Tíminn - 10.12.1958, Side 4
4
TIM I N N, Miðvikuáaginn 10. desemebr 1958,
fSLENZK HETJUSAGA
Sjáífsævisaga Björns Eysteinssonar
A bókamarkaði þessa vetrar er
ein sú bók, nýútkomin, er ég vildi
vekja athygli á með nokkrum orð-
um, en það er Sjálfsævisaiga Björns
Eysteinssonar. Ekki er þetta stór
bók eða áberandi umfram það er
nú gerist. Ekki er raunar heldur
hægt að segja að nafn .sögumanns
sé víðkunnugt eða landfrægt þó
fyrir eyru ýmsra hafi borið í af-
spurn og ýktum sögúsögnum.
Björn Eysteinsson var húnvetnsk
ur bóndi .kenndur við Grímslungu
og Orrastaði. Ilann var umsvifa-
mikill maður og stórbrotinn og
reyndi margt á rysjóttri og langri
'búskapartið. ‘Hann var orðinn stór
bóndi er hann felldi bústofn sinn
og varð snauður maður hálffertug-
ur að aldri ,á harðindaárunum um
og eftir 1880. Þá réðst Björn í að
reisa sér nýbýli, í afréttarlöndum
langt framan við byggð á Auðkúlu-
heiði. er ihann nefndi á Réttarhóli.
Þar bjó hann í fimm ár og kom
undir sig fótum að nýju og varð
einn fjárríkasti bóndi sýslunnar,
en aldrei við eina fjölina felldur,
djarfur og umskiptagjarn.
Bók þessi er búin til prentunar
af Birni Þonsteinssyni sagnfræð-
ingi. Ritar hann allýtarlegan for-
mála fyrir foókinni og gerir grein
fyrir gerð hennar, jafnframt því,
er hann drepur á ýmsar ýkjusögur
og missagnir er myndazt hafa um
Björn. Næst formála er stutt ættar
tala Björns Eysleinssonar. Þá kem
ur sjálf ævisagan sem er rituð af
Birni, aðallega veturinn 1913—14,
en þá átti ihann enn ólifaðan aldar
fjórðung, því Björn lézt 1939 tæ_p-
lega 91 árs að aldri. í formála
segir svo um gerð ævisögunnar:
„Sigurgeir, sonur Björns, afritaði
handrit föður síns og jók það með
smáinnskotum. Síðar skráði ráðs-
kona Björns, Kristbjörg Péturs-
dóttir ýmsa þætti eftir frásögn
foans og foélt áfram sögunni eftír
1914. í þessari bók er handrit
Björns sjálfs birt orðrétt sem aðal
texti, en. viðbætur, sem KristbjÖL-g
skrásetur, með smáu letri og inn-
skoti Sigurgeirs innan sviga. í ævi-
sögunni er ekkert um Björ.n nema
það, sem hann sagði sjálfur fyrir
eða skráði með eigin hendi“.
Saga þessi er forvitnisleg fyrir
ókunnuga á tvennan hátt. Fyrst er
það, að um Björn Eysteinsson, at-
gervi !hans og ýmislega háttu í bú-
skap, bafa gengið ýmsar sögur er
höfðu á sér ólíkindablæ þótt full-
víst mætti telja að um hversdags-
mann væri að ræða. Og þá v?r
foitt, að eftir því orðspori virtist
hann flestum mönnum ólíklegri til
þess að fá sér það til dundurs,
meðan enn var dagur og verkbjart,
að festa sögu sína í 'letur, enda líít
gegnt skriftum um dagana. Kem-
ur enda í ljós í formála að þetta
gerði hann að hvatningu annars
manns.
Það verður Ijóst við lestur sög-
unnar, að þarna hefur farið óvenju
legur maður og einnig hitt að
ekki er hér um rithöfund að ræða
í nútímalegri merkingu, en það
eykur gildi þessarar frásögu frem
ur en hitt. Að vísu saknar lesand-
inn þess öðrum þræði að fá ekki
■skipulegri heildarsögu um ævi
hans, en úr því er meira en bætt,
með þvl að myndin af Birni verð-
ur persónulegri en annars hefði
orðið.
