Tíminn - 08.01.1959, Síða 8
8
T í M I N N, fínimtudaginn 8. janúar 1W>ÍJ.
Bernharð Steíánsson
Framh. af 7. síðu.
arbanki íslands á stofn útibú á
Atóreyri. Var Bernharð Stéfáns-
son þá ráðinn til að veita því for-
stö'ðu, og hefur gert það síðan.
Óhaett mun að fullyrða, að í því
starfi eins og öðrum hafi hann
gætt vel þess, -er hónum vár til
truað.
Ég er ekki jafn kunnugur störf-
um Bemharðs heima í héraði eins
og á Alþingi. Veit þó, að ittéðan
hattn var ungur heima í fæðingar-
svéit sinni, Öxnadal, var hann for-
ystumaður { ungmennafélagsskap
og einn af stofnendum Úngmenna-
féíags íslands. Hann stuttdaði
baraakennslu í sveit sinni í all-
mörg ár, eftir að hafa lokið námi
í gagnfræðaskóla og tekið kenn-
arapróf. Og meðan hann bjó þar
í dalnum, var hann um skeið odd-
viti hreþþsnefndar og sýsiuttefnd-
armaður. Árið 1921 var hahn kos-
inn f stjórn Kaupfélags Éyfirðihga
og hefur átt þar sæti alla tíð siðan.
Það dylst engum, sem kemur í
Eyjafjörð, að þar eru og hafa ver-
ið miklir framkvæmdamenn. Þeir
hafa mörgum öðrum fremur rto-tað
únræði samvinnuimar í viðskiþta-
og atvinnumálum, með glæsileg-
um árangri, svo að til fyrirmyndar
er. Framfarirnar í héraðinu eru
mangra manna verk. Þar á Bérn-
harð Stefánsson vissuíegá sin-n
þátt, méð slörfum sínum heima í
héraði og á Alþingi. Á löngum
þingferli sínum hefur hann iinnið
að fnamgangi margra umbótamála
fyrir hérað sitt, allt frá því er
hann á fyrsta þingári sími tók upp
baráttuna í menntaskólamálinu.
Besmharð er kvænt-ur ágætri
Ikonu, Hrefnu Guðmundsdóttur frá
Þúfnavöllum. Hún hefur stutt
haon drengilega í starfi, og sám-
búð þéirra verið hin ágætasta.
Eg þakka Bernharð Stéfánssyni
vinsemd hans og ágæta sámvinnu
að sameiginlegum áhugamálum.
Og í tilefni af afmælinu flyt ég
hon-um, konu hans og börnum
þekrra, beztu árnaðaróskir.
Skúli Guðmundsson.
Bea-nharð Stefánsson var fyrst
kosinn á þing í Eyjafjárðarsýslu
haustið 1923, þá 34 ára gamall.
Hafði eigi áður verið í framboði,
eg þóttu úrslit tvísýtti enda mun-
aði, er talið var, aðeins örfáum
atkvæðum á honum og þeim, er
næstur varð, kunnum og mætum
manni úr öðrum flokki, er áður
hafði verið þingmaður héraðsins.
Síðan hefir Bernharð jafnan verið
endurkjörinn með mikluih at-
kvíeSamun, og kosning hans aldrei
-tvísýn talin. Hefir hann nú verið
endurkosinn 10 sinnum, og setið
á 42 þingum. Af miverandi þing-
mönnum hefir aðeins cinn átt
sæti á Alþingi lengur en hann
og annar jafnlengi.
íVrsta ræðan, sem ég heyrði
Bérnharð flytja á Alþingi, var
um menntaskólamál Norðlend-
inga. Það májl var þá ajlimikið
hitamál, innan þings og utan, og
fylgdust margir Norðlendingar,
ekM sízt þeir, er stundað höfðu
nám í gagnfræðaskóianum á Ak-
ureyri, með því af brennandi á-
huga, sem um það var ritað og
sagt opinberlega. Þótti mér Ey-
firðingnum mælast vel, og fór í
góðu skapi af áheyrendapÖllum.
