Tíminn - 21.10.1958, Page 8

Tíminn - 21.10.1958, Page 8
8 T í M I N N, þriðjurtaginn 21. október 1958, Ræða f iármálaráðherra unnt verð.ur aS afla fjár til þess- ara raála á næsta ári, og næstu ár- um. Sementsverksmiðjunni er að vísu lokið, en þó er eftir að byggja þar pökkunarstöð. En þá eru það togarakaupin, raforkuáætlunin, Ræktunarsjóður og Fiskveiðasjóð- ur og svo hafnargerðir, sem ríkis- stjórnin hefir lýst yfir að gangi næst þessum framkvæmdum í sam bandi við útvegun lána erlendis frá. Mun ég ekki ræða þau mál frekar hér að sinni. l»á er þess að geta að samning- ar hafa verið gerðir um viðauka við viðskipta- og greiðslusamning- inn við Sovétríkin. Að þau greiði út «f vöruskiptareikningi íslands um 60 millj. króna og auki yfir- drátt á þeim reikningi sem því svar ar. Er þett'a andvirði hinna 12 stóru fiskiskipa, sem nú fara senn að koma fullsmíðuð frá Austur- Þýxkalandi. Fé þetta á að endur- greiða á 12 árum með 2%% vöxt- um. Fagnaí Sementsverk- smíSju, nýjum raforku- verum og fiskiskipum Full ástæða er til þess að minna á að á þessu ári hefir merkum á- föngum verið náð í framkvæmdum ríkisins. Sementsverksmiðja ríkisins er farin að framleiða. Frá upphafi ís- lands 'byggðar hefir það verið einn veikasti hlekkurinn í þjóðarbú- skapaum, að sækja ;hefir þurft meg in fcluta hins varanlega byggingar efnis til annarra landa. Mó nærri geta .hvílíkur fjötur þetta heíir verið þjóðinni um fót alla tíð. Það verður því að teljast með merkari atburðum í atvinnusögu landsins, að Sementsverksmiðju hefir verið komig á fót, og að nú er hægt að framleiða innanlands úr inniend- um hráefnum þetta höfuðefni til margháttaðra framkvæmda. Er rík ástæða til þess að fagna þessum railda sigri. í»á er rétt að rainna á, að á þessu ári befir einnig verið lokið við að byggja tvö mikil raforkuver, annað fyrir austan og hitt fyrir vestan. Oíámsárvirkjun og Mjólkárvirkjun. Á Grímsárvirkjun að framleiða 2.800 kw. og Mjólkárv. 2.400 kw. Eiga þessar stöðvar ásamt vara- stöðvum í sambandi við þær að sjá fyrir nægilegri raforku í þess- um iandshlutum, og í báðum héruð unum eru miklir möguleikar til þess að auka framleiðslu raforku eftir þvi, sem reynslan sýnir þörf á. Bygging þessara aflstöðva veldur tímamótum í þessum byggðarlög- •um, Verður unnið að því bæði þar og annars staðar að leggja línur útfrá aflstöðvunum eftir því sem fjármagn og aðstaða leyfir. Er að sjálfsögðu nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, að slíkt verður að gera í áföngum og óhjá- kvæmilega á löngum tíma, því að þess er enginn kostur, að við það verði ráðið með öðrum hætti. Er ánægjulegt að minnast þess hviersu stór skref þegar hafa verið stigin á örstuttum tíma í raforku- málum dreifbýlisins. En óhjá- kvæmilegt um leið að minna á, að þessi risaskref, hafa reynt mjög á þjóðarskútuna og fjáröflun ver- ið ákaflega érfið. Eg efast um að við gerum okk- ur hversdagslega grein fyrir því, hvftík risaskref stigin hafa verið nú síðustu missirin í raforkumál- um dreifbýíisins. Nú í árslokin verður búið að verja til áætlunarinnar um 371 milljón. Til samanburðar má geta þess, að sú fjárhæð svarar til samanlagðs stofnko3tnaðar beggja virkjananna við Sogið, írafossvirkjunarinnar og þeirrar nýju, sem nú er í smíðum og vel það. Eln Sogsvirkjanirnar eru hvor um sig stærstu og dýrustu mann- virki, sem íslendingar hafa