Tíminn - 04.12.1958, Qupperneq 7
T í M I N N, fimmtudaginn 4 desember 1!)58.
z
Jakobína Asgeirsdóttir var fædd
6 Álftamýri við Arnarfjörð 6. sept.
1896, og var því 62 ára, er hún lézt
28. nóvember sl. Faðir hennar var
Ásgeir Ásgeirsson bóndi á Álfta-
tmýri, Jónssonar prests á Rafns-
eyri, Ásgeirssonar prófasts í Holti
i Ömindarfirði, Jónssonar, en systir
Ásgeirs prófasts var Þórdís, móðir
Jóns Sigurðssonar, forseta. Móðir
Jakoblnu var kona Ásgeirs, Þóra
Árnadóttir, s'ystir Sveins Árnasor;-
ar fiskimatsmanns á Seyðisfirði.
Árni faðir þeirra var honur Krist-
jáns á Borg í Arnarfirði, Guðmunds
son-ar selaskutlara í Vigur, Guð-
mundssonar ríka á Auðkúlu í Arn-
arfirði, Arasonar. — Þuría þeir,
sem eitthvað þekkja til nranna
veslra, ekki lengri ættrakningu til
þess að skilja, hve þrekmikið og
glæsilegt fólk það var, er að
Jakobínu stóð, og hitt vita allir,
sem hana þekktu, hve mjög henni
kippti í kynið. En raunar var ætt’
hennar víðar að en af Vestfjörð-
um.
Jakobina ólst upp hjá Guðmundi
Jónssyni og Ragnheiði Jensdóttur,
er fyrst bjuggu í Feigsdal, en sið-
an á ‘Melstað í Selárdal. Þar giftist
Jakobína 24. nóvember 1914 Guð-
niundi Helgasyni, systursy.ni Guð-
mundar fóstra síns.
Ungu hjónin reistu bú á Sönd-
um í Dýrafirði vorið 1915 og
bjuggu þar myndarlega til 1930,
að þau fiuttust til Hafnarfjarðar.
Þar voru þau 2 ár. en fluttusf þá
til Reykjavíkur. Hafði Guðmundur
lært smíðar ungur og jafnan sturid- j
að þær með fram búskapnum, en
eftir að suður kom. vann hann ein-
göngu að þeim.
Guðmundur Ilelgason lézt 14.
júlí 1951, tæpra 65 ára að aldri.
Hann var valmenni, greindur vel
og prúður í umgengi og lét sér
einkar annt um konu sína og heim
ili. Hún kunni einnig fyrir sitt leyti
vel að meta mann sinn og gera hon
tim heimilislífið ljúft og aöiaðandi.
Voru þau hjón jafnan sérstaklega
samhent og hvort öðru til stuðnings
og þVÍ betur, sem meira reyndi á.
Innilegra samlíf milli hjóna mun
erfilt aö hugsa sér. Mun það og
mála sannast, að Jakobína var
aldreí söm og áður eftir að hún.
misstí mann sinn.
Þau eignuðust 4 börn, tvo syni
og tvær dætur. Önnur dóttirin, j
Krist’ín, er ógift og er skrifstofu-
stúlka í Reykjavík. Hin, Guðrún, er
gift Svavari Helgasyni kennara í
Reykj-avík og á 2 börn. Eldri scn-
urinrt, Ásgeir, var húsasmiður í
Reykjavik. Hann andaðist 6. maí
1950, giftur maður og átti 2 börn, |
og var að honum mikil eftirsjá. j
Yngri sonurinn, Davíð, er smiður:
í Rcykjavík, tvígiftur og á 9 börn.
— Elzti sonur hans,,Guðmundur
ólst að mestu upp hjá Jákóbínu,:
ömmu sinni, efnispiltur.
