Tíminn - 12.10.1958, Síða 7

Tíminn - 12.10.1958, Síða 7
>ÍMIN’N, saunudaginn 12. ohtóbcr 1958. 7 - SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ Vestmannaeyja- og Hornafjarðardjnp - Áðvörun þjóðminjavarðar - Hlunnindajarðir fara í eyði - Fiskirækt í ám og vötnum - Skálholt og kirkjuþingið - Nauðsyn upplýsinga uœi lausar jarðir - sextíu skurðgröfur í sveitunum IJndirtoúningur er hafinn að smíði stí'andferðaskips, sem á að vera í Cöram milli Reykjavíkur og Vestmaíinaeyja, einkum til vöruflntninga, en fólksflutn- ingur t*iili lands og E-yja fer að mestu fram með flugvélum ncma fluglending sé ófær vegna veðurs. JMýja ákiginu mun einnig ætlað að hafa fastar viðkomur á Hornafirði, en Hornafjarðarferðir verða þó sennilega mun færri en Vest- mannacyýaferðir. Þegar nýja skip- ið kemur tii sögunnar, ættu strand ferðaskipin, og þá einkum Herðu- breið að geta komið að meiri not- iim en mi fyrir þær hafnir á Aust- ur- og Norðausturlandi, þar sem hin st'ærrí strandferðaskip leggjast ekki að bryggju. Á N-austurlandi hefir sú breyting á orðið á þessu sumri, að Herðubreið getur nú lagst að bryggju á Kópaskeri. Mun þá ctm sukast eftirspurn eftir flutningsními í Herðubreið vegna hafna f}*rir norðan Langanes. Gamlar vinnuaðferSir gleymast Kristján Eldjárn þjóðminjavörð ur ræídi nýiega merkilegt mái í útvarpinu. Hann vakti athygli á því, að jmisar vinnuaðferðir, sem hér á landi hafa tíðkast öldum saman, bæði á landi og sjó, væru nú óðum að leggjast niður, og að hætta væri á að þær gleymdust að meira eðn minna leyti, ef ekki væri komið-í veg fyrir að svo færi. Nú t. d. vex upp í sveitum landsins fjöldi drengja, sem ekki lærir að slá rneð orfi og ljá. Breytingin í atvinnuftfinu er svo hröð, að all- margir átta sig varla á að það, sem fyrir slcömmu var nútíð og framtíð, er nú allt í einu orðin saga, og sú saga gleymist, ef heim ildir um toana eru ekki nógu giögg ar. Þess vegna má það nú ekki dragast , að skráðar verði sem gleggstar atvinnulífslýsingar frá fyrra Muta þessarar aldar á meðan enn era einhvers staðar í notkun þær vinmiaðferðir og þau áhöid eða 'tæki, sem tíðkast hafa og á mcðan það fólk sem starfandi hef ir verið í atyinnulífinu á þessum tíma getur enn lýst starfi sínu og samtíðarmanna sinna. KvikMyndir, og jafnvel venjuleg ar ljósmyndir, geta hér einnig kom ið að góöu haldi. í sumum héröð- um mn* hnfa verið uppi einhver hreyfing í þessa átt, og cr það vel. Þess er og að vænta að íslenzkir fræðimenn, ta'ki forustu í þessu máli og bcr að þakka þjóðminja- verði, aífS hann skuli nú hafa kvatt sér hijóðs i áheyrn aiþjóðar. Um hlimiiimli á jiirlura Sú var tiðin að hlunnindajarðir voru ailra iarða mest metnar hér á landi. En hlunnindi hafa menn kaliað einu nafni þau náttúruauð- ævi, er bændum máttvi að gagni lcoma og: eigi stóðu í sambandi við bústofninn. Meðal slíkrh hlunninda frá fyrstu úð má nefná jax- og sil- ungsveiði i vötnum, seiýéiði, fugla- og eggjatekju í björgúm; vörp ým- iskonar, einlcum æðarvörp, reka, rjúpnavÉiði, grastekju, svarðar- tekjn o.S.frv. Viða eru þessi hlunn indi etta a, m. 'k. sum.þeirra far- in að ganga úr sér í seinni iíð, og síðan fólki fór að fækka á sveita- heimilum. hefir mjög dregið úr notkiin tþeirra. Svörður eða mór er nú mjög lítið notaður til elds- neytis, dg rekaviður miklu minna en áður var. Fáir siga í björg nú orðið, enda mun bjargfugli hafa fækkað. Seiveiði er miklu minni en áður var. Sums staðar hafa hlunnindajarðir farið í eyði t. d. nyrst á Vestfjörðum, á Langanesi og í Breiðafjarðareyjum, af því að menn sætta sig nú ekki lengur Skálholti. Hús bússtjóra og peningshús. vii's samgöngur, sem áður voru, og vinnukraft skortir tii að hag- nýta náttúrugæði. En varhugavert er að afskrifa hlunnindabúskap- inn, svo sem ýmsir vilja