Tíminn - 29.01.1959, Síða 7
TÍMINN, fimmtudaginn 29. janúar 1959.
7
*
Fróðleikur erlendra manna um Island
hefir verið einkennilegur um margt
Eins og frá hefir verið
sagt í blaðinu, hefir íslenzka'
verið tekin upp sem náms-j
grein í norræna lýðháskólan
um í Kungalv í Svíþjóð. Pet-
er Hallberg dósent við
Gautaborgarháskóla kennir
íslenzku við skólann. Nem-
endasamband lýðháskólans
gefur áriega út lítið jólablað,
og í blaðið, sem út kom um
síðustu jól ritar Hallberg
gre,in þá, sem hér fer á eftir.
íslendingar kalla land sitt stund
aim ey.juna hvítu. Nafnið er að
sjálfsögðu dregið af snjó og jökli.
En mér leyfist væntanlega að
feggjá hversdagslegri merkingu í
jþetta skáldlega gælunafn. Við töl-.
um iðulega um hvíta bletti á kort-
ir>u, svæði, sem enn eru ókönnuð
og við vituin lítið um. Og fjrrir
okkur Norðurlandamönnum mörg-1
'um hyerjum er hin hvjta ey.ja ís-
lendinganna nokkurs konar hvít-
ur biettur á kortinu.
Hjalmar Gullberg segir í kvæði,
sem hann birti á stríðsárunum:
Fyrslpángad var Nordens luta
som brast,
nu söker vár hand det förlorade
greppet. j
Þegar ég las þessar ljóðlínur í
fyrsta sJcipti, fannst mcr þær gefa
bæði fagra og rétta mynd af því,'
hvernig styrjöldin hefði rofið
bræðraiag Norðurlanda. En þegar
ég hitti nokkru síðar íslenzka
stúdpnta í Stokkhplmi, varð ég að
femjá mér gagnrý-nni lestur. Einn
þeirra benti á, að Gullberg talar
um fjórstrengjaða lútu. Strengirn-j
ir fjprir hljóta a§ vera Danmörk,
Finnland, Neregur pg Svíþjóð. ís-
Land yar ekki talið raeð' í hópi
hinna ncrrænu bræðraþjóða, —
Aðeins rætt um
reglur á úthafi
Vegoa misskilnings, sem gætt
hefur, og blaðaskrifa út af viðtali
því, sem skipherrann á varðskip-
inu .Þór átti við fréttamann Ríkis
útvarpsms hinn 24. þessa mánað-
ar- viM landhelgisgæzlan taka eft
irfaiándi fram:
Viðræður skipherrans á Þór eg
yfirmanns brezku floíadeildarinn
ar hér við land, áttu sér stað
vegna þess, að fiskiibátar fyrir
Suðausturlandi höfðu kvartað til
varðskipsins um veiðarfæratjón,
sent höfðu orðið fyrir af
völdum brezkra togara, utan fisk-
veiðitakmarkanna.
Til jþess að koma í veg fyrir
veiðárfæratjón hjá íslenzknm
fiskibátum, urðú skipherrarnir
ásáttir um að biþja þá sjómenn,
hvorrar þjóðar fyrir sig, sem
þarna væru áð veiðum að halda
í heiðri þær reglur, sem gilda
'um veiðar á úthafinu.
Samningar voru engir gerðir og
önnpr mál cn þau, sem snertu
áðurnefndar veiðar, utan fiskveiði
takmarkanna, voru ekki rædd.
(Frá landhelgisgæzlunni).
Fundur um Þýzka-
landsmálin
í Washington
NTB—WASHINGTON, 26. jan-
úar . Bandaríska utanríkisráðu-
neylið upplýsti í dag, að haldin
verði ráðstefna fulltrúa vestur-
veldanna og V.-Þýzkalands í Was-
hingtooi í byrjun fehrúar til þess
að ræða svar vesturveldanna til
Sovótrík.janna varðandi alþ.jóðleg-
an fund um málefni Þýzkalands.
í Washington er mikið ræít um
það, að fundurinn muni einnig
fjalla utn Rerlínar-deiluna og sam-
einingu Þýzkalands.
