Tíminn - 22.01.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.01.1959, Blaðsíða 7
lÍMINN, fimmtudaginn 22. ianiíar 1959. 7 Skýrslur atvinnutækjanefndar 1955—1957 14. grein Um atvinnuástand og aðstöðu til atvinnurekstrar í bæjum, þorpum á Norður- Austur- ogVesturlandi Seyðisfjörður jbúatala. 1930 .... 936 1955 .... 702 1940 .... 904 1956 .... 708 1950 .... 767 Verkaí'ólk 1956: Sjómenn 39, verkamenn 92, verkakonur 63, íðnstörf 38, verksmijðjufólk 20. Höfnin. Leng'd legurúms' við bryggjur: 5 m dýpi og meira .... 160 m 4—'5 m dýpi ........... 10 — Mest dýpi við bryggju 6 m. Minnst dýpi í innsiglingu 20 m. Tæki við höfnina. 1 bílvog, 1 JÖndunarkram, færiband. Olíugeymar: Gasolía 1250 tonn, jarðolia 1000 tonn. Dráttarbraut fyrir 100 rúml. skip. Fiskiskip. Togari ..............1 655 rúml. Þilfarsbátar yfir 30 rúml. 2 132 — — und'ir 30 rúml .... 4 73 — Opnir vélbátar ........ 7 17 — I árslok 1957 877 rúml. Vinnslustöðvar. Fjskfrystihús. Sjá athugasemd- ir. ísfráinleiðsla 15 tonn. Síldarverksmfiðjur. Sjá athuga- semdir. Afkastageta 2200 mál. Hjalla-rúm fyrir 900 tonn. 1 þurrkhús fyrir 25 skippund. 4 síldarsöltunarstöðvar. Afli og framleiðsla. 1955 1956 Afli, tonn .............. 1757 2349 Skreið, tonn .............. 82 52 Saltfiskur, óv., tn. . . . 917 949 Þorska- og karfalýsi, tn. 140 93 Síldarmjöl, tonn .... 58 223 Sildarlýsi, tonn .......... 45 247 Saltsíld, tunnur ........ 7196 8095 Landbúnaður. Ræktað land 85 ha., kýr 39, sí.uðfé 811, garðávextir 1955 30 tunnur. Iðnaður. 2 vétaverkstæði, 1 trésmíðaverk stæði, I skipasmiðastöð, 2 aðrar verksmiðjur, slátrun. Rafmagn. Vatnsaflsstöð, 1600 kw. Athugasemdir. Ibúatala og atvinna. íbúatala Seyðisí'jarðar hefir yfirleitt verið iækkandi á síðari áratugum. Á ár- unum 1930—40 lækkaði hún um 32, en á árunum 1940—50 um 137 og hefir síðan lækkað um 55, f>ó hækkaði hún um 10 á árinu 1956. Bæjarstjórn telur, að um 50 manns leiti sér atvinnu nnnars staðar hluta úr ári. Fyrrum var mikil síldveiði á Austfjörðum. • . :■ ■ < ■• ■:■■:. .■:■,. r . : .. ■ ■. Óx kaupstaðurinn þá og varð fjöl- mennasti staður á Austurlandi, er.da á þeirri tíð aðalverzlunar- staður Fijótsdaishéraðs, unz veg- ur var lagður um Fagradal til Reyðarfjarðar. En þegar aðalsíld- veiðisvæðið færðist til Norður- lands og sveitaverzlunin til Reyð- arfjarðar, fór fólki að fækka á Seyðisfirði. Eitthvað mun íbúa- talan hafa hækkað á árinu 1957. Höfnin er frá náttúrunnar hendi ein hin bezta á landinu. Fjörðurinn iangur og d.júpur og aðdjúpt við bryggjur. Hafa allt að 14 þús. rúml. skip lagzt þar við bryggju. Skipabryggjur eru 6, úr timbri, en auk þess 2—3 litlar bátabryggjur. Skipabryggjurnar eru: Bryggja við gamla íshúsið, löndunarbryggja sjldarverksmiðj- anna, bryggja Fisksölufélagsins, tvær brvggjur, sem eru eign hafn- arsjóðs og bryggja í eigu Kaupíé- lags Austfjarða. í gögnum' vita- málaskrifstofunnar, sem skýrslan hér að framan er bvggð á, eru að- eins laldar 4 af þessum bryggj- um og miðast lengd legurúms' við það. Vitamálaskrifstofan hefir gert lauslega áætlun um hafnar- framkvæmdir. Fiskiskip. Tveir stærstu þilfars bátarnir eru 10—11 ára, en hinir gamlir. Togarinn er 10 ára, gufu- skip. Bátaútgerð hefir um langan tíma verið fremur iítið stunduð frá Seyðisfirði, sbr. aflaskýrslu. í seinni tíð hefir það dregið úr löndun afla, t.d. af togaranum, að ekkert fiskfrystihús var á staðn- um. Vinnslustöðvar. Undanfarin 5 ár hefir verið unnið að bvggingu fisk iðjuvers, sem er eign Seyðisfjarð- arbæjar, og var byggingu þess Frá EgilsstaSakauptúni. langt