Fyrir aftan ævisögu Björns er
æviminning Sigurgeirs Pálssonar
Barda'ls, tengdaföður hans, föður
Helgu er var seinni kona Björns
og sú er flytja varð með honum
að Réttarhóli. Sú er hélt þar við
eldinum og treindi líf þeirra og
foarnanna unz þau náðu byggðitm
á nýjan leik. Er það réttilega fram
tekið :hjá höf. formálans, „að hafi
hann (þ.e. Björn) verið afreks-
máður, þá hefur kona hans, Helga
Sigurgeirsdóttir verið kvenhetja“.
Þá er að lokum þáttur um Gríms-
tungu í Valnsdal og ábúendur þar
m.m., eftir Þorstein Konráðsson,
og síðast atfougasemdir.
Saga Björns Eysteinssonar er
hetjusaga. Það er saga sem endar
vel, á þann hátt að miklu er bjarg-
að og börn hans komast til manns
tsökuni atorku hans og eigin at-
gervis. En þó er þetta harmsaga að
allri undii-stöðu. Harmsaga, þegar
til þess er litið hverri örbirgð þessi
horfna kynslóð var á stundum ofur
seld. Hún var ofurseld þeh-ri ör-
'birgð og álögum er voru svo sterk,
að jafnvel fífldirfska og atgervi
manna eins og Björns, voru hvergi
nærri einhlít til að brjótast þar
í móti og vinna sigur. Þó að Ðirni
Eysteinssyni tækist tafiið, þá verð
ur það naumast allt þakkað hans
atgervi, þar um réði öðrum þræði
hending blind og strákalukka eða
það sem að baki því liggur. Hinir
voru margir er áttu þæði atgervi
og djörfung oog voru þó ofurliði
bornir af örlögum með ýmsum
hætti, frá þeim er engin saga, —
það er harmsagan að baki þeirrar
sögu sem 'hér er skráð.
Einn þykir mér Ijóður á þessari
bók. Vera má að hann stafi af
hæversku þess er sá um útgáfuna,
en það verður ekki reiknað honum
til inntekna af minni hálfu. —
Fyrir framan ævisöguna er saman
tekin ættartala Björns. Mun það
gert í þeim tilgangi að talið sé að
lesendum kunni að vera nokkur
forvitni á að vita deili á foreldri
þessa manns og fræðast um hvar
úr jörð hann væri sprottinn og af
I hverju bergi brotinn. Var það rétt
! ályktað og kurteislega komið til
móts við þá náttúrlegu löngun It-s
andans. En var þá ekki jafnframt
eðlilegt að álykta svo, að ekki síð-
ur væri lesandanum forvitni á að
vita nokkur deili á börnum hans,
þeim er við söguna koma, þó með
slitróttum hætti sé, og börnuin
þeirra, en það hefur láðst að gera.
Þó að Húnvetningum megi vera
þetta kunnugt, er ekki svo með
aðra. Það er læpast að lesandinn
sé öruggur um að allra barna
Björns sé getið í bókinni, og hend-
ing ein ræður, að gerð cr grein
fyrir sumiun þeirra og þó með
mjög ófullkomnum hætti. Næstum
40 ára aldursmunur er á elzta og
yngsta barni Björns, eftir því er
týnt verður saman úr athugasemd
um B.Þ. aftast í bókinni, því sjalf
er ævisagan lítt studd ártölurn.
Eftir því sem á lcið lestur ævi-
sögunnar, varð ég æ forvitnari að
mega að líkum vænta þess í bókar
iok að fá stutt yfirlit yfir börn
jBjörns og næstu afkomendur, en
það er ekki fyrir hendi. Fer þá að
líkum, að nærri vafaíaust hljóti
niðjar hans að hafa orðið hlut-
gengir til jafns við aðra, endi
mun það sannast ef eftir er grenns
: last. Einn af sonum Björns er lög-
fræðingur og bæjarstjóri, annar
er verkfræðingur. Björn Þorsteins
son sagnfræðingur er sér um út-
gáfu sögunnar, mun' vera sonarson-
ur Björhs, en annar sonarsonur
hans er eðlisfræðingur. Einn dótt-
ursonur hans doktor í vísindum og
annar einn umsvifamesti bóndi nú
í Húnaþingi og ber nafn hans, og
dóttursonarsonur einn mun vera
verkfræðingur. Þótt ég haldi mig
vita þetta, fer því fiarri að mér séu
kunnir nema að litlu leyti niðjar
Björns Eysteinssonar, sem mér
hefði þótt mikil fróðleiksbót,
sprottin af sjálfs hans sögu.
Indriði Indriffiason.
