Tíminn - 10.02.1959, Qupperneq 6
6
T í M I N N, þriðjudaginn 10. fcbniar 1959.
■7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948
Einbeitnin ber árangur
UPPGJÖF brezku stjórnar-
innar í Valafellsmálinu, er
glög-gt dæmi þess, að einbeitt
framkoma íslendinga er væn
leg til áxangurs. Brezku her-
skipin hindruðu töku togar-
aixs snemma sunnudagsmorg
■un, en lofuðu jafnframt að
Jeita strax nánara fyrirmæla
stjórnarvalda í London.
Sunnudagurinn leið þó svo,
að engin fyrirmæli, bárust
þaðan, og mánudagurinn
einnig. Af þeim ástæðum var
lagt til-hér í blaðinu á þriðju
dagsmorgun, að Alþingi og
ríkisstjórn létu málið sköru-
lega, til sín taka. Umræður
fóru svo fram um málið á
Alþingi eftir hádegi á þriðju
daginn og kom glöggt fram.
að gripið myndi tii nýrra rót
tækra aðgerða, ef Bretar létu
ekki togarann lausan. Árang
ur þessa kom strax i ljós dag-
inn eftir, en þá ákváðu
brezk stjórnarvöld að hindra
ekki lengur töku togarans.
ATBURÐUR þessi sýnir í
fyrsta lagi, að brezk stjórnar
völd eru síður en svo að baki
dottin í þeirri iðju að beita
íslendinga ofbeldi. Þess
vegna eni brezk herskip lát-
in hindra töku togarans í
þrjá sólarhringa. í öðru lagi
sýnir svo þessi atburður, að
brezk stjórnarvöld telja
hyggilegast að láta undan
síga, þegar vænta má harðr-
ar mótspyrnu af hálfu íslend
inga, eins og t. d., að stjórn
málasambandi landanna
verði slitið eða ofbeldið kært
fyrir öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna. Eitthvað slíkt
hefði orðið óhjákvæmileg af
leiðing þess, ef Bretar hefðu
ekki tekið þann kost, sem
þeir völdu aö lokum.
ÞAÐ, sem hér hefur gerzt,
styrkir vissulega þá skoðun,
að Bretar hafi ráðist í ofbeld-
isaðgerðirnar gegn íslending
umí trausti þess, að íslending
ar væru klofnir í málinu og
myndu því láta undan síga,
ef þeir mættu harðri mót-
spymu. Ef Bretar hefðu bú-
ist við fullri samstöðiÞ og
einbeitni íslendinga, hefðu
þeir sennilega látið strax
undan síga, eins og þegar
þeir þeir mættu einbeitninni
í Valafellsmálinu. Þeir virð-
ast hins vegar alltaf hafa
búist við sundrungu íslend-
inga, og gægist þetta nú enn
fram í enskum blöðum eftir
stjórnarskiptin.
Af framangreindum ástæð
um er nauðsynlegt að taka
hér af skarið í eitt skipti fyr
ir öll. Alþingi þarf að lýsa
því yfir skýrt og skörulega,
að ekki veröi vikið um hárs-
breidd til takmörkunar á tólf
mílna fiskveiðilandhelginni.
Frá þvi marki verði ekki
kvikað, hvort heldur sem
beitt er hótunum, bliömæl-
um eða lánveitingum. Slik
viljayfirlýsing Alþingis
myndi í eitt skipti fyrir öll
eyða þeirri skaðlegu ósk-
hyggju, að hðegt sé að neyða
íslenöinga til einhvers af-
sláttar í þessu máli.
Því fyrr, sem Bretum verð
ur gert ljóst, að íslendingar
verða ekki kúgáðir til neins
undanhalds, því fyrr eru þeir
líklegir til að átta sig og
taka skynsamfega afstöðu til
málsins.
VITANLEGA er það svo
einnig rétt, sem oft hefur
verið sagt hér í blaðinu, aö
í máli sem þessu ber að sýna
fulla aðgætni. Það hefur líka
verið gert. Bretar hafa fengið
mjög rúman tíma til að
hætta ofbeldinu, án þess að
það væri sérstaklega kært.
En aðgætnin ein er ekki nægi
leg, ef fullur sigur á að vinn
ast. Það þarf einbeitni sam-
fara aðgætni. Þá einbeitni
þarf Alþingi nú að sýna með
skeleggri yfirlýsingu í mál-
inu. Fari svo ólíklega, að
Bretar dragi ekki réttar á-
lyktanir af henni, heldur
þverkallast enn meira, hafa
íslendingar fleiri leiki á hend
inni. Það er bezt að gera öll-
um það ljóst í tíma. Og áreið
anlega finnst mörgum fleir-
um en útgerðarmönnum og
skipstjórum á Akranesi, held
ur lítið til um vernd Banda
rikjanna, ef Bretar fá lengi
aö beita íslendinga ofbeldi,
án þess að Bandaríkjastjórn
virðist nokkuð hafa við það
að athuga.