komið í árslok 1957. Þetta er stór bvgging úr steinsteypu og slendur rétt hiá nýiu hafnar- bryggjunni. Er svo ráð fyrir gert, að afli sé fluttur frá skipi og vör- ur úr fiskiðjúverinu til skins á færiböndum, sem liggja eftir bryggjunni og meðfram húsinu. Fiskiðjuverinu er ætlað að fram- leiða saltfisk, hraðfrystan fisk og íf, og í því er aðstaða til saltfisk- þurrkunar. Fr.vstihúsið mun geta unnið úr 75 tonnum af slægðum fiski með haus m. v. 10 klst. fiökun, þegar það er fullgert. í þvi verða fyrst um sinn 10 frysti- tæki. og munu geta orðið fleiri. Á Seyðisfirði hefir verið starfandi lítil síldarverksmiðja. En sumarið 1957 voru fluttar þangað verk- smiðjuvélar írá Ingólfsfirði og komið upp 2200 mála síldarverk- smiðju, sem það ár vann úr 45 þús. málum síldar. Landbúnaður, iðnaðu.r o.fL Á Seyðisfirði er dráttarbraut fyrir allt að 100 rúml. skip, skipasmíða stöð og góð aðstaða til vélavið- gerða. Landbúnað'ur er talsverður og er bæði ræktunariand og beiti land í eigu bæjarins. Sláturfjár- tala 1956: 2019. Rafinagn. Til skamms tíma hef- ir bærinn rekið 160 kw. vatnsorku stöð við Fjarðará. En áætlað er, að Seyðisfjörður fái raf'magn frá Crímsárvirkjun. Hafa Rafmagns- veitur ríkisins á árinu 1957 byggt dísilslöð þar, sem á að verða vara stoð bæjarins. Jafnframt hafa þær yfirtekið vatnsaflsstöð ba;jarins. Ejgilsstaðakauptún íbúar í Egilsstaðakauptúni voru Frá Neskaupstað. 170 í árslok 1955 og 185 í ársiok 1956. Egilsstaðakauptún er sveita þorp og byggð þar öll nýleg nema bændabýli þau, sem eru frá fyrri tíð. Þorpið stendur á krossgötum við Lagarfljótsbrú, sunnan fljóts- ins. Þaðan eru akvegir til allra kaupstaða og þorpa á Austfjörð- um, sunnan Smjörvatnsheiðar, og um það liggur aðalþjóðleiðin til Norðurlands. Þornið er nú annar aðalverzlunarstaður sveitanna á Fljótsdalshéraði og að ýmsu öðru leyti miðstöð héraðsins. Þar eru nú búsettir tveir héraðslæknar, dýralæknir, héraðsráðunautur, starfsfólk pós'ts og sjma o. fl., er hafa með höndum opinbera þjón- ustu í alma.nnaþágu. Flugvcli'kir ei á Egilsstöðum og áætlunarferð- ir þangað frá Reykjavík. Þar er og gistihús og greiðasala. Nokkrir n.enn stunda bifreiðaakstur. Mik- ill hluti þorpsbúa hefir atvinnu við starfsrækslu þá, er nú hefir verið neí'nd. Á staðnum er véla- viðgerðarverks'tæði, trésmíðaverk- stæði, raftækjaverkstæði, rjóma- bú, sláturhús og frystihús til kjöt- geymslu. Sláturfjártala 1956: 12534. Samkvæmt upplýsingum hreppsnefndar eru í þorpinu 12 verkamenn, sem sítinda almenna vinnu, 4 ' verkakonur og 8 fag- lærðir iðnaðarmenn. Talið er, að 5—8 manns leiti atvinnu til ann- arra staða hluta úr ári. Ríkið keypti fyrir nokkrum árum land handa þorpinu, um 120 ha. Af því eru ræktaðir 20 ha. í þorpinu voru í árslok 21 kýr og 55 kind- ur. Þorpsbúar áttu í félagi kúa- búið „Búbóí“, en það er nú leigt bónda á næsta bæ. Eru 20 kýr á búinu, og þær meðtaldar hér að íraman. Uppskera garðávaxta er talin 50—80 tunnur haustið 1955. Bústofn og garðrækt Egilsstaða- bænda er hór ekki meðíalið. í skýrslu hreppsnefndar segir svo: „Nefndin 'telur mikils ' um vert fyrir atvinnuöryggi staðarins, að komið verði upp einhvers konar iðnaði í smærri eða stærri stíl. Mætti nefna kjötiðnað og mjólk- uriðnað í sambandí við sláturhús og mjólkurbú.“ í þorpinu er 100 kw dísilstöð. í búar j Egilsstaða- kauptúni voru 170 í árslok 1955 og 185 í árslok 1956. Er þorpið í vexti. Neskaupstaður. íbúatala. 1930 ... 1118 1955 .... 1328 1940 .... 1006 1956 .... 1340 1950 . 