Tíminn - 19.09.1958, Qupperneq 8

Tíminn - 19.09.1958, Qupperneq 8
B TIMINN, föstiulagiivn 19. scptcmber 1958. Sjötug: Guðríður Þórarinsdóttir frá Drumboddsstöðum í ötmurn og erli dagsins gleym- ist stundum eitt og annað, sem maSur viidi þó muna. En þegar umstangið minnkar og ysinn WjóSnar, er sem rofi til I minni manns. Svo var um mig er ég kom heim laugardagskvöldið 6. þ. m., | langþreyttur af margra daga fundasetu, þá fyr.st mundi ég það, I aS gömul og góð vinkona mín, GuðríSur Þórarinsdóttir frá Drumb oddsstöðum, hafði átt sjötugsaf- mæli daginn áður. Og þó að ég sé á eftir tímanum með hamingju- ósk mína, sendi ég hana samt, og vona og óska, að henni endist lang j ur aldur enn og starfsþrek. Guðríður er fædd að Drumb-1 oddsstöðiim í Biskupstungum 5. sept. 1888, tvíburasystir Þorsteins, sem þar tojó og kom mjög við sögu félagsmáia hér í sveit og í héraði, og var vitur maður og góðgjarn. Foreldrar Guðríðar voru þau hjónin, Gróa Þorsteinsdóttir og Þórarinn Þórarinsson, mestu sæmd arhjón. Er margt gáfumanna og lærðna í báðum þessum ættum, þó að 'það verði ekki rakið hór. Að- eins bendi ég á tvö atriði: Gróa var tnóðursystir Hannesar Þor- steinssonar þjóðskjalavarðar og þeirra systkina, en Þórarinn var 7. tnaður í beinan karllegg frá eéra Einari í Heydölum. Gnóa missti mann sinn á miðj- um aldri, en bjó síðan ekkja um mörg ár þar til toörn hennar voru uppkomin. Þau Guðríður og Þor- steinn tóku við búi á Drumbodds- stöðum 1910 og tojuggu félagsbúi, þar til Þorsteinn lézt sumarið 1933. Eldra fólk í Biskupstungum minnist Drumboddsstaðaheimiiis- ins frá þessu tímabili með mikilli ánægju. Eiginlega mú segja, að það væri nokkurs konar miðstcið félagslegrar menningar í sveitinni, þó -ekki væri þar samkomustaður. Þorsteinn hafði foruslu félagsmála l sveitinni og að nokkru leyti í héraði. Og systirin slóð dyggilega við hlið hans, einkurn hvað snerti málefni ungmennafélagsins og lagði þar til einatt mikil ráð og góð. Ðrumboddsstaðir liggja ekki við þjóðhraut, þó’ var eins og flestra leiðir lægju þar um og aldrei væri krókur að koma þar við, enda þurftu margir að hitta húsbónd- ann. Það var því oft gestkvæmt á Drumtooddsstöðum og glaðværð góð. Hjúasæld var mikil, s\'o að segja mátti, að þeir, sem þangað komu til vistar, viidu helzt ekki þaðan fara. Þö voru þax oft mikil umsvif og athafnasemi og ekki lát- ið sitja við orðin tóm eða ráðagerð ir, heldur genglð fast að verki og msrgt framkvæmt, þótt ekki væri fullar hendur fjár, frekar en ann- ars staðar, á þeim erfiðu tímum. Þorsteinn var mikiil verkmaður og frábær verkstjóri. Hann hafði þann sið að gera áætlun fyrir hverja viku, að vori og hausti, hverju skyldi komið af og var jafnan staðið við áætlun. Á þessum árum var stór beitar- mýri fyrir sunnan túnið gerð að áveiluengi, sem var mikil og góð jarðarbót. Á DrumboddsStöðum var líka fyrsti trjá- og tolómagarð- ur gerður vorið 1908 og var mörg- um hér í sveit til fyrirmyndar. Við 'lát Þorsteins bróður hennar hvarf Guðriður frá æskuheimilinu og sveitinni, sem hún unni öilum stöðum fremur, og fluttist 'þá til Reykjavíkur -og hefur átt þar heimili síðan. Allir, sem Guðríði þekktu, vissu að ekki myndi togna á trj’ggða- böndum við æskusveit hennar. Sú hefur líka orðið raunin á. NokkrUm árum eftir að hún kom til Iteykjavíkur, gekkst hún fyrir stofnun félags Biskups- tungnamanna þar. Átthagafélög eru auðvitað ekki neitt nýtt fyrir- bæri í 'höfuðstaðnum, en félög, sem eingöngu eru bundin við eina sveit, munu þó vera fá, nema umj kauptún sé að ræða, sem fóikið hefur flutzt frá. Nú hefur þetta félag starfað nokkuð á