ráðist í. Hvor um sig ennþá meiri mann- virkí en Áburðar- og Sementsverk- smiðjan. Hér hefir því ekki verið um neitt smá ótak að ræða í raf- urkumálum dreifbýlisins. Á þessu ári einu verður varið 113 millj. í áætlunina og er það miklu hærri fjárhæð en nokkru sinni verður á einu ári varið til Sogsvirkjunarinnar, sem nú er i smíðum. Þetta verða menn að vita sem gleggst til þess að geta metið það, sem er að gerast. Það er augljóst að það er ekki mögulegt að fara jafnhratt á næstunni í þessu máli og gert hefir verið um sinn. Ó- mögulegt að útvega svo mikið fjár- magn. En áfram verður að sækja sem djarflegast því að þöríin er mikil. Þá er þess að minnast og yfir því að gleðast, að á npestu niánuð- um bætast í fiskiskipaflotahn 12 tvö hundruð og fimndíu smálesta fiskiskip. Hið fyrsta eftir nokkra daga og svo hvert af öðru. Verða þessi glæsilegu skip myndarlcg við bót við flotann, og munu dreifast um landið víðsvegar. Verið er að vinna að kaupum stórra togara og fjáröflun í því skyni. Þegar menn gera óviljandi aS gamni sínu Þegar minnst er á þau stórvirki, sem verið er að vinna og ræða um fjáröflun til þeirra hlýtur mönnum að koma í hug, það sem kalla mætti kímnihlið þessara mála. — Reynt hefir verið að útvega lánsfó til framkvæmda eftir því, sem hægt hefir verið. Þegar byrjað er á fram kvæmdum eða þegar þeim er lokið gera menn sér oft dagamun og halda þá ræður. Á þessum tillidög- um eru skuldirnar, sem stofnað er til vegna framkvæmdanna, kallað- ar lán og útgjöldin sem þær valda, köliuð fjárveitingar. Þykist þá hver mestur, eins og gengur, sem með einhverju móti getur talið sig Lánsfjárhæð Bandaríkst lán kr. 65.3 millj. (Framkvæmdabankinn) Vestur-þýzkt lán 17.6 — Vestur-þýzkt lán 6.7 — Bandaríkst lán 81,6 — — (PL-480) 36,4 — Bandaríkst lán 81.6 — Vestur-þýzkt lán 32.9 — Bandarískt lán (PL-480) 27.7 — Svissneskt lán 1.9 — Samtals kr. 351.7 m. Talsvert hefur verið rætt fram og aftur um þessar lántökur eins og gengur. Sumt af því er dálítið kátlegt. Stundum hefur því verið haldið fram, að núverandi ríkis- stjórn ætti ekki aðgang að nógu miklu lánsfé og ekki eins miklu lánsfé og aðrir hefðu átt aðgang að. Síðan er i sömu andránni talað um hina stórhættulegu skuldasöfn- un erlendis og eyðslulán í þvi sam- bandi. Ég hefi nú gert grein fyrir því hverjar þessar lántökur eru og til hvers fénu hefur verið varið. Væri mjög æskilegt, að þeir, sem talað hafa um hættulegar lántökur og eyðslulán, gerðu grein fyrir þvi, hverjar af þessum framkvæmdum, sem ég hefi getið í sambandi við lántökurnar, þeir telja til eyðslu. Ég hefi bent á undanfarið að þessar lántökur eru óvenjulega stórfelldar og að við getum ekki gert ráð fyrir því að taka á næst- unni svo há erlend lán, jafnvel til svo nauðsy.nlegra framkvæmda. Höfuíhættan Rifjast upp í þessu sambandi okkar aðaláhyggjuefni og höfuð- hætta í efnahagsmálum. Hin litla lánsfjármyndun innanlands. Kem- ur þar margt til greina. Fólk vill ekki leggja fyrir fjármuni sína vegna verðbólguhættunner, en viil festa allt fé strax í þvi, sem kölluð eru raunveruleg verðmæti. Sé ég ekki annað en að við verðum að fara í vaxandi mæli inn á þá toraut' að verðtryggja sparifé, ef ekki fæst samkomulag um að hverfa frá vísitölukerfinu í kaup- hafa verið riðinn við að útvega lán eða fjárveitingar. Keppist þar hver við annan og er af því öllu mikil saga. En