Í* ■
3ROÐUR OG GARÐAR
INGOLFUR DAVIÐSSON
„Afríkukorn“ í Ameríku
„Svertingjakornið,, Dúrra (Sorg-
hum) er lítt kunn korntegund hér
á landi. í Afríku og Asiu hefur
hún verið ræktuð frá fornu fari.
Talið er að dúrra hafi verið rækt
að í Egyptalandi á dögum faró-
anna fyrir meira en fjögur þús-
und árum og enn er það mikið
ræktað í Afríku. Afríkufarar fyrr
á tímum undruðust mjög hve vel
þessi komtegund stóðst hinn
mikla hita og þurrk inni á megin
landi Afríku. Til er bæði sykur-
dúrra og korndúrra. Bandaríkja
menn fluttu inn sykurdúrra til
ræktunar fyrir um 80 árum og
framleiddu mikið af dúrra eða
Sorghumsírópi. Safi jurtarinnar —
sakkarínið er sætefni, sem notað
er handa ýmsum sjúklingum frem
ur en venjulegur sykur. Banda-
ríkjamenn tóku lika brátt að
rækta korndúrra í stórum stíl.
Það þoldi þurrkana og reyndist
einnig mjög jarðvegsbindandi, þ.
e. hefti uppblástur lands líkt og
melurinn hjá okkur. Það þrífst
vel í limkenndri leirjörð, þar sem
aðrar korntegundir gáfu litla eða
enga uppskeru. Dúrrakorn reynd
ist afbragð til fóðurs svo kvikfé
fjölgaði þar sem það var ræktað.
En ekki var jurtin gallalaus frem
ur en annað í þessum heimi. Rækt
uð höfðu verið frá þvi í fornöld
ýmsar tegundir og afbrigði, oft
í einum graut! Kornstráin voru
mislöng og jurtirnar svo ólíkar að
ýmsri gerð að nauðsynlegt var að
J handþreskja kornið. Þetta höfðu
I svertingjarnir gert í þúsundir ára.
En nú varð vinnuaflið of dýrt svo
nauðsynlegt var að grípa til nýrra
úrræða. Jurtarkynbólanienn tóku
málið í sinar hendur. Þeir voru
þolinmóðir, stunduðu úrval og æxl
uðu saman álitlegum afbrigðum
í ergi og gríð. Takmarkið var að
framleiða kynblendinga af hæfi-
legri jafnri stærð svo hægt væri
að þreskja með stórvirkum vélurn.
Það tókst að lokum að framleiða
jafna, harðgerða og frjósama bast
arða. Árið 1941 var hægt að nota
stórar korskurðarvélar á dúrra
. kornið. Það var mikill sigur. Síðan
| hefur dúrra korntegundin farið
sigurför ríki úr ríki þar vestra.
'Haldið er áfram að kynbæta korn
ið, m. a. til þess að framleiða
tegundir sem vaxið geta norður
og norðar. í Dakota o. fl. fylkjum
SHb
. *■*'*■■: ?, -Itó:
Korndúrratcgundir.
fer nú uppskeran fram eftir fyrstu
frostin. Þurrir vindar eiga að
þurrka kornið að nokkru, eftir að
það hefur frosið. Reynt er einnig
að framleiða bráðþroska dúrra.
j Dúrrakorn þykir gott föður —
j grófmalað —. í því er meira
I „prótein" en öllu minni fita en í
j venjulegu korni. — Talsvert var
: bruggað úr dúrrakorni á strfðsár
unum. Dúrra er stórvaxin jurt, oft
meira en mannhæðarhá, sum af-
brigði jafnvel 4—5 m. Dúrra er
talið ættað frá Afríku (e. t. v.
,frá Abyssiníu). Þaðan 'hefur það
breiðzt út til Miðjarðarhafsland
anna, Mið- og Suður-Asíu, Suður
Rússlands og loks til Ameríku.
Skylt er hirsiff, sem forfeður vor
! ir ræktuðu á bronsöld fyrri um
3000 árum, t. d. í Danmörku og
Suður-Skandinaviu; en ialið er að
þá faafi sumarveðráttan þar verið
i hlýrri og þurrari en nú. Talið er
, hirsi hafi verið ræktað í Kína og
á Norður-Indlandi fyrir íimm þús
: und árum.
