Tíminn - 21.10.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.10.1958, Blaðsíða 6
6 Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda lif. < J——-------— --------------------------------—— --------i Vetrarríki í Mbl. höllinni ÁRNi heitinn Palsson sagð'i eitt sinn, að þegar fyrir kæmi að hann þyrft.i að skrifa í Mbl. þá fyndist sér heimskan leggjast yfir sig eins og dimmt ský. Þetta var nú í þá daga. Nú eru nýir menn að mestu telin ir við hjá Mbl. Þeir eru flutt ir með bækistöðvar útgáfu- starfsemi sinnar í nýja höll er þeir reistu sem minnis- merki um árangursríka og einlæga toaráttu sína gegn dýrtiðinni á íslandi. En í þessum glæstu salarkynnum ríkir þrútið loft og lævi blandið. Þar ræður húsum reiður maður og þungbúinn. Fyrir rúmum tveimur árum neyddist hann til að hverfa úr stjórnarráðinu. Það voru þung spor. Honum fannst hann vera að yfirgefa sitt lögheimili. Þá gekk sólin und ir. Síðan hefir hún ekki sézt niðri á Morgunblaði. Þar er alltaf skýjaður him- inn. ÞÓ að ritmennska Mtol- manna þætti stundum dá- lítið óljós í gamla daga, þá hefir ekki brugðið til hins betra í þeim efnum síðan verðlaunaskrifarinn tók þar við stjórn. Allt frá fyrsta ráðsmennskudegi hans á höfuðbóli hefir allur póli- tízkur málflutningur blaðs- ins verið' einn skömmum- um tþrunginn þokumökkur. Þar hefir hvergi örlað á nýti legri hugsjón. Hvergi glytt í minnstu viðleitni til þess að toenda á leiðir til lagfær- ingar á þeim vanda, sem liðsoddar íhaldsins hafa í skammsýni sinni og eigin- girni átt ríkastan þátc í að hrinda þjöðinni út í. Allir tilburðir þessara óláns- manna eru við það miðaðir og það eitt að vinna aftur töpuð lönd valdaaðstöðunn- ar. En trúin á dómgrcind þess fólks, sem þeir þó eru að biðla til, er á hinn bóg- inn ekki meiri en svo, að þeir álíta að það láti sig engu skipta upp á hvaða kosti þeir bjóða. Svo einfalt er þó málið ekki. Á meðan Sjálfstæðisforystan er eins og æpandi ólgusjór algjörs ráðaleysis gagnvart vanda- málunum og stendur eins og illa gert spurningarmerki frammi fyrir þjóðinni, mun hún enga ástæðu sjá til' þess að fá svo vafasömu fyrirtæki forystu í íslenzkum stjórn- málum. GIÖGGT dæmi um sálar- ástand þeirra Mbl.-manna er að finna í Reykjavíkur- bréfí blaðsins fyrir nokkru. Þar er ráðizt með miklu geð- vonzkutilburðum að Ey- steini Jónssyni fjármálaráð- herra, (en hann er svo ham- ingjusamur að vera einn helzti ásteytingarsteinn Mbl. um þessar mundir), fyrir ummæli, sem hann lét falla i ræðu, er hann flutti austur í Rangárþingi s. i. sumar og birtist að nokkru í Tíman- um 3. sept. s. L Þau um- mæli fjármálaráðherra, sem aukið hafa svo mjög á armæðu Mbl.-liðsins, er nóg var nú fyrir, eru á þessa leið: „Það þarf nýtt sjónarmið, nýjan anda innan verkalýðs- hreyfingarinnar, anda, sem fordæmir viðleitni fá- mennra hópa innan samtak- • anna til þess að valda vinnu truflunum og vandræðum, sem aðeins leiöa til tjóns og ófarnaðar fyrir verkalýðinn sjálfan og þjóðina alla. Og það þarf löggjöf til stuðn- ings verkalýðssamtökunum sjálfum svo að þau geti hald ið uppi ákveðinni heildar- stefnu í kaup- og kjaramál- um og til þess aö ekki sé jafn auðvelt og nú að grafa undan áhrifum þeirra og styrk innanfrá. Hér er á ferð stórhættu- leg félagsleg meinsemd, sem lýðræðinu getur stafað veru leg hætta af, ef ekki tekst að koma á endurbótum. Þetta viðfangsefni er einhver þýð- ingarmesti þáttur þjóðmál- anna nú.