á virkum dögum horfir þetta dálítið öðru Yísi við. Þá heita lán- in bara skuldir og fjárveitingarn- ar útgjöld og þá þarf ekki að fara í grafgötur um hver það er, sem stofnað hefir til skuldanna og út- gjaldanna. Það er ólíklegt annað en að mörg um finnist sumt af því, sem um þetta. er ritað, góður viðauki við kímnibókmenntir þjóðarinnar, enda raunar engin vanþörf á að auka við þær, því að í þeim efnum höfum við oft búið við nokkra fá- tækt. Er því sórslök ástæða til þess að gleðjast yfir því að ýmsir leggja sig svo fram þeim til efiingar og ekki minnkar skemmtigildi þessa ritaða máls neitt við það, þótt því sé víst ekki öllu beinlínis ætlað að lenda í þeirri bókmennlagrein. Þvert á móti má segja, að það geri þetta mál allt saman enn kátlegra og auki á skemmtan þá, sem af því má hafa. Of mikiS — of lítiÖ Eg vil nota lækifærið til þess að rifja það upp, sem áður hefir komið fram, að nú hafa á tveim ur árum verið tekin opinber lán er lendis, sem nema samtals um 351 milljón ísl . kr. Er þá ekki tal’ð með lán, sem Flugfélags fslands hefir tekið, 33 milljónir og ekki andvirði austur-þýzku skipanna 12, enda ekki byrjað að draga á við- skiptareikning okkar í Sovétlýð- veldunum þeirra vegna þótt samið hafi verið um það eins og ég greindi frá áðan. Opinberar lántökur sundurliðast þá þannig: Ráðstöfun lánsfjárins Ræktunarsjóður, Raforkusjóður, Fiskveiðasjóður, Sementsverksm. Flökunarvélakaup Akraneshöfn. Sogsv., Raforkusjóður Sogsvirkjunin. Raforkusjóður, Sementsverksm. Ræktunarsjóður, Fiskveiðasjóður. Raforkusjóður, Sementsverksm. Ræktunarsjóður, Fiskveiðasjóður. Sogsvirkjun, Rafmagnsv. ríkisins. Frystihús o. fl. framkv. gjalds- og afurðamálum. Yrði þá líka að setja vísitöluákvæði á láns- fé a. m. k. lánsfé til lengri tíma. Hér kemur einnig til, hversu erfitt stofnunum og fyrirtækjum hefur verið gert að eignast fjár- magn. Er þar gleggsta dæmið um Sogsvirkjunina, sem er í raun og veru nveð lögum bannað að eign- ast nokkuð fé, og getur þess vegna aldrei byggt sig upp eða aukið af eigin rammleik að óbreyttum lög- um. Er þar þó um að ræða eitl' hið mesta fyrirlæki landsins. Afleið- ingin er að alltaf þegar þarf að auka raforkuframleiðsluna, verður að byggja allt á lánum, og ef þau ekki fást í tæka tíð, þá er voðinn vís. Þessu þarf að breyta, að sínu leyti eins og skattalögununv var breytt á síðasta þingi, til þess að auðvelda eðlilega fjársöfnun fyrir- tækja og íélagasamtaka. Vaxandi lifeyrissjóðir og trygg- ingarsjóðir geta orðið öflug undir- staða fjársöfnunar, enda séu glíkir sjóðir byggðir á raunverulegri fjái> söfnuni Atvinnuleysistryggingarsjóður hefur þegar orðið mikil lyftistöng í þessu tilliti, auk þess. sem hann er ómetanleg trygging fyrir verka-g fólk. Lífeyrissjóður togarasjómanri^ hefur verið stofnaður, og lvann ef- byggður á fjársöfnun. áÉ Vil ég í þessu sanvbandi lcyf| mér að minna á þáltill. sem Fran&i sóknarmenn fluttu á Alþingi 1956 um að athuga möguleika á því af hyggja upp lífeyrissjóð þeirrþ stétta, sjómanna, bænda, verkd- manna og annarra, sem ekki njóta lífeyristryggingar hjá sórstökunv lífeyrissjóðum. Síðan hefur lífeyrissjóður tog- aramanna verið settur upp og hill- ir undir fleiri. Þannig þarf að halda áfram. En verði vísitölukerfið notað á- fram á sama hátt og verið hefur og Verðbólguhjólið þar nveð látið snúast enn um sinn, þá verður að setja