Grein eftir Peter Hallberff, sem birtist í jóla-
blaíi lýðháskólans í Kungálv
PETER HALLB6RG
og hinn ungi íslendingur virtist
telja það alvanalegt. Skáld okkar
hefir áreiðanlega ekki ætlazt til
að mynd hans væri þannig skilin.
Hjalmar Gullberg hefir áreiðan-
lega ekki viljað særa tiifinningar
íslendinga. En hitt er óbreytt eft-
ir sem áður: hann gleymdi fimnvia
strengnum.
Ekki alls fyrir löngu gafst kost-
ur á að hevra íslenzku talaða hór
1 útvarp. Þetta var í keppni milli
tveggja hópa menntaskólanem-
enda og skyldu þeir komast að
því hvaða mál þetta væri. Annar
hópurinn nefndi ungversku, hinn
nýhebresku. °Kannske er ástæðu-
laust að búast við betri árangri.
íslenzka er erfitt mál og flestum
okkar jafnframandi og ungverska
eða hebreska. Engu að síður hefir
þetta óskiljanlega tungumál varð-
veitt upprunaleg norræn einkenni
miklu betur en nokkurt annað
norrænt mál.
Fróðleikur erlendra manna um
ísland hefir írá fornu fari verið
einkennilegur um margt. Furðu-
leg'ar sögur um íslendinga og land
þeirra voru útbreiddar og þeim
var trúað. Blefken hót maður nokk
ur, sem uppi var í lok 16. aldar,
og hann var sórlega laginn að
framleiða slíkar frásagnir. Lærðir
íslendingar, sem unnu föðurlandi
| sínu, börðust gegn Blefken, en
hann reyndist furðu lífseigur. Jafn
vel enn þann dag í dag þegar mað-
ur les fréttaskevtin um landhelgis
í deilu Islendinga og Breta, sem
j birt eru í blöðum okkar, getur
I manni fundist sem andi Blefkens
svífi þar yfir vötnunum. Hinar
stóru fréttastofnanir virðast hafa
tekið í arf það hlulverk hans að
bera á borð fyrir umheiminn f.jar-
stæður um ísland. Og því miður
gleypum við oftast við þessum
fréttum — vegna þess að við vit-
um ekki betur.
En þrátt fyrir allt ættum við
að vita betur. Það er út af fyrir
sig ágætt að Ivfta öðru hvoru sín-
um háa hatti fyrir sögu'eyjunni og
fortjð hennar, Snorra og Eddu.
En það getur öðru hverju sært
nútíma íslending að jafnvel rior-
rænir frændur hans telja land
hans einhvers konar fornleif,'
bautastein yfir fortíðina. Hann
myndi kannske gjarnan vilja
sleppa þessum rómantíska dýrðar-
ljóma, ef aðrir Norðurlandamenn
sýndu í staðinn dálítið meiri skiln
ing á íslandi dagsins í dag. Hin
norræna tilfinning., sú kennd að
Norðurlönd ‘heyri saman, slendur
djúpum rótum meðal íslending'a.
En það kemur fvrir að þeir finna
ekki svar við þessum tilfinningum
handan um hafið.
Almenningur á íslandi veit
márgt um líf og hætti okkar, sem
i Skandinaviu búum. En okkar
eigin fréttaþjónusta frá íslandi er
yfirborðsleg, stopul og samhengis-
laus. Öðru hvoru skreppur einhver
blaðamaður þangað til þess eins
að uppgötva og segja frá nákvjem-
lega sömu hlutum og aðrir starfs-
bræður hans á undan honum: þar
eru hverir, bananar í gróðurhús-
um, hraun, lúxushjlar, fallegar
stúlkur. Ferðamenn heimsækja
Geysi, Þingvelli og Gullfoss. En
norræn blöð og almenningur á
Norðurlöndum aétti einnig að
kosta kapps um að kynnast ís-
lenzku þjóðinni í blíðu og striðu.
Við ættum að reyna að kynnast
því hvernig tslendingar líta á
sjálfa sig og umheiminn, Við ætt-
um að kynna okkur vandamál
þeirra nú á ctögum, með gaum-
gæfni og hleypidómalaust án þess
að láta arflaka Blefkens villa okk
ur sýn. Við ættum að kynnast
framtíðardraumum þeirra.
