Tíminn - 08.01.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.01.1959, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, fimmtndaginn 8. janúar 195», Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn, Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda bf. Sími eftir kl. 18: 13948 Einfeidni Jóns Pálmasonar HINN nyi forseti sam- einaös þings, Jón Pálmason, lét þaö vera fyrsta verk sitt eftir að hafa verið kjörinn forseti, aö láta þá ósk uppi, að „þetta nýöyrjaða ár verði hamingjuár fyrir okkar stofn un, virðulegustu stofnun þjóðarinnar, Alþingi, þannig að þaö fái tækifæri til þess á þessu ári að starfa með eöli legri hætti heldur en oft hef ur verið síðustu árin og þann ig að vandamál þjóðarinnar verði afgreidd innan veggja þessarar stofnunar, en ekki annars staðar“. Það er mál út af fyrir sig, áð slíkan dóm og þennan, sem fellst í ummælum Jóns, á forseti ekki að kveða upp úr forsetastóli og gildir það einu, hvort hann er réttur eöa rangur. í forsetastólnum á að rikja fulit hlutleysi. Aft ur gat Jón vel sagt þetta úr ræðustól sem þingmaður. — Jón hefur hins vegar hent það sama hér og suma hina áhrifameiri flokksbræður hans, að leyfa sér freklegri not trúnaöarstarfa en lög og venjur mæla fyrir um. Skal svo ekki meira rætt um það atriði að sinni. UMMÆLI Jóns Pálma- sonar gefa hins vegar tilefni fil að íhuga það, hvort ein- hver siðabót hafi átt sér stað í þá átt, sem hann boð- aði, síðan Sjálfstæðisflokk- urinn varð stjórnarflokkur aftur. Af skrifum flokksblaöa hans undanfarin misseri, hefi vel mátt ætla aö sú breyting myndi verða, þegar Sj álfstæöisflokkurinn gerð- ist stjórnarflokkur á ný, að hætt yrði að ráða stórmál- um til lykta utan þingsal- anna og a.m.k. ekki stofnað til stórfelldustu útgjalda án minnsta samráðs við þingið. Sá hefur sannarlega verið' boðskapur Sjálfstæðisflokks- ins undanfarin ár, þótt hann að vísu lifði flokka sízt eftir þessu meðan hann átti aðild aö stjórn fyrr á árum. Stjórnarandstað'an virtist hafa þau áhrif á forustu- menn flokksins, að' þeir vildu nú taka upp önnur og ný vinnubrögð í þessum efnum og auka völd Alþingis frá því, sem verið hefur um all- alngt skeiö. ÞAÐ hefur nú sannast sem oftar, að hægara er að kenna heilræðin en halda þau. Engln ríkisstjórn hefur Helzta ÞÓTTSjálfstæðismenn láti horginmannlega og þykist hafa nóg ráð í efnahagsmál- unum, forðast þeir mjög vandlega að segja frá því hver þessi ráð eru. Helzt verður því að ætla, að nið- urgreiðsluleiðin sé helzta úr ræði þeirra. Seinast þegar flokkurinn var i stjórn 1956, var það eitt seinasta verk ráðherra hans að leggja til á jafnskömmum tima ákveð ið eins stórfelld útgjöld, án samráðs við' Alþingi, og hin nýja samstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins hefur gert þann stutta tíma, sem hún hefur farið með völd. Pyrst voru ákveð'nar stórlega auknar ni'ðurgreiðsl ur, sem hafa 75—80 millj. kr. aukin útgjöld i för með' sér. Næst eru svo gerðir samn ingar við’ bátaútvegsmenn, sem auka útgjöld Útflutn- ingssjóðs um 50—60 millj. kr. Fái togarar, síldveiðiskip og fiskverkunarstöðvar hlið- stæðar uppbætur, munu ár- leg útgjöld Útflutningssjóðs aukast talsvert á annað hundrað millj. kr. umfram það', sem var á siðastliðnu ári. Samanlagt er ríkisstjórn in þannig búin að' stofna til útgjalda, sem nema rösk- lega yfir 200 millj. kr. á ári, með hinum auknu niður- greiðslum og