gera. Góð ar rekajarðir getá t. d. gefið af sér drjúgar tekjur, þótt bústofn sé lítill. Girðingarstaura sem unnir eru úr rekaviði má selja góðu verði, og mikil eftirspurn er eftir þessari vöru. Æðardúnn cr dýr vara og eftirsótt, og ef takast mætti að auka til muna þau æðar- vörp, sem nú cru í landinu eða koma upp nýjum vörpum — sem sums slaðar hefir verið gert með góðum árangri •—• er þar um mik- ilsverða búbót og hagkvæma fram- leiðsluaukningu að ræða. Fiskirækt hér og erlendis í seiani tíð hefir verið á- hugi fyrii- því að fjölga laxi í ám, þar sem laxveiði hefir verið. Laxa klak hefir verið stundað og reynt að koma í veg fyrir ofveiði. Vafa- samt er talið að klakið hafi borið þann árangur, sem vænst var, og skal hér ekki um það dæmt Ýms- ir halda því nú fram, að klak nægi ekki heldur þurfi að ala upp seyði unz þau hafa náð nokkrum þroska. í grennd við Reykjavik hefir ver- ið hafið uppeldi á innfluttri fisk- tegund, svo nefndum regnbogasil- ungi, og mun eitthvað hafa verið flutt út af þeirri vöru. Nú eru sum ir þeirra skoðunar að vænlegt sé að stunda uppeldi íslenzkra vatna fiska (þ. e. lax- og siiungsuppeldi) og að skilyrði til þess séti víða góð. j Sumar tegundir af íslenzkum sii-; ungi eru hið mesta lostæti og iík-j leg útflutningsvara. Það er stað-j reynd, að sdms staðar í heiminúm hefir fiskirækt í vötnum verið stunduð öldum saman, og verið mjkilsverð atvinnugrein. Á Norð- urlöndUm og í Ameríku er fiski- ræktin orðin viðurkennd vísinda- grein, og færist, mjög í aukana. Vel má vera, að þeir tímar komi hcr á landi, að verulegur hlnti bænda fari að rækta fisk í ám sínum og vötnum eða lónum og ósum við sjó fram, og að íslenzkum sveitabúskap verði að því lið, sem um munar. FramtíðarmöguleikBr eru margir, og þarna er cinn, sem til greina kemur, og vert er að gefa gaum. Skálholt Á síðasta Alþingi beitti Ágúst Þorvaldsson alþm. sér fyrir því, að flutt var tillaga til þingsályktunar um að flytja aðsetur biskups frá Reykjavík að Skálholti, en biskup inn var, sem kunnugt er, fluttur þaðan til Reykjavíkur, samkvæmt ráðstöíunum danskra stjórnarvalda um aldamótin 1800, eða um það leyti sem Alþingi hið forna var lagt niður. Gcrðust margir alþing ismenn úr öllum þingflokkum flutningsmenrf að tillögunni. Ágúst flutti, er tillagan var tekin til með- ferðar, langa og snjalla framsögu- ræðu, en tiliagan varð ekki út- rædd. Þótti rétt að kirkjuþing það, sem nýbúið var að stofna með lög- um, fjallaði um málið áðurven því yrði ráðið til lykta. Nú er búið að kjósa fulitrúa á kirkjiíþingið, og kemur það saman í tyrsta sinn á þessu ári.Þa r eiga sæli bæði and- legrar stéttar menn og verald- legrar. Á kirkjuþinginu verður senniléga einhvcr ágreiningur i Skálholtsmálinu, milli þeirra, sem yfirleitt telja embætti og stofnan- ir þjóðarinnar bezt komnar í höf- uðslaðnum, og hinna, sem tclja höfuðstaðaregluna vafasama, og að embætti og stofnanir, scm starfa fyrir þjóðarheildina, geti oft á tíðum starfað með eigi lakari ár- angri (á öðrum stöðum. Jarðamiðlun Maður kom að máli við Tímann nýlega og spurðist fyrir um það, hvort ekki væri til á vegum ríkis- ins eða bændasamtakanna einhver stofnun, sem hefði með höndum útvegun bújarða til kaups eða leigu fyrir þá, er þessa óska. Hann áleit að milliganga í þessum efn- um væri nauðsynleg. Þeir sem vildu selja jarðir eða leigja öðr- um, ættu að geta tilkynnt það ein- hverri stofnun t. d. Búnaðarfélagi íslands eða Landnámi ríkisins, og sama ættu þeir að geta gert, sem vantar jarðnæðL Þarna væri þá um eins konar jarðamiðlun að ræða. Manninum var svarað, að blaðinu væri ekki kúnnugt um siíka jarðamiðlunarstofnun. En blaðið vill hér með koma luig- myndinni á framfæri og telur hana ath.vglisverða. Bóndi eða bóndaefni á Suðurlandi sem vantar jörð til