; Þá fyrst geta vonir staðið til
að eyjan hvíta hætti að vera hvít-
ur flekkur á korti okkar yfir
Norðuríönd.
Kafli úr bréfi:
— Jólaboðskapur að
Þau tíðindi urðu kunn í byrjun
jólaföstu, að oddvitar tveggja eða
þriggja þingflokka hefðu samið
um það sín í milli, að breyta skyldi
stjórnarskrá íslandinga í fjórða
sinn á einum aldarfjörðungi. Nú
er það'að vísu svo, að siðasta ára-
tuginn hefir mikið verið rætt og
ritað um endurskoðun stjórnar-
skrárinnar. Milliþ.nefnd mun hafa
oftar en einu sinni verið falin
slík endurskoðun, og ríkisstjórnir
hafa haft hana á slefunsferá sinni.
Það þarf þvi út af fyrir sig ekki
að vekja undrun með þjóðinni,
þótt það herist nú út um landið,
að st.jórnarskrárbreyting sc á
ferðinni. En efni þeirrar breytinga
ar sem nú hefir verið boðuð, mun.
koma mörgum á óvart. Afleiðing-
ar þ.eirra, ef að lögum verða, sér
enginn fyrir nema að nokkru leyli,
og vera má að þeim, sem. hér eiga
hlut að máli, sé ekki öllum Ijóst,
hvað hér er í raun og veru um
að ræða.
Breytingar þær, sem um hefir
verið samið, eru þessar í megin-
atriðum:
1. Alþingismönnum verði fjölg-
að úr 52 í 60, og þingmannalala
fjölmennra byggða þar með auk-
in.
2. ÖIl núverandi kjördæmi utan
Reykjavíkur verði lögð niður.
Þessi kjördæmi eu nú 27 að tölu.
í þeirra stað verði tekin upp sjö
stór kjördæmi með hlutfallskosn-
ingu.
Fyrra atriðið, fjölgun þing-
■ manna, skal ekki gert að umtals-
j efni að þessu sinni. Þar er, þótt'
\Tnsum muni þykja sú fjölgun
! nokkuð rífleg, um að ræða sömu
þróuri og átt hefir sér stað áður.
Þegar fjölgað hefir verið fulltrú-
um Reykjavíkur eða tekið upp
nýtt kjördæmi, hefir það jafngn
haft í för með sér fjölgun þing-
manna í heild.
Unt hitt atriðið, að leggja nið-
ur öll kjördæmi utan Reykjavík-
ur, gegtiir allt öðru máli, þar er
um að ræða gerbreytingu, röskun
á grundvelli löggjafarþingsins og
afnám hefðbundins réttar, sem hin
1 fornu héruð og hinir eldri kaup-
staðir hafa notið til þessa dags og
talið sig eiga.
Á-rið 1931 var orðið samkomu-
lag um það milli þáverandi forustu
rnanna Alþýðuflokksins og Sjálf-
slæðisflokksins, að leggja niður
öll kjördæmi landsins, utan
Iteykjavíkur.
Sú ráðagerð var þá ekki í há-
mælum höfð af þöim, sem að
henni stóðu. En af þeirra hálfu
var borið fram á Alþingi frumvarp
uni stjórnarskrárbreytingu, þar
sem lagt. var til að þáverandi á-
kvæði 26. gr. stjórnarskrárinnar
um „óhlutbundar koshingar“ 34
þingmanna í sérstökum kjördæm-
um skyldi fellt niður. Fjöidi og
stærð kjördæmanna var þá ekki á-
kveðin í stjórnarskránni, og hefði
frumvarpið verið samþykkt, væri
eftir á opin leið til að breyta kjör-
dæmaskipaninni með einföldum
lögum án Alþingiskosninga. Á hak
við tjöldin var búið að semja um
breytinguna, og var ætlunin, eins
og nú, að skipta landinu í fá stór
kjördæmi. Eins og kunnugt er, fór
ráðagerð þessi út um þúfur, fyrir
atbeina Framsóknarflokksins. Al-
þingi var rofið áður en frúmvarp
ið næði samþykki.
