Tíminn - 19.09.1958, Blaðsíða 1
• fMAR TÍMANS ERU:
jygrelðslan 12323 Augiýsingar 19523
Rltsifórn og skrifstotur
1 83 00
, Blaðamenn eftir kl. 19:
1*301 — 18302 — 18303 — 18304
Prentsmiðjan eftir kl. 17: 13948
EFNIÐ:
4. síðan
Ræða Ásgeirs’ Bjarnasonar aíþin.
á héraðshátíð í V-Hún., bls. 5.
Landhelgishugleiðingar, bls. 5.
Flóttamannavandamálið í Þýzka-
landi, bls. 6.
Skýrslur atvinnutækjanefndar,
bls. 7.
42. árgangur.
Reykjavík, föstudaginn 19. september 1958.
208. blað.
Fásinna að útiloka sex hundruð
millj. þjóð frá alþjóðasamtökum,
segir stjórn brezka verkamannaflokksins
9 togarar fyrir innan
Á' tíunda tímanum í gærkvöldi
vorn 9 togarar að veiðum út af
Vestfjörðum fyrir innan línu. ■—
Einn togari var út af Straumnesi
í fylgd með herskipi en hinir 6
voru sunnar.
Engir togarar voru á Langanes-
svæðinu í gærkvöldi, en þrír voru
í stefnu til Grímseyjar, þeir voru
og í íylgd með herskipi. Land-
helgisgæzian taldi líkur fyrir því
iað þeir mundu ætla sér að toga
fyrir innnn. linu við Grímsey.
NTB—London, 18. sept. Forusta
brezka verkamannaflokksins end
urtók í dag kröfu sína um, að
veita beri kínverska alþýðulýð-
veldinu aðild að Sameinuðu þjóð-
unum. Lögg var áherzla á, að at-
burðir síðustu daga á Formósu-
sundi hefðu sýnt ennþá skýrar
en áður, hversu mikil fásinna væri
að úliloka 600 milljóna þjóð frá
a’.þjóðasamtökunum.
Flokkoforusta verkamannaflokks
ins lýsti stuðningi við kröfu Hugh
‘Gailskells um. að brezka stjórnin
tilkynnti Bandarlkjastjórn, a?j
Brelar styðji ekki Bandaríkja-
(Framhald á 2 stðu)
Þjóðfrelsishreyfingin í Alsír
mun mynda ríkisstjórn í dag
Frú Georgía
Björnsson látin
Frú Georgía Björnsson, ekkja
Svcins Björnssonar, fyrsta for-
seta íslcnzka lýðveldisins, lézt í
Landssþítalanum um miðjan dag
í gær á 75. nldursári. ■ Hennar
verður getið nánar í blaðinu á
næstunni. i
VerÓur útlagastjórn í erlendri arababorg fyrst
í staft. — Um 30 ríki sög<$ reiíubúin aS viíur-
kenna hana
NTB-Kairó, 18. sept. — Þjóðfrelsishreyfingin í Alsír eignast
á morgun eigin ríkisstjórn. sem vera skal fulltrúi fyrir hið
frjálsa Alsír, og að því er talsmaður hreyfingarinnar í Túnis
sagði, eru nú um það bil 30 ríkisstjórnir, þar á meðal stjórnir
kommúriistaríkjanna, Indiands, þriggja Suður-Ameríkuríkja
og Arabaríkjanna, reiðubúnar að viðurkenna hana um leið og
hún er komin á fót.
Þessi vika hefir verið mikil heyskaparvika í þeim landshlutum, sem búið hafa við látlausa óþurrka meginhluta sumarsins, en það eru Norð-
nr- og Austurland. September kom með sunnanvinda á þessum slóðum eins og oft áður, og' heyin björguðust í hlöður. En taðan var orðin
hrakin eða úr sér sprottin og ekki þurrkvönd, svo að liirðingin gekk fljótt. Dráttarvélar með heyvagna í tauini liafa verið á ferðinni um engj
ar ogtún, og fólkið keppist við aö ljúka hirðingnnni. Göngurnar eru hafnar, réttirnar eru þessa dagana og þá er ekki hægt að sinna öðru, því
að liðið á sveitabæjunum er varla til skitanna eins og kunnugt er. —
Síðasta heyið hirt - og svo koma göngurnar
Ríkisstjórnir Túnis og Marokkó
hafa þegar lagt blessun sína yfir
myndun frjálsrar stjórnar Alsir,
og var það gert á fundi arabaleið
toga á fundi þeirra. í Tangier í
apríl í vor.
í rauninni hafa einnig allmörg
arabaríki veitt viðurkenningu sína
með því að veita þjáðfrelsishreyf-
ingunni, FLN, fjárhagsaðstoð, sem
nemur allt að 700 milljónum kr.
árlega. Leiðtogi FLN tilkynnti um
stjórnarmyndunina í Kaíró í morg
un, en áður hafði blað egypzku
stjórnarinnar flutt fréttina. Sagði
blaðið jafnframt, að Abbas, for-
ingi sá, er tilkynnti um stjórnar-
myndunina, myndi verða forsætis
ráðherra hennar,
Andstaða gegn þjóðar-
atkvæðagreiðslunni.
