Tíminn - 29.01.1959, Page 2
T í M IN N, finimtudaginn 29. janúar 1959,
Þrír bílar rekast á í Kópavogi
Launhált á götunum
Þrír bílar rákust á á Arn-
arnesi sunnan Kópavogs um
þrjúleytið i gær. Þeir voru
allir á leið til Reykiavíkur.
Fyrsti bíllinn þurfti að hemla
vegna hálku og um leið
skall annar bíllinn aftan á
þann fyrsta og svo þriðji á
annan.
Bíllinn í miðið skemmdist tals-
vert, brotnuðu á honum luktir
aftan og frainan. Skemmdir á
Jninum bílunum voru minni. Eng-
;inn meiddist við. áreksturinn.'
Þá varð harður árekstur á Lauf-
ásveginum. Einkabifreið var ekið
innað bílskúr við húsið Galtafell
og á sveigjunni kom Hafnarfjarð-
arvagn á nokkurri ferð í liliðina
Ösamkomulag
(Framh. af 1. síðu.)
með fyrir skömmu. að i ráði væri
að bjóða Krustjoff til Bandaríkj-
anna.
Þá drap Eisenhower á mögu-
Heika á viðræðum við Sovétríkin
og sagði, að slíkar viðræður gætu
orðið að gagni, þar sem ríkin ættu
enn eftir að útkljá ýmis deiluefni
sín á milli.
Einn blaðamaðurinn minnti á
iummæli Mikojans, sem hann hafði
ii frammi í einni af ræðum Sínum
■rftir heimkomuna frá Bandaríkj-
iunum, en hann sagði, að milli
ibandarískra stjórnarvalda og al-
mennings ríkti ósamkomulag.
tSagðist Eisenhower hafa fullviss-
að Mikojan um, að þegar um væri
að ræða mikilvæg milliríkjamál,
ríkti um þau algjör einhugur
ibandarisku þjóðarinnar, en eins
og eðlilegt væri hefðu menn mis-
munandi skoðanir á flestum stjórn
snálalegum viðfangsefnum.
á henni. Bifreiðin sem var glæný,
skemmdist þó nokkuð
Launhálir blettir voru á götun-
um í gær og talsvert um ininni-
háttar árekstra af þeím sökum.
Leiðrétting
Bændum ætlaíSur
minni réttur
tFramhald af 1. síðu)
einnig felld og hlaut aðeins
fylgi Framsóknannanna.
Eina leiðréttingin
Loks lagði Skúli til, að fram-
íieiðsluráði landbúnaðarins væri
íeimilað að hækka afurðaverð til
framleiðenda er svari þvi, að
liaun bóndans og verkafólks hans
;í verðlagsgrundvellinum séu frá
ruæstu áramótum, samræmd þeirri
aækkun, sem kann að hafa orðið
á grunnkaupi verkamanna í
Reykjavík, á þriggja mánaða
'resti. Á yfirstandandi ári verði
.þessar- -breytingar einnig reikn-
iðar út 1. maí og 1. des.
Þessi breytingartill. var sú eina
if till. Skúla, sem náð fann fyrir
mgum stjórnarliðsins og var hún
;amþ. með 26 atkv. gegn 4,
Þannig er þá fyrsta kveðjan til
iænda frá hinni nýju samsteypu.
Það var ranghermi hér í blaðinu
í gær, að Þormóður Eyjólfsson
konsúll, liefði látizt hér í Reykja-
vík. Hann lézt að lieimili sínu
morður á Siglufirði.
Nú líta kommúnistar
(Framhald af 12. slðuj.
strenginn, og virtist ríkja algjör
■einhugur og ánægja með allar að-
gerðir Krustjoffs og virðist það nú
einróma álit allra ræðumanna, að
eftir 20. flokksþingið hafi stærstu
og mikilvægustu skrefin verið
stigin undir leiðsögn hins nýja
leiðtoga.
Framsóknarflokkurinn
mun ekk itaka ábyrgí á
rá<$stöfunum ríkisstjórn-
arinnar
(Framhald af 1. síðu>
ir ekki tök á slíku eins og
stendur.
Það liggur ekki fyrir nú
heildaryfirlit um afgreiðslu
efnahagsmálanna, en það,
sem vitað er, bendir ein-
dregið til þess að stefnt sé
til stórfellds hallareksturs,
sem ásamt fleiru. verði íil
þess að reisa nýja verðbólgu
öldu og gera efnahagsmálin
margfalt erfiðari eftir
nokkra mánuði en þau hafa
nokkru sinni áður verið.