í Tímanum 2. maí 1931, skýrði
þáverandi forsætisráðh., Tryggvi
Þórhallsson, frá vitneskju þeirri,
er honum hafði horizt um „leyni-
samninginn“ og efni hans. Þessi
frásögn Tr. Þ. hlaut fulla staðfest-
ingu tveim árum síðar í þingræðu,
er einn aðalforsjármaður sam-
komulagsins flutti á Alþingi.
1 kringum 1931 hlaut Framsókn-
arflokkurinn meirihluta á Alþingi,
, og var hin fyrirhugaða stjórnar-
| skrárbreyting þá úr sögunni í það
sinn. Samkomulag tókst um fjölg-
nn þingmanna, og rétt flofeka til
uppbótasæta, en jafnframt voru
nöfri kjördæmanna og þingmanna-
! tala hvers þeirra tekin inn í
stjórnarskrána, og hafa verið þar
síðan.
Ekki veður sagt að stjórnarskrár
breyting sú, sem gerð var árið
1942, hefði ekki haft í för með sér
röskun á kjördæmaskipa unni. Að
vísu var bætt við einu kjördæmi,
sunnan —
Siglufjarðarkaupstað, og mátti
telja, að þar væri um eðlilega þró
un að ræða. Þingmönnum Reykja-
víkur var fjölgað um tvo, og urðu
átta. Meginbreytingin 1942 var i
því fólgin, að tekin var upp hlut-
fallskosning í tvímennmgskjör-
dæmum. Fyrir þeirri kosningarað-
ferð (að t, d. 501 kjósandi hafi
sama rétt og 1000 kjósendur í
sama kjördæmi), frá almennu
sjónariniði, eru lítil rök, og skal
ekki nánar um það rælt hér.
Það var á almanna vitorði, enda
viðurkennt, að hlutfallskosningin
í tvímenningskjördæmunum liefði
verið leidd í lög til þess að fækka
þeim þingmönnum á Alþingi, sem
fylgdu Framsóknarflokknum að
málum, en svo stóð á, að breyting-
in var gerð, að allir þingmenn tví-
menningskjörclæmanna voru í
þeim flokki. — Þá og endranær
hefir af mörgum andstæðingum
flokksins verið um þessi mál rætt
eins og kjördæmaskipan landsins
— sem hyggð er á sögulegum
grundvélli — væri hans verk! Um
þá firru þárf ekki að ræða. Hitt
er rétt, að meirihluti af sýslum og
kaupstöðum landsins hefir hvað
eftir annað kosið Framsóknar-
menn á þing. En sennilega sann-
færst menn um það fyrr eða síðar,
að erfitt sé að eyða fylgi Fram-
sóknarflokksins á þennan hátt.
Framsóknarflokkurinn mun ekki
tapa fylgi hjá þjóðinni, þótt sú
breyting verði gerð á kjördæma-
skipuninni, sem fyrirhugað var á
því herrans ári 1958, jafnvel þótt
Framsóknarmönnum á Alþingi
kunni að fækka eitthvað litilshátt-
ar í bili. Einhverjum kann að finn
ast fátt um „réttlætis“-hugsjónina,
þegar. litið er á ti'lganginn.
En það er illt verk og vanhugs-
að að svipta sýslur og kaupstaði
gömlum og hefðbundnum rélti til
að eiga fulltrúa á Alþingi. Sú ráð
■stöfun mún verða þessum hyggðar
lögum til tjóns á margan hátt. Hún
mun heldur ekki verða til góðs
fyrir höfuðstaðinn, eða þjóðina í
heild.
Útnesjamaður.
Á víðavangi
Dagur segir svo um samstarfsliS
fyrrverandi stjórrarflokka:
„LeitaSu ekki
samkomulags.
