Tíminn - 21.10.1958, Page 7

Tíminn - 21.10.1958, Page 7
a trlagaræðu Eysteins Jónssonar á Alþingi í gærkveidi K' arastefna mótar ríkisbúskapinn EYSTEINN JÓNSSON, FJÁRMÁLARÁÐHERRA Áukinn stu^ningur vib framfarir .4 þessum árum, 1950—1957, hef ir Alþingi ákveðið mörg stórfelld nýmæli og aukið í mörgum grein- um þjónustu við almenning. Allt hefir þetta kostað stórfé umfram það, sem áður tíðkaðist. Eg nefni til dæmis, án þess að þar sé um nokkra tæmandi upptalningu að ræða: iRtekstrarstyrkur til sjúkrahúsa hefir verið tekinn upp og framlög til stofnkostnaðar sjúkrahúsa stór aukinn. Ákveðið að greiða þeim sjúkra- stjTk, sem haldnir eru tellisjúkdóm um og á sjúkrahúsum liggja. Framlög til almennra sjúkra- trygginga og ellitrygginga stórauk- in. Fjölskyldubætur auknar. Atvinnuleysistryggingar teknar upp. Flugþjónusta ríkisins mjög auk- in. Stóraukin framlög til vísinda- starfa i þágu atvinnuveganna, land búnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar og framlög til fiskimiðaleit'a og annarrar þjónustu við sjávarútveg inn. Skólakostnaður færður í vaxandi mæli yfir á ríkið. Jarðræktarframlög aukin og stuðningur við nýbýlinga. Hlutatryggingarsjóður hinn nýi stofnsettur. Iðnfræðslan færð yfir á ríkið til jafns við gagnfræðanám. Framlög til raforkumála márg- földuð, enda sér þess merkin í stór felldum framkvæmdum. Atvinnuaukningarfé tekið á fjár lög og hefir atvinnuaukningarféð átt mjög ríkan þátf í uppbygging- unni út um land undanfarin ár. Ríkisábyrgðir til stuðnings at- vinnuvegunum stórauknar. Verklegar framkvæmdir yfirieitt mjög auknar frá því, sem áður hafði verið. Af þessum dæmum er augljóst, að Alþingi hefir á þessum árum aukið mjög mikið stuðning sinn við atvinnu- og framleiðslulifið í land- inu, verklegar framkvæmdir og þjónustu fyrir landsmenn i fjöl- anörgum greinum. Sumir af hæstu liðum fjárlaganna, 'eins og framlög til atvinnuleysistryggingar og at- vinnuaukningarfé hafa t. d. komið t'il sögunnar á þessum árum. Hefir þessi stórsókn í atvinnu- málum, samgöngumálum, heilbrigð ismálum og félagsmálum að sjálf- sögðu kostað stórfé úr ríkissjóði, sem 'ekki er í skuld heldur greitt. Á máli lýðskrumaranna heitir þetta á hinn foóginn bara gífurleg aukning rikisútgjaldanna. Þá kem ég að tekjuöflun og þró uninni í þeim málum og miða ég þá við ástand þeirra mála eins og það var 1949 annars vegar og er á þessu ári hins vegar. Geri ég þetta vegna þess, að annars mundi sagt vei’ða, að ekki væri gefin mynd af ástandi þeirra mála eins og það er nú. Stórfelld lækkun beinna skatta Beinir skattar hafa verið lækkað ir jafnt og þétf á þessu tímabili. Vil ég í því sambandi nefna: Árið 1950 voru sett lög um lækkun skatta á lágtekjum. Árið 1954 var sparifé gert skattfrjálst. Árið 1954 voru sett trý skattalög og tekju- skattur annara en félaga lækkaður stórkostlega eða um 29% að með- altali. Fiskimenn fengu þá ný frá dráttarhlunnindi og sömuleiðis gift ar konur, sem leggja í kostnað vegna vinnu utan heimilis. 1956 var tekjuskattsviðauki félaga felld irn niður. 