Tröllahirsi (Kaoliang, t.v. á mynd
inni) er ræktað í Kína, m. a.
til grænfóðurs, en lágvaxnara af-
brigði sem kornjurt. Svertingjar
! hafa bruggað hirsiöl síðan í torn
j öld. Kínverjar ihafa notað sí.ráin
• til pappírsgerðar. „Sópdúrra“ er
; notað til sópagerðar í Suður-
Evrópu og Bandaríkjunum.
Hirsivax mynast í blaðslíðrun-
um, inn við stráið. Þjóðverjar
rækta dálítið af ‘hirsi til græn-
fóðurs. Og hirsigraut átu forfeður
okkar aftur í grárri forneskju. —
Þáttar klrkjannar
Félagsmála-Ieiðbeinendur
i
ÞAÐ ER STUTT síðan að leið
beiningastarfsemi á hinum
ýmsu sviðum þjóðlífsins í per-
sónulegum vandamálum hófst
hér á íslandi.
Enda tilheyrir slík starfsemi
svo að segja eingöngu þessari
20. öld mannkyns, því að fyrst
um síðustu aldamót, hófst þessi
starfsemi formlega t. d. vestan
hafs.
Hér vann Ölafía Jóhannsdótt-
ir merkilegt brautryðjendastarf
a þessu sviði og opnaði augu
margra, þar á meðal ráða-
manna í þjóðlífinu fyrir hinni
miklu þörf hjáipar og aðstoðar,
sem þá þegar var aðkallandi hér
í Reykjavík.
En sú þörf hefir margfaldazt
síðan. Og margt er líka gert, til
þess að bæta úr í þessum vanda
máhim, en það er ekki nógu
skipulega og markvisst unnið
enn þá, og ber margt til. Fyrst
og fremst skcrtir á almennan
skilning gagnvart olnbogabörn-
um hamingjunnar og útburðum
samfélagsins yfirleitt og auðvit-
að féleysi og þekkingarleysi,
þótt víða séu á ferð fórnfúsa-r
manneskjur, sem gjarnan vilja
fórna bæði tíma og kröftum til
úrbóta.
Kirkjan ætti þarna að hafa
forustuna, og við hverja kirkju
eða safnaðarhús hér í bænum
og víðar, ætti að skipuleggja
leiðbeiningarstarf og hjálp
handa þeim, sem eru aumastir
allra á einhvern hátt, eins og
Ólafía orðaði það.
Og ríkið ætti hins vegar á-
samt kirkjunni að stofna til
fræðslu með námskeiðum í þess
um málefnum og hafa til slíkrar
kennslu sérstaka deild t. d. í
hinum verðandi kirkjulega
skóla, sem nú er talað um að
reisa í Skálholti.
Þar sem bezt er að þessum
málum búið erlendis stunda
félagsmálaleiðbeinendur eða
ráðunautar — social workers —
erfitt nám í sex ár, áður en
tekið er til starfa á þessum víð-
áttumikla akri samfélagsins.
En meðan engin væri fræðsl-
an, ætti samt að rækja svona
starfsemi í sambandi við kirkj-
una í slærri eða fjölmennari
söfnuðum landsins undir um-
sjá prestsins á kostnað safnaða
með fórnfúsum sálfboðaliðum.
Nóg — já, alltof mörg eru verk-
efnin.
HVER ERU ÞESSI verkefni?
veit ég margur vildi spyrja,
sem lítt eða ekki þekkir til á-
standsins í samlífi fjölbýlisins
og þekkir hin persónulegu
vandamál aðeins af slúðursög-
um.
Þar sem þessum málum er
bezt komið erlendis, er verkefn
unum skipt í flokka. Sumir ann-
ast vandamál heimila, aðrir
drykkjumanna, nokkrir koma í
fangelsin eða sjúkranúsin.
Hér hefir nú þegar verið kom
ið á skipulegri starfsemi fyrir
börn og unglinga, sem lent hafa
á glapstigum, þótt er.n sé mai gt,
sem bæta þarf og breyta sér-
staklega með eftirliti, sem koin
ið gæti í veg fyrir, að ungling-
ar lendi i hringiðu glaumsins. !:I
Líka hefir margt verið gart
fyrir drykkjusjúkt fólk nieð !|
Bláa bandið og A-A i broddi §|
fylkingar og frábært er starí !§
Oscars Clausen fyrir fangana. ;§
Allt þetta bendir í rétta átt. !§
En hér þarf enn betri yfirsýn i!
og enn fastari tök, sem ætti að ;!§
nást með starfi smærri hópa t. !§
d. safnaðarstarfi, þótt sízt mætti §;
niður í'alla sú starfsemi. sem áð-
ur er hafin.
