Tíminn - 10.12.1958, Side 1

Tíminn - 10.12.1958, Side 1
Reykjavík, Miðvikudaginn 10. desember 1958. Mál og menning. Lífið í kringum okkur. Þáttur kirkjunnar. íslenzk hetjusaga. 281. biaS. Áætlunarflug (slendinga yfir Atlantshaf heimsálfanna milii finnst ókunnugum ótrúleg og fjarstæð kynjasaga Lför meí l.oftlei^um vestur um haf Það má teljast til ævintýra, aS íslenzkt flugfélag skuli í tullan áratug hafa annazt fast Itr flugferðir yfir Atlantshaf,' lieimsálfa milli, og fullyrða má, að engin önnur þjóð heims, jafnfámenn og varbú- in í tækni, geti bent á afrek sem nefna megi til jafns við það í flugmálum. Og hér er ekki aðeins um að ræða áætlunarflug að nafninu til, beldur umfangsmikla flugþjón- ustu, daglegar i'erðir mieifihluta ársins og tugþúsundir farþega á ári. Enn merkilegra verður þetta í ljósi þeirrar staðreyndar, að sætanýtingin hjá Loftleiðum eir betri en hjá nokkru öðru féiagi á þessum flugleiðum, og það er eina félagið í Atlantshafsflugi, sam ekki nýtur á einn eða annan hátt styrks eða stuðnings af op- ir.berri hálfu. Hér er heldur ekki um að ræða neina dægurl'lugu lengur, heldur starfsemi í föstum skorðum, rekstur, sem kominn er á fastan fót og búinn að vinna sér traust og viðurkenningu. Ærið undrunarefni Þetta verður hverjum manni l.ióst, sein kynnist starfi og áliti Loftleiða í New York, og hann kemst heldur ekki hjá að tak'a ci'tir því, að þessi flugstarfsemi íslendinga vekur eftirtekt og um,- hugsun, jafnt almennings sem b.aða og verður oft umræðuefni. Almenningur í Bandaríkjunum veit ekki of mikið um ísland fremur en aðrar þjóðir, margir álíta hólmann snauðan að verald- argæðum og fólkið fábjarga og lítils megnugi, skammt á veg kom- ið í tækni og annarri heimsmenn- ingu, og einna trúlegast að slík undur sem íluglist nútímans sé því fjarlæg draumsýn. En þegar menn í milljónalönd- unum komast að raun um það, að þessi dvergþjóð á klettaeyju við heimsskautsbaug heldur uppi löstu áætlunarflugi milli heims- áH'anna af slíkri stórmennsku, sperra þeir eyrun, og landið og þióðin hefst á æðra „plan“ í áliti þeirra_ Þetta er óneitanlega nokkurs virði fyrir íslendinga, sem verða ?3 berjast við smæðina ár og síð og eiga i'ullt í fangi með að láta heimjnn nnina það, að þeir scu til og eigi nokkurn rél't og getu t'.i þess að kallast sjálfstæð þjóð. Við þekkjum Loftleiða-i'lugvél- arnar hér heima, sjáum þær í skini kastljósanna hérna á flug- vellinum kvölds og morgna og vit um, að þær eru að leggja af stað annað hvort ausiur eða vestur um haf. En eiginlega gera menn sér ekki grein fyrir því, hvaða starf j og barátta í öðrum löndum er for- | senda þessara flugferða, og þegar við heyrum aö nær 40 manns v.nni hjá Loftleiðum í Ameríku og nær jafnmargir í ýmsum Evr- ópulöndum, þá rekum við upp slór augu og spyrjum kannski: Hvað er allt þetta fólk að gera? Og kannski hefir það verið með fram til þes's að reyna að svara þeirri sppfrningu, sem stjórn Loftleiða fann upp á því f.vrir skömmu að kippa nokkrum blaðamönnum vestur um haf. Svo eigingjarn var tilgangurinn 'þó ekki, að það væri eina erindið, því að fyrirmenn Loftleiða gerðu allt sem þeir gátu til þess að gera sjón og sögu fararinnar svo fjöl- breytta og gagnsama fyrir gest- ina, sem kostur var, og oflast var það engu líkara en Loflleiðir væru aukaatriði í reisunni. Undrandi farþegar Mér dettur ekki í hug að fara að segja ferðasögu, og flugferð er alltaf sjálfri sér lík og stund- L'tn hálfþreytandi, Það er þó gam- an að siá undrunarsvipinn á sum- um farþegunum, sem greitt hafa farmiða lágu verði og vita, að Hekla og Saga eru engar þrýsti- loftsflugvélar og búast því við hálfgerðri hallærisvist á leiðinni, þegar þeim er veitt öll hin bezta I skrifstofum Loftleiða í 47. götu. Fremst sitja: Sigurður Magnússon, fulltrúi, Nicholas Craig, forstjóri skrifstofu Loftleiða í New York, og Bolli Gunnarsson, framkvæmdastjóri Loftleiða á flugvelli þar vestra. umönnun, aðbúð og bcini engu síðri en í nýtizkulegustu flugvél- um stóru félaganna. Við flugum vestur föstudaginn 21. nóv. fengum að sjá hrikafjöll Suður-Grænlands, áðum í Goose