1320 Verkaíólk 1956: Sjómenn 143, verkamenn 113, verkakonur 72, iðnstörf 69, verksmíðjufólk 7. Höfnin. I.engd legurúms við bryggjur: 5 m dýpi og meira ....... 42 m ! (Framh á 8 síðu A víðavangi Er það stökkbreyting? Eifðafræðiii kennir, að ýmsir kynlegir kvistir og gjörólíkir uppi'iina sínum geti myndazt viív svonefnda stökkbreytingu. LítiVf mun samt fyrir því fara, að slíkra fyrirbrigða verði vart hjá mann- fólkinu. Mörgum mun þ« hafn komið í hug, að þannig hljóti að vra ástatt’ um einn kunnan í— lending, svo frábrugðinn cr haim forcldri sínu og' ætlincnnum öli- um, þeim, sem þekktir eru. Þett merkilega fyrirbærl, er, mi\. „aðalritstjóri" Mbl., Bjarni Ucnc- diktsson. Bonedikt Sveinsson, fýrrver- andi alþingismaður, 'vífr liágáfað- ur hugsjórnmaður. Bjárni er an vísu greindur í g'óðu meðallagi, en honum hættir mjög til þess að nota gáfur sínar í þágu iágkiiru- legra „hugsjóna". Benedikt gerð- ist ungur liðsmaður þeirra sveita, er örast vildu sækja í áttina til fulls sjálfsforræðis þjófforinnar og varð brátt einn áhrifamesti fyrirliði þeirrar mannvæniegu fylkingar. Bjarni er af ýinsum talinn hafa ríka tilheigingu til þess að Hta svo á, að sjálfstæði íslendinga jaðri við að vera verzl- unarmál. Benedikt var flestum niönnuin skörulegri og drengi- legur jafnan í málflutningi sín- um. Engum dettur í htíg skör- ungsskapur í sambándi: viíf Bjarna. Þess utan er hann leiðin- Iegur og smáskítlegur í . „mái- efna‘-pexi sínu, og hefir tekizt að gert Mbl. svo illyrt og rætið, að Agnar Bogason getur átt þess. alla von á hverri stundu, að vera ekki lengur viðurkenndur inet- hafi' á þessu sviði bliðamennsk- unnar. Benedikt horfði jafnan hátt og fram. Bjarni lítur lág't og niður. í:-: I Ifósi staðreyndanna Einn þátturinn í áróðri „aðal- ritstjórans“ er sá, að Fmmsókn- armenn séu sérstaklega hændir að kommúnistum og sækist öði- um flokkum fremur eftir sam- staríi við þá. Hvernig lítur nú þessi ásökun út í ljósi staðréýnd- anna? Einfaldlega þ.annig, að 'eng inn íslenzkur stjórnmálaflokkur hefir minna að því gert en ein- mitt Framsóknarflokkurinn, aff vinna með kommúnistum. Það er rétt, að sumir jFra.m- sóknarmenn lýstu því yfir fyrir síðustu Alþingiskosningar, aff þeir væru mótfallnir stjórnar samvinnu við kommúnista. Hins vegar er „aðalritstjóranum“ þaff fullkunnugt engu síður en öðr- um, að eftir kosningarnar 1956 voru kommúnistar ekki ráðandí aflið í Alþýðubandalaginu. Og einmitt þess vegna varð Alþýðit bandalagið þriðji aðilinii að rík- isstjórninni. Aftur á móti er það táknrænt, að um leið og kOmrn- únistar náðu undirtökunum í Al- þýðubandalag'inu, hvarf það úr ríkisstjórninni. Að kasta syndunum bak við sig Það mætti nú æt!,o, að hinn vandlætingarfulli „aðalritstjóri? talaði fyrir munn flokks, seni sjálfur væri hreinu og fiekklaus af þeirri synd, sem hann ás'akar aðr.i fyrir að hafa drýgt. Ilvaff segir sagan? Framan af árum var Alþýðu- flokkurinn miklu sterka,'i í verkalýðshreyfingunni en koinm- únistar. Þá var löngum góð ,sam- vinna milli Framsóknar og Alþ.- fl. Bjarni glórði í að álirifarík- asta ráðið til að koma í veg fvrir þetta samstarf, væri að efla kommúnista til áhrifa í verka- lýðsfélögunum á kostnað Alþ,- fl. Gekk nú „aðalritstjórinn'! í það og dró livergi af sér. Mun það vera eitt fyrsta sóniasírik hans í ísleazkri pólitík. Næsta. skrefið í þessa átt var nú ekki. ómyndaiiegra en það, að tak.a koinmúnista lireinlega inn i ríkisstjórn, og var það eina ný- sköpun íhaldsins í nýsköpunar- stjórninni. Eftir kosningarnm' 1956 flaðraði svo íhaldið með Framha’d á 8. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.