Framsóknarflokkurinn
mun enga ábyrgð taka á ráð
stöfunum ríkisstjórnarinnar.
Flokkurinn mun á hinn bóg
inn ekki, þar sem hann hefir
ekki tök á að koma fram
heildarráðstöfunum, sem
hann hefir trú á, beita þing-
styrk sínurn til þess að fella
þá þætti í tillögum ríkis-
stjórnarinnar, sem að hans
dómi mega teljast tilraun
til að halda í rétta átt eða
eru óhjákvæmilegir til þess
að framleiðslan haldist gang
andi og jafnvel þótt ein-
hverja galla megi á þeim
finna.
Framsóknarmenn munu
ekki gerast skemmdarverka
menn í stjórnarandstoðunni.
Sýning á teikningum japanskra skóla S^rbáskóimn
i ' n 1 • • £ 1 ™“erot*
barna i tSogasal Pjoðmnmjasamsins
Síðast liðið sumar bárust
Teiknikennarafélagi íslands
tilmæli frá UNESCO List-
fræðsiubandalaginu í Tokýó
um að félögin skiptust á sýn-
ingurn á myndlist íslenzkra
og japanskra skólabarna. Fé-
lagið varð mjög feginsamlega
við þessum tilmælum og
hófst þá þegar handa um
söfnun mynda íil sýningar-
innar.
skipta og kynna milli íslenzkra og
erlendra listkennara og skóla-
barna. Það er engufti vafa undir-
orpið, að slík samskipti geta haft
ómetanlega þýðingu fyrir þróun
listfræðslunnar í landinu, en það
eitt er nægleg ástæða til að þess-
um málum sé sinnf af árvekni og
alúð.
En þar eð tilboðið um þessi sýn-
ingaskipti barst félaginu eftir skóla
slit og tilskilið var, að íslfenzka sýn-
ingin yrði send til Tokyo fyrir lok
ágústmánaðar þ. e. áður en skólar
hæfust á ný, reyndist nokkrum
erfiðleikum bundið að vanda eins
vel til hennar og æskilegt hefði
verið. Var horfið að því ráði að
birta í blöðunum áskoranir til
barna og unglinga um að senda
myndir til sýningarinnar. Undir-
teklir urðu mjög góðar og bárust
félaginu á skömmum tíma hundruð
mynda hvaðanæfa af landinu. Voru
síðan valdar úr öllum þessum
fjölda aðeins 32 myndir, sem send-
ar voru til Tokyo. Munu sýningar
á þeim standa yfir um þessar
mundir.
í byrjun desember barst svo
japanska sýnnigin hingað og hefur
| síðan verið unnið að undirbúningi
I að opnun hennar hér í höfuð-
staðnum. Sýningin, sem nú hefur
verið opnuð í Bogasal Þjóðminja-
safnsins, mun standa til 1. n. m.,
en þá er ætlunin að hún verði
send til annarra helztu kaupstaða
á iandinu.
Sýningaskipti sem þessi hafa
farið mjög í vöxt á síðustu árum
og er- það einkum að þakka for-
göngu Alþjóða listfræðslufélagsins,
Internotional Society for Educa-
tion through Art, INSEA, sem í
nóinni samvinnu við UNESCO
hefur síðan það var stofnað árið
1951 beitt sér fyrir sí-aukinni kynn-
ingar- og fræðslustarfsemi meðal
listkennara og annarra áhuga-
manna nm listfræðslu um allan
heim. i
i
Það er von forráðamanna, að
þessi sýningaskipti verði upphaf
frjósamra og æ víðtækari sam-
Hverfisg. 50
Sími 10615.
Sendum gegn póstkröfu.
Norræni Sumarháskólinn
verður haldinn í Hilleröd í
Danmörku næsta sumar. VerS
ur það fyrri hluta ágústmán-
aðar, og stendur skólinn í 10
daga.
Námskeið til undirbúnings þátt-
töku í skólanum hefst að venju f
byrjun febrúannánaðar hér í Há-
---------- skólanum. Viðfangsefni Sumarhá-
skólans að þessu sinni ber heitið:
Þekking, mat og va-l.
I Þeir, sem hafa áhuga á því, að
taka þát í undirbúningsnámskeið-
inu, eru beðnir að snúa sér til ÓI-
Reykjavík afs Björnssonar, prófessors, eða
Sveins Ásgeirssonar, hagfræðings,
fyrir 5. febrúar næstkomandi, en
þeir nvunu gefa aliar nánari upp-
iýsingar varðandi Sumarháskólann.
