Tíminn - 25.01.1959, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.01.1959, Blaðsíða 2
Vaustiö bauð blaðamötinum og nokkrum fleiri gestum í gær í þorrablót, og sjást tveir gestanna hér með þorratrog fyrir framan sig. Þorrinti er byrjaður - þorramatur er á borðum í Maustínu Hver vill íara í kappát ? Bóndadagurinn var í fyrrad. — fyrsti þorradagur, og von indi hafa konurnar ekki 'leymt aS færa körlunum •júkandi kaffi með lummum i sængina. Að minnsta kosti gleymdi Naustið ekki að ’oóra þorramatinn á borð. Naustið tók up þann sið í yrra, að hafa sérstakan þorramat \ boðstólum, 'borinn fram í trog- ím, og varð þetta vinsæl ný- ireytni. Hyggst Naustið balda bessu áfram, enda leggur það sér ;taka áherzlu á að reiða fram þjóð egan íslenzkan mat. Maturinn er borinn fram í trog im o.g fylgja þægilegir matihníf- u-. Þarna er seytt rúgbrauð, flat '>rauð, bákarl, svið, hangikjöt, súr r -bringukollar, súrir hrútspungar, úr bvalur og vafalaust er eitt- ivað étalið. Matseðillinn er að íokkru í bundnu máli og er þar ■etta: Jnni á Nausti aldroi þver 'nægjunnar sjóður. j>orramatur þykir mér j jóðlegur og góður. Og endar á þessum orðum: „ís- ienzkur þorramatur, fram reidd- r í trogum allan daginn. Má hver mrða’ eins mikið og hann getur - Verð kr. 75,00.“ /erðlaunatrogið. En í sambandi við Þorramatinn ekur Naustið upp enn eina ný- breytni núna. Það býður upp á verðlauna-kappát. Verðlaunatrog er ’búið ákveðnum skammti af þessum samsétta þorrámat, og get ur hver sem vill þreyta átið beðið um verðlaunatrogið, og eru keppri isreglur þessar: 1. Þátttakandi skal ljúka alveg við þann mat, sem er í troginu. 2. Þátttakandi skal -hafa tvo klukkutíma til að íjúka við mat- inn. • 3. Þátttakandi má neyta allra þeiri’a drykkja, sem veitingahúsið hefur á boðstóliun, á -meðan hann lýkur úr troginu. 4. Ljúki þátttakandi úr troginu, skal hann fá allt frítt, sem hann hefur etið og drukkið og hljóta verðlaun að auki. 5. Þrautin fer fram á tímabil- inu kl. 7—11 livert kvöld. Viískiptasamninffar (Framhald af 1. síðu) sem kunnugt er verið stirð upp á síðkastið. Ilafa Rússar birt liarð orðar árásargreinar á finnsku stjórnarvöldin og sakað þau um fjandskap. Borgaraflokkarnir hafa sem kunnugt er ekki viljað taka finnska kommúnista í ríkisstjórn- ina, en Rússar beitt viðskipta- þvingunum í staðinn. Hlauzt af þessu stjórnarkreppa, sem að nokkru stendur enn þótt Bænda- fiokkurinn hafi myndað minni- hlutastjórn. Kekkonen forseti hef ir leynt og ljóst haldið uppi áróðri fyrir bættri sambúð við Sovétríkin. Er stefna hans beint framhald af slcfnu Paasikivi for- seta, sem taldi óhjákvæmilogt að fullt vinfengi héldist við hinn volduga nágranna í austri. Bandaríkiiameim . . . (Framhald af 12. síðu). sagði Mikojan, að sovézka stjórn in væri ánægð með þann á-huga, sem Eisenhower forseti, Nixon varaforsóti og utanríkisráðherrann Dulles hefðu sýnt á ferðalagi hans um Bandaríkin og við munum sýna Bandaríkjamönnum sama hlýja viðmótið, þegar þeir sækja okkur heim, sagði Mikojan. Áskriftarsími TÍMANS er 1-23-23 Albingi (Framhald af 12. síðu). að vera auðgerl að fá þá leiðrétt- .n-gu fram -hér