ábúðar, veit oft lítil deili á jörð- um, sem eru að iosna úr ábúð fyr- ir norðan, austan eða vestan og gagnkvæmt. Má vera, að með upp- lýsingastarfsemi í þessu efni mætti stundum koma í veg fyrir að jarð- ir fari í eyði. Landþurrkun i sveitum Þegar Hermann Jónasson, þáver- andi og núverandi landbúnaðar- ráðherra, lét flytja inn fyrstu ný- tizk-u skurðgröfuna, urðu þáttaskil í ræktunarsögu landsins. Víða var svo komið að áframhaldandi stækk un túna var varia framkvæmanlsg, þar sem ekki var um annað að ræða til ræktunar en meira og minna blautt land, sem þurfti að ræsa fram, en framræsla með haml verkfærum séinleg og erfið, cn auk þsss svo dýr orðin að til vand ræða horfði. Ef hin nýja tæk.i. hefði ekki komið til sögunnar, niá búasl við að 'þróunin ’hefði orð;ð sú, að haldið hefði verið áfrani ræktun í þe'm sveitum og á þeim jörðum, sem áttu móa og annað þurrlendi til að leggja undir plógr inn en dregist aigerlega aftur úr þar sem ekki var hægt að brjóta land án þess að íramræsla væri á undan gengin. Sem betur fer, og þakka ber hinni nýju framræslu- tækni, hefir ræktun og túnauki verið mikill og almennur svo að segja alis staðar á iandinu á sein,u. árum, og veitir sízt af því að engjáheyskapur á snöggum eða ó- greiðfærum engjum, er nú að miklu leyti úr sögunni, en bústofn eykst og sú stefna breiðist út, að gefa búfé meira og kjarnbetra fóðr ur en áðúr tíðkaðist og auka þam’ ig afurðamagn hverrar skcpnu. — Rúmlega sextíu vélknúnar Skurð- gröfur starfa nú í sveitum lands- ins á hverju sumri, og eru ai'köst þeirra mikil eins og blasir við hvers manns augum, sem úm land ið fer. Fyrir nokkrum árum beitti. Steingrímur Steinþórsson búnáðar málastjóri og Framsóknarflokkur' inn á Alþingi, sér fyrir því að jarðræktarframlag til vclgrafinna skurða var hækkaður upp í 65% og Ræktunarsjóður hefir lánað alTk að 20% af framræslukostnaði. Ura leið og landið þornar, breytist gróð ur þess. Jafnvel þótt það sé ekkx brotið þá verður það meira virðí en áður sem beitiland, sérstaklega ef eitthvað er á það borið. Búskap araðstaða í mörgum sveitum lands- ins mun gerbreytast, er áhrif hinti ar aimennu framræslu koma í Ijóx Landið verður betra og færri böi bog; ;a. Þjóðin verður áð meta giMi |iðSS að heyja löggjafarþing í frjálsi landi Prédikun séra Páls Þor leiíssonar, próíasts, - vií setningu Alþingis Texti 5. Moseb. 11, 11-12. Land- ið, sem þú heldur nú inn í til að tnka það til eignar er fjallaland og dala og drekkur vatn af himn- um, þegar rignir, land, sem Drott- inn Guð þinn annast, stöðúglega hvíla augú Drottins þíns yfir því, írá ársbyrjun til ársloka. — Orð þessi eru töluð til Móse liins mikla spámanns og leiðloga í ísrael. Þau eru loforð um að framundan bí'ði land mikilla fyrir heita, gjöf til smáðrar lítillar þjóð ar. Lausnin undan oki framandi valds kostar langa eyðimerkurför, sem reynir til ítrasta á þor og dug. En það er ekki eingöngu frjó- semi lands, sem hillir upp yzt við sjónhring heldur er það í raun- iuni annað og meira, sem að baki felst. Það er hugsjón, ný köllun, hiutvcrk, sem þessari litlu þjóð er sérslaklega falið að inna af hendi í sögu mannkvnsins. Hún á að bera merki nýs siðgæðis fram til sigurs. Hún á að slíta af sér fjötra fávíslegrar fjölgyðistrúar. Hún á að hlusta í djúpum lífs síns á raust hins eina, sanna guðs og gerasl þátttakandi í áformum hans og sköpun. Síðar meir fékk þjóðin nánar að kynnast fyrirheitum guðs, unz henni var tilkynnt, að' Messías, konungur framtíðarinnar, ætti að fæðast meðai hennar. Framhald á 8. síðu. ' Forseti Islands, hr. Asgeir Ásgeirsson og séra Dómkirkjunni. í baksýn eru forsetafrú Dóra Þóii Lufsson, ganga jr Hr og forsætisréó- herra Hermann Jónasson. (Ljósm.: Tíminn JHM.).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.