Tíminn - 08.01.1959, Page 7
T í M I N N, fimnitudag'inn 8. janúar 1959.
7
(Norræna þingmálatímaritiff
Nordisk Kontakt birtir að jafn-
aöi grein, sem nefnist „Port-
ratjtet“. Þar er kynntur ein-
hver norrænn stójrnmálamað-
ur, einkum þeir, sem tekið
hafa virkan þátt í norrænu sam
starfi á vegum Norðurtanda-
ráðs. í febrúarhefti síöasta ár-
gangs þessa tímarits ritaði Hauk
ur heitinn Snorrason, ritstjóri
Tímans, ágæta grein um Bern-
haið Stefáhsson. Þar sem grein-
in gefur mjög glögga mynd af
iífi og stjórmnálastarfi Bern-
harðs og er rituð af manni,
sem var honum nákunnugur
langa hríð, þykir Tímanum rétt
að birfa þessa grein í þýðingu.
Það ber þó að hafa í huga, að
greinin e- rituð við hæfi er-
lendra lesenda, og vafalaust
hefði höfundur Iiagað orðum
að nokkru á annan veg, ef hann
iniætti nú taka sér penna í
hönd til þess að minna landa
sína á starf Bernharðs Stefáns-
sonar á þessum tímamótum —
það liefði hann án efa gert.)
„Bernharð Stefáhsson fæddist
að Þverá í Öxnadal 8. janúar.
1889. Eyjafjörður hefir verið
heimbyggð hans alla ævi.
Bernharð Stefánsson tilheyrir
þeirri kynslóð íslendinga, sem
lifað hefir þrjú skýrt mörkuð þró-
unarskeið í efnahags- og menn-
mgarsögu þjúðarinnar. A seinni
hluta nítjándu aldar og fram á
tuttugustu öld bjó þjóðin enn við
miðaldakjör. Nýr íími rennur með
'iingmennafélagshreyfingunni, sam
vinnuhreyfingunni og vaknandi
sjálfstæðiskennd og þ.jóðernisvit-
únd. Þetfca framfaraskeið bar þjóð-
ina drjúgan spöl á fyrstu áratugum,
þessarar aldar. í lok síðari heims
.styrjaldarinnar stækkuðu fram-
faraskrefin enn og ísland varð á
sköminum tíma fullkomið nútíma
xíki, bæði i efnabags og menn-
ingarmálum.
Þannig hefir hinn ytri svipur
þjóðlífsins gerbreytzt i tíð einn-
ai kynslóðar. Sterk menningar-
‘bönd tengja þessa kynslóð þó við
íortíð og sögu þjóðarinnar. Móðir
Bernharðs Stefánssonar, bónda-
kona á Þverá, óx upp í samvist-
;um við fólk, sem hafði þekkt
skáldið Jónas Hallgrímsson og
æskuheimili hans í sömu sveit. I
æskuranni Bernharðs Stefánsson-
ar lifði minningin um þetta ást-
sæla skáld i vitund fólksins. Sú
þjóðernislega endurvakning, sem
Jónas Hallgrímsson, og samstarfs-
menn hans við tímaritið Fjölni,
hófu með þjóðinni, var enn á há-
tindi og hreif hinn gáfaða og
framfarasinnaða unga pil,t, sem
var að vaxa upp í æskusveit
■skáldsins, Öxnadal.
í þá daga var ekkert eðlilegra
ungum manni en að ganga í ung-
mennafélögin og helgá krafta
sína baráttunni íyrir þjóðfrelsi
og sjálfstæði. Sú varð og æsku-
saga Bernharðs Stefánssonar.
Hann kynntist ungmennafélögun-
vim snemma, fyrst á æskuheimili
■sínu, og síðar enn betur í skóla
á Akureyri og í Hafnarfirði. Að
lokinni gagnfiræðamenntun utan
heimahéraðs hélt hann heim og
gerðist bóndi á Þverá eftir föður
sinn.