Af hálfu araba í Kaíró er til-
kynnt, að sljórnarmyndunin sé ráð
stöfun gegn þjóðaratkvæ'ða-
greiðslu um nýja franska stjórnar-
skrá, sem de Gaulle forsætisráð-
herra ætlar að láta fara fram eftir
tiu daga. Sagt er, að ríkisstjórn
þessi fyrir Alsír muni koma sér
upp höfuðstöðvum í landinu sjáHu
innan skamms, en þangað til muni
hún hafa aðsetur í Kaíró eða ann-
arri höfuðborg araba.
Formósumálið fyrir S. Þ. ef sendi-
herraviðræðurnar bera ekki árangur
Ræða Gromykos utanríkisráð
heri'a Ráðstjóranriimar var hörð
árás á utanríkisstefnu Bandaríkj
anna. Krafðist hann brottflutn
ings alls bandarísks liers frá
Formósu og' endurtók loforð
Rússa viff Kínverja um lijálp ef
til árásar kæmi.
„Að skaka brandinn.“
Gromyko kva'ð vesturveldin og
þá fyrst og fremst Bandaríkin
beita hernaðarógnunum í æ fyllra
mæli til að koma sínu fram. Þann
ig hefðu Bandarikin hagað sér í
Formóiudeilunni og í borgárastyrj
öldinni í Indónesíu, og Bandarík
in og Bretland í Libanon og Jórd
aníu. Bandarikin hneygðust nú að
þeirri stefnu Hitlers að skaka
(Framhald á 2. slðu)
Dwlies og Gromyko reifuðu heimsmálin á
fyrsta degi almennra umræðna á þingi S.Þ.J
NTB-New York, 18 sept. — Hið alvarlega kreppuástand í
Austtirlönduin setti þungan skugga á hinar almennu umræð-
ur á allsherjarþingi S. Þ., sem hófust í dag, en þá töluðu meðal
annarra Dulles og Gromyko. Sagði Dulles, að Bandaríkjamenn
áskfldu sér rétt til að leggja Formósumálin fyrir allsherjar-
þingið, ef sendiherraviðræðurnar í Varsjá reyndust árangurs-
lausar. Er þetta í fyrsta sinn, sem það er orðað á opinberum
vettvangi, að viðsjárnar á Formósusundi komi til umræðu á
þinginu. Talið er, að Bandaríkjamenn muni ekki láta sér
lyndá að sendiherraviðræðurnar dragist á langinn. Dulles
lýsti því þó yfir, að meðan menn vissu ekki hvernig sendi-
herraviðræðurnar færu, væri ekki rétta að taka málið cyrir.
Sendiherraviðræð- i
urnar í Varsjá
NTB—Varsjá, 18. sept. Sendi-
herra Bandaríkjanna í Varsjá,
mr. Beam og Wang Ping Nan,
sendiherra kínversku stjórnar-
innar í Pekimg komu í dag sam
an til annars viðræðufundar
síns um ástandig á Formósu-
sundi. Þeir koniu fyrst saman á
mánudaginn, en þá gerði hvor
um sig sem gleg'gsta grein fyrir
afstöðu lands síns í máiinu.
Fréttamenn í Varsjá töldu, að
á fundinum í dag myndi fást úr
því skorið, að livc niiklu leyti
viðræffur sendiherranna koma til
með að geta leitit til árangurs.
Iíkki er búizt við, að þessar við-
ræður leiði til lausnar vandans
til fulls, en menn vona, að af
þeim leiði, að- eittlivað linni tog'
streytunni. Fundurinn í dag
stóð í tvær klst. og var ekki
gefin út nein tilkynning að lion
um lokniim. Sendilierrarnir
koma næst sanuin á sunnudag
Ferrat Abbas.
Foringinn Ferrat Abbas er 59
ára gamall og hefir menntun sem
lyfjafræðingur. Eftir að hafa ver-
ið blaðamaður um skeið, fór hann
að skipta sér af stjórnmálum og
átti sæti á fyrra löggjafarþingi fyr
ir Alsír. Eftir landgöngu banda-
manna í Alsír 1943 gaf hann út yf
irlýsingu, þar sem hann krafðist
stjórnarskrár fyrir landið og þsng.
sem kosið væri til með almennum
kosningarétti. Síðar varð hann
einn af forustumönnum FLN. —
Lengi var hann hófsamur í stjórn
málastefnu, en síðan 1956 hefir
hann verið einn af ákveðnustu for
vígismönnum írelsishreyfingarinn-
ar. Aðrir forsprakkar hreyfingar-
innar verða ásamt Abbas í þess-
ari ríkisötjórn. Engir kommiinist-
ar eru í henni, enda finnast þeir
ekki meðal forustumanna hreyfing
arinnar.
HvaÖ gerir franska stjórnili?
í kvöld vildi franska utanríkis-
ráðuneytið ekkert segja um þe.ss-
ar tilkynningar frá Kaíró. Óháða
. blaðið Le Monde heldur því fram
1 (Framhald á 2. síðu)
ið fundinn um landhelgismálið á mánudaginn
Hatdinn í Framsóknarhúsinu við Tjörnina kl. 20,30 - Frummælendur ráðherrarnir Hermann
Jénasson og Eysteinn Jónsson - Framsóknarfólk fjölmennið