„Það skal sterk rök til“
ÞAÐ er vissulega rétt,
sem Ásgeir Ásgeirsson sagði
á Alþingi 1933, að það skal
sterk rök til, ef leggja á sýsl-
urnar niður sem sérstök kjör
dæmi, þar sem það fyrir-
komulag tryggir bæði héruð-
unum öruggari málsvara en
elia og er þýðingarmikil
hemill á flokkavaldið, er
miklu síður getur þá haft
framboðin alveg í hendi
sinní.
Þau sterku rök, sem þarf
fyrir slíkri breytingu, hafa
vissulega enn ekki verið lögð
fram. Því fer t.d. fjarri, að
þetta verði rökstutt með því,
að ekki sé með öðru móti
hægt að tryggja þéttbýlinu
réttmæta þingmannatölu. —
Það er alveg eins hægt, þótt
sýslukjördæmin og kaup-
staðakjördæmin haldi sér.
Afstaða þeirra, sem vilja
leggja þessi kjördæmi niður,
byggist á allt öðru en sterk-
um rökum. Afstaða þeirra
byggist fyrst og fremst á því,
að þeir vilja draga enn meira
úr valdi héraðanna en fylgir
fjölgun þingmanna í þéttbýl
inu. Þeir vita, að sýslukjör-
dæmakjörnir þingmenn eru
héruðunum öruggari fulltrú-
ar en landskjörnir eða stór-
kjördæmakjörnir þingmenn,
eins og Ásgeír Ásgeirsson
ERLENT YFIRLIT:
Ófriðarhættan vegna Berlínar
Dulles reyndi að samræma afstöðu vesturveldanna í Evrópuför sinni
JOHN FOSTEK DULLES er nú
kominn hcim úr skyndiför sinni
til Evrópu, er farin var í þeim
tilgangi að ræ'ða við stjórnir Bret-
lands, Frakklands og Vestur-
Þýzkalands um Þýzkalandsmálin
. og þó Berlínarmálið alveg sérstak-
; lega. Tilefni farar Dullesar voru
tvær orðsendingar Rússa, sem
Vesturveldin þurfa að taka afstöðu
! til. Önnur fjaliar um það, að Rúss-
ar muni afhenda Austur-Þýzka-
landi eftirlit það, sem þeir hafa
nú með flulningaleiðum til Vestur
Berlínar, ekki síðar en 27. maí
næstkomandi, ef ekki verði komið
á nýtt samkomulag um framtíð
! Berlínar fyrir þann tíma. Hin orð-
! sendingin fjallar um, að kvödd
j verði saman ráðstefna 28 ríkja
j til að ræða um friðarsamninga við
Þýzkaland og taki Vestur-Þýzka-
land og Aus-tur-Þýzkaland þátt í
þeim, sem jafn réttháir aðilar.
Ef vesturveldin fylgdu áfram
óbreyttri stefnu í máium Þýzka-
lands, væri vandalaust fyrir þau
að svara þessum orðsendingum.
Þau myndu þá hiklaust neita að
viðurkenna, að Austur-Þjóðverjar
fengju yfirráð yfir flutningaleið-
unum til Vestur-Berlínar, og jafn-
framt hafna öiktm viðræðum um
friðarsamninga við Þýzkaland
þangað til lajidfð hefði verið sam-
einað á grundvelli frjálsrar kosn-
I inga og ein ríkisstjórn gæti þann
; ig komið fram fjTÍr hönd þess.
. Þessi hefir verið hin yfirlýsta
stefna veslurvældanna hingað til.
MÁLIÐ er nú hins vegar ekki
lengur svo einfalt, að sljórnir
vesturveldanna geti svarað á þenn
an veg. Demokralar í Bandaríkj-
unum, jafnaðarmenn í Bretlandi
og jafnaðarmenn. í Vestur-Þýzka-
landi beita sér nú mjög fyrir því,
að vesturveldin breyli um stefnu
og starfsaðferðir í málum Þýzka-
lands, því að núverandi stefna
þeirra sé orðin úrelt. Þau verði
að taka upp nýja stefnu, er beri
vott um meiri samkomulagsvilja
og sanngirni, án þess þó að láta
óeðlilega unda.n Rússum. Vel megi
svo fara, að Rússar fáist samt ekki
til samkomulags, en með þessu
hafi þá áunnizt, að sýnt sé svart
á hvítu, að j>eir fftanda í vegi þess,
að lausn fáist. Með því nái vestur-
veldin frumkvæðinu í þessum mál
um, er Rússar séu búnir að hafa
alltof lengi.