Bernharð varð fljótlega at-
'kvæðamaður í heimahéraði. Hann
var meðal stofnenda Ungmenna-
íélags íslands á Þingvölium 1907,
og eftir stofnun Framsóknar-
ílokksins 1916 .varð hann brátt
foringi flokksins í Eyjafjarðar-
■sýslu. Flokkurinn óx úr þeirri
jörð, sem ungmennafélögin og
kaupfélögin örðu. Stefnuskráin
var alhliða efnahags- og menn-
ingarframfarir með þjóðinni,
byggð á hugsjón samvinnustefn-
•tmnar, og vernd þjóðlegs menn-
ingararfs í stormum nýrra tíma
í nútíma þjóðfélagi sjálfstæðs
ríkis. Fyrir bessum málum hefir
Bernharð barizt fram á þennan
dag.
Bernharð vakti þégar á ungum
aldri' athvgli heima í Eyjafirði
sem harðskevttur og snjall ræðu-
maSu-r. Eftir fyrsta kosningasig-
nr Bernharðs árið 1923, er hann
var kjörinn alþingismaður og bar
hæfri hlut gegn þjóðkunnum i
stjórnmálaandstæðingi, bar nai'n
hans þegar hátt í íslenzkum stjórn
málum.
Sjötugur í dag:
BERNHARÐ STEFÁNSSON
1. fmigmaður Eyfirðinga
Alla stund síðan hefir Bern-
harð átt sæti á Alþingi sem full-
trúi Eyfirðinga, ætíð endurkos-
inn, og hann er nú meðal elztu
þingmanna.
Á Alþingi lét Bernharð fljótt
að sér kveða í framfarabaráttunni.
Hann átti oftast sæti í nefndum
þeim, sem fjölluðu úm landbún-
aðarmál, og var meðal þeirra,
sem beittu sér mest fyrir við-
reisn þessa atvinnuvegar ef-tir
kos'ningasigur Eramsóknarflokks-
ins 1927. Það var eðlilégt i'ram-
hald af baráttu hans fvrir við-
gangi landbúnaðarins og bættuiii
kjörum bænda, að hann var skip-
aður bankastjóri útibús Búnaðar-
bankaris á Akureyri árið 1930.
Því starfi hefir hann gegnt síðan
jafnhliða þingmennsku. Sjö áruih
síðar kjöri Alþingi hann formann
nefndar, er skipuð var til að
semja tillogur um endurbætur á
blankalögunum.
Á hinum langa þingmannsferli
hefir Bernharð átt sæti í fjöl-
mörgum mikilsverðum nef-ndum
og jafnan látið að sér kveða í
fylkingarbrjósti flokks síns um
lausn vandamála þjóðarinnar.
Hann er hvort tveggja ágætlega
ritfær og rökfastur og skemmti-
legur ræðumaður. Ræður sínar og
greinar byggir hann skipulega á
ljósum og traustum rökum en
léttir þær gjarnan með góðlát-
Iegri kímni eða markvissu háði,
sem hefir frægt hann að mun.
Hann er mjög heiðarlegur kapp-
ræðumaður en fastur fyrir og læt-
ur ógjarnan hlut sinn. Hann er
því virtur, jafnt af samflokks-
mönnum sínum sem öðrum, og
vínsældir hans ná langt út fyrir
takmörk flokksins.
Bernharð Stefánsson hefir
verið forseti efri deildar Alþingis
mprg undanfarin ár og gegnt for-
setastörfum af virðu'leik og
s'tjórnfestu, sem virt er.
Áhugamál Bernherðs utan
stjórnmálasviðsins eru harla
mörg. Lestur íslendingasögu og
íslenzkra bókmennta hefir löng-
um verið tómstundaiðja hans.
Hann er margfróður í fornum sög
um og notar oft líkingar þaðan
i ræðum sínum. Samlíking úr
Sturlungasögu verður oft áhrifa-
rík til að varpa Ijósi á viðhorf
mótþerjans' til nútimaíriála. Á
þessu sviði er Bernharð gildur
fulltrúi kynslóðar sinnar og
þeirrar þjóðfélagsstéttaí\ sem
hann er af runninn. Eldur kvæða
og sagna hefir jafnan lýst og
vermt á íslenzkum bændaheimil-
um, og börnin þar hafa ætíð glatt
sig_ við þann bjarta hyr.