Háseti hvarf af Sólborgu er skipið lá
í slipp í Cuxhaven 20. þ. m.
Síðan hefir ekkert til hans spurzt
ísafirði í gær.
Togarinn Sólborg seldi afla
sinn í Cuxhaven þriðjudaginn
20. þ.m. og fór sama dág í
slipp þar í borg. S.l. sunnu-
dag fékk útgerð togarans
skeyti frá umboðsmanni sín-
um í Cuxhaven, þar sem skýrt
var frá því, að eins háset-
anna væri saknað.
Hásetinn, Gunnar Guðnason,
Mánagötu 6, ísafirði, mun ekki
hafa komið um borð i Sólborgu
fró því á þriöjudagskvöld. Gunn-
ar vann að því þennan dag að
koma skipinu í slipp, og um
kvöldið hélt hann ásamt félögum
sínum upp í bæinn. Sást síðast
til hans laust fyrir miðnætti þetta
sama kvöld. Er Sólborg hélt úr
: liöfn í fyrradag, hafði ekkert til
| Gunnars spurzt. Gunnar er . 45
j ára gamall, kvæntur Herdísi Her-
’ mundsdóttur, frá Alcureyri og
eiga þau 6 börn, öll á unga aldri.
G.S.
Ensk stúlka sýnir málverk í Mokka-
kaffi á Skólavörðustig
Þessir þingmenn neituðu að veita
bændum sama rétt og öðrum stéttum
Á fúndi neðri deildar í gær fór
;vo fram atkvgr. um breytingatil-
ögur þær, sem fluttar hafa verið
við niðurfærslufrv. ríkisstjórnar-
■nnar.
Nafnakall yar viðhaft um tvær
till. Skúla Guðmundssonar, sem
getið er að framan, og féllu atkv.
oannig: Já sögðu:
Ásgeir Bjarnason, Eiríkur Þor-
iieinsson, Eysteinn Jónsson. Gísli
3uðmundsson,‘ Halldór E. Sigurðs
•ion, Páll Þorsleinsson, Skúli Guð-
nundsson, Steingrímur Steinþórs-
æn, Sveinbjörn Högnason og
fómas Árnason, eða alls 10.
Nei sögðu: Einar Olgeirsson,
Áki Jakobsson, Benedikt Grön-
ilal, Bjarni Benediktsson, Björn
Ólafsson, Emil Jónsson, Guð-
aiundur f. Giiðmundsson, Gunn-
ar Jóhaunsson, Gylfi Þ. Gísla-
son, Hannibal Valdimarsson,
(ngólfur Jónsson, Jóhann Haf-
stein, Jóu Pálmason, Jón Sig-
urðsson, Karl, Guðjónsson, Kjart
an Jóhannsson, Lúðvík Jósefs-
son, Magnús Jóusson, Ólafur
Björnsson, Ólafur Thors, Pétur
Ottesen, Pétur Pétursson, Ragn-
hildur Helgadóttir. Sigurður
Ágústsson. Alls 24,
Fjarstaddir voru: Ágúst Þor-
valdsson og^ Iíalldór Ásgrímsson
en Tómas Árnason situr á þingi
sem varamaður hans.
Þriðja till. Skúla var samþ.
með 26 atkv.-gegn 4.
Till. fjárhagsnefndar var samþ.
með 25 samhlj. atkv.
Að öðru leyti sátu Framsókn-
armenn hjó við atkvgr.
TilL Alþýðubandalagsins voru
felldar af stjómarliðinu.
Frv. að þessu loknu vísað til
3. umr. með 19 atkv. gegn 5 að
viðhöfðu nafnakalli.
Um þessar mundir sýnir enskl
stúlka, Toni Patten að nafni, ell-
efu málverk i Mokka- og Ex-'
pressokaffi, Skólavörðustíg. Ilafa
þau vakið mikla athygli, enda
sérstæð á ýmsan hátt.
Toni Patten hefir dvalizt hér á'
iandi síðan í sumar. Vann hún
fyrst hjá Fiskiðjuverinu til að afla
sér peninga, en sneri sér síðan
að áhugaefni sínu, málaralistinni.
í vetur hefir hún kannt við Hand-
íða og myndlistarskólann. Fyrir
nokkru síðan birtist hér í blaðinu
einkar skemmtilegt viðtal eftir frú
iSigríði Thorlacíus við listakonuna
og vísast hánar til þess.