uppbótum, sem hún hefur ákveðið'. Og ekk- ert af þessu hefur verið' bor- ið undir Alþingi, þvi að ekki er hægt að telja að þetta hafi verið borið undir það', þótt samráð hafi verið haft við þingflokka Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokks- ins. Og þessi miklu útgjöld hafa verið ákveöin, án þess að enn hafi verið séð fyrir nokkrum nýrri tekjuöflun vegna þeirra. SVO lítil áhrínsorð hafa framángreind ummæli Jóns Páimasonar orðið, að aldrei fyrr hafa meiri útgjöld verið ákveðin bak við þingið en samstjórn Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl. hefur nú ákveðið í samningum sínum við stétta samtökin. Eftir að Sjálfstæð isflokkurinn er búinn að pré dika um aukið vald Alþingis í tvö ár, er það fyrsta verk hans, þegar hann gerist stjórnarflokkur á ný, að sniðganga Alþingi meira en nókkru sinni hefur áð’ur tíð kast. Mælt er lika að skap- bráðum flokksbróður Jóns hafi orð'ið svo að orði eftir að hann hafði látið áður- greind ummæli falla úr for setastólnum: Þetta voru ekki aðeins mistök hjá karlinum, heldur var þetta hrein heimska. Vissulega var Jón svo einfaldur að' sjá ekki að þa'ð' var hrein heimska frá sjónarmið'i flokks hans að vera að minna á þetta, eins og nú er komið. - urræöið að niðurgreiðslurnar yrðu auknar. Fyrsta verk Sjálf- stæðisflokksins, þegar hann kemst nú í stjórnarað'stöðu að nýju, er að’ stórauka nið- urgreiðslurnar. Flokkurinn er þó ekki hrifnari en svo af þessu helzta úrræði sínu, að hann ver nær allri forsíðu Mbl. í gær til þess að' fordæma þaó'! \ERLENT YFIRLIT: ! Fall einræðisherrans Batista Hann byggði völá sín m. a. á {jví aÖ múta verkalýísforingjum BREZKA ríkisstjórnin á nú ví'ða í útistöðum vegna óhyggi- iegrar og rangsleitinnar stefnu sinnar í utanríkismálunúm. Sein- asta deilan, sem hún hefir lent í, er við hina nýju byltingar- stjórn á Kúbu. Brezka st'jórnin ! hefir nefnilega orðið uppvís a'ð því, að reyna að styðja einræðis- stjórn Batisla, eins lengi og hægt var, og senda henni vopn löngu eftir að t.d. Bandaríkin voru hætt að gera það. Þetta er lítið dæmi þess, 'hvað núv. valdhafar Breta keppast yfirleitt við að styðja afturtialdið í heiminum og skipa sér oft þar í sveit, sem verr gegnir. Fyrir vikið hsfir hin nýja byllingarstjórn á Kúbu það til athugunar að leggja við- skiptabann á Breta. MEÐAL frjálslyndra manna í heiminum, er þvi ‘undantekn- ingarlaust fagnað, að hinni spilltu einræðisstjórn Fulgenci'o Batista hefir verið steypt úr stóli. Batista er sá einræðisherra, sem hefir verið einna verst ræmd ur fyrir spillta stjórnarhætti á seinustu árum. Fulgencio Batista er 57 ára að aldri, sonur hárskera og fæddur í fátækt. Itann stundaði ýmsa vinnu í uppvextinum og gekk ungur í herinn. Hann komst i ' það starf að verða ritari þáv. j einræðisherra á Kúbu, Machado, ; en launaði honum ekki betur en • svo, að hann átti einn meginþátt í að steypa honum úr stóli, ásamt nokkrum herforingjum. Þetta gerðist í marz 1933. Síðan varð Batista hinn raunverulegi ein- ræðisherra Kúbu næstu 11 árin, þótt hann yrði ekki forseti f>Tr en 1939. Hann gat ekki boðið sig fram aftur 1944 vegna á- kvæða stjórnarskrárinnar og lét jþá kjósa einn tryggasta flokks- bróður sinn fyrir forseta. Ætlun hans var að stjórna á bak við tjöldin. Þetta tókst honum ekki eins vel og hann ætlaði sér og þróuðust stjórnarhættir á Kúbu ; mjög í lýðræðisátt næstu árin. ! Batista ákvað því að