“ Og nú skulu menn taka eft ir útleggingu Mbl. Það segir: „Hér hefir Eysteinn Jóns- son ljóstrað upp hernaðará- ætlun sinni. Eysteinn vill setja löggjöf „til stuðnings verkalýðssamtökunum sjálf- um.“ í þessu tali heyra menn einræðistóninn. Eysteinn ætl ar sér að knýja fram kúgun arlöggjöf, sjálfum sér og flokki sínum til hags undir því yfirskini að verið sé að styðja verkalýðssamtökin." Finnst mönnum ekki til um þessa þýðingu Mbl.? Eru menn ekki undrandi yfir dómgreindinni og dreng- skapnum? NÚ skiptir þessi túlkun Mbl. auðvitað engu máli. Hér er aðeins á hana bent til þess að sýna hvað fremur ó- heppilegir eiginleikar eins og ofstopi og lubbaskapur geta leitt menn til að segja, þeg- ar sviftibyljir stjórnmálaana sópa skikkju hins virðulega borgara út af öxlum þeirra. Hitt er þýðingarmeira að all ur almenningur í landinu og ekki sízt einmitt verkamenn sjálfir, eru að vakna til fulls skilnings á því, að ábending ar fjármálaráðherra eru toæði tímabærar og réttmæt- ar. Þess eru líka mýmörg dæmi frá undanförnum ár- um, að fámennir hópar inn- an allsherjarsamtakanna hafi lagt niður vinnu, stöðv- að þannig heilar atvinnu- greinar um lengri eða skemmri tíma til stórtjóns fyrir þjóðina alla. Fyrirkomu lag, sem felur í sér slíka möguleika, er þjóðhættulegt. Það er þessháttar skæru- hernaður, sem þarf að stöðva og fyrir enga er það þýðingarmeira en verka- menii sjálfa. Mættu þeir vel hugleiða hverrar tegundar sú Mbl.umhyggja muni vera, sem rekur hníflana í aðgerð- ir sem að því miða. í þessum Fyrri hluti fj{ Yfirlit um ríkishúskapiim arm laus ríkishúskapur á kur halli í fyrra, s€m væntankga jafeast í ár Efnahagsmátin í margra höndum og erfitt að samstilla kraftana, en á fwí er þjóðarnauðsyn Háttvirtir alþingismenn hafa nú fengið ríkisreikninginn fyrir árið 1957. Vil ég greina frá helztu nið- urstöðum, en tel ekki nauðsynlegt að vera langorður um það mál. í fjárlögum var rekstrarhagnað- ur ráðgerður 85,5 millj., en hefir orðið 63 milljónir. Gert var ráð fyrir að rekstrarafgangur, sem á- ætlaður var á fjárlögum, mundi duga til þess að standa undir út- gjöldum á eignahreyfingum, og hefði það orðið samkvæmt því, sem nú li'ggur fyrir. En vegna þess að rekstrarhagnaður reyndist minni en ráðgert var, hefir orðið nokkur greiðsluhalli á árinu eða um 22 milljónir króna. Hér kemur ýmis- legt til greina. Þótt tekjur færu nokkuð fram úr áætlun, urðu þær minni en menn vonuðust eftir. Það er ljóst, að út- gjöld fara alltaf 'eitthvað fram úr áætlun, ekki sízt þegar lögboðnu útgjöldin reynast of lágt áætluð, sem við hefir viljað brenna. Verða tekjurnar þá að fara nokkuð fram úr, til þess að ekki verði halli. Hér kemur til, varðandi t'ekjurn- ar 1957, sem raunar var ítarlega rætt í vetur sem leið í samhandi við efnahagsmálin, að í fyrra varð verulegur aflabrestur og rýrnun á útflutningstekjum. Kom þetta m.a. þannig fram, að sérstaklega dróst saman innflutningur á þeim vör- um, sem gefa hæstar tekjur í ríkis- sjóð. En hér koma éinnig til tvö önn- ur óvenjulég atvik. Eins og sjá má