mundi ég
svara þvi með einu orði:
AUÐMÝKT.
Auðmýkt er sá jarðvegur i
mannssélinni, sem dyggðir og
þroski allur grajr bezt í, ekki
sízt gróður kærleikans sjálfs.
Auðmýktin greiðir lotningu og
Lifbeiðslu braut til öndvegis í
vitund mannsins. Og það er
vegur auðmýktarinnar, sem
Iíristur vísar svo oft til í kenn
ingum sinum.
Án auðmýktar er engin stór-
mennska sönn, ekko.rt stolt heil
| agt, því þessir eðilskostir verða
| að vaxa úr jarövegi auðmýktar
| og Mtillætis.
| Og séu markmið og metnað-
! ur ekki skírð úr laugum lotn-
ingar og auðmýktar missir allt
•slíkt gildi sitt og tiigang sitt
sanna líf.
„Nema þér snúið við og verð
ið eins og börn, komizt þér alls
ekki inn í himnaríki, sagði Jes-
ús og þá hafði hann einmitt
lítillætið sérstaklega i huga.
ANDI nútímans einkennist
hins vegar af hroka og stæri-
læti manndýrkunnar og sjálfsá-
lits. Menn gleyma oft dæmi
Samverjans, sem sagt var um
„Far þú og gjör slíkt hið sama“
Hann gleymdi sjálfum sér í
auðmjúkri þjónustu. Og sá,
sem ekki tekur á móti gjöfum
lífsins, hvort heldur úr hönd ör
laga eða manna- með auðmjúkri
þökkj hann glatar æðsta verð-
mæti þeirra.
Ekkert hérna á jöfðu er eign
okkai", ekkert getur maðurinn
sagt um, „þetta er mitt“.
„Nakinn kom ég frá móður-
lifi, nakinn mun ég aftur
hverfa héðan“ andvarpar sá,
sem hefir tileinkað sér sanna
auðmýkt.
ALLT er gef.ið af óendan-
legri náð og örlæti hins eilífa
kærleika. Háfleygar hugsanir,
kraftur anda og handar, gáfur
og gleði, allt er að láni, og gst-
ur venð horfið á næsta andar-
taki.
Þessa er gott að minnast
þcim, er gleymir kærleika
Guðs og velgjörðum manna.
Þú ert sem. lítill ncisti af ei-
lífum loga Guðs dýrðar, og bör-
inn uppi af óendanlegum kær-
leikskrafti hans, gæddur yfir-
skilvitlegu ljósi frá uppsprettu
lífsins.
En mundu alllaf, að þú ert
maður innan þröngra takmarka
tíma óg rúms. Hlutverk þitt er
ekki að fyllast hroka og stæri-
læti yfir öllum gáfum þínum
og gjöfum, heldur hitt að finna
þig sjálfan sem verkfæri ei-
lífrar sköpunarorku, sem gæðir
þig þrá fórnfýsinnar og kær-
leiksþjónustunnar við allt, sem
lifir.
En slík þjónusta, þjónusta
hins miskunnsama Samverja,
verður bezt innt af höndum i
auðmýkt, lotning og íilbeiðslu
gagnvart dásemdum lífsins.
Árelíus Níelssou.
>'aT3FV.C'' J. r->-. j1 _ z ~. rji.a, Æfigrii .^5
1 Arne Hantmersland settí nýtt NorSur
Iandamet í 1500 metra hlanpi nýlega
Snæfell frá Akureyri artnriaeota SKipio.
Aílaver
s a
er 1,7
Rætt vsð aflakónginn, Bjarna Jóhannesson,
-skipstjóra á Snæfelli
Snæfeliið frá Akureyri er enn á síldveiðum og undii
iök áfild i rvertáSítrinnar fyrir Norðurlandi var það orðið afla-
hæsta skip flotans á þessu sumri. Er það í þriðja sinn, sew
sklpstjórinn, Bjarni Jóhannesson, er aflakóngur síídveið
anna Aflaterðmæti SnæJells á þessu sumri mun nema uir
1.7 milij. kr. Fréttamaður Tímans á Akureyri hitti Bjarnt
að máli fyrir skömmu, er hann koms nöggvast til heima-
hafnar, og ræddi við hann um síldarvei-tíðina.
Snæíiillið fékk síðast í gær 150
tunnur af ágætri síld út af Horni
og héll imeð hana til hafnar.
Bjarni liefir verið- B'kipstjóri á
Snæfelli í 6 ár. Árið 1952 varð
hann aflakóngur, þá á Akraborg,
og svo á Snæfcllimi í fyrra og í
þriðja sir.n i sumar. Snæfell er
jui búið að fá yfir 10 þús. mál og
tunnur síidar samkva'mt skýrsfu
Fiskifélags íslands.
— H'vernig hefir þér fundizt
veðráttan í sumar?
— Hún hefir eyðilagt þessa ver-
tíð fyr.ir ílestum, segir Bjarni.
Sjaldgn var gott veiðiveðúr heil-
an dag, hvað þá meira. Norðan-
áttin hefir verið ríkjandi frá því
um áramólin í fyrra. Aðeins fyrstu
daga síldveiðanna mátti heita
gott veður.
— Hvernig hagaði síldin sér?
— Hún g&kk mun grynnra en
í fyrrasumar og fyrirfarancli sum-
úr. En hún brást að mestu á svæð
inu frá Grírasey að Langanesi og
eins við Koltoeinsey.