verðtryggingu á innstæður og útlánafé slíkra sjóða og annan hliðstæðan sparnað. Mcnn hljóta að sjá þann bráða voða, sem af því hlýtur að stafa, ef áíranv á að velta verðbólguhjóiinu, og allir eig-a að fá sinn hlut bættan jafnóð- um, nema þeir einir, sem leggja fé til hliðar í lánsslofivanir eða í tryggingarsjóði til ellinnar. Þegar stjórKÍn tók vií Áður en ég kem að sjálfu fjár- lagafrumvarpinu, mun ég fara nokkrum orðurfv unv ástandið ái- mennt í atvinnu- og efnahagsmál- um. Er það nauðsynlegur inngang- ur að umræðum um fjárlagafrum- varpið, þar sem ástand cfnahags- málanna yfirl'eitt hlýtur að setja sinn svip á ríkisbúskapinn. Það er kunnara en upp þurfi að rifja, að allt frá því á stríðsárun- uvn og sérstaklega frá 1942 hefir verið varanlegt verðbólguástand í landinu, þó nálgaðist jafnvægi í þjóðarbúskapnum unv tveggja ára skeið. Þegar núveratidi ríkisstjórn tók við haustið 1956 var þannig ástatt, að framleiðslan hjó við s'tórfellt uppbótarkerfi Vísitöluskrúfan var í fullum gangi. Gífurlegur halli fyrirsjáanlegur framundan á öll- um atvinnurekstri og ríkisbúskap. Ríkisstjórnin ög stuðningsflokk- ar hennar hlutu að gera ráðstafan- ir þegar haustið 1956 tíi þess að halda framleiðslunni gangandi. Varð ofan á að lappa upp á gamla uppbótarkerfið. en breyta þó nokk- uð til. Náðist samkonvulag við launastéttirnar og framlciðendur um að falla frá hækkun á kaup- gjaldi og verðlagi sem svaraði 6 stigum í vísitölu, og dró það nvjög úr veltu verðbólguhjólsins um sinn. Mun víst enginn hafa scð eft ir því að þetta-¥»r gert eða talið tjón af því, nema þá stjórnarand- stæðingar, sem revndu að spilla því að þetta samkomulag næðist. Ekki var búizt við því að ráð- s'lafanirnar haustið 1956 gætu vald ið stefnuhvörfuiiv né stórfelldum breytingum. Kom það einnig í Ijós s. 1. haust, þegar yfirlit náðist unv aíkomuhorfur firainlciðslunnar og þjóðarbúskapinn að tekjur til þess að standa undir uppbótum og rík- isbúskap höfðu: vcrulega hrugðizt vegna aflahrests og sakir þess, að of mikið var treysi á tekjur af innflutningi miður nauðsynlegra vara. Varð þá augljóst, einnig vegna aukins franvleiðslukostnaðar, að enn varð að gera nýjar ráðstafan- ir, ef framleiðslan og þjóðarhú- skapurinn ætti að geta gengið hindrunarlaust. Var gerð nvikil út- tekt á þessum máium öllum. Sýndi það sig við þá álitsgerð, senv færir lvagfræðingar gerðu, að til viðbót- ar þessu þurfti enn að bæta stór- kostlega hlut framleiðslunnar. Sýndi það sig, að afla hefði þurft 2—300 millj. króna nýrra tekna, til þess að geta haldið áfrarn með gamla laginu. Jafnframt þessu varð æ ljósara, að stórfelldar hættur fylgdu upp- bótarkerfinu í þeirri mynd, sem það þá var. Uppbætur voru ákaf- lega misjafnar til cinstakra at- vinnugreina, og sumar urðu að búa við nær engar eða jafnvel eng ar uppbætur. Misræmið í verðlagi ,var af þessum sökum orðið óbæri- 'legt og stórfelld hætta á því að einstakar þýðingarmiklar greinar þjóðarbúskaparins drægjust sanv- an eða vesluðust upp með öllu vegna þessa ósamræmis. Átti þetta bæði við einstakar greinar útflutn ingsframleiðslunnar og ekki síður einstaka þætti iðnaðarins í lánd- inu og margvjslega þjónustu. Má þar nefna siglingár, skipasmíðar, járniðnað og svo mætti lengi telja þær atvinnugreinar, senv þrengt var að nveð ganvla uppból- arkerfinu. Það varð því enn ljósara en nekkru sinni