á útgjöldum til dýrtíðarráð- stafana, hafa verið notaðar á ár- inu 1957, 17 milljónir króna um- fram það, s'em veitf var, til þess að greiða niður vöruverð á því ári. Þessi umframgreiðsla er beinlínis vegna þess, að niðurgreiðslurnar voru auknar mjög á árinu 1957, til að reyna að halda vísitölunni í skéfjum, en ekki af því að það 'hafi verið of lágt áætlaður kostnaður við þær niðurgreiðslur, sem í gildi voru, þegar fjárlögin voru sett, eins og slundum áður. Á þetta var einnig rækilega bent við umræð- urnar um efnahagsmálin á sl. vetri, að lagt hefði verið í auknar niður- greiðslur til þess að halda verð- lagi niðri, enda þótt það hefði vald ið greiðsluhalla hjá rikissjóði. Mjög mikið kapp var lagt á að ljúka Sementsverksmiðjunni, enda stórfellt Ijón, ef hún hefði ekki kcmizt upp og getað farið að starfa. Var mikiis lánsfjár aflað í því sam bandi, en með ‘engu móti reyndist fært að afla tii verksmiðjunnar alls þess fjár, sem þurfti. Var þá grip ið til þess í fyrra að ríkissjóður lagði til rúmlega 10 millj. króna til þess að verkið ekki stöðvaðist. — Verður leitað heimildar til þess að málum þarf að verða svipuð þróun og orðið hefir í ná- gránnalöndum okkar ein- mitt fyrir tilstilli verka- mannasamtakanna sjálfra. En á verðlaunamáli Mbl. heitir þetta „kúgunarlög- gjöf“. Hvað skyldi Árni Páls- son segja nú, ef hann væri ofar moldu? gera þelta fé að stoínláni til verk- smiðjunnar. Þá er þess að getá, að meðaivísi- tala ársins 1957 varð 2 stigum hæ ri en gert var ráð fyrir i fjár- lagafrumvarpinu, og veldur það rúmlega 4 millj: króna umfram- greiðslum. Af öðrum umframgreiðslum er ástæða til að nefna: Á 14. gr. B. kennslumál, 3,6 millj. og eru það launagreiðslur í harnaskólum og héraðsskólum aðal lcga og annar kostnaður skóla, sem allt reyndist hærra en fræðslu- malastjórnin hafði gerf ráð fyrir. Á 17. gr., félagsmál, eru um- framgreiðslur 3,7 milij., og er það sérstaklega vegna mjög mikillar ó- væntrar hækkunar á sjúkrasam- lagsiðgjöldum og framlögum rík- isins til sjúkrasamlaga þar af leið- andi. Á 16. gr. A og B, til landbúnaðar og sjávarútvegsmála, hafa umfram- greiðslur orðið 3 milij. og 50 þús. Jarðræktarframkvæmdir reyndust meiri en áætlað hafði verið, hluta try'ggingasjóður þurfti á meiru að halda samkvæmf lögum en áætlað hafði verið og mun meira fé var lagt til þess að gera tiiraunir með nýjar síldveiðiaðferðir en fjárlög gerðu ráð fyrir. Vegamál fóru 4,5 millj. fram úr áætlun, vegaviðhald um 2,1 millj. og brúargerðir um 1,1 millj. sem á- kvarðað var að lokum í samráði við fjárveitinganefnd að skýldi telj ast til útgjalda 1957, en ekki klíp- ast af fjárveitingu til brúa á ár- inu 1958. Dómsmála- og lögreglumála- kostnaður íor fram úr áætlun um 4 millj. 9 þús. Er þar fyrst og fremst uni að ræða skrifstofukostn að sýslumanna og bæjarfógeta sem hefir verið lireinlega of lágt á- ællaður af dómsmálasljórninni. Ennfremur kostnaður við landhelg isgæzlu um 1,1 millj., og koma þar m. a. til greina áhrif frá nýjum kjarasamningum eftir að gengið var frá fjárlögum. 