grípa í taum j ana og gerði byltingu með að- j stoð hersins árið 1952, rétt áður j en forseták.jör átti að fara fram. I Siðan hefir hann stjórnað á | Kúbu með hreinum ólögum og ofbeldi. Á FYRRA stjórnartimabili sínu var Batista ekki svo illa látinn í fyrstu. Hann gerði ýmis- legt til umbóta og vann m.a. að því að bæta nokkuð kjör verka- manna á sykurökrunum, en hann hafði eitt sinn verið í hópi þeirra í og var þá kommúnisti. Brátt tók hann þó að hugsa meira um persónuleg völd og auð. Hann kom hlutunum þannig fyrir, að hann varð hrátt mesti auð- maður landsins og helztu aðstoð- armenn hans rökuðu líka saman fé á tá og fingri. Þetta át'ti sinn þátt í því, að hann var orðinn svo óvinsæll 1944, að hann taldi heppilegast að starfa að tjalda- baki. ! Svo spilltir sem stjórnarhættLr Batista voru á fyrra stjórnar- tímabili hans, voru þeir þó hálfu verri á því síðara. Hann gerði sig þá sekan um hvers konar fjár- drátt og græddi m.a. mikið á því að efla starfsemi spilavíta. Sluðning tryggði hann sér eink- um með mútum. Meðal annars mútaði hann forustumönnum : verkalýðssamtakamia, en þeim lét hann greiða um 500 millj. kr. , styrk á ári. ‘Þá veitti hánn og kauphækkanir öðru 'hvioru. Að þessu leyti svipaði honum tais- vert íil Perons. Meðal auðmanna átti hann og traust fylgi, eink- um þeirra, sem höfðu nánust tengsli við amerísku hringana. Bandaríkjastjórn hélt og óbeint yfir lionutn hjálparhendi fram á seinasta ár, en í marzmánuði síð- FIDEL CASTRO • — hann fylgdi sið Haralds hár- fagra og lét sér vaxa skegg meðan hann var að brjótast til valda á Kúbu. astl. sá hún hvað verða vildi og lét þá stöðva allar vopnasend- ingar lil Kúbu. Eftir það fékk Batista vopn hjá Bretum. Það dugði honum þó ekki. ÖFLUGASTA andstaðan gegn Batista var alltaf meðal mennta- manna og millistétta. Ýmsir frjálslyndari auðmenn börðust líka alltaf gegn honum og hefði uppreisnarhreyfing Castros aldrei komist vel á legg, ef hún hefði ekki notið ríflegra framlaga þeir:a. Bæði á fyrra og síðara stjórnartímabili Batista, voru gerðar margar byltingartilraunir gegn honum, en þær mistókust og refsaði hann andstæðingum sínum ómildilega. Það verður ekki af honum haft, að hann sýndi oft bæði snarræði og hug- rekki og fór um skeið það orð af honum, að hann væri kjark- mesti einræðisherrann í latnesku Ameríku. í átökum við- Castro virðist eins og stríðsgæfan hafi snúið baki við Batista frá upphafi. Lengi vel virðist Batista líka hafa van- metið Castro. Ilann hófst' ekki handa gegn honum fyrr en um seinan. Lengi vel voru það líka fleiri en Batista, sem litu meira á Castro sem ævintýramann, er væri að leika Hróa Hött, en sem framsýnan og markvissan bylt- ingarleiðtoga, eins og nú er komið á daginn. FIDEL CASTRO er í mótsetn- ingu við Batista, kominn af ríku foreldri. Faðir hans var ríkur syk- urakraeigandi. Castro, sem er 32 ára að aldri, gekk ungur á jesúíta- skóla, en nam síðan lögfræði. Hann gerðist fljótt strangkatólsk- nr í trúmálnm, en frjálslyndur í stjórnmálum og einkum andvígur öllu einræði. Ilann var frambjóð- andi í þingkosningum 1952, en þeim var aflýst rétt fyrir kjördag- inn vegna byltingar Batista. Castro gerðist þá strax svarinn fjandmað ur Batista. Hann tók nokkru síð- ar þátt í misheppnaðri hyltingar- tilraun stúdenta, er hafði verulegt mannfall í för með sér. Castro lenti þá í fangelsi, en var sleppt fljótlega og gerðist þá landflótta