Leiðbeinendur eða ráðunaut-
ar í persónulegum vandamálum
láta sér fátt óviðkomandi.
SALFRÆÐINGAR annast ráð
og aðstoð gagnvart börnum á
gelgjuskeiði, sem hlaupast j§
brott af heimilum sínum og
eru foreldrum sínum stöðugt
tilefni áhyggna og kvíða, sorg-
ar og reiði, þar sem framtíðin
er hulin bliku lasta eða glæpa.
Þarna bæta góð ráð og holl á-
hrif oft úr öllum vandanum á
stuttum tíma.
Séð er fyrir aðstoð við heim-
ili þar sem annað hvort hús-
ráðenda hafa veikzt af langvar-1
andi sjúkdómi t. d. berklum.
Þá er reynt að leiðbeina um
heppilegust. ráð til að efla hug-
rekki og bjartsýni gagnvart
sjúkdómum og útvega húshjáip,
svo að aldrei þurfi að leysa upp
heimilið, leiðbeint um heppileg-
ustu lifnaðarhætti til að verj-
ast sjúkdómum og ná sem fyrst
bata.
Sérstaklega er lögð: stund á
að annast um aldrað fólk, t. d.
einstaklinga, sem ekki geta út-
vegað sér heppilega vinnu, sem
hæfir heilsu og kröftum, en
jafnframt aS skemmta þeim og
bæta úr einsíæðingsskap þeirra
og auka tekjur þeirra og traust
á sjálfa sig.
I
ÞÁ ER OG stundúð fanga-
bjálp. Þeim er útvegúð henlug
atvinna, komið í veg fyrir, að
þeir lendi aítur í þeim félags-
skap, sem hefir leitt þá á glap-
stigu og þeim veittur kostur á
að byrja nýtt líf og eignast hugð
arefni, vini og áhugamál.
Þá er séristak deild til hjálp-
ar fyrir geðveilt fólk, sem týnt
hefir gleði sinni og misst trú
sína á tilga'ng Hfsins.
(Framhald).
*
Geta jórturdýrin sofið?
Sjáifsagt munu margir halda því
fram, að kýr og kindur sofi, en
þeir, sem raunverulega hafa rann-
sakað þetta, segja hið gagnstæða.
Bæði menn og skepnur msisa
meðvitund meðan þau sofa. Jafn-
vel þó Jvýr sýnist vera í algerri
hvíld, hefur hún yfirleitt’ augun
opin. Hún blundar e. t. v. í hæsta
lagi nokkrar mínútur þegar hún
hvílir höfuðið aftur með huppnum.
Horfi maður á kúahóp að nóttu,
liggja þær flestar með opin augun
og virða fyrir sér áhorfandann. í
þau fáu skipti, sem augun eru lok-
uð, gefur t. d. hreyfing á eyrunum
til kynna, að skepnurnar séu með
fullr.i meðvitund og hinn minnsti
hávaði nálægt þeim vekur andsvar
hjá þeim.
'Scrkennandi er það einnig fyrir
jórturdýr, að þau liggja aiæi'ri
ævinlega og hvíla á brjóstinu. Það
er mjög sjaldgæft a'ð menn sjái
heilbrigða kú liggja alveg á híið-
inni. Þetta gefur að líta jafnt í
haga sem á (bás, eins hjá tömdum
sem villtum jórturdýrum.
Er þá einhver eðlileg skýring á
því hvers vegna jórturdýrin haga
sér að þessu-leyti öðru vísi en
aðrar skepnur?
Hestarnir sofa og villt hross
lifa við sömu skilyrði eins og mörg
villt jórturdýr. Þýzkar athuganir
hafa ieitt í Ijós, að hross á húsi
• sofa að meðaltali 7 klukkustundir
á sólarhring. Þau geta sofið bæðí
standandi og liggjandi, en dýpstum
svefni sofa hestar þegar þeir liggja
flatir á hliðinni.
Margt bendir til þess, að jórtur-
dýr hafi blátt áfram ekki tíma ti]
að sofa. Eins og kunnugt er, þurfa
þau að tyggja fæðuna tvisvar. Tín>
inn, sem þarf til þess að jórtra fæð*