'Þá hefir rekstur flugmála orðið um 5,1 millj. óhagstæðari, en gert var ráð fyrir og er þar stærsta or- sökin sú, að tekjur af Keflavíkur- flugvelli hafa orðið stórum minni en vonast var eftir. Ennfremur hef ir útgjaldaáætlun varðandi sumar greinar flugmála reynst mjög ófull komin miðað við óhjákvæmilegan rekstrarkostnað í reynd. Útgjöld samkvæmt heimildarlög- um, sérstökum lögum, þingsá- lyktunum og væntanlegum fjár- aukalögum urðu 4,8 millj. Er þar langstærst einstök fjárhæð 1,8 millj. kr., sem greiddar liafa Verið til þess a'ð byggja upp hafskipa- ibryggju i Keflavík, sem eyðilagðist og varð að bæta. Tel ég ekki ástæðu til að rekja nánar hér umframgreiðslurnar, en yfirleitt stafa þær af því, að lög- boðin útgjöld eða útgjöld sem ó- hjákvæmileg eru til þess að halda þeirri þjónustu uppi, sem Alþingi liefir ákveðið, reynast hærri en á- ætlað hefir verið í fjárlögum. Eins og ég hefi drepið á hvað eftir annað undanfarið, hafa áætl- anir frá einstökum starfsgreinum alls ekki reynst svo ábyggilegar, að viðunandi sé og þótt ástandið í þeim efnum hafi farið batnandi, er það ekki nógu gott. En sífellt er unnið að því að bæta áætlanirnar og gera þær ábyggilegri. Ekki er hægt að segja um með neinni vissu hver afkoma ríkissjóðs verður á þ'essu ári — en samkvæmt því, s'am nú horfir, geri ég mér ákveðnar vonir um greiðsluhalla- lausan ríkisbúskap og raunar von- ir um að greiðsluafgangur gæti orð ið einhver, svo að únnt i'eyndist að greiða hallan frá fyrra ári. Ríkisbáskapvírian 1950—1957 Eins og eðlilegt er verður mönn- um tíðrætt um ríkisbúskapinn og áhrif hans á þjóðarhúskapinn í h'eild, og um það hverni'g til tekst' um þennan mikilsverða þátt. í sambandi við undirbúning fjár- laga að þessu sinni gerði ég nokkra athugun á helztu niðurstoðum í ríkisbúskapnum á undanfiörnum ár um. Miða ég þennan aamanburð við árslok 1949 að öðru leytinu og á hinn bóginn við árslok 1957, en lengra ná ekki, eins og gefur að skilja, fullgerðir reiknmgar. Þyk- ir mér rétt að greina hér frá nokkr um höfuðatriðum í þessu sam- bandi. Skuídir lækkaí — eignir aukiz* Skuldir þær, sem rikíssjóði er sjálfum ætlað að standa straum af, að frádregnum sjóðum og inn- stæðum, hafa iækkað um 'rúml'ega 20 millj. á þessu tímabiii, og hefir þó níkissjóður tekið að sér, sam- kvæmt ákvmrðunum Alþingis, ýms ar skuldir annarra stofnana, og má í því sambandi nefna 33 millj. kr. vegna íbúðariánasjóðs. Nettó-eign ríkisins hefir á þess- um árum aukist um 780 milljónir króna. Af greiðsluafgangi hefir verið út hlutað á þessu tímahili samkvæmt sérstökum lögum 133 millj. króna. Hefir því fé verið þannig varið: Til Ræktunarsjóðs, Byggingar- sjóðs, og Veðdeildar Búnaðarbank- ans 52 milljónir króna. Til íbúðarlánasjóðs, smáíbúða- lána,. verkamannahústaðalána, Fislc veiðasjóðs og Atvinnuleysistrygg- ingarsjóðs 52 millj. kr. Til Bjargráðasjóðs 10,5 millj. kr. Til ýmissa annarra framkvæmda 18,7 milljónir króna. Þessi úthlutun á greiðsluafgangi hefir átt stórfelldan þátt í þeim, miklu framförum í sveitum og í kauptúnum og kaupstöðum bæði í atvinnumálum og byggi'ngarmálum sem orðið hafa á þessu tímabili. Út'ibúsabyggingar og ræktun í sveitum, íbúðabyggingar og báta- kaup í kauptúnum og kaupstöðum hefði orðið svipur 'einn hjá sjóni undanfarin 'ár, ef ríkissjóður hefði ekki reynst þess megnugur a3 leggja fram fé í þessu skyni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.