um skeið. Hinn 2. desember 1956 kom hann aftur lil Kúbu, ásamt 82 Iandsmönnum sínum öðrum, sem höfðii ákveðið að gerast kjarni í íhyltinganher á Kúbu. Þeir lentu skipi sínu á þeim enda eyj- arinnar, er fjær liggur höfuðborg inni, en menn Batista höfðu fregn- ir af ferðum þeirra og voru þeir felldir allir nema tólf í lending- unni. Castro var meðal þeirra, sem komust undan, og tóku þeir sér bólfestu í fjaliahéruðunum. Brátt dreif til þeirra fleira uppreisnar- manna. Batista taldi sér hins vegar ekki stafa hættu af þessu og Castro fékk því ráðrúm til að koma upp þjálfuðum og skipu- legum skæruliðasveitum. Eftir byltinguna i Venezuela í fyrra, batnaði hlutur hans verulega, því að hann fékk vopn þaðan. Á síð- astl. ári, hóíst' Batista fyrst handa um að reyna sigra skæruliða Castro, en þeir reyndust her hans ofurefli og vinsældir Castro jukust stöðugt meðal þjóðarinnar. í síð- astl. mánuði hóí hann sókn gegn Batista, er endaði með fullum ó- sigri þess siðarnefn-da. MJÖG er nú um það rætt, hvern- ig Castro muni notfæra sér sigur sinn. Sumir hafa talið hann sósíal- ista, en hann ber á móti því og kveðst ekki Iiafa neinn áhúga fyrir meiriháttar þjóðnýtingu. Hann segir. að aðaláhugamál sitt sé að koma á starthæfu lýðræði og koma síðan fram ýmsum félags- legum umbótum. Hann hefur nú sett upp bráðabirgðastjórn undir forsæti vinsæls dómara, Urrutia. Sjálfur situr Castro ekki í stjórn. Þessi stjórn mun fara með völd, unz kosningar fara fram, en þær hafa verið ákveðnar á miðju næsta ári. Það mun mjög styrkja Castro, ef hann beitir sér fyrir frjálsleg um og bættum stjórnarháttum, að hann er nú ‘vimælalaust þjóðhetja Kúbubúa eftír hmn ævintýralega sigur sinn. Hann er maður iftikill vexti og góður ræðumaður og vinur sér traust með framkomu sinni. Castro hefur því flest skil- yrði til að verða vinsæll þjóðar- leiðtogi. BANDARÍKJASTJÓRiN hefur enn ekki formlega viðurkennt stjórn Urrutia, en vafalítið gerir hún það. Bandaríkjamenn eiga mik illa hagsmuna að gæta á Kúbu, en talið er að fjárfesting þeirra nemi þar um einn milljarð doll- ara. Þeir haía alltaf látið sig mál Kúbu miklu varða síðan 1898, er þeir ráku Spánverja þaðan, en Kúba var þá búin að vera spönsk nýlenda síðan 1492. Spönsk áhrif eru sterk á Kúbu og spanska er þar aðalmálið. Af um 6 millj. íbúa Kúbu er um 75% spánskr- ar ættar, hinir eru múlattar og svertingjar. Að nafni tll hefir Kúba verið sjálfstæð síðan 1902, en Bandarikin höfðu rétt til víð- tækra afskipta þar fram til 1934. Efnahagslega er Kúba mjög háð Bandaríkjunum, því að Kúba er helzta sykurræktarland heims- ins og selur sykurinn aðallega í Bandaríkjunum. Vegna kalda stríðsins, sem nú ríkir í heiminum, geta Banda- ríkin hins vegai' ekki látið eins kné fylgja kviði í skiptum við Kúbubúa og áður. Það mun Castro vafalaust nota sér. ELns og er hefir hann lika þjóðina einhuga að baki sér. Til þess munu Banda ríkin vafalaust taka fúllf tillit og þvi sennilega heldur greiða fyrir því, að Castro verði fært að koma á frjálsara o.g betra stjórnarfari á Kúbu en verið hefir til þessa, en vonandi stendur 'hann við heit sín um að halda inn á þá braut. Þ.Þ. Gísli KristjáMSSon heiðraður Ilinn 12. dasember s. I. sæmdi Friðrik 9. Danakonungur Uísla Iíristjánsson ritstjóra, Búnaðarfé- lagi íslands, riddarakrossi Danne brogorðunnar. (Frá danska sendiráðinu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.