Fréttir frá landsbyggðinni
Ógæftir í Bolungavík
Bolungarvík í gær. — Sjósókn
hefur verið erfið síðustu daga, en
bátar fóru þó út bæði í gær og
í dag. Aflinn var 3—4 tn. á hvern.
Stuttróið var enda veður óhag-
stætt. Stormasamf hefur verið frá
því í vikunni sem leið, en framað
því gæftir, og afli mun vera um
90—100 tn. á bát frá því um
nýjár. Blota gerði fyrir 2—3 dög-
Um, en nú hefur 'kólnað og fryst.
Snjólétt er enn og vegasamband
til ísafjarðar, en hefur spillzt sök
um svelLbóistra. Þ.H.
Van fór víða yfir vegi
Hjarðarfelli í gær. — Snjór
hefir verið mjög lítill í vetur og
nú er orðið alautt að kalla eftir
hlákuna. Nokkrir vatnavextir
urðu en ekki til teljandi skaða.
Vatn fór þó allvíða yfir vegi, én
jörð er svo frosin, að það gerði
iítinn usla. GG
Erfi'S færÓ til Húsavíkur
Húsavík í fyrradag. — Nokkur
hláka hefir verið hér síðustu dag
ana en ekki svo aðgerðamikil,
sem skyldi. Snjór hefir minnkað
en er þó allmikill enn hér í döl-
xmurn. Biiar komast þó hingað
bæði vestan úr Kinn og ofan úr
Mývatnssveit, en í gær var bíll
þó átta klukkustundir þaðan, og
sýnir það, hve færðin er erfið
enn. ÞF
GóS færíS yfir
Fagradal
Egilsstöðum í gær. — Hér hefir
verið góð hláka síðustu dagana
og snjór minnkað mjög. Er orðið
vel fært um héraðið. og einnig
yfir Fagradal. Var snjó rutt þar
-af vegi, og er nú gott fyrir flutn-
ingabíla. Vatnsskortur var orðinn
•tilfinnanlegur, en nú hefir úr
honum rætzt. — Þorrablótin
standa nú yfir hér í sveitunum,
og eru þau að verða einu skemmti
samkomurnar, sem haldnar eru ár
lega í hverri syeit, annars oftast
stærri samkomur. fyrir héraðið
allt. Flugsamgöngur hafa verið
reglulegar. ES
Afli tregíast á Sandi
Hellissandi í gær. — Veður hefur
spillzt siðustu daga og má kalla
risjótt. Landlega hefur verið tvo
undanfarna daga. Afli var tregur
í síðustu viku, miðað við það sem
áður var, aðeins 4—10 tn. á bát.
Sex ibátar hafa byrjað róðra, en
von er á einum til viðbótar. Hann
mun veiða í net. Tveir til þrir Fær
eyingar eru væntánlegir hingað á
þessari vertíð og munu þeir koma
með Heidunni. Heldur er lítið um
verkafólk hér, en ekki svo að vand
ræði hljótast af. Vegir hafa verið
sérstaldega góðir í allan vetur og
snjór hefur ekki sézt. ftLP-
Læknislaust á Ströndum
Trékyllisvík í gær. — Tíðarfar
ihefur verið gott, en nokkuð kalt
síðan um áramót. Snjór hefur vér
ið lítill og má heita autt nú enda
brugðið tii sunanáttar og hlýinda.
Iila notaðist að beit fyrripart jan-
úar, en nú er farið áð beita fé
og 'léttir það mjög á gjöfinni. —
Flestir sem að heiman komast,
eru farnir suður til róðra og ann
arra starfa. Ileilsufar hefur verið
gott, enda komið sé vel, því læknis
laust hefur verið siðan í lok sept.
Póstsamgöngur erti strjálar, að-
eins á þriggja vikna fresti.
G.P.V.
Færeyingar til
Ólafsvíkur
Ólafsvík í gær. — Suðvestan rok
var hér í nótt sem leið og bátar
hafa ekki farið út í dag. Gæftir
voru ágætar uandanfarna daga, en
afli tregur. Engin fiskiganga hef-
ur gert vart við sig ennþá, en
vonast er eftir að hún sé á leið-
inni. Von er á 20—30 Færeying-
um hingað til Ólafsvíkur, en und
anfarnar vertíðir hafa þeir verið
80—100. Einnig er von á 5—7
færeyskum stúlkum. í dag barst
skeyti frá nokkriun Færeyingum
sem ekkl kváðust geta komið með
Heklunni. Nóg er af verkafólki
til landvinnu. A.ÍS.