1957 var enn lækkaður skattur á lágtekjum og aukinn skattfrádráttur til handa skipverj- um á fiskiskipum. Nú á þessu ári, 1958, var sett ný löggjöf um skattgreiðslur félaga, þar sem stighækkandi skattur á þeim var afnuminn, en lögfest jafnt skattgjakþ af skattskyldum tekjum félaga. í reyndinm verða þessi nýju skattalóg stórfelidur stuðningur við atvinnureksíunnn í landinu. Þá var enn á þessu ári lækkaður skattur a lágtekjum og aukinn sérstakur frádfáttur fiski- manna. Ennfremur leyfður meiri frádráttur á lífeyrissjóðsgjöldum manna en áður var. Loks var á þessu á.ri sett merk löggjöf um skattainál hjóna, þar sem sérákvæði eru iögleidd, þegar svo stendur á, að bæði hjónin vinna fyrir skattskyldum tekjum. Er hér um réttlætismá! aö ræða, en sem vandasamt var að finna heppilega lausn á. Er það von jnín að sú lausn, sem varð á þessu ári, reynist sanngjörn og réttmæt. Tekjur Tekjuskattur eftir löggjöf gildandi 1940—1950 40.000.00 826.00 50.000.00 1.523.00 60.000.00 2.702.00 70.000.00 5.411.00 80.000.00 9.483.00 100.000.00 18.283.00 120.000.00 28.437.00 Eins og fram. kemur af framan- sögðu hafa beinir skattar til ríkis- sjóðs verið lækkaðir stórkostlega á þessum árum, enda orðnir mjög lágir eða alls engir á lægri tekj- um. Tel ég samt sem áður að keppa ætti að því að lækka tekjuskattinn enn meira og leita heldui anarra ráða í staðinn. Hækkun óbeinna skatta Framlög ríkissjóðs til fram- kvæmda og þjónustu í ótal grein- um hafa verið aukin stórkostlega á þessu tímabili. Hagur ríkissjóðs hefir samt batnað, og miklu fé ver ið úthlutað aí greiðsluafgangi til stuðnings almennri lánastarfsemi. Það er því óhugsandi annað en að óbeinar álögur hafi aukizt, til þess að vega á móti lækkun beinna Talið var af mprgum að gamla lög gjöfin væri farin að koma í veg fyr ir stofnun hjúskapar, þegar svo stóð á, að bæði hjónaefnin höfðu hugsað sér að afla skattskyldra tekna. Hafi svo verið þá vona ég að nú fjölgi farsælum hjónabönd- um. Skattar fiskimanRa Oft og að vonum er rætt um nauðsyn þess að búa vel ao fiski- mönnum í skattalegu tilliti. Mér þykir því rétt, að gefa eftirfarandi yfirlit um þróun þeirra mála á þessu tímabili. Er þá miðað við skattgreiðslur fiskimanna árin 1940—1950 annars vegar en á hinn bóginn skattgreiðslur fiskimanna samkvæmt nýsettri löggjöf: Fiskimaður kvæntur með 2 börn á framfæri. Á sjó í tíu mánuði. Tekjuskattur skv. nýsettri löggjöf Lækkun 0.00 826.00 107.00 1.416.00 289.00 2.413.00 1.806.00 4.325.00 1.757.00 7.726.00 4.393.00 13.890.00 8.990.00 19.438.00 skatta, og stórfelldum nýjum 1Ö! boðnum útgjöldum. Þar hafa þessar breytingar orð- ið helztar: Til lækkunar: Kaffi og sykurtollur var afnum- inn 1952. Veitingaskattur var af- numinn 1954. Tollar af iðnaðarhrá- efnum voru lækkaðir sama ár. Sölu skattur af smásölu var afnuminn 1956. Til aukningar ríkistekjum í krónutali hafa þessar ráðstafanir orðið: Bifreiðaskattur, slimpilgjald, aukatekjur, vörumagnstollur og gjöld af innlendum tollvörutegund um, en þessi gjöld eru miðuð við magn en ekki verðmæti, hafa ver- ið hækkuð i krónutölu, en hvergi meira en sem svarar almennri verðhækkun í landinu og í ýmsum dæmum minna. Söluskaltur álagður við innflutn- ing var 1951 hækkaður úr 6,6% í 