Uni stö-rf Jakobínu fyrir Fram-1
sóknarflokkiniv verður. skrifað a£
öðrum, sem kann betur skil á því
efni en ég. Hitt vissi ég, að Jak-
obína hafði mikinn áhuga á félags
legum umbótum og vildi láta haga
skipun og rekstri þjóðfélagsins á
þann hátt, að hinir veikustu fengju
einnig notið sín.
Jakobína var trygglynd kona.
Hún var trygg vinum sínuin og ætt-
ingjum. Hún var trygg átthögum
sínum. Og hún var trygg sögu og
menning-u þjóðar sinnar.
Glaðværð og frískur blær fylgdi
henni, fevar sem hún fór. Hún var
hrókur alls fagnaðar, þegar það átíi
við. En auðfundið var, að hún tók
með alvöru á viðfangsefnum Jífs-
ins. Og erfiðan sjúkdóm og ýmsar
aðrar raunir bar hún með þreki
ættar sinnar.
Það gerði menn bjartsýnni og
lífsglaðari að kynnast Jakobinú.
Og ánægjulegt var jafnan að koma
á heimili hennar. Myndarskapur-
inn húsfreyjunnar og þó einkum
alúðiegt viðmót hennar og hjarta-
hlýja gerði viðdvölina mínnisstæða
og eftirsóknarverða. Og í viðræð-
um var hún gamansöm og giettin
eða alvarleg og innileg, eftir því
sem við átti, en alltaf lifandi. Það
var sama hvort ræt’. var um vanda
mannlífsins eða átakamál þjóðfé-
lagsins eða rifjaðar upp vertfirzkar
ættarsagnir. Hún tók virkan þátt í
lífi samtíðarinnar án þess að slíta
tengslin við liðna tíma eða missa
sjónar af því, sem fram undan er.
Jakobína Ásgeirsdóttir var glæsi-
leg kona. Hún var einnig mikilhæf
Dánarminning:
Jakobína Ásgeirsdóttir
kona. Og þó er mest um það vert,
að hún var góð kona.
Ólafur I>. Kristjánsson.
Frú Jakobína Ásgeirsdóttir,
Laugavegi 69 verður til moidar
borin í dag. Hún andaðist að
heimili sínu þann 28. f. m. eftir
mjög langa vanheilsu.
Eg kynntist Jakobínu fyrst og
fremst gegnum starf okkar beggja
í Framsóknarflokknum, og hygg ég
þó að við höfum báðar verið búnar
að vinna lengi í flokknum, áður en
fundum okkar bar saman og eigin-
legur kunningsskapur hófst. En
mér fór eins og öllum öðrum, sem
kynntust Jakobínu, að ég mat hana
því meir, sem ég kynntist henni
nánar. Eg tel að eitt af því góða,
sem ég hefi öðlast í gegnum félags-
starf sé það að hafa kynnst Jakob-
ínu Ásgeirsdóttur sem samferða-
konu.
Ekki verður annað sagt en að
Jakobína Ásgeirsdóttir hafi fallið
frá fyrir aldur fram, aðeins 62 ára
gömul, en hún var búin um langt
árabil að stríða við sjúkdóm þann,
sem dró hana til dauða, og mun
hún því í síðustu 15—20 árin ekki
hafa gengið heil til skógar.
En ekki gátum við, sem unnum
með henni að félagsmálum, fundið
að nokkuð skorti á um framlag til
sameiginiegar áhugamála, fyrr en
rétt undir það síðasta. Jakobína
var alla tíð óvenjulega áhugasöm
flokkskona, og var búin að vinna
mikið í þágu Framsóknarflokksins
hér í bænum, áður en konur inn-J
an flokksins stofnuðu félag sitt. j
Hún var ótrauð baráttukona áj
hverju sem gekk og fyigdist með
stefnu og störfum flokksins af al-
hug. Hún átti sæti í Fuiltruaráði
Framsóknarfélaganna í Reykjavík
samfleytt frá þ\ú árið 1940, lengi
kjörin af iFramsóknarfélagi Reykja
víkur en síðan frá Félagi Fram-
sóknarkvenna. Einnig var Jakobína
oft fulltrúi á flokksþingum, og
sæti átti hún í miðstjórn flokksins.