í einkalífi hefir Bernharð verið
hamingjusamur. Ungur kvæntist
hann dóttur gilds bónda og for-
ustumanns í sveit sinni, Hrefnu
Guðmundsdóttur frá Þúfnavöllum,
og hún hefir verið lífsförunautur
hans síðan. Þau eiga fagurt heim-
ili á Akureyri og tvö uppkomin
börn.
Kynslóðin, sem óx upp á síð-
ustu áratugum nítjándú aldar og
byrjun hinn-ar tuttugustu, hefiý
nú senn iokið dagsverki sínu.
Nýir menn koma til sögu og
ganga í baráttuna. Bernharð Stef-
ánsson er þeim góð fyrirmynd og
lfciðsögumaður.
Haukur Snorrason."
Af eðlilegum ástæðum, leggur
margur 1 eið sína, sumar hvert, og
jafnvel mestan hluta ársins, um
veginn milli höfuðstaðanna
tveggja. Norður- og Suðurlands.
Þessi leið er vafalaust með fjöl-
förnustu leiðum landsins. Hún
liggur um mörg hin fegurstu
héruð.
En hvort sem Öxnadalurinn
verður ferðamanninum fyrsti eða
síðasti áfanginn á ferðalaginu,
verður hann hverjum einum drjúg
ur í minningunni. Þar er Hraun,
er Jónas fæddist, Bægisá, erþjóð
skáldið Jón Þorláksson gerði
fræga. Þar eru hólarnir, „sem
hálfan dalinn fylla“. Hraundrang-
ar, furðuverk islenzkrar náttúru,
roðaðir gulli morgunsólar, þá dal-
urinn heilsar nýjum degi, þar sem
ástarstjarnan skín svo oft ýfir á
kyrrlátum kvöldum, án þess næt-
urský 'S'kýli. Þar er Þverá, fæð-
ingarstaður afmælisbarnsins Bern-
harðs Stefánssonar alþingismanns
og bankastjóra, sem við minnumst
í dag, sjötugs að aldri.
Að Þverá ólzt Bernharð upp.
Gekk ungur að árum í Gagnfræða-
skóla Akureyrar og lauk þaðan
prófi. Lauk síðar kennaraprófi frá
Flensborgarskóla. Gerðist bóndi að
Þverá, 'kennari um nokkur ár í
sveit sinni og forystumaður sveit-
arinnar í félagsmálum. Kosinn al-
þingismaður Eyfirðinga 1923 og
hefur verið þingmaður kjördæmis-
ins æ síðan. Er sú saga í lífi Bern-
harðs löng og merkileg. Mun eng-
inn þingmaður kjördæmisins hafa
átt svo langa setu á alþingi. Hefir
Bernharð ávallt notið fyllsta
trausts sem þingmaður, og átt
vaxandi vinsældum að fagna í
kjördæminu.
Ætlun mín, sem þessar línur
rita, er ekki að ræða frekar stjórn-
málaferil Barnharðs. Til þess eru
aðrir færari en ég, og munu vafa-
laust gera, þá þeir minnast hans
sjötugs. Mín afmæliskveðja er
fyrst og fremst þakkarorð til hans,
sem manns og vinar, sem ég hefi
kynnzt um árafugi og reynt að
mannkostum.
Um áratugi átti Bsrnharð, sem
þingmaður kjördæmisins, leið í
Olafsfjörð, stundum oft á ári. Var
hann þá að venju gestur á heimili
mínu. För Bernharðs var og oft í
hópi frambjóðenda, og leiddu þá
andslæðingarnir samkvænrt venju,
hesta sína saman. Urðu þá æði oft
harðar orðasennur, og stóryrði lítt
spöruð, sem virðist vera einkenni
íslenzkrar stjórnmálabaráttu, ,fyrr
og síðar.
Ég dáðist' oft að málflutningi
Bernharðs, rökfestu í hugsun,
fögru máli, prúðmennsku og
drengskap í öllum málflutningi.