Bay og flugum i dimmu yfir Bosl- on, komurn svo að kvöldi yfir New York og lentum á Idlewild. Að i'ljúga yfir ljósadýrð Manhattan, Long Island, Brooklyn og annarra útborga New York er sjón, sem gleymis't seint. Flugstjórinn var Einar Árnáson, og hann var ó- þreytandi ásamt allri áhöfninni við að leiða okkur i allan sann- ieika um það, hvernig þeir fara aö því að fljúga til Ameríku og taka þar land. Bolli Gunnarsson. framkvæmda- stjóri Loftleiða á flugvelli þar vestra, tók á móti okkur, og hann bauð okkur velkomna við skemmtilegan kvöldverð. Sigurð- ur Magnússon, fulltrúi Loftleiða, var fararstjóri okkar. og ánægju- legri leiðarvísi er varla hægt að kjósa sér. 'Stækkaði þakkarskuld okkar við hann því meir, sem á ferðina leið. í stöðvum S.Þ. Næstu tveim dögum var eytt við að skoða borgina, en á þriðjá degi lá leiðin í hús Sameinuðu þjóðanna, þar sem salarKynni voru skoðuð, komið á nefndar- fond og hádegisverður þeginn hjá Thor Thors, aðalfulltrúa íslands hjá S.Þ. Þar voru einnig með okkur — og raunar leiðbeinendur i könnunarferðtnni um stöðvar S.Þ. — aðrir fulltrúar íslands á ailsherjarþinginu, þeir Pétur Thor áteinsson, sendiherra, og Þórar- inn Þórarinsson, ritstjóri. Fræddu þcir okkur allir margvíslega um siörf þingsins' og S.Þ. og sér í Lgi um gang mála, er ísland snerta, og var þetta alll saman írjög ánægjuleg og fróðleg dag- siund. Til Washington Síðdegis þennan dag héldum við flugleiðis til Washington í boði utanrikisráðuneytis Banda- ríkjanna. Tók þá við allri leið- sógu og forsjá Peter J. Heller, blaðafulltrúi Upplýsingaþjónustu j Bandaríkjanna á íslandi, en hann jvar#einnig með í þessu blaða- ! r.iannaboði Loflleiða. ! Eftir kómuna til Washington | var þegar haklið í kvöldboð til IStefáns Hilmarssonar, sendiráðsrit- I ara, og konu hans og áttuni við þar skemmtilega kvöldstund með þeim hjónum og nokkrum öðrum íslendingum, stöddum vestra' eða Helztu flugstöðvai-byggingarnar á Idlewild-flugvelli. í vængjunum út frá háu byggingunni eru skrifstofur flugfélaganna, þar á meöal Loftleiða. búsettum, svo og nokkrum starfs- mönnum frá utanrikisráðuneyt- i.:u. Stefán veitir sendiráðinu i'or- siöðu í fjarveru Thor Thors. Þar hittum við góðan kunningja, Don Neuchterlein, scm um skeið var blaðafulltrúi bandarísku upplýs- ingaþjónustunnar hér í Reykjavík, ölull maður og hinn bezti drengur í sams'tarfi. Hann bar og að mestu hita og þunga af könnun okkar í Washington, og eins og við mátti búast hafði hann ekki hugsað sér að láta dvölina verða til ónýtis. Dagskráin var svo hlaðin, að sum- um þótti nóg um. Daginn eí'tir lá leiðin fyrst í Kvíta húsið. Fegurð þess er mikil, salir þes's ekki ofhlaðnir minjum, en mest ber á málverkum geng- inna forseta. Við íengum þar góða leiðsögu, en húsbændur voru ekki htima. Við gengum þó um skrif- stofur forsetans undir leiðsögn, II. Gruénthers, og hann sagði okk ur eitt• og annað um starfshætti þar. Heimsóknin var lærdómsrík, og Hvíta húsið er talandi tákn im mikla þjóð, sem risið hefir úr ósamstæðum brotum til sam- siæðrar heildar undir merki frelsis og mannréttinda í utanríkisráðuneytinu | Við höfðum gert okkur vonir ™ að fá að vera á blaðamanna- fundi hjá Dulles, en hann var að hneppa öðrum hnöppum og frest- aði fundi. Hins vegar fengum við að skoða vendilega upplýsinga- clc ilcl utanríkisráðuneytisins og kynnast samstarfi .hennar og blaðanna. Forsetinn og utanríkis- ráðherrann halda hvor um sig vikulega blaðamannafundi, en auk þess er allt kapp lagl á að veila blöðum eins l'ullkomnar upp lýsingar og unnt er. í því skyni cr hinum stærstu blöðum. út- várpss'töðvum og fréttastofum gef i;m kostur á að hafa skrifstofu tii umráða í deildinni og láta blaða- niann starfa þar, svo að hann geti f\ igzt með hverri hræririgu, sem þar gerist. Þar mátli m.a. sjá skrif stofu rússnesku fréttastofunnar Tass, og einstaka blöð á Norður- löndum hafa þar blaðamenn. All- (framhald á 3. síðu). Ýmsir þeir, sem lítið þekkja til íslendinga, líta land og þjóð aíít öðrum augum, er þeir komast að raun um þessa staðreynd.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.