Jakobína var ein af stofnendum
Félags Framsóknarkvenna og var
mjög áhugasöm um vöxt þess og
viðgang.
Jakobína var kjörin til trún-
aðarstarfa vegna áhuga síns og
ósérplægni í flokksstarfinu í
Reykjavík. Á heimili Jakobínu Ás-
geirsdóttur var ætíð niargt manna,
heimamenri og gestir og í kunn-
ingjahópi sínum sem var mjög fjöl
mennur, útbreiddi hún stefnu
Framsóknarflokksins og kynnti
störf hans. Á öllum átakatímum,
svo sem við kosningar, var heimili
hennar mikii miðstöð fyrir flokks-
starfið og var svo jafnvel í síðustu
bæ.iarstjórnarkosningum, eftir að
bæði hún og aðrir vissu að líða tók
að lokunum hjá henni. Framsókn-
armenn í Reykjavik eiga margs að
sakna við fráfall Jakobínu Ásgeirs
dóttur og mikið að þakka.
Áð minni hyggju var Jakobína
Ásgeirsdóttir fædd gæfukona. Ekki ’
var það af því, að hún yrði ekki i
fyrir mikilli reynslu, sorgum og1
mótlæti um ævina. Áreiðanlega)
fékk hún sinn skerf af því. En í
skapgerð hennar sjálfrar var gæfu-
lind. Hún átti eiginleika, sem gerðu
það að verkum, að í hennar návist
var ætíð gott að vera, við sigra og *
ósigra í sorgum og gleði, og hún
var jafn sterk og hlý í hinum
ströngu veikindum sínum og hún
haíði verið á meðan heilsan var
góð og allt. lék i iyndi. Jakobína gat
líka, þrátt fyrir margskonar mót-
læli litið yfir giftusamlega ævi,
þar sem hún var umvafin ást síns
kæra eiginmanns, sem var hvers
manns hugljúfi og svo hinna ágætu
barna sinna og barnabarna, sem
henni þótti svo vænt um.
Um leið og ég votta vandamönn-
um Jakobínu Ásgeirsdóttur dýpstu
samúð mína við fráfail hennar, vil
ég færa henni þakkir frá Félagi
Framsóknarkvenna fyrir starfið á
umliðnum árum og fiá mér per-
sónulega fyrir vináttu og tryggð frá
því við hittumst fyrst.
Það er skarð fyrir skildi hjá
okkur að eiga ekki von á því lengur
að sjá fallega, hýra andlitið hennar
Jakobínu og b.jarta brosið, en við
eigum minninguna um hana, hina
glæsilegu, heilsteyptu, áhugasömu
og ástúðlegu konu, og sú minning
mun seint fyrnast.
Rannveig Þorsteinsdóttir.
Iiún Jakobína á Söndum er
dáin. Hún bar alltaf það nafn í
mínum huga, og þegar ég minn-
ist hennar man ég vel litla stúlku
vestur í Dýrafirði, sem á að fá
að heimsækja Jakobínu á Sönd-
um. Það var jaínan viðburður ..í.
fábr-eyttir iífi’ ökkar krakkanna í
Haukadal að fá að fara bæjarleið,
en það eru ekki mörg heimili,
sem ég hef komið á á lífsleiðinni,
sem ég hef horft til með jafn-
mikilli tilhlökkun og heimili
Jakobínu Ásgeii-sdóttur á Sönd-
um, og ár að vaða á leiðinni, því
gjarnan var ferðazt fótgangandi
í þá daga. En þreyttur og svang-
ur krakki vissi hvers var að vænta
um viðurgerning á Söndum.