Svo hörtnulega hefir til tek-
izt, að' Alþýðuflokkurinn hefur'
rofið ábyrga samstöðu við Fram-
sóknarnienn uni lausn efnahags-
málanna og áfrainhaldamii
samfylkingu frjálslyndra fé-
lagshyggjumanna, en gengur á
inála hjá Sjálfstæðisritönnuin 1.1
þess að franikvæma þau verk,
seni þjóðarnauðsyn krefiit-.ið bíði
betri tíma, eftir nægilegan uiul-
iibúning og umhugsún. — Það
verður jafnframt að teljást £
nieira lagi undarleg fránvkóo.
al samstarfsflokki að rjúla sa n-
starfið fyrirvaralaust, án þcss a'ð
leita >anikomulags um inikilvæg
mál, sem þurfti að vanda til. Ln
þannig liegðaði Alþýðuflokkur-
inn sér, er háiui raúf úmbóta-
bandalagið um síðustu jól, því áð
hann gerði enga tilraun til þéfes
að koma af stað sérstökum við-
ræðum við Fmmsóknarmenn um
væntanlegar lagfæringar á kosíi-
ingafyrirkomulagfnu, heldur beit
orðalaust á það agn, sem íhaldið
hafði krækt á öngul sinn! —
Alþýðuflokksmenn hafa alla tíð'
vitað, að Framsóknarménn eru
í mörgurn atriðum andvígir nú-
verandi kosningafyrirkomulagi,
enda voru gildandi ÍÖS sett
á sínum tínvi gegn andstöðu
Framsóknarflokksins.
Framsóknarmenn
til viðtals
Því fer víðs fjarri, að Fram-
sóknarmenn séu ekki til yiðtals
um breytingar á þessum inálum.
eftir gaumgæfilega athúgun og
viðræður milli flokkanna. Til.
þess var beinlínis ætlazt í stjórn-
arsáttmálanum frá 1956, að kjör-
dæmamálið yrði tekið til endur,-
skoðunar á stjórnartíma fráfar-
andi stjórnar. Önnur mál voru
þó ja/nan talin sitja í fyrirrúmi.
og þess vegna var kjördæmamál-
inu lítið hreyft í fyrst áförigum
stjórnarsamslarfsins.
Framleiðslumálin fyrst
Framleiðsluinálin til lands og
sjávar hlutu að skipa hinn æðra
sess, ásamt margs konar öðrum
Iagasetningum, sem ekki þoldu
bið. Enda tókst fráfarandi ríkis-
stjórn að sigla ínörguni fram-
faramálum lieilum í höfn, þótt
svo illa liafi til tekizl, að ósættari
legur ágreiningur við Alþýðu-
bandalagið urn viss atriði efna-
hagsmálanna hafi að lokum leitt
til óvæntra stjórnarslita, áður cu
viðræður um kjördæmamálið
höfðu leitt til niðurstöðu, er allir
fyrrverandi stjórnarflpkkar gætu
sætt sig viö.
Veik stjórn
Mörgum mún hafa þótt allmik
ils hraða í sambandi við stjórn-
armyndun Alþýðuflokksins.
Stjórn þessi er yfirburðá veik og
situr algerlega í skjóli annars
stjórnmálaflokks, ef; til þcss.
kæmi, að á han.i yrði, borið van-
traust. Til þess að komá frani
venjulegum þingmálúm á stjóm
þessi ekki aðeins undir liögg að
saikja hjá verndarflokki sínum.
heldur á hún um þáð állt sitt
undir því, að menn .úr þriðja
flokknum Iilaupi undii: bagga
með henni. Þegai- aí þessari
ástæðu var það óheppilegt, að
Alþýðuflokkurinn myndaði
stjórn þá, er nú sitúr. Hún ér
fyrirfram of veik til þeSs að get«
komið fram nauðsynlegum mál-
um. Eins og ho fði, var þvi vit-
urlegast að freista þess að rnynda
stjórn allra fiokka, úr því ,ið ann-
að hafði brugðizt, áður en tii
þess kæmi að mynduð' yrði
minnihlutastjórn, seni ætti næsta
lítið fylgi meðal þingmanná.
Minnihlutastjórn er ávallt neyð-
arúrræði, sem ekki er gripið tii.
fyrr en allar leiðir cru lokaðar
til myndunar raunverulegrar
þingræðisstjórn/ir.
HEKJÓLFUK.