fyrr að óhugsandi var að halda áfranv með gamla lag . iru. Eftir nviklar athuganir og mik ið þóf, eins og gerist og gengur,,. varð ofan á að fara nýjar leiðir., ■. án þess þó að kasta fyrir borð öll-. um framleiðsluuppbótum. Nýja Ietíiíi Höfuðatriði þessarar nýju leiðar var að lögfesta 55% yfirfærslu- gjald með nokkrum undantekning- um þó. Greiða uppbætur framveg- is á allan útflutning og nær allar gjaldeyristekjur landsmanna, nokkuð mismunandi þó, en miklu jafnari en áður hafði tíðkazt. Segja má með fullunv sanni, að m;eð þessu hafi í raun réttri verið, stigið skref út úr uppbótarkerfinu. . Með þessu var mörgum fram- , leiðslu- og atvinnugreinum bjarg- að frá samdrætti og stöðvun og þjóðinni frá þeim voða, að tekjur hennar drægjust stórlega saman, og lifskjörin versnuðu, vegna lvins gífurlega ósamrærivis', sem farið var að kreppa iskyggilega að ein- stökum greinum, senv áður er . minnst. Benti ég á það rækilega í fyrra , vetur og margir aðrir, að hvað sem öllu öðru liði, þá væri þessi 'breyting svo þýðingjarni'ikil og bjargaði frá svo bráðunv voða, að ihennar vegr.a væ(ri sú úriausn, sem þá var gerð, merkilegt ný- mæli og þess vert að fyrir því væri barizt. Mundi þessl þáttur málsins halda gildi sinu jafnvel, þótt verð bclguhjólið sjálft yrði látið vella áfram og öðruvísi kynni að fara um önnur atriði nválsins en til var ætlazt, þegar ráðstafanirnar ■ voru gerðar í vor. Þessar ráðstafanir voru mjög mikið til hagsbóta framieiðslunni yfirleitt, enda hefir hún víst sjaldan verið rekin af meira fjöri ; en síðan þessi nýju-lög voru. sett. Á hinn bóginn var það aug- ljóst, að öllum ráðstöfunum, senv • til grcina gátu komið, hlutu að fylgja verulegar verðhækkanir. Jafnvel þeirri leið að skipta um mynt og lækka allar fölur, hltitu einnig að fylgja verðhækkanir i hlutfalli við gjaldeyrisverð, kaup- gjald og innanlandsverðiag. Almenn gaignrýni stjórnarand-' stæðinga útaf verðhækkunum í sanvbandi við nýjar ráðstafaivir í þessu cfni, hefir því aldrei verið annað en markleysa.' Augljóst mál, að þótt þeir hefðu átt mál- um að skipa, lvefðu aldrei getað orðið minni verðhækkanir en efnahagslögin gerðu ráð fyrir. En væntanlega miklu nveiri hækkanir, ef nokkuð er að marka tal þeirrá um, að í stað þeirra ráðstafana^ sem gerðar voru, hefði átt • að stiga alla leið út úr upphótar- kerfinu í eínu skrefi. En því hefðu fylgt miklu nveiri verðhækk anir en urðu í sumar. Raunar dett- ur vísl engunv nveð óbrjálaða dónv greind í hug, að þeir hafi búið yfir nokkrunv heppilegri úrræðum eða haft nokkra minnslu mögu- leika til þess að hafa sterkafi henvil á þessum málum en raun hefir á orðið, og því máske ó- þarft að nvinna á þetta. Ráðstafanir í efnahags- og fram Jeiðslumálunv á s. 1. vori, voru miðaðar við, að uppbæturnar mundu duga framleiðslunni og fjáröflunin ríkisbúskapnunv, ef grunnkaup almennt hækkaði um 5%, cins og lögfest var sem einn þáttur í málinu. Jafnframt 'vár greinilega tekið fram, að hækkaði grunnkaup alnvennt meira, vnundi það kalia á nýjar ráðstafanir vegna framleiðslunnar. Á rivóti þessari 5% kauphækkun var 9 stiga hækkun á vísitölunni látin niður falla við mælingu á kaup- 1 gjaldi og afurðaverði. Vísitalan og veríibólgan Hagfræðingar þeir, sem skoð- uðu efnahagsmálin s.l. haust og vetur á vegum stjórnarvaldanna,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.