Þessi stefna, sem cr borin uppi
af demokrötum í Bandaríkjunum,
hefir nú orðfð svo mikið fylgi
vestra, að Dulles hefir lalið rétt
að ganga nokkuð til móts við hana.
Macmillan telur einnig nauðsyn-
legt að gera það vegna þingkosn-
inganna, sem eru framundan í
Bretlandi. Stjórnir Veslur-Þýzka-
lands og Frakldands virðast hins
vegar halda sér enn nokkuð fast
við gömlu stefnuna.
TILGANGURINN rne'ð Evrópu-
DE GAULLE
— hann er jafnvel talinn tregari til
þess en Adenauer, að koma nokkuð
til móts við Hússa.
þær nánar, yrði kallaður saman
fundur utanríkisráðherra Banda-
rikjanna, Bretlands, Frakklands
og Vestur-Þýzkalands, þar sem
i-eynt yrði að ná fullri samstö'ðu
þessara ríkja um nýtt tilboð til
Rússa.
Enn er ekki vitað með ncinni
vissu um, hvaða tillögur Dulles
hefir einkum reifað í þessum við-
ræðum. Víst þykir, að hann hafi
lagt til, að ekki yrði rætt við
Rússa um BerlínarmáJið eitt, held-
ur um Þýzkalandsmálin í heild. Þá
þykir líklegt, að hann hafi lagt
til, að vesturveldin lýstu sig fús
til að athuga fl'eiri lei'ðir en eina
til að sameina Þýzkaland, og féllu
með því frá því skilyrði sinu, að
sameiningin yrði hafin með því
að láta fara fram frjálsar kosning
ar i öllu landinu. Það skilyrði
geta Rússar af skiljanlegum ástæð
um illa sætt sig við, því að það
væri sama fyrir þá og að gefa
upp A-Þýzkal. Hins vegar er tal-
ið vafasamt, að Dulles háfi hreyft
nokkuð tillögum um afvopnað
belti í Evrópu, en sú hugmynd
nýtur vaxandi fylgis demokrata
í Bandaríkjunum og jafnaðar-
manna í Bretlandi og Vestur-
Þýzkalandi.
Eullvíst þykir, að Dulles hafi
lagt til, að vesturveldin beittu sér
fyrir því, að haldinn yrði utan-
ríkisráðherrafundur Bandarikj-
anna, Bretlands, Frakklands og
Sovétrikjanna, til að ræða um
Þýzkalandsmálin og yrði sá fund
ur haldinn fljótlega eftir fyrirhug
aðan fund utanríkisráðherra vest-
urveldanna.
ÞÁ ER talið að Dulles hafi
mjög rætt um það í ferð sinni,
hvað gera skuli, ef ekkert sam-
komulag verður orðið um Berlín
milli vesturveldanna og Rússa fyr
ir 27; maí, og Rússar framkvæmi
ílutnir.galeiðum til Berlínar, Ame-
rískir hershafðingjar munu helzt
hafa lagt t':I. að vasturveldin brytu
sé: þá leið t:l Berllnar tr,eð her-
valdi í trausti þess, að Rússar
létu það afskiptalaust. Óliklegt er
þó, að Rússar létu það afskipta-
laust, og er þessi till. amerísku
hershöfðingjanná því furðulega ó-
gætileg. Aðrar tillögur ihafa hins
vegar komið fram um það, að
vesturveldin létu það gotf heita,
þótt Austu.-Þjóðverjar stimpluðu
vegabréfin í ?:að Rússa, ef þeir
hindruðu ekki flutnlngana. Þetta
yrði þá aðeins túlkað þanr.ig, að
þeir væru taldir gera þetta i um-
boði Rússa. Vestur-þýzka stjórn-
in og franska stjórnin muuu þó
vera ófáanlegar til að sætita;sig
við þetta, þar sem þetta megi trclja
óbeina viðurkenningu á aus,tur-
þýzku stjórnirtni. Sú íneðulleið
virðist því vera að vinna fylgi, að
vesturveldin svaxi með því að cnd
urnýja loftbnina frá 1949. þ.e.