Aldrei liefi ég heyrt nokkurn
andstæðing Bernharðs í stjórn-
málum bera brigður á heiðarleik
hans og drengskap i slíkum rök-
ræðum. Og þannig hefur Bernharð
líka ávallt revnzt vinum sínum,
sem hinn heiðarlegi, grandvari
drengskaparmaður, gáfaður og
skemmtilegur í viðræðum, hógvær
alvörumaður, en þó glaðastur allra
í hópi vina á góðri stund.
Fy.'ir þessa kynningu, vil ég
færa Bernharði Stefánssyni sér-
stakar þakkir, frá mér og konu
minni.
Bernharð Stefánsson er sjö-
'tugur í dag, og hefur því náð svo-
kölluðu aldurshámarki opinberra
starfsmanna. Verður Bernharð því
brátt að hætta störfum, sem banka
stjóri Búnaðarbankans á Akur-
eyri, sem hefir verið hans aðal-
starf síðustu áratugirta, auk þing-
starfsins.
Þetta, að hætta störfum sjötug-
ur að aldri, samkvæmt lagaboði,
er hlutskipti okkar allra, sem op-
inber störf höfum þurft að rækja,
ef ei önnur örlög hafa gert starfs-
aldurinn skemm.i. Við þessu er
því ekkerf að segja, þótt hins
vegar mörgritn virðist æði erfitt
að setjast í helgan stein starfsleys-
is, ef starfskraftar eru enn fyrir
heridi.
Svo hamingjusaman tel ég þó
Bernharð vera, að eiga nóg starfs-
efni framundan, svo og hæfileika
að vinna það, ef heilsa og líf-má
honum endast. Ævisögu og starfs-
sögu sína, sem þingmaður um ára-
tugi, á hann og verður að rita,
sem ágætlega ritfær maður og
minnugur me~ð afbrigðum. Sú
saga hlýtur að geta orðið merki-
leg. Við sjáum hvað setur, og
vonum hins bezta, að þessu leyt'i.
Ek'ki má Ijúka svo þessum
afmæliskveðjuorðum, að ei sé
minnzt konu Bernharðs, frú
Hrefnu Guðmundsdóttur, sem hef-
ir revnzt manni sínum hin frábæra
eiginkona. Hygg ég, að í lífi þeirra
hjóna, hafi .fullkomlega rætzt það,
sem prestur mælir til brúðhjón-
anna á vígsludeginum, „að þau tvö
skuli verða einn maður“. í starfi
og önn daganna, baráttu og sigr-
j um, hafa þau hjónin ávallt staðið
hlið við hlið, sem einn maður.
| Hlutur frú Hrefnu í velheppnuðu
ævistarfi afmælisbarnsins, og
hamingjuriku lífi þeirra hjóna, er
þvi vissulega ekki líti'll. Þess
vegna berasf hamingju og árnað-
, aróskirnar til ykkar beggja í dag.
| Kæri Bernharð.
Það hefur þannig rælzt, að þú
dvelur allfjarri heimili þínu og
æskustöðvum, á þessum tímamót-
um lífs þíns. Ég veit að hugur
þinn leitar þó þangað heim í dag,
Öxnadalurinn, æskuheimili þitt og
æskustöðvar, munu birtast þér nú
í sumardýrð, eins og æskustöðv-
arnar birtast öllum, sem fjarri
þeim dvelja. Sveitin þín, fólkið;
sem þú ólzt upp á meðal, starfaðir
rt>eð, hefir alltaf átt hug þinn og
hjarta, þar sem trúin á mátt mold-
arinnar, heiðarleikur í störfum,
ræktun fornra dyggða íslenzks
þjóðlífs hcfur alltaf átt sín óðul.
Þannig hefur einnig þitt líf mót-
azt, og þér tckizt að varðveita
það í starfi og önn daganna. Þ.ess
vegna hefur og líf þitt orðið far-
sælt', störf þín borið, áyöxt, til
blessunar landi og lýð, og riafn þitt
orðið þekkt í sögu þjóðariniiar, óg
mun varðveitast ásanit ‘riöfnum
þeirra, sem gerðu dalinn þina
frægan, á sínum tíma. : ;
Svo óska ég þér og heimili þínu
allrar blessunar, þér , sjálfum
heilsu og þreks'og langra. lífdaga.