7,7%. Verðtollsviðauki var hækkaður úr 65% í 80% árið 1956. Dýrtíðargreiðslur færðar yfir á útflutningssjóð 1958. Yfirfærslugjald bættist inn í toll verð vara á þessu ári. Hagstæð niftiirstaða Niðurstöður af athugunum á rík- isbúskapnum- 1949—1957 verða þessar: 1 .Alþingi hefir á þessum árum sef't margvíslega nýja löggjöf um nýja þjónustu til handa al- menningi og atvinnuMfi Iands- ins og stóraukið árlega framlög til verklegra framkvæmda. Eru þannig m.a. nýtilkomnir á þessu tímabili sumir af stærstu útgjaldaliðum fj’árlaga. 2. Beinir skattar hafa verið lækk- aðir mjög mikið og m'eð margvis legu móti. 3. Óbeinir skattar hafa á hinn bóg- inn verið hækkaðir, til þess að mæta lækkun beinna skatta og standa undir kostnaði við hina nýju þjónustu. 4. Hagur ríkissjóðs hefir batnað á þessu tímabili. Skuldir að frá- drégnum innstæðum lækkað í krónutölu þrátt fyrir stórkost- lega almenna verðhækkun á þess um árum og hrein eign ríkissjóðs meira en fjórfaldast, að óhreyttu mati fasteigna. 5. Af greiðsluafgangi hefir á þess um árum þar að aukii verið ráðí- stafað með sérstökum lögum á annað hundrað milljónum, og hefir það fé orðið itndirslaða margháttaðra framfara. Mundi hafa verið ólíkt um að lit- ast nú í sveitum og sjávarplássum landsins ef ríkissjóður héfði ekki verið þess megnugur að leggja fram til lánastofnana stórfé auka- lega af afgangi á þessum árum. Þetta fé hefir orðið undirstaða býgginga og ræktunar í sveitum, bátakaupa og íbúðahúsabygginga í kaupstöðum og kauptúnum. Fjárfesting — erlend lán Eg vil þá fara nokkrum orðum um ýmsar meiriháttar fjárfesting- arframkvæmdir, sem ríkið hefir afskipti af beint og óbeint og öfl- un fjár í því sambandi. Eins og alþjóð er kunnugt, tókst að afla erlends lánsfjár fyrir mikl um hluta af kostnaði við Sogsvirkj- unina nýju, en hún er eitt mesta mannvirki, sem íslendingar hafa ráðist í. Þegar ég ræd.di það mál hér síðast á Alþingi, var þó ekki búið að fá fjármagn, til þess að standa undir öllum kostnaðinum. Hefir nú tekist að afla til viðbót- ar enn nokkurs lánsfjár í Banda- ríkjunum, til bess að standa undir innlendum kostnaði við virkjun- ma. Þó er eftir að afln verulegra fjármuna, til þess að sianda undir innlendum kostnaði. Hefir ekki ennþá tekizt að ráða fram úr því máli. Er það til marlcs um, hve orfitt er að afla fjár hér innan- iands, til þess að standa undir slór um. framkvæmdum, að þetta skuli ekki enn hafa tekizt. Er verið að reyna að finna leiðir í málinu. Mun ég ekki ræða það frekar að sinni. Mestu máli skiptir þó, að Sogs- virkjunin er tryggð, þrátt fyrir allt með hinum stói’felldu erlendu lántökum, sem um hefir verið sam- ið. Á þ'essu ári hefir verið tekið lán i Bandaríkjunum að fjárhæð sem svarar tæplega 82 miilj, ísl. kr. og annað lán í Véstur-Þýzkalandi samsvarandi tæplega 33 miilj. í-1. króna. Nema þessi lán samtals því um 114 millj. króna. Þessi fjárhæð hefir verið notuð, til þess að standa undir stofnkostn aði Sementsverksmiðjunnar og ral- orkuframkvæmdum dreífbýlisins. Enfremur til þess að lána Rækl.in arsjóði og Fiskveiðasjóði. Fór ailt þetta fé, til þess að mæta fjárþörf þessara stofnana á árinu 1957. Hafa þessar lántökur haft mjiig mikla þýðingu fvrir þjóðarhúslvip inn. Eins og ég greindi frá í fjár- iagaræðu í fyrra. þurfti.