á Alþingi. Kjarni þessa frv. er niðurfærsla um 10 visitölustig. Bjarni Ben. hélt þvi fram að hér væri um að ræða það, sem hann nefndi „af- í oorgun af vanskilavíxli" rikisstjórn 1 arinnar. Eysteinn Jónsson hefir nú hrakið -þau ummæli eftirminni lega. Með sfjórnarmynduninni 1956 var tekið upp samstarf við stéttasamtökin um efn Mgsmálin. Það var K''ðingarmikið nýmæli. Og þótt Sjálfst.menn telji slíkt -sam- starf vanvirðu fyrir Alþingi -þá hafa engir -talað meira um áhrif verkfallsins 1955 en þeir. Og ætli afleiðingar þess hefðu orðið jafn afdrifaríkar ef há hefði verið kom ð á það samstarf, sem síðar varð? - Hversu sterkan þingmeirihluta, sem Sjálfst.menn hefðu, þá myndir þeir reka sig á, að efnahagsmálin verða ekki leyst nema í -samvinnu við stéttasamtökin. Þetta samstarf tókst vel framan af. Það sýndi sig við eftirgjöfina á vísitölustigunum 6 1956 og síðar við setningu laganna um Útflutn- ingssjóð í árslok 1956. Meðan Sjálfstæðismenn voru í stjórn voru þeir öllum mönnum atkvæðameiri við að foræma á- byrgðarleysi kommúnista í stjórnarandstöðunni, og menn litu því svo á, að þcir mundu ekk ifalla í sama fenið. Stjórnin liafði þó setið skamma liríð, er svo reyndist. Til marks um það má ncfna liinar frægu skeyta- sendingar þeirra til útlanda og liina einstæðu viðleitni þeirra til þess að torvelda lántökur ríkis stjórnarinnar. Þegar þeir sáu, að þetla nægði ekki til a'ð fella ríkisstjórnina, reyndu þeir að bora sér inn í verkalýðsfclögin til þess að tor- velda þar samviunu ríkisst-jórnar innar og stéttarsamtakanna. Og þeim tókst að ná samstarfi við nokkurn liluta af stjórnarflokk unum, er þeir náðu yfirráðum í Iðju, skeðu þau fádænii, að at- vinnurekendur voru .látnir bjóða lcauphækkun. Verule-gur brestur kom þó fyrst í stjórnarsamstarf ið við afgreiðslu efnaliagsmála- frumvarpsins á s. 1. vori. Þar kom það fram í fyrsta sinn, að fulltrúar úr Reykjavík stóðu gegn ríkisstjórninni, en fulltrú ar utan af landi með, og samhliða því tók að brydda á þeirri stefnu, að takmarka bæri fjárfestingu út um land. Allt um það var þó frumvarpið samþykkt, og árang ur þess voru stóraukning útflutn ingsframleiðslunnar og blóm- legra atvinnulíf en áður hafði þekkzt. í greinangerð frumvarps ins lýsti ríkisstjórnin því yfir, að atvinnuvegirnir þyldu með engu móti hærra kaupgjald, en þar var gert ráð fyrir. Ef kauphækk anir yrðu um fram það, lilutu þær að takast aftur með nýjum Ef nýjar ráðstafanir þyrfti að gera, skyldu þær teknar í samráði við þing Aiþýðusambandsins í haust og vísitölukerfið þá endur- skoðað. Sjálfstæðisflokknum var Ijóst, að þessi löggjöf skapaði mögu- leika á jafnvægi I efnahagsmálum,, slöðvun verðbólgunnar og blórn- legu atvinnulífi. Sljkt mátti ekki henda. Því tóku þeir að róa undir kauphækkanir og blöðin ögruðu hvort öðru á víxl. Sjálfstæðismenn og hægri kratar komu í veg fyrir úrræðí, Þegar þing ASÍ kom saman ósk- aði ríkisstjórnin éftir áframhald- andi samstarfi við verkalýðssam- tökin en bað um frest á útborgun vísitöluhækkunar í einn mánuð, svo að tími ynnist til samninga. Menn vilja nú ef til vill segja, að ekki væri von að neinn