Tíminn - 23.10.1958, Page 3

Tíminn - 23.10.1958, Page 3
3 TÍMINN, finimtudaginn 23. október 1958. Gieðikonur beztu leigjendurnir, dægurlagatízk- Það er sjaldgæft aS finna húseigendur, ekki sízt í Eng- landi, sem heldur vilja leigja gleðikonum en venju- legu fólki. En ekkert er nýtt undir sólinni. Bakari nokkur enskur, Maurice Leigh, bak- ar boilur í Drury Lane og leigir þess heldur 5 herbergi á efri hæðinni á bakaríinu; leigir þau gleðikonum! Ná- grannar hans höfðuðu mál á hendur honum vegna þess að það sé „eiiífur hávaði um- hverfis húsið á nóttinni. A. m. k. 70 bílhurðum sé skellt fyrir utan annað ónæði og hávaða". Nágrannarnir leit- uðu bví á náðir réttvísinnar en allt kom fyrir ekki! Bakarinn upplýsti fr.jálsmann- lega að hann hefði áður leigt þessi herbergi „venjulegu fólki“., en það hafi ekki borgað nema helming þess sem liann fengi frá gleðikon- unum og þess heldur hefði hann þui'ft að standa í eilífu stímabraki segir enskur húseigandi: — Þær borga tvö- faSda húsaieigu ©g sfanda alitaf í skifum er kom að greiðslu leigunnar, og stöðug óánægja hefði ríkt í hús- inu. Borga tvöfalt Bakarinn segir, að ekki sé nóg með að gleðikonurnar borgi tvö- falda húsaleigu, heldur standi þær alltaf í skilum með hana. Hann á nægja að fara þess' á leit við faak- arann að hann sæi til þess að „leigjendur" hans hefðu heldur hljóðar um sig á nóttunni, en gat ekki að öðru leyti skorizt í leik- inn. Ánægður með tilhögunina — Auðvitað veit ég mæta vel, FtLm? úÁMB'fO rm..um iandford fyrns decent fenants Stórblöðin hafa reynt að úthrópa bakarann. einnig annað hús í Old Compton Street, þar sem ham> leigir 7 gleði konum herbergi og hann er ánægð ur með þetta skipulag sitt! Stórblöðin STAR og DAILY HERALD hafa gert tilraunir til þess að úthrópa bakarann sem óþokka, en hann hefir allajafna verið svo klókur í viðtölum við þessi blöð, og dregið þau á lang- inn þannig að ekki hefir verið hægt að koma á-hann óþokkanafn- faótinni. Réttvísin varð að láta sér að það væri ólöglegt að nota Jiús mín sem pútnaliús, segir Maurice bakari, en það geri ég heldur alls ekki. Samkvæmt enskum Rjgum verða að vera að minnsta kosti tvær stúlkur í sama herberginh til þess að hægt sé að lita á þaS sem pútnahús. En ég hefi aðeins eina slúlku í hverju herbergi, og þar sem bæði ég og þær ermn ánægð með þessa tilhögun húsaleigtmnar, get ég ekki séð hvað þetta kemur öörum við! Þeir, sem ráða I míðjum skýjakljúfaskóg- inurn á Manhatfan liggur gafa, sem heifir Tin Pan Alley, og óhæft er að ganga út frá því sem nokkurn veg- in vísu, að fólkið sem slangr ar í hægðum sínum eftir göt- unrti sé annað hvort tónlist- armernt eða textahöfundar. í þessari götu er músík-tízk- an álkveðin, á sama hátt og frönsku tízkuhúsin ákveða kvenfatatízkuna. Og nú eru menra á Tin Pan Alley að verð'a þreyttir á rokkinu. Fyrir nokkrum mánuðum flutti stærsta ameríska blaðið, sem til- einkað er skemmtanalífinu, „Vari- ety‘,‘, aðalgrein með yfirskriftinni: „Nýjasta aðdráttaraflið — kalypsó leysir rokkið af hólmi:‘. Og enskur fréttaritari símár frá New York: „Það eru í vændum breytingar í ameríska skemintanalífinu. Kal- ypsó-söngvarnir frá Vesturindíum eru að sigra rokkið, og allar líkur til að það