annan ára- tug, tengt burtflutta fólkið úr sveitinni saman og orðið traust tengsl miili þess og æskustöðv- anna. Langmerkasta viðfangsefni fé- lagsins er útgáfa bókarinnar. Inn til fjalla. sem félagið gaf út í tveimur bindum, méð nokkur.ra ára millibiÍL Markmið félagsins með út'gáfu ritsins er að reyna að varðveita minningar um ýmsa menn, málefni og fleira í Biskups- tungum, lengur en ella myftdi", segir I formála fyrra bindis. Ekki væri rétt frá sagt, ef það væri dulið, að vitanlega var það Guðríður, sem átti frnumkvæðið að þessari útgáfu og hefur fyrst og fremst toorið hita og þunga af íramkvæmd verksins á allan hátt, enda er hún hinn óskráði ritstjóri ntsins, og hefur sjáií ritað drjúg- an hlut beggja bindanna, en hún er, ems og hún á kyn lil, prýði- tega ntfær. Annað verkefni hefur Guðríður nú með höndum, en það er sjóðs- stofnun og skal sjóðurinn heita Minningarsjóður Biskupstungna. Er ætlunin, að Biskup&tungna- m’enn heima og heiman, eigi kost á að gefa minningargjafir um látna ættingja og vim í þenna sjóð. Hefur iiún látið gera fork- unnar fagra bók — Biskupstungna bók — er í skal rita stutt ævi- ágrip þeirra, sem minningargjafir eru gefnar um. En fé sjóðsins skal aðallega varið til að fegra og prýða kirkjugarða sveitarinnar gera trjá- og blómagarða við bama skóla og félagsheimiii hreppsins, svo og að fegra og prýða alla þessa staði framvegis. Nú er mér í grun, að minni góðu vinkonu þyki nóg um, er ég segi svo frá störfum hennar og áhugamálum, því án alls yfirlætis hefur hún lagt leið sína á iífsins vegi, svo sem margra hinna beztu kvenna er háttur. En méx er jafn- an í mun að segja frá þvi, sem vel er gert og til rrænningar horfir og þakka það. Og það veit ég, að und- ir það -taka allir Biskupstungna- menn, toæði þeir, sem heima eru og hinir, sem horfið hafa að heim- an, en bera þó hlýjan hug og tryggð 'til berurjóðurs, meðan æv- in endist. Og því er á þetta minnzt nú, við þessi tímamót í ævi Guðríðar, að við viljum senda henni beztu þakk ir og kVeojur að heiman og óskir, að henni megi enn lengi endast lifandi áhugi og starfsþrek til góðra menningarstarfa. Þorsteinn Sigurðsson. Sundmeistaramót framnaia aí 3. síðu A-sveit Leifturs á 2:07.2 sek. Hæsta stigatölu á mótinu hlaut KA, 65 stig. Vann félagíð farand bikarinn í annaö skipti, en biltar inn var gefinn af sundráði Akur- eyrar á sundmeistaramóti Norður lands er háð var á Akureyri í fyrra. íþóttafélagig Leiftur hlaut 44 st., Þór 25 st., og HSÞ 18 st. Að keppninni lokinni bauð bæj arstjórn ÓÓlafsfjarðar og íþrótta félagið Leiftur keppendum til sam drykkju. Aðálræðumenn íi sam kvæminu voru Þorvaldur Þorsteins son bæjarstjóri og Jónas Einars son, fararstjóri Akureyringa. B.S. Ferftalög milli Austur- og V esturÞýzkalands (Framhald af 6. síðuj. Fólk scm flúið hefur land má því aðeins koma heim ef náinn ættingi liggur fyrir dauðanum. Tannlæknir nokkur frá Austur Þýzkalandi er fengið hafði leyfi til að fara til Vestur-Þýzkalands var svo óvarkár að senda fjöl- skyldu sinni póstkort frá nokkrum þeim borgum er hann heimsóíti. Þar sem sumar þeirra voru ekki nefndar í ferðaáætluninni er hann hafði gefið upp hlaut hann þriggja mánaða fangelsi við heimkomuna. Öllu vinnufæru fólki er ómögu legt að flytja úr landi á löglegan hátt, jafnvel þótt um hjónaband sé ag ræða. Hafi umsækjandi þegar gifzt landa sínum í Vestur-Þýzka landi er það skylda yfirvaldanna að telja vestur-þýzka aðilann á að flylja til Austur-Þýzkalands. (Heimild: Information). Skýrslur atvlnnutækjanefndar (Framhald af 7. síðuj. Iðnaður: 1 bifreiðaverkstæði, 1 sláturhús. Rafmagn: Dísilrafstöð, 15 kw. Athugaseindir. íbúatala og atvinna. Þorpið er hluti af Laxárdalshreppi og liggja því ekki fyrir íbúatölur nema fyrir síðustu tvö árin. Það er vcrzl unarstaður fyrir mið- og suður- hluta Dalasýslu. Talið er, að 9 menn hafi atvinnu annars staðar hluta úr ári. Höfnin o. fl. Hafnarskilyrði eru slæm. Fjörðurinn grunnur og lig'gur leiðin að Búðardal um Breiðafjarðarröst. Flóabátur get- ur lagzt þar við bryggju, þegar liátt er í sjó, en ekki önnur flutn- ingaskip, enda aðeins um litla bátabryggju (steinsteypta) að ræða, sbr. skýrslu. Útgerð engin og hcfir aldrei verið nein, og engar fiskafurðir framleiddar. Er og engin aðstaða til þess á staðn- um. Löndunarkrani enginn. Bilvog engin. Nefndin varð þess ekki vör, að uppi væru áform um hafn arbætur þar á staðnum. Þó hefir vitamálaskrifstofan gert áætlun um lengingu bryggjunnar. Sláturfjártala 1956: 6182. Skarðsstöð. Helzta hafnarstæði fyrir botnij Breiðafjarðar .er í Skarðsstöð á Skarðsströnd: ' Þar hefir nýlega verið byggð 20 m löng bryggja, s'teinsteypt og er mesta dýpi við hana 1,8 m á stórstraumsfjöru. Gert er ráð fyrir að lengja bryggj una og byggja við hana liaus og framkvæma dýpkun við hana. 'Samkvæmt Iauslegri áætlun vita- málaskrifstofunnar kosta þær fram kvæmdir nál. 2,7 millj. kr. Er þá gert ráð fyrir 3,5 m dýpi á stór- straumsfjöru, en mesti munur flóðs og fjöru er þárna talinn 5 m. Við enda fyrirhugaðrar bryggju er leðja á botni niður í 4,5 m dýpi. Framkvæmdir'eru að sjálf- sögðu miðaðar við það, að í Skar'ðs stöð geti orðið vöruflutningahöfn og viðskiptamiðstöð og e.t.v. ein- hver útgerð. Jlundi þá byggjast l'orp á staðnum, i ¥Íðavangi (Framhald af 7. síðu). liverju skiptir það, þótt atvinnu vegum þjó'ðarinnar blæði, éf í- haldspólitíkin dafnar? Fólk er farið að kannast við loddarleik- in, svo að þetta „sætir epgri auyG€ft;RIiklMNN Skjaldbreið" til SnæfelIsjieíShafna og Flateyj ar hinn 23. þ. m. Tékið á móti flutningi til Ólafsvíkur, Grun’dar- fjarðar, Stykkishólms og Fíátcyj ar í dag (19.9). — Farseðlar seld Ir árdegis á mánudag. «iiiii!iiiiiiti:ititiuimiiimiiuiiiiiiiiiiuiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii[iiiiiiiimii]iiiiiii!iii(iiiiiiiiBM| | Rafgeymar ( 6 og 12 volta. | l Hleðslutæki ( fyrir rafgeyma. g | Garðar Gíslason h.f. I bifreiðaverzlun | TiniuiiimininuiiniiiinmmmmiiiiiiiimmimiiiiimiitimimiimmiiimiiimimimimiimiiiiiiiiiinmmiiB^ HIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimiIlllllllillllllllllllllllIIIIIIUIIIllllllllllllllillllllllllllllllflllllllllillllllllIlilllllilllHllllHtl!lllll ti! viSskiptamanna Ofíufélagsins Skefjungs ti.f. f Hafnarfirði og nágrenni. Hr. Reynir Eyjólfsson starfar xiú sem útsöluinaður vor í Hafna.rfirði, Bessastaða- og Garðahreppi. Eru því vinsamleg tilmæli vör til viðskiptamanna, áð þeir beini framvegis öntunum sínum, svo og fyrir- spuraum varðandi söluvörur félagsins, aðrar en benzín og bifreiðaolíur, til hins nýja útsölumaans, er hefir skrifstofu að Suðurgötu 36, sími 50-326. Olínfélaðið Skelfungur h.f. ''•iimmniuHiniuniiiiimuumiunmmimuiiiuHimHumniiunmmmmimmRnmmimmmiimnHminM ■uiiKiniuiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHtiiiiiiiiiiiiiiiniHiHmiiiiimuitiiiiitiiiiniitiiffiinntftHiHiwtiiiiiminiiiiiiiiiiiit! Staða | svæfingariæknis I == * = \úð St. Jósefsspítalann í Reykjavík er laus til um- | sóknar. Umsóknir sendist fyrir 20. okt. n. k. til | yfirlæknis spítalans, er gefur allar nánari upplýs- 1 = ingar. I S =& s Spífalastjórnin. s fiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiii

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.