— En dldarmagnið í sjónum,
miðað við fyrirfarandi ár?
— Um það getur maðtir Lítið
sagt. Hitt er aftur á móti víst, að
hún lét fremur lítið sjá sig. í
sumar hefði ekki orðið nein telj-
andi veiði, ef hin nýju leitartæki
hefðu ckki verið fyrir hendi.
— Hvað heldur þú að ráði mestu
um hinn mikla aflamismun skip-
anna?
Á fþró'ttamóti á Bislet-leikvang-
inum í Osló föstudaginn 5. septem
ber setti Arne Hammersland nýtt'
norskt met í 1500 m. hlaupi. Hljóp
hann vegalengdina á 3:39,8 mín.,
sem er tveimur sek. betra en eldra
metið, sem hann setti á EM í
Stökkhólmi. Sigun'egarinn í grein
inni varð heimsmethafinn Herbert
ELliott, Ástralíu, sem hljóp á 3:37,4
mín., en annar varð Murrey Hall-
berg, Nýja-Sjálandi, á 3:38.8 mín.
— Fyxsti hringurinn var ekki
hlaupinn mjög hratt og -er loka:
tknlSB þvi ótrúle.ga góður. — í
400 m. grindahíaúpi var iett norskt
met í þriðja skipti í sumar og nú
var það Jan Gulbrandsen, sem náði
metinu aftur. Hann var þriðji á
52,2 sek. Sigurvegari varð Pot-
jieter, Suður-Afríku, á 50,2 sek.,
og annar Dave Lean, ÁstraHu, á
51,4 sek. — Paul Sclimidt sigraði
Audun Boysen í 800 m. hlaupinu,
;n tíminn var lclegur, sigurvegar-
nn hljóp á 1:50.3 sek. — Þá sigr-
iði Mi'ke Agostini, Kanada, Germ-
ir frá Þýzkalandi í 100 m. hlaupi,
iljóp á 10.3 sék., en Germar á
10.4. í 200 m. hlaupinu sigraö,
Germar hins vegar á 20,8 sek., erj
Agostini hljóp á 20.9 sek. — Björr.
Nilsen kom á óvart í 400 m. hlaup-
inu, en hann hljóp nú vegalengcí-
ina í annað skipti og hlaut 47,6
s.ek., sem er tveimur tíundu úr seL.
lakara en norska rrietið, sem Boy
sen á. Sigurvegari í hláupinu varc’
Malcolm Spence, Suður-Afríku, á
46,4 sek. — Þess má geta, að tím.
Hammersland í 1500 m. hlaupir.o
er nýtt Norðurlandamet.
Norðurlandamet í
sleggjukasti
Á alþjóðlegu frjáMþróttamóti £
Borlánge í Svíþjóð setti Svíir.D
Birger Asplund nýtt Norðurlanda-
met í sleggjukasti, kastaði 63,12 m,
Árangur í öðrum greinum var ekl:.
sérstakur, en þess má geta, r.ö
heimsmethafinn í hástökki, Rúss-
ir.n Stepanov, sigraði í þeirri grein,
stökk 2.05 m., en sömu hæð fctökk
einnig Svíinn Pettei-son.
BJARNI JjM jíNcSSON,
skipstjóri.
— Þeir, sem frain úr skara
með aflar.n munu kunna betur en
aðrir að nota hin nýju hjálpar-
tæki. Mér er heldur ekki grun-
laust um að ábótavant sé um nið-
ursetningu þeirra í sumtim bát-
um og auðvelda þau þá ekki sfld-
arleitina sem skyldi.
— Hefir þú asdictælci einnig í
snurpubátunum?
— Já, í öðrum þeirra og ég
;el það mjög hagkvæmt.
— Hvaða álit hefir þú á nælon-
lótunum?
— Þær eru óefað það sem koma
. 'kái.
— Hvað fékkstu mest í kasti?
— Við fengum einu sinni 1206
tunnur út af Digranesi. Það er svo
sem ekkert sérstakt við það, nema
að þessi síld var öll söltuð, „hver
einasta padda“.
— Fenguð þið nokkurn tíina
annað í nótina en síld?
— Nei, og kærðum okkur ekki
um annað. Jú, einu sinni fengum
við beinhákarl, það er fullt af
þessu fyrir austan. En hann reif
auðvitað um leið og fór sína leið
og síidin hka.
— En ufsinn?
— Siðustu dagana fengum viÖ
75 tonn af ufsa. Þar af fenguœ
við 52 tonn á fimmtudaginn við
Hamarsboða á Haganesvík. Vio
Lögðum hann upp á Sauðárkróló
og lítils háttar í Hrísey.
Blaðið þakkar viðtalið og ósk-
ar Bjarna til liamingju með hina
góðu veiði í sumar og nafngiftina
aflakóngur síldveiðanna 1958.
Snæfell er eign Útgerðarfélags
KEA á Akureyri og smíðað í Skis
smíðastöð KEA fyrir hálfum öðr-
um áratug. Eyrsti skipstjóri þéss
var Egill Jóhannsson og allt þar
til Bjarni Jóhannesson, núverand:
skipstjóri, tók við því fyrir 6 ár-
um. Snæfell hefir verið miklcl
happaskip til þessa.
ED * i