láti alla flutrtinga til VestunBerlín
ar fara þangað loftleiðis, ef Rúss-
ar afhenda Austur-Þjóðverjum.eft-
irlitið með fhttningaleiðu-ttum.- —
Geri Austur-Þ.ióðverjar hins veg-
ar tilraun til að hindra lóftflutn-
ingana, verði hart látiff rnæta
hörðu. '
ENN verður að sjálfsögðti ekk-
ert sagt .um það, hvernig Rússar
,svara væntanlegri tillögu vestur-
veldanna um utanríkisráðherra-
fund Sovétríkjanna, Bandaríkj-
anna, Breílands og Frakklahds til
þess að ræða um Þýzkalandsmál-
in. Fyrir Rússum virðist helzt
vaka að fá fund æðslu manna
fjórveldanna um málið. Ef til vill
gera þeir það því að skily.'ði fyrir
þátttöku í utanrikisráðherrafundi,
að hann v-erði fyrst og fremst
haldinn til að undirbúa fund
æðstu manna. Vegna ágrein-
ings um dagskrá slíks utanrikis-
ráðherrafund.iT, varð ekkert
úr honuhi í fyrravor. Vei getur
svo farið að eins fari nú. Vissu-
lega væri illt til þess að vita, ef
nauðsynleg samtöl rnilli ráða-
manna vesturs og austurs, strönd
uðu á kergju og formsatriðum
beggja, eins og þá álti sér slað.
Enn verra væri þó, ef þetta kynni
jafnvel að leiða til nýrrar fityrj-
aldar. Rússar verða að gera sér
ljóst, að vesturveldin geta ékki
fallizt á neitt, sem raunverulega
veikir stöðu þeirra í Vestur-Berlín
eða eykur líkurnar fyrir því, að
Vestur-Berlin verði innli-inúð í
Austur-Þýzkaland. Vesturveltiin
verða hins vegar að gæta þess, að
sé hér aðeins um það forms-
atriði að ræða, hverjir stimpla
vegabréf, þá má ekki ágreiningur
um það leiða t.il áfaka, er gætu
tendrað ófriðarbál í Evrópu. í því
sambandi má minna á, að niörg
Vestur-Evrópu-ríkin hafa gert við
skiptasamninga við Austur-Þý-zka-
land, án þess að í því felist nokk-
för Dullesar var að reyna að und-
irbúa fulla sainstöðu vesturveld-
anna um nýtt tilboð til Rússa í
Þýzkalandsmálunum. Dulles mun
ekki á þessu stigi hafa lagt fram
neinar ákveðnar tillögur, heldur
rætt ýmsar hugmyndir, sem tekn
ar yrðu til athugunar. Eftir að rík
: isstjórnirnar hefðu svo íhugað
þá hótun sína um að afhenda ur viðurkenning á stjórn þess.
Austur-Þýzkalandi eftirlitið með Þ. Þ.
Styrkir úr Vísindasjóði auglýstir laus
ir til umsóknar í annað sinn
bendir réttilega á. Þeir síðar
nefndu eru líklegri til að
fallast á hina nýju fjárfest-
ingarstefnu, sem vakir fyrir
núv. stjórnarflokkum og fólg
in er í því að skera niður
framkvæmdir í þéttbýlinu.
Þessi rök þykja hins vegar
ekki svo sterk, að þeim sé
flaggað opinberlega. Því er
annað talið til. En íbúar hér
aðanna og aðrir þeir, sem
vilja jafnvægi í byggð lands-
ins, mega ekki láta það villa
sér sýn.
Vísindasjóður hefir aúg-
lýst styrki lausa til umsókn-
ar í annað sinn. Við fyrstu
úthlutun, er fram fór í fyrra
sumar, veitti önnur deild
sjóðsins, raunvísindadeild,
styrki samtals að upphæð
500 þús. kr., en hin deildin,
hugvísindadeild, veitti 200
þús. kr.
Hlutverk visindasjóðs er að cfla
íslenzkar vísindarannsóknir, og í
þeim tilgangi styrkir hann ein-
staklinga og vísindastofnanir
vegna tiltekinna ’ rannsóknarverk
efna, kandidata til vísindalegs sér
náms og þjálfunar og rannsóknar
stofnanir til kaupa á tækjum, rit
um eða til greiðslu'á öðrum kostn
aði í sambandi við starfsemi, er
sjóðurinn styrkir.
í ár þurfa umsóknir um styrki
að hafa borízt fyrir 20. marz n. k.
til þess að umsækjendur korai til
greina við þessa úthlutun. Sér-
stök eyðublöð undir umsóknir
verður hægt að fá fajá deildaritur
m er veita allar nánari upplýs-
ingar, ennfremur á skrifstofu Há-
skóla tslands og hjá