vildi það á sig leggja að leysa þessi mál cins og erfiðleikarnir voru mildir. En hverjir voru þeir? Næg at- vinna og almenn velmegun var í landinu, sívaxandi framleiðsl-a, sem seldist eftir hendinni. Hvenær var líklegt að unnt vrði að leysa vandamál efnahagslífsins, ef ekki við svona skilyrði? Og stjórnin- óskaði aðeins eftir samstarfi til að leila að lausn, þar sem saman T f M I N N, sunnudaginn 35. janúar 1959. Naeðsye a§ fylgjast með nýjimgiim, sem geta bætt ínnanlandsflug okkar Sigurvin Eiíiarsson flytur athyglisveríía fiings- ályktunartillögu um þetta efni „Alþingi áiyktar aS skora á ríkisstjórnina að láta fram fara athugun á nýjungum og framförum í smíði fai’þega- flugvéla, sérstaklega að því leyti er hentar innanlands- flugi á íslandi og sparað get- ur fé við byggingu flug- valla“. færu hagsmunir atvinnuveganna og verkalýðsins. En breiðfylking Sjálfstæðismanna, hægri krata og komma neitaði öllii samstarfi og orsakaði þannig fall ríkisstjórnar innar. Heyrzt hefir, að áður en þing ASX kom saman hafi nefnd frá þessum aðilum setið á rökstólum til þess að vinna að undirbúningi mála á þinginu, og er þetta vafa- laust árangur þeirrar samvinnu. Er hér var komið voru viðhorfin breytt. Nu var Ólafi Thors falin stjórnarmyndun. Eftir „japl og jaml og fuður“ í þeim herbúðum varð niðurstaðan sú, að þeir gáfu út „bjargráðafrumvarp rfkisstjórn arinnar í 2. útgáfu en nú skyldi það bara heita: Viðreisnartillögur Sjálfstæðismanna. Eftir átti að gefa 6% af grunnkaupi, þ. e. þær kjarabætur, sem barizt hafði verið um allt sumarið. Af stjórnarmynd un varð þó ekki, og strandaði þar á þvi einu, að Sjálfstæðismenn vildu kosningar strax í vor, en Al- þýðubandalagið 1960. Nú voru Kommar vel samstarfshæfir, þrátt fyrir Ungverjalandsmál og aðrar syndir. Framkvæmdin hefir svo orðið stjórnarmyndun Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksins, og þetta frum varp, sem hér liggur fyrir, er raun verulega um það eitt að eyði- leggja þann „árangur" sem þeir börðust fyrir að ná s. 1. sumiar. Nu heyi-ist ekki talað um, að menn sem ekki höfðu umboð á Alþýöusambandsþingi til að veita mánaðarfrestinn, slcorti umboð, hvað þá að þeir geti ekki verið þessu samþykkir, þótt það njóti ekki stuðnings alþýðusamtakanna, eins og sagt var um frumvarpiS í vor. Og nú er ekki rætt um -kjarabætur — allt slíkt gleymt og grafið. Þetta frumvarp á því með réítu að heita: Frumvarp til laga um árangur af verkalýðsbaráttu Sjálfstæðisflokksins og nánustu samstarfsmanna hans. Sjálfstæðisflokkurinn hefir feng ið sitt, ríkisstjórnin, sem hann viidi feiga, er fallin. En fólkið í landinu hefir auk þess að tapa því sem því var talið trú um að væru kjarabætur, tapað þeirri ríkis- stjórn, sem vildi samvinnu við það um lausn vandamálanna og sagði því satt um afkomu atvinnulífsins. En verst er þó, að það hefir einnig tapað því atvinnuöryggi, sem’fyrr verandi stjórn hafði slcapað, þar sem nú er á engan hátt sóð fyrir þeim fjármununi, sem atvinnulífiö þarfnast. En fólkið á eftir sitt tækifæri til að þakka fyrir sig. Þingsályktunartill-ögu þessa flyt ur Sigurvin Einarsson, þingmaður Barðstrendinga. í