á mddu fjármagni að halda í þessu skyni og fyrirsjáanlegt, að ef pkki ætti að verða stöðvun á. framkv. I ræktun og byggingum ‘ í . 'sveitum, á báta- og skipakaupurú,1 l’óforku- framkvæmdum í dreifbýlinu og hyggingu Sementsverksmiðjunnar, mundi þurfa stórfé bæði vegi^a kostnaðar 1957 og einnig á þessu ári til þessara framkvæmda og stofnana. Var alveg óljóst þá, hvernig hægt rnúndi verða að ráða fram úr þessu. Nú er þess á hinn bóginn að geta, að þegar nýju efnahagsráðstafan- irnar voru gerðar sl. vor, var ákvuð ið að greiða 55% yfirfærslu-upp- bót á mest allan gjaldeyri, sem inn kæmi og ekki ætti rétt tií hærri uppbóta samkvæmt ákvæðum lag- anna. Þegar þessi nýju lög komu í gildi var ekki búið að færa heiin þetta erlenda lánsfé, þótt búið væri ið lána út á það fyrirfram hér innan- lands, til þess að styðja þær stofn- anir og framkvæmdir, sem ég nefndi. Þetta þýðir, að á þetta láns fé koma yfirfærsluuppbætur á þessu ári. Það drýgist í meðförun- um hér innanlands uxn 62 millj. kr. Þótt fhesta yrði nokkruxn raf- orkuframkvæmdum sem fyrirhug- aðar voru, vegna fjárskortsrverður unnið að í’aforkuframkvæmdum í dreifbýlinu á þessu ári meira en nokkru sinni fyrr. Vantar mikið fé til þess að ná þar saman end- unum, m. a. vegna þess að halda varð áfram byggingu aflstöðva fyr ir auslan og vestan meö ‘fullum hraða. Haldið var áfram með Sements- verksmiðjuna enda ekki um annað að ræða, þar sem stór tjóni hefði valdið, ’ef ekki hefði verið hægt að ljúka henni. Ilefir það kostað veru- lega fjármuni umfram það, sem hú- ið var að afla. Nú er þetta glæsi- lega fyrirtæki á hinn hóginn komið af stað. Framleiðslan gengur ágæt- lega og er drjúgt innlegg í þjóðar búið. Bygging útihúsa og i’æktun liefir haldið áfram með jöfnum hraða og haldið hefir verið áfram báta- kaupum með eðlilegum hetetti, en Ræktunajrsjóð og Fiskveiðasjóð vantar fé, til þess að geta- staðið undir stofnlánum. Þarf því stórfé, til að leysa-þessi mál enn sem fyrr. Of snemmt er að fullyrða, hvernig ráðið verður fram úr þessum vanda í einstökum atriðum, þ. -e. aflað fjár til’ þess að greiða til fulls stofnkostnað þessa árs á vegum raforkumálanha, stofn kostnað Sem'entsverksmiðjunnar og fullnægja á svipaðan. hátt og áður nú urn sinn útlánaþörf. Rækt- unarsjóðs og Fiskveiðasjóðs. Augljósf er að grípa yerður til þessara rúml. 60 millj. í því sam- bandi sem hin erlendu lán di-ýgjast um vegna nýju laganna: Ekkert verður um það fullyrt, hvort' hægt verður með því að leysa þessi mál lil fulls eða ekki, þar sem ekki er hægt að segja í dag með neinni ná- kværnni, hvað til muni þurfa. Ástæða er til að vekja athygli á því, að ráðstafanir þær í eína- hagsmálum, sem gerðar voru á s 1. vori, hafa forðað frá stórfelldum samdrælti framkvæmda í öllum þessum greinum, því að eigi verð- ur séð, hvernig hægl hefði verið að afla fjár til þeirra, ef þessar ráð- stafanir hofðu ekki komið til. Það er svo annað mál, hvernig

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.