En kynni mín af ræðumennsku
Bernharðs Stefánssonar hófust
fyrir alvöru, þegar ég var ræðu-
skrifari á Alþingi fyrir nál. 30
árum. Hjá því gat varla farið, að
allir þingskrifarar, og þó einkum
ég og aðrir, sem ekki kunnu hrað-
ritun, fengju mætur á þessum
þingmanni. Hann talaði einfalt
mál og tUgerðarlaust, og þó var
þettá mál ritmál, sem festa mátti
á pappírinn eins og það var talað,
án þess að svo að segja nokkrum
stafkrók væri breylt. Hitt var þá
jafnframt mikilsvert, frá sjónar-
miði þingskrifara, að hann varð
aldrei óðamála og talaði yfirleitt
með jöfnum hraða. Skrifarin-n
þurfti þá ekki að eiga á hættu
að neitt félli niður. í þann tíð
voru þeir þingmenn sárfáir, e.t.v.
tveir eða þrír aðrir en B. St.,
sem gátu flutt ræður á þennan
liátt eða svipaðan, og ekki eru
þeir fleiri nú. Yfirleitt býgg ég
þessa ræðulist sjaldgáéfa.
Vera má, að endurminningarnar
um þingskriftirnar valdi ein-
hverju um það, að mér hefir
alltaf fundizt og finnst enn betra
að hlusta á ræður Bernharðs Stef
ánssonar en flestra manna ann-
arra. Mér er samt nær að halda,
að ýmsir séu þarna á mínu máli,
þótt ekki hafi þingskrifarar verið.
Ber og fleira til en málfar eitt.
B. St. er maður rökvís og rök-
fimur, írams’etningin einföld,
skipuleg og skýr eins og hjá góð-
um kennara. Hann kann vel með
fyndni að fara án þess að spilla
henni með því að hlæja að sjálf-
um sér, eins og mönnum hættir
stundum til, sem þann leik reyna.
Síðan ræðuslu-iftum mtnum
lauk liefi ég um undanfarna þrjá
áratugi átt þess kost að kynnast
Bernharð Stefánssyni persónu-
íega á ýmsan hátt, en þó einkum
sem samstarfsmanni á Aiþingi og
I þingflokki Framsóknarmanna
um nál. 20 ára skeið, Svo og á
öðrum sviðum félagsstarfsemi
ittnan flokksins. Áíit þingskrif-
arans á honum hefir ekki beðið
neinn hnekki við þau kynni. Mér
verður þá víst eins og fleirum
fyrst fyrir að nilinnaát þess,
hversu ágætlega fróður hann er
um marga hluti, er stjórnmála-
manni mega að gagni koma ,og
þó einkum stjórnmálasögu inn-
lenda og erlenda. Hitt er og
ekki síður athyglisvért, í hve rík-
um mæli félagshyggja, virðing
fyrir félagslegu starfi og su form
festa, sem í slíku stáífi þarf að,
vera, er lionum í blóð borin. Hann
er og maður mjög skýldtirækinn
að eðlisfari. Allt hefir þetta jafn-
an komið glöggt fráin í viðhorfi
hans til Alþingis og tillögum'
hans og ráðstöfunum um með-1
ferð þingmála, og þá elcki síður J
í tillitssemi og hollustu við sam-
starfsmenn og félagssamtök, sem J
jafnan eiga mikið undir því, að;
menn séu samvinnuþýðir, að þáðj
sé haldið, er að ráði verður sam-1
eiginlega og að eigi sé níðst á
því, sem miönnum er til trúað.
Það má til sanns vegar færa,
að sumir þeir, er setið liafa á
Alþingi undanfarna áratugi, hafi
verið aðsópsmeijri inálafyligjur
ir.ennmenn en Bernharð Stefáns-
son eða látið tneira til sín taka
á „stórum stundum“ í hinu póíi-
tíska lífi. Slílct ber að meta að
verðleikum. En þegar ég nú, á
tímamótum í ævi Bernharðs Stef-
ánssonar, lít yfir farinn veg, get
ég ekki varizt þeirri hugsun, að
menn mieð hæfileika hans og við-
horf í félagsmálum, hefðu þurft
að vera fleiri á Alþingi — óg
einnig á öðrum stöðum, þar sem
styrkja þarf stoðir i húsi franitíð-
arinnar á þessú landi.
Þessi fáu or'ð læt ég nægja um
leið og ég ber fram árnaðaróskir
mínar og þakkir — sem ég veit
að jafnframt eru áriiaðaróskir og
þakkir allra samstarfsmanna okk-
ar í þingflokki Framsóknarmanna
— á sjötugsafmiæli hans í dag.
Gísli Guðmundsson
í stuttis máli sagt 4..
Paul G. Hoffnian; sem var fram
kvæmdastjóri Marshallhjálparinn-
ar, forseti Fordsjóðsins og síðast
framkvæmdastjóxi Studebaker
bílasmiðjanna, hefir verið kjörinn
framkvæmdas’tjóri „Sérsjóðs'" Sam
einuðu þjóðanna, en það er sjóð-
ur, sem ætlazt er til að nemi að
minnsta kosti 100 milljón dollur-
um og sem vcrja skal til stórfram
kvæmda í svonefndum „vanyrkt-
um“ löndum. Ætlazt er tlí að að-
ildarríki S.Þ. leggi fé til sjóðs-
ins. Til þess'a hafa 47 þjóðir lagt
fram samtals 18 milljónir dollara.
Chakravarthi V. Narasimhan,
framkvæmdastjóri Efnahagsnefnd
■ai’ Asíu, hefir verið skipaður að-
stoðarframkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna (þéir eru alls 8).
Narasimhan, sem er Indverji,
kemur í stað Breta, Sir Humphrey
Trevelyan, sem í októbermánuði
var skipaður ambassador Breta í
íxak.
Jólasveini þökkuð
koman.
Með áætlunarflugvélinni laug-
ardaginn 20. des. s. I. voru sér-
lega góðir gestir, enda biðu börnin
í Egilsstaðakauptúni og nágrenni
þess, þeirra með mikilli eftirvænt
ingu.
Flugfélag íslands sýndi þá
miklu rausn og góðvilja að senda
jólasvein hingað austur.
í barnaskólanum höfðu saínast
saman flest börn úr kauptúninu
og allmörg úr .nágreninu, eða rúm
lega 90 börn. Því miður var færð
in svo ill, að ófært var um sveitir
nema á snjóbílum og urðu þess
vegna margir að sitja heima, sem
koinið hefðu, ef gott hefði verið
umferðar.
^ Jólasveinninn ,sem raunar var
Ólafur Magnússon frá Mosfelli,
kom í fylgd deildarstjóra innan
landsflugsins, Hilmars Sigurðsson
ar og Njáls Símonarsonar, full-
trúa. Enfnremur voru þarna við-
staddir blaðafulltrúi Flugfélags-
ins og fleiri. '
Flugvélin var láti,-> bíð3 meðan
jólasveinninn skemmti börnun-
um. Happdrættismiði var gefinn
hverju barni og dregið um 22 vinn
inga áður en gleðinni lauk. Verð
mætast vinningurinn var forláta
reiðhjól. Ennfremur flugfar til
Reykjavíkur frá Égilsstöðum og
til baka aftur. Þá voru 20 vinn
ingar allir eins, Flugfélagstaska
með barnabók í.
Lauslega áætiað verðmæti þess,
sem Flugfélagið veitti börnunum
þarna, mun vart hafa verið innah
við fimm þúsund krónur, því auk
happdrættisins var hverju barni
gefið epli og konfektpoki.
En þrátt fyrir allt var það samt
jólasveinninn sjálfur, sem mesta
gleði veitti. En hræddur er ég um
að börnin Ihéraa eigi erfitt með, að
trúa hér eftir, að nokkur þurfi að
óttast jólasveina.
Áreiðanlega mun börnunum, er '<
þarna voru viðstödd verða þessi
viðburður ógleymanlegur.
Eg vil senda Flugfélagi Islands
beztu þakkir fyrir þessa heimsókn
og allt, sem ihcnni fylgdi. Veit ég J
að ég mæli fyrir munn ailra barn I
anna, sem þarna voru og aðstand
enda þeirra, þegar ég óska Flug-
félagi íslands gæfuriks komandi
árs og allrar blessunar í framtíð
inni.
Þórður Benediktsson.
19 milljón dollara
fjárveiting
hersveita S.Þ.
Fjárveitinganefnd Sameinuðu
þjóðanna — fimmta nefndin —
hefir samþykkt, að kostnaður við
eftirlitshersveitír Sameinuðu þjóð
anna í Gaza megi ekki fara fram
úr 19 milljón dollurum á næsta
ári. Það er 6 milljón dollurum
minna en þær kostuðu á þessu
ári og 369.0000 dollurum minna
en Dag Ifammarskjöld fór fram á.
Nefndin samþykkti einnig, að
kostnaður við eftirlitssveitirnai'
skyldi greiddur af öllum aðildar-
ríkjum S.Þ. i sömu hlutföllum,
sem þau greiða framlag sitt til
samtakanna.
Fulltrúi Sovétríkjanna í fjíjr-
veitinganefndinni, K. D. Levyi-
chkin, lýsti því yfir við umræður
m málið, að hans þjóð hefði
aldrei lagt fram fó til þessara
hersveita og myndi heldur ekki
gera það í framtíðinni. Að dómi
Sovétríkjanna ættu þeir, „sem
réðust með ofbeldi á Egyptaland"
að greiða þennan reikning.
Auk þess’, sagði fulltrúi Sovét-
ríkjanna, var stofnað til þessa
lrðs á ólöglegan hátt.“ Öryggis-
ráðið eitt getur hoðið ut hersveit-
um í nafni Sameinuðu þjóðanna,
en þessar hersveitir eru til orðn-
ar fyrir ólöglegar samþykktir Alls
herjarþingsins.
í liði Sameinuðu þjóðanna í
Gaza eru nú sveitir frá sex lönd-
um: Danmörku, Noregi, Svíþjóð,
Kanada, Kólumbíu og Júgóslavíu.
Minnmgarorð: Anna Sigurjcnsdóltir
Það getur varla yndislegri sjón
fyrir kennara heldur en þá þegar
hann kemur inn í kennslustund
og sér gleði og eftirvæntingu
skína út úr hverju barnsandliti.
Það er sú vissa hans fyrir því, að
starfi hans er tekið með ánægju
og fögnuði. Sá kennari, sem þann-
ig vinnur hjörtu barnanna,' hann
er góður kannari.
Þannig var þetta í skólanum á
Svanavalni í Skagafirð.i veturinn
1946—1947. Þar var heimavist og
kennarinn: Anna Sigurjónsdóttir.
Þetta var fyrsti veturinn hennar
sem kennara, enda ung„ aðeins
um tvítugt. Það mundi e. t. v. ein-
hverjum vaxa sú áhætta í augum,
að fela svo ungum kennara stjóm
heimavistarbarnaskóla. Þeir hinir
sömu hefðu átt að setjast á skóla-
bekk hjá Önnu, og trúum við ekki
öðru, en álit þeirra hefði þá fljót-
lega breytzt. Að vísu voru börnin
ekki mörg, en þó hefði það komið
í einn stað niður. Anna hafði svo
gott lag á að laða að sór börnin
að nú, þegar við erum orðin eldri
og rennum huganum til þess tíma,
þá finnst okkur það beinlínis
undravert, hve vel henni tókst
þetta. Hún lifði sig svo inn í starf-
ið, að engan höfum við vitað gera
það eins. Hún tók þátt í leikjum
barnanna, gleði þeirra og sorgum.
En þegar svo bar við, að sorgin
barði að dyrum, þá hafði hún
undra gott lag; á að láta hana
víkja, láta bros kvikna eftir
„harmanna hret“. Hún hafði svo
gott lag á börnuinum, að þau elsk-
uðu hana og virtu. Og mundi vera
hægt fyrir kennara, að hljóta
betri laun fyrir starf sitt, samfara
góðri framför ílemendanna í
kennslugreinunum?
Nú er Anna dáin. — ,— Með
þessum fátæklegu kveðjuorðum
vildum við systkinin, sem nutum
þess, að fá að vera í kennslustund-
um hjá þór, léggja ofurtítinn
bautastein á leiðið ’þitt, Anná.
Hann er ekki stór en hann er
sannur. Við þökkum þér, Anna,
fyrir hugijúfar samveruslundir.
Minningin um. þær fyrnist ekki.
En starfið holdur áfram. Við
getum okkur þess til, að liarna-
hópur sitji hjá þér nú eins og
áður og hiýði á þig.
„Krjúptu að fótum friðarboðans,
fljúgðu á vængjum morgun-
■“roðans,
ttieira að sterfa guðs um geim.“
Ástvinum hinnar látnu vottum
við okkar. innilegustu, samúð.
Bjaraí Gíslason,
Þorbjörg Eyhildur Gísladóttir.
Nauðsyn að leiðbeiningar í kennslu
vangæfra barna verði veittar
Laugardaginn 8. nóvember
s. 1. hélt námsstjóri Norður-
lands, Stefán Jónsson, fund
með barnakennurum 1 Suöur-
og Norður-Þingeyiarsýslu i
Húsavík. Aðalfundúr Kenn-
arafélags Suður-Þingeyinga
var samofinn fundi þessum.
Fundinn sóttu tæpir íuttugu
kennarar úr báðum sýslun-
um.
A fundinum fluttu erindi: Stef-
án Jónsson, námsstjóri: Stundar
hlé og kennslustundir, og Jón Kr.
Kristjánsson, skólastjóri: Rabb
sveitakennarans. Sigurður Gunn-
arsson, skólastjóri, hafði fram-
sögu í málinu: Vangæf börn og
skólasálfræðingar.
Miklar umiræður urðu um öll
þessi mál, og voru allir sammála
um, að þetta hefði verið ánægju
legur og lærdómsríkur fundur.
í sambandi við framsögumál
Sigurðar var samþykkt svohljóð-
andi tillaga:
„Aðalfundur Kennarafclags Suð
ur-Þingeyinga, haldinn 8. nóv.
1958, Jeyfir sér að benda á, að
of lítið er gert fyrir vangæfu
börnin, — þessi olnbogabörn upp-
Norðurlöndin
taka enn við
berklaveikum
flóttamönnum
Danmörk og Svíþjóð hafa enn
■tekið við berklaveikum flótta-
mönnum, sem hvergi áttu höfði
sínu að halla. Er hér um að ræða
flóttafólk frá Asíu, sem strandað
hafði í Hong Kong.
Fyrir milligöng'u Flóttamanna-
skrifstoíu Sameinuðu þjóðanna
hefir tekizt að fá samastað í Evr-
ópulöndum fyriir 61 flóttamann
frá Hongkong. Er hér eingöngu
um að ræða svonefnd „erfið til-
felli“. Það er að segja flóttafólk,
sem er ósjálfbjarga sökum veik-
inda eða sökum elli. Meðalaldur;
þessara 61 ílóttamanns er irúm-!
lega 70 ár. Flestir þeirra hafa
verið í útlegð, eða á flótta ±‘rá
ættlandi sínu síðan í fyrri heims-
styrjöld, 1914—1918.
Þrír flóttamannanna, sem eru
berklaveikir verða lagðir inn í
berklahæli í Danmörku og 5
berklasjúklingar hafa fengið vist
í sænskum berklahælum.
eldisins í námi og starfi, og: að
kcrma'rar eru Vankunnandi tini
meðferð þeirra.
Fundurinn beinir því þeim til-
mælum til fræðslumálastjórnar-
innar
1) að hún hlutist til uiru, að
leiðbeiningar varðandi meðférð
afbrigðilegra barna verði teknar
upp í Kennai-askólanum, og '
2) að tveir sálfræðingar verði
ráðnir til starfa á vegum skól-
anna í iandinu. Sé öðrum þeirra
skylt að ferðast milli skóla úti á
landi nokkurn hluta af starfs'tím-
Stýrimannanám-
skeið á ísafirði
Eftirtaldir menn lukii prófi’ á
stýrimannanámskciði sem haldið
var á ísafirði frá 1. sept til 18.
des sl. Skólastjöri var Símon Hélga
son háfnsögumaður, verklegt n.ám
kéitndi Sturla Halldórsson stýri-
maður. Próf þetta veitir réttindi
til skipstjórnar á skipum alll að
120 lestum. Þeir er útskrifuðust
voru:
Ársæll Egilsson Bíldúdal, Ás-
geir Guðbjarlsson ísaf., Baldur
Sigurbaldason, ísaf. Bjarni ,Tóns
son ísaf., Bjarni Ragnarsson Súða
vlk, Björn Ingólfsson Flateyri,
Brynjar Ivarsson Stykkishólmi,
Einar Guðnason Suðureyri Súg.,
Einar Hálfdánsson Boiungavík,
Erling Auðunsson Álftafirði, Frið
björn Friðbjörnsson Hnífsdal Gest
ur Kristinsson Suðureyri, Gísli
Kristinsson Þingeyri, Guðbjörn
Kristmannsson ísafirði Guðmund-
ur Kristjónsson Ólafsvík Harald-
ur Olgeirsson Reykjavík Hálfdán
Einarssotn Bolungavík Hávarður
Olgeirsson Bolgunavík Ilelgi Sig-
urðsson Þingeyri, Héðinn V'ajdi-
marsson ísafirði, Hörður Guð-
i bjartsson ísafirði Hörður Sigur-
I vinsson Ólafsvik Ingvar Antons-
son ísafirði Jakob Þorláksson
Jóakim Pálsson llnífsdal Jóliann
Bjamason Suðureyri Súg. Jón
Maginússon ísafirði Karl Gísla-
son Suðureyri Karl Jónsson Heili
sandi Konráð Gunnarsson^ Ólafs-
vik Leifur Halldórsson Ólafsvík
Marlus Kárason Hólmavík Olgeir
Gíslason ísafirði Óskar Jóhannes
son Ragnar Jónsson Sigurdur
Kristjónsson Hellisandi Sigurður
M. Sigurðsson ísafirði Steindór
Arason Veiðileysufirði Str. Tprfi
Björnsson ísafirði Tryggvi Jóns-
son Ólafsvík Vignir Jónsson ísa-
firði Þorsteinn Friðþjófsson Pat
reksfirði Gunnar Geslsson flsa-
fii’ði. G.S.