Rausn og myndarskapur voru þar
alls ráðandi. En mér væri Jakob-
ína sjálfsagt ekki minnisstæðari
en aðrar konur fyrir það, þótt
matur hennar væri mikill og góð-
ur. Ég man hana bezt fyrir það,
hvernig hún talaði við mig. Ég
var feiminn og óframfærinn
krakki, sem hafði þó snemma gam
an af að blanda geði við fólk, ef
því fannst ég þess virði Jakobína
gaf sér tima til að tala við m,ig
þótt ég væri óþroskað stelpuhró,
og fór svo að mér þótti jafnan
meira gaman að tala við hana en
börn á bænum, sem þó voru
á mínu reki. Það er þetta, sem ég
vil sérstaklega þakka Jakobínu
nú að leiðarlokum. Hlýja, góð-
vild og skilningur, sem mætti
mér þar snemma á ævi hef ég
á síðari árum æ betur skilið, hve
fágætt var og frábært . . .
Þegar leiðir okkar lágu saman á
sviði þjóðmála*var hun hin sama
ciugnaðarkona við að vinna að
framfaramálum þjóðarinnar eins
cg við búskapinn áður. Ég hreifst
aí óeigingjörnu starfi hennar og.
atorku og hafði gert mér vonir
um ánægjulegt framtíðarstarf
með henni. En nú er sú saga öll.
Merkið fellur ekki, þótt maður
deyi. Flokksmenn Jakobínu minn-
ast hennar bezt með því að starfa
vel og dyggilega eins og hún
gerði.
Yalborg Bentsdóttir
Vina minna fækkar fjöld
feigðin lieimtar en sín gjöld
Þessar ljóðlínur Bólu-Hjálmars
komu mér í huga, þegar ég frétli
lát vinkonu minnar, Jakobínu Ás-
geirsdóttur, sem lézt að heimili
sínu 28. nóvember eftir langa og erí
iða sjúkdómslegu, og verður t::
mo'dar borin í dag.
I Eg get ekki rakið ætt Jakobiní'.
Vissi það eitt að hún er VestfÍL-ð-
ingur, uppalin í Teigsdal í Arnai-
firði.
Eg kynntist Jakobínu fyrir um
það bil 11 árum, þá nýkomin í baij
inn. Við höfðum iík áhugamá',
höfðum báðar verið sveitakonur, og
þekktum iífskjör fóiksins'þar. Okl<
ur þótti vænt um sveitirnar og
vildum að kjör fólksins þar yrðu
sem bezt, og margt fleira sameir-
aði okkur.
Jakobína var glæsileg kona og
bar mikla persónu. Einörð, hrein-
skiptin og heiðarleg, en einnig' hlý,
góðgjörn og hjálpfús. tryggiynd og
vinföst', enda var Jakobína vir-
mörg. Það var eins og hið létt i
skap hennar og giaðlyndi gfjpx.unt
sig hvar sem hún kom. jEin orð-
hög kona orðaði það svo, að. Jakob
ína væri eins og vorþeyr með farig
ið fullt af sólskini. Þamiig kynrii-
ist ég henni og þannig var hún,
þar til yfir lauk.
Þegar ég heimsótti haria síðast,
var hún furðu hress, og iylgdist
með öllu í kring um sig. Eg hafði
orð á því hvort ekki væri betrai
fyrir hana að vera á sjúkrahúsi,
þar sem hægt væri að ná í alla'að-
stoð strax. Það hjúkrar mér erigin.
betur en dóltir mín, sagði Jakob-
ína, og leit þakklátum augum tiL
dóttur sinnar, sem hafði flutt til
hennar til þess að annast hana sem
i bezt. Ég er umvafin ástríkj, og
J kærleika bæði barna minna, vina
og vandamanna. Þetta er mér, ó-
metanlegt, og léttir allt rneðán ég
bíð. Þannig mælti Jakobína og nii
þegar hún er öll vil ég bera þeim,
sem reyndust henni bezt þessi orð
hennar, og segja þeim hve þakklát
hún var.
| Eg kveð þig Jakobína mín; og
I þakka þér ómetanleg kynni, Eg trúi
því að heimkoma þín, þar sem niað
ur þinn og sonur bíða þín, vferði
þér uppfylling allra þinna voria,
og trúar. Eg bið guð að blessa þér
ferðina yfir móðuna miklu. Ást.vin-
um þínum votta ég mína innileg-
ustu smúð.