greinargerð seg ir svo: „Svo sem kunugt er, hafa fram- farir í smíði flugvéla orðið mjög hraðar í heiminum a undanförn- um árum. Ýmsar flugvólategund- ir ,-sem þóttu góðar til farþega- flutnin-ga fyrir skömmum tíma, þykja nú úreltar, en aðrar full- komnari vélar eru komnar í þeirra stað. íslendingum er ekki sið.ui' þörf á því en öðrum þjóðum a'ð fyl-gj ast vel með slíkum framförum og haga flugsamgöngum siínum á sani ræmi við það, sem bezt henlar staðháttiuu hér á landi og fjárliag þjóðarinnar. Nýjungar, sem miða í þessa átt, ættu því að vera ís- lendingum kærkomnar. Eitt af' erfiðustu viðfangsefn- um íslendinga á þessu sviði er að koma upp flugvöllum, nægilega mörgum og stónun, svo a'ð' flug- samgöngur geti orðið til almenm-a noia. En þetta koslar mikið fó og tekur langan tíwa. Fyrir nokkru er hafin fram- leiðsla erlendis á farþegaflugvél um, sem flutt geta allmarga far- þega, en þurfa ekki lengri flug- braútir til flugtaks og lendinga, að áliti fi-amlciðenda, en sjúkra- flugvélar þær, sem starfræktar hafa verið hér á landi að undan- förnu. Nægjanleg -reynsla er enn ekki fengin af þessmn flugvélum, en þess mun ekki langt að bíða, að úr því verði skorið, hvort þær fullnægja þeim kröfum, sem tií þeirra eru gerðar. Verði reynslan á þann veg, að flu-gvólar þessar þyki öruggar og hentugar fyrir flugsamgöngur hér á landi og aö þær þurfi ekki lengri flugbrautir en -að framan getur, væri það mikill ávinningur fyrir flugsamgöngUI• íslcndinga. Stórh.< og dýrir flugvellir yrðu þá óþarf ir, en flugbrautir sjúkraflugsins, sem nú þegar eru komnai’ vlðs vegar um landið, mundu senhi- lega fullnægja hinum nýju flug- vélum með nokkrum endurbótum. Þess er full þörf, að hinu tak- markaða fé, sem unnt er að verja til flugvallag-eröar, verði í fuEu -samræmi við nýjungnr í flugsant göngum og sem flcstum lands- mönnum til gagns. TiUa-g þessi er flutt til stuðnings því, að svo megi verða.“ Fréttir frá landsbyggðiimi Fannfergi á Hératíi Egilsstöðum í gær. — Mikið fann- fergi er nú komið á Héraði, að xninnsta kosti borið saman vi'ð þa'ð, sem veri'ð hefir í vetur. í fjölíum er mikill snjór, eins og snjóflóði'ð sem gróf mann, sauðfé og hund á Jökuldal, sýnir Sam- göngur um ihéraði'ð eru nú mjög tepptar og algert vetrarríki hefir verið Síðustu daga. SE. Góður afli á Skagafirfti Sauðárkrók í -gær. — Allgóður afli hefir verið hór að undan- förnu hjá nokkrum trillum og mirmi dekkbátum, -sem hór róa. Hafa gæftir verið góðar og afli oi’ðið állt að 7 lestum. Fiskurinn er góður og þessi afli í janúar er óvenjulegur hór. Fiskurinn veið ist utan eyja. — Stillur og frosi; hafa verið eji snjólaust í héraðinu innanverðu, meiri snjór utar. í dag er frostlaust en suðvesatn átt mðe éljum. GÓ. Dalvíkurvegur mjög erfiíur Alcureyri í gær. — í dag er frost- lausi sunnan átt og sæniilega bjart veður. Renningur hefir veri'ð og slóðh’ á vegum fyllt. Dalvíkurveg- urinn hefir verið sérstaklega erfið ur síðustu daga, og eitt sinn voru mjólkurbílar 24 Idukkustundir aðra leiðina, sem að sumri er ekki nema klukkustundar ferð. ED

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.