muni gera enda á fjölda- tilbeiðslunni á Elvis Presley. Kalypsó í Carnegie Hall Allir næturklúbbar og veitinga- hús í Bandaríkjunum hafa tileink- unni, eru að verða leiðir á rokkinu — kal- ypso í staðinn ið sér kalypsómúsikina, og meira ið segja í sjálfri Carnegie Hall er haldinn kalvpsó-konsert flestalla laugardaga. En hvað er kalypsó, og hvaðan kemur það? Saga þess er . nátengd Vesturindíum. Það er ó- hætt að segja, að kalypsó-músikin sé ekkert annað en vinsælustu þjóðlögin á Trinidad, Jamaica, Grenada og Haiti — jafnvel í Brasiliu líka. Hún hefur sérstakt hljóðfall, ekkert svipað því sem er í annarri músik. Enda þótt hún hafi sterk einkenni negrablóðsins, leyna sér þó ekki spænsku og frönsku einkennin, sem gera hana frábrugðna negrasöngvunum frá, Suðurríkjunum. Negrinn við Miss- isippi söng um þrána eftir frelsinu,! en hinn í Trinidad var frjáls, ogjfi söng aðeins um hið daglega líf. Skáldskapurinn er ekki háfleygur, þannig er t.d. eitt erindi kaiypsó- lags, sem hér hefir orðið vinsælt, i lauslegri þýðingu: Matthilda tók peningana mína og fór til Venezu- ela, ég hafði falið þá undir kodd- anum. Nú hef ég tapað fimm hundr uðum dollara, vinir mínir, og verð líklega að selja hæði kötíinn minn og hestinn. Já, Matthilda tók pen- ingana mína og fór til Venezuela.“ Kjötkveðjuhátíðir Það þarf sérstakar hljómsveitir til að ná hinni réttu kalypsó-músik. Hndirstaða þeirra er trommuleik- orinn og venjulegar hljómsveitir íafa á að skipa átta til sextán nönnum. Þegar kjötkveðjuhátíð- rnar eru haldnar í Vesturindíum >g á strönd Brazilíu, koma hljóm- sveitirnar saman og í kring um þær flykkjast hundruð innfæddra ofan frá hálendinu, þar sem ban- ana- og sykurekrurnar blómstra. Þrátt fyrir 30 stiga hita, leika hljómsveitirnar samfleytt allan daginn, en tugþúsundir fólks í alla vega litum fötum dansar eftir hljóðfallinu og syngur á götum úti. Allir taka þátt í hátíðahöldunum, borgarstjórnirnar ekki siður en verkam'ennirnir. Belafonte — Nína og Friðrik Á undanförnum árum hefir kal- ypssó-músikin breiðzt til Bandaríkj anna með því fólki, sem farið hefir í sumarleyfum til Vesturindía, og komið á kjötkveðjuhátíðirnar. Ferðalangarnir mundu eftir hinni sérkennilegu músik, þegar þeir komu heim, og vildu líka fá að heyra hana þar. Þá kom til kasta listamannanna að gefa fólkimi kost á að heyra kalypsó, og einna framstur í flokki þeirra hefir Harry Belafonte staðið. Hann hefir gert kalypsó að listgrein og plötur hans hafa kynnt hana um aílan heim. Danska söngparið, sem getið var um hér á síðunni í gaer, Mna og Friðrik, syngja einmitt kalypsó- músik, og gefsf því mönnum betri kostur að kynna sér hana, þegar þau koma. Jossie Pollard og NEO tríóið ViS brwgðum okkur í Leikhúskjallar- ann um daginn, þar sem NEO vríólS leikur hina skemmlilegustu dægur- lagatónlist, vinsælustu lögin, ekki a3- eins frá Ameriku, hetdur einnig mörgum Evrópulöndum, og er það vel. Awk þess kemur þarna fram söngkona, sem áður hefir verið get- ið hér á síðunni, Jossie Pollard, sem syngur meö tríóinu öperettulög og negrasöngva. Jossie er prýðisgóð söngkona á sínu sviði, enda er henní óspart klappað lof •» lófa á hverju kvöldi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.