Ingólfur Þorvaldsson.
Bernliarð Stefánsson, 1. 'þingm.
Eyfirðinga, er 70 ára í dag, <
Hann hefur átt sæti á, Alþingj
sem fulltrúi Eyfirðinga í. 3.5 ’ár. ■
Bauð sig fyrst fram við kosning-
arnar , sem fram fóru háustið
1923. Náði þá strax kosningu, og
hefur ætíð verið endurkjörítifi Síð-
an. Má glöggt af því marka- það
mikla traust, sem hann hefur nol-
ið í kjördæminu. Er nú aðeins-
einn maður á Alþingi, sem hefur
lengur átt þar sæti.
Það liggur í augum uþpi ac
þingmaöur, sem starfað héfur á
Alþingi síðustu 35 árin, hefur
fjallað þar um mörg mál ogmarg-
breytileg að efni til. Bernharð
Stefánsosn hefur unnið að athug-
un mála í mörgum þingpefndum. á
þessu límabili. Lengst hefur hann
: átt sæti í þeim nefndum þingsins,
j sem fjalla um fjárhagSriiál ög
menntamál. En hann hefur einnig
á nokkrum þingum starfað í öðr-
um nefndum, svo sem fjárveit-
inganefnd, landbúnaðarnefnd og
I sjávarútvegsneínd.
| —- Á fyrsta þinginu, sem hann
sat', árið 1924, var hann í mennta-
málanefnd. Þá var hann .-fyrsti
flutningsmaður tillögu til þings-
ályktunar um framhaldsriám í
gagnfræðaskólanum á Akureýri.
Var sú tillaga samþykkt með'eiris
atkvæðis mun í neðri deild þittgs-
ins, þar sem hún var fraitt borin.
En mál þetta hafði veriðÆætt á
Alþingi árið áður, 1923. Þá flptti
Þorsteinn M. Jónsson, þáverand,
þingm. N.-Múlasýslu, frum.varp til
laga um menntaskóla Norður-, og
Austurlands á Akureyri. Því.fruni-
varpi var vísað frá með dagskrár-
tillögu, með aðeins t'yeggja at-
kvæða mun, eftir allmiklar og
merkilegar orðasennur. Nokkrum
árum síðar varð sá árangur ai
sókn Norðlendinga og fleiri
manna í þessu þýðingarmikla
i máli, að menntaskólinn á Ákur-
eyri hóf göngu sína.
_ Síðan 1931 hefur Bernharð uhd-
antekningarlítið átt sæti í f.iár-
hagsncfnd þei.rrar þirigdeildar,
þar sem hann hefur átt sæti, og
lengi haft á hendi formennsku i
nefndinni. Hefur þar komið að
góðum notum glöggskyggni hans
í þeim efnum. En annars á hann
auðvelt með að taka þátt í með-
ferð þingmála yfirleitt, því að
hann er fjölgáfaður og hefur góða
yfirsýn um þjóðmálin. Hann ei
ágætlega sögufróður og; vel minn-
ugur, og vandfundinn .leun sá
maður, sem þekkir betur stjórn-
málasögu þjóðarinnar síðan Ál-
þingi var endurreist. Ræðuiriaðui
er hann ágætur og sérstaklega
rökvís í umræðum, svo að máli
hans cr jafnan ærinn gaumui
gefinn.
Árið 1927 var Bernharð Stefáns-
son skipaður í milliþingariefnd í
landbúnaðarmálum og 10 arum
| siðar formaður milliþinganefndai
um bankamál. Hann var forseti
jefri deildar Aiþingis á árunuro
1947—I953t og hefur einnig verið
forseti deildarinnar síðan 1956. —
Hann hefur verið einn af fulltrú-
um íslands í Norðurlandaráði sið-
an það var stofnsett.
Seint á árinu 1930 setti Búnað-
(Framh á 8. síuu.j