Far þú í friði
friöur Guðs þig bléssi
hafðu þökk fyirr allt og allt.
Guðlaug Narfadóttir.
Nauðsynlegt er að vanda meira ti)
meðferðar á fiski og fiskafurðum
Samjjykktir fundar á vegum Sölumiðstöftvar
HratSfrystihúsanna
Sölumiðstöð Hraðfrystihús-
anna boðaði til fundar í
Reykjavík, dagana 27, og 28.
nóvember alla verkstjóra og
matsmenn í frystihúsum inn-
an samtaka hennar. Mættir
voru á fundinum auk verk-
stjóra og matsmanna. Jóhann
Kúld fiskvinnsluráðunautur
sjávarútvegsmálaráðuneytis-
ins, fiskimatsstjóri Berg-
steinn Á. Bei’gsteinsson, yfir-
fiskmatsmenn, Sigurður Har-
aldsson fiskiðnfræðingur full
trúi Fiskifélags ísiands, verk-
fræðingar og eftiriitsmenn
Söiumiðstöðvar hraðfrystihús
anna.
Björn Halldórsson framkvæmda-
stjóri S.H. setti fundinn, og var
fundarstjóri kosinn Snæbjörn
B.jarnason og fundarritarar þeir
Sveinn Valdimarsson og Valdimar
Þórðarson, starfsmenn S.H.
Eftirfarandi erindi voru flutt á
fundinum:
Rafn Pétursson: Verkstjórn í
frystihúsum.
Karl Bjarnason: Meðferð hráefn-
is og hagnýting og pökkun þess í
hinar ýmsu umbúðir.
Björn Halldórsson: Vöruvöndun.
Guðmundur Jóhannsson: Gæða-
eftirlit í frystihúsum.
Snæbjörn Bjarnason: Áhöld,
tæki, fryst'ing og geymsla á fiski,
Valdimar Þórðarson: Meðferð
pökkun og frysting á síld til út-
flutnings.
Baldur Sveinsson: ísvélar, lág-
þrýstiþjöppur o. fl.
Bjarni Guðjónsson: Viðhald, erid-
urbætur og afköst frystikerfa.
Hin stóraukna framleiðsla frysti-
húsanna á síðast liðnum árum, eða
úr 21.000 lestum árið 1950 upp í
um 70.000 lestir á þessu ári, hafa
orsakað ýmsa erfiðleika í sambandi
við framleiðsluná, sérstaklega hváð
viðvíkur allri vöruvöndunu, sem
var veigamesta málið, er rætt vár á
fundinum.
Fundurinn samþykkti m. a. eftir-
farandi ályktanir:
1) Að skora á ríkisvaldið að
komið verði á ferskfiskmat'i á allan
fisk, sem tekinn er til vinnslu í
hvaða verkun sern er, og verði vcrð
mismunur eftir gæðum fisksins.
Jafnframt skorar fundurinn á
ríkisvaldið að lög og reglugerðir
um fiskmat ríkisins verði endur-
samdar í samræmi við breytta til-
högun.
2) Að skora á stjórnarvöld lands-
ins að beita sér fyrir því að í sam-
bandi við Sjómannaskólann og þau
skipstjóra og stýrimannanámskeiö,
sem haldin eru á-vegum sjávarút-
vegsmálaráðuneytisins, sé lögð rík
áherzla á að kenna þá réltu með-
ferð fisksins, sem nauðsynleg er,
til að koma í veg fyrir þá hættu-
iegu þróun síðustu’ára, sem átt hef-
(Framh. á 8. síðu.)