Tíminn - 22.01.1959, Qupperneq 6

Tíminn - 22.01.1959, Qupperneq 6
6 T f M I N N, fimmturtaginn 22, janúai 1959. Útgefandl : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur 1 Edduhúsinu vi3 Xrtndargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn> Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948 Tengslin miili þingmanns og kjósenda I HINNI snjöllu ræðu, senl GLsli Guðmundsson flutti á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur þegar rætt var ura kjördæmamálið, rifjaði hann upp nokkur ummæli, er Tryggvi Þóriiailsson sagði á Alþingi fyrir 28 árum síð- an, þegar rætt var um það að afnema kjördæmin líkt og fyrirhuguð' er nú. Tryggvi Þórhallsson sagði m.a.: „Ég fullyrði, að núverandi kjördæmaskipulag hafi flutt héruðunum úti um land hin ar mestu hagshætur. Þingmenn hinna einstöku kjördæma hafa í mörgum til fellum verið hinir allra þörf- ustu forgöngumenn um brýn ustu nauðsynjamál hérað- anna. Hið nána persónulega sam band, sem verður milli kjör- dæmisins og þingmannsins, sem af alhug setur sig í fylk ingarbrjóst um að fullnægja réttmætum kröfum frá hér- aðsins hálfu, það kemur miklu góðu til leiðar.“ EFTIR að hafa rifjað upp þessi ummæli Tryggva Þórhallssonar, fórust Gísla Guðmundssyni þannig orð: „Með afnámi kjördæm- anna glastast að verulegu léyti þeir möguleikar, sem verið hafa á samstarfi þing manns og kjósenda. Og að- staða þingmannsins til þess að afla sér traustrar þekk- ingar á staðháttum og þörf- úfxi i kjördæmi sínu versnar að sama skapi. Sama er að segja um aðstöðu fólks til þess að skýra mál fyrir þing manni sínum og njóta að- stoöar hans við lausn mála af ýmsu tagi, sem ekki verða leyst að fullu heima fyrir, en oft standa í beinu eða óbeinu sambandi við löggjöf eða landsstjórn. Eins og nú er háttað kjör dæmaskipun og hefir verið, er óhætt að fullyrða, að flest ir kjördæmakosnir þing- menn verði mjög vel kunn- ugir í kjördæmum sínum, einkum þeir, sem lengi sitja á þingi fyrir sama kjördæmi. Margir þingmenn hafa frá öndverðu átt heima í kjör- dæmum sinum eða alizt þar upp. En jafnvel þótt svo sé ekki, verður kunnugleikinn mikill. Og á þennan hátt hygg ég bezt fyrir þvi séð, að Alþingi í heild öðlist stað góða þekkingu á landshög- um. Það var lengi siður, að þingmaöur héldi árlega leið- arþing í hverjum hreppi, þar sem um sýslukjördæmi er að ræða, og nokkuð er um það enn. Með hinni fyrirhuguðu nýskipan, hljóta slík fundar höld að leggjast niður með öliu." GÍSLI Guðmundsson sagði enn fremur um þetta atriði í ræðu sinni: „Það gefur auga leið, að í kjördæmi, sem nær yfir hálfan eða heilan landsfjórð ung eins og nú er talað um, er mjög hætt við, að af hálfu þingmannanna verði minnst samband við hinar afskekkt ustu og fámennustu byggð- ir, og að þá verði út undan að sinna málum þeirra. Fyr- ir þær byggöir getur þetta haft meiri og alvarlegri af- leiðingar en menn nú al- memit gera sér grein fyrir. En einnig fyrir fólk, sem á heima í hinum fjölmennari byggðum, getur skortur þing manna á kunnugleika og staðarþekkingu orðið afdrifa ríkur. Þingmennirnir sjálfir munu fljótlega finnahverjum erfið leikum það er bundið að vera fulltrúi fyrir stórt sameigin- legt kjördæmi margra byggð arlaga, ef rækja skal þing- mannsskyldu á svipaöan hátt og nú er gert í minna kjördæmi, og jafnvel þótt þar verði nokkur breyting á frá því, sem nú er. Sennilega reyna ýmsir þingmenn að leysa þennan vanda á þann hátt að gefa aðallega eða ein göngu auga þeim málum, sem hinir aðsópsmestu flokksmenn þeirra í kjör- dæmi hafa einkum áhuga fyrir og vekja athygli á. En það er sízt til bóta, að meira verði unnið á þann hátt en nú er gert. Nú, þegar eru sjónarmið flokksmennskunn ar svo rík hér á landi, að ekki er á það bætandi — að flokkafyrirkomulaginu ólöst úðu að öðru leyti“. VIÐ þessar röksemdir Tryggva Þórhallssonar og Gísla Guðmundssonar þarf ekki neinu að bæta. Svo aug- ljósar eru þær. Þetta er ekki veigaminnsta ástæða til þess að út um heim er það vax- andi stefna, að horfið er frá hlutfallskosningum að ein- menningskjördæmum. Þann ig segir ameríska stórblaðið „The New York Times“ ný- lega frá því í fréttum, að barátta de Valera fyrir ein- menningskjördæmum eigi vaxandi fylgi að fagna í Eire meðal óháðra kjósenda, og ráði það viðhorf meira um það en nokkuð annað, að þeir telji, að nú sé samband ið oflitið milli þingmanns og kjósenda — t.d. miklu minna en i Bretlandi, þar sem þingmenn reka mjög erindi kjósenda sinna — og úr þessu telja þeir vænlegast að bæta með þvi að hverfa frá hlutfallskosningum aö einmenningskjördæmum. Það er vissulega fullgild ástæða til þess fyrir kjós- endur kjördæmanna að spyrna fast gegn því fótum, að þingmaðurinn sé tekinn af þeim, eins og raunverulega gerist, ef úr fyrirhugaðri sam steypu þeirra verður. Ann- ars afsala kjósendur sér dýr mætum rétti, sem ekki verð- um bættur. Þessum rétti mega þeir ekki fórna á altari misskilinna flokkshags- muna. Forustugrein úr ,,The Observer“ Heimsókn Miko jans til Bandaríkjanna gerbreytti áliti almennings á Rússum Margt Hefir verið rætt og ritað um för Mikojans til Bandaríkjanna og hver hafi verið tilgangur hennar. Hef- ir Sovétstjórnin raunveru- lega í huga að taka upp vin- samlegri samskipti við Bandaríkin eða eru áróðurs- áhrif heimsóknarinnar talin mestu skipta? — Eftirfar- andi grein um för Mikojans og tilgang hennar er laus- lega þýdd úr Observer. Tilgangur Krustjoffs með því að senda Mikojan til Bandarikj- anna er augljós. Ibmn vill brjóta niðrn- þann múr, sem Dulles hefur reist fyrir öll samskipti og samn- inga við Rússa. Markmið hans er 3ennilega að knýja fram fund æðstu manna meðan enn er tími til að koma’í veg fyrir kjarnorku væðingu Þýzkalands. Krustjoff greip til svipaðra bragða 1955 þeg ar hann kom sjálfur til Bretlands með Bulganin í för með sér. (Þá sendi hann Malenkoíf á undan sér eins og Mikojan nú). I>á óttaðist brezka ríkisstjórnin að markmið hans væri að komast upp a milli Bretlands og iBandaríkjanna þótt hann stefndi raunverulega að því að verða kynntur fyrir Bandaríkja forseta — eins og hann sagði sjálf ur berum orðum. ' En nú hefur 'hann komizt niður á snjallari aðferð. Mikojan hefitr brotið sér braul inn í Iívíta húsið með stuðningi alls almennings i Bandaríkjunum, og*Eisenhover og Dulles hafa orðið að láta sér þetta lynda og fallizt á viðræður við hann ef ekki ihreina samninga. — Tæpast er hægt að efa að raun- verulegir samningafundir muni fylgja í kjölfarið. Allt er þetta gott og blessað — en hvernig má það vera að Mikojan takist svona auðveldlega að konia þessu til leið ar þegar allar fyrri tilraunir Sovét stjórnarinnar og jafnvel banda- manna Bandríkjanna sjálfra hafa brugðizt? Kom, sá og sigraði Ástæðan felst í hinu sérkenni- lega eðli kalda slriðsins. Á síðustu tíu árum hefur Sovéíríkjunum ver ið lýst fyrir Bandaríkjamönnum sem fjandsamlegu, hættulegu og dularfullu stórveldi er ævinlega sé við því búið að grípa hvert tæki- færi til að ráðast á Bandaríkin. í þessari mynd tolandaðist að vissu leyti sannlcikur og hálfur sann- leikur saman við fjarstæðukennd- ar öfgar, og margur Bandaríkja- maður trúði þessari lýsingu skil- málalaust. Eftir að fallizt hafði verið á þessa hugmynd lá í aug- um uppi aS allir samningar við Sovétríkin voru stórhættulegir, og það jaðraði við föðurlandssvik að telja að Rússar hefðu nokkuð til • síns máls í einhverju efni, — svo sem um endurhervæðingu Þýzka- lands. ■Gallinn á hugmyndum sem þess- ari er, að svo auðvelt er að hrekja þær og mola sundur. Bandaríkja- menn eru í eðli sínu hreinskilin og vinsamleg þjóð og vilja trúa hinu bezta um Tiáungann. Þegar menn sáu svo að Mikojan var bara venjulegur maður, með tvo handleggi, tvo fælur og höfuð — þá voru þeir á augabragði orðn ir honum hliðhollir. Eftir að þeir höfðu lesið í blöðum að hann hefði snætt hádegisverð í Wall Steet og drukkið te í Ifollywood voru þeir eiginlega reiðubúnir til að trúa hverju því sem hann sagði. Og þegar þeir heyrðu — margir hverjir í fyrsta skipti — röksemdir hans um endurhervæð ingu Þýzkalands og bandarískar herstöðvar erlondis virtist þeim 'hann opinbera nýjan og áður ó- þekktan sannleika. MarkmitS fararinnar fyrst o? fremst a$ vinna a8 fundi æístu manna á næstunni Mikojan NauSsyn stefnubreytingar Það liggur í augum uppi, . að slik skyndiieg skoðanabreyting getur verið hættuleg. Það er harla ósennilegt að stjórnarstefna ICrústjoffs hafi breytzt og ef alvar- legar samningaviðræður eiga eftir að fara fram munu Bandaríkin komast að raun um að Sóvétríkin eru nú jafn hörð í horn að taka og áður. En það bætir engan veg- inn úr skák að synja þvert fyrir öll tengsl við Rússa heldnr er nauðsynlegt að miða að því að taka upp stöðuga og skynsamlega stefnu sem ekki færist úr lagi við það eitt að almenningsálit bi-eyl- ist í Bandaríkjunum eða foringja- skipti verði í Sovétríkjunum. Und irstaða slíkrar stefnu ætti að vera að viðurkenna að Sóvótríkin hafa alveg jafnmikinn hug á því að forðast styrjöld og Bandarikin og samkomulag sé. þess vegna ong an veginn óhugsandi. Að sjálfsögðu eru tit rnenn bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, sem telja þetta ekki rétt. Þeir' á- líta að allir samningar við Sóvét ríkin hlytu að vera Veslurveldún- um í óhag, og væri ekki svo myndu Sóvétrikin rjúfa gerða samninga strax og það væri þeim í hag. Þeir telja að allar tilslak- anir myndu vera hættulegar vegna þess að Sóvétstjómin sé ems 'og stjórn nazista á sinni tíð ili 'að eðli og því bljóti öll samskipti við hana að hafa iilar aíleiðihgai': 4 Friðarvilji Sovétríkianriia En það er mikilvægur ntuniir á Sovétríkjunum og Þýzkatandi Ifitl ers. Munurinn er ekki sá að Sóv- étríkin séu á einhvern hátt „fram farasinnuð" þar scni Hitlers-'Þýzka land hafi verið ,.afturhaldssamt“ — heldur fellst hann fyrst og fremst í þvi að þótt Sóvétríkin séu heimsveldasinnað slórveldi ræður ekki hernaðarstefna þar lög um og lofum. Leiðtogar þeirra eru með réttu ráði, þeir keppa ekki að styrjöld vegna sjálfrar styrjald arinnar. Það var óhugsandi að semja við Hitler vegna þess að hann æskti ekki samkomulags: Hann vildi síyrjöld. Sóvétríkin kjósa frið eins og komið hefir fram í öllum átökum efiir styrj- öldina. Satt er að yísu að Sóvétríkin kjósa frið til að efla sinn eigin styrk og til að efla útbreiðslu kommúnismans út um heim. Sam- komulag um Þýzkalandsmálin eða um afvopnun mundi þess vegna á engan hátt breyta því að Vestur- veldunum er nauðsyn að keppa við Sóvétrikin i Asíu og Afríku. En hitt er ekki satt að Vesturveld in og Sóvétríkm eigi engra sam- eiginlegra hagsmuna að gæta. Báð iFramh a 8. síðu.) Barnahjálp S.Þ. veitti iæknishjálp og hjúkrun um 50 millj. barna og mæðra Árið, sem leið nutu rúm- lega 50 milljónir sjúkra barna og mæðra víðs vegar í heiminum aðstoðar frá Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna — UNICEF. Ekki eru hér taldar með þær milljón- ir barna og mæðra þeirra, sem nutu góðs af mjólkur- gjöfum og beint eða óbeint frá heilsuverndarstöðvum UNICEF. Stjórn UNICEF, en hana skipa fulltrúar frá 30 þjóðum, veitti ár- ið sem leið 22,6 milljónir dollara trl framkvæmdar á 325 áætlunum. Fyrir hvern dollara, sem UNICEF lagði fram, komu að jafnaði 2,5 frá því landi er UNICEF starfaði. Eins og er, starfar UNICEF í 97 löndum og lendum. Af þeirri hjálparstarfsemi, sem UNICEF gekkst fyrlr á árinu 1958 má nefna: Rúmlega 30 milljón börn og mæður voru varin gegn malaríu. 15 milljón börn voru bólusett gegn berklaveiki. Um 3,5 miljónir barna nutu læknishjálpar vegna hitabeltis- sárasjúkdómsins jaws. 1,3 milljónir barna nutu læknis- hjálpar vegna tracóma og annarr- ■ar skyldrar augnveiki. Um 800,000 manns nutu aðstoð- ar vegna holdsveiki. ! 5,3 milljónir mæðra og barna nutu mjólkurgjafa í skólum . og öðrum stofnunnm fyrir tilstilli UNICEF. Heilsuverndarstöðvum, sem komið hefir verið,upp fyrir milli- göngu UNICEF fjölgaði á árinu og eru þær nú samtals 19,000 tals- ins í öllum heiminum. Af þeim 174 stöðvum til geril- sneyðingar mjólknr og til fram- leiðslu á þurrmjólk, sem UNICEF hefir átt frumkvæðið að, eru nú 144 þegar teknar til starfa, 89,000,000 flugfar- þegar árið sem leið Árið 1958 nam taLa flugfarþega í heiminum samtals 89,000,000. Hér eru taldir þeir farþegar, sem flugu með flugvélnm atvinmiflug- véla eingöngu, en ekki þeir, er kunna að hafa flogið með herflug- véliim eða einkaflugvélum. Upplýsingar þessar eru frá Al- þjóðaflugmálastofnun Sameinuðu þjóðanna í Montreal — ICAO — Aukning flugfarþega reyndist ekki eins mikd á s. 1. ári eins og hún hafði verið á árunum þar á undan, er hún var að jafnaði 12% á ári. Farþegaaukningin í fyrra reynd- ist nema nm 4%, það er, að 3 milljónir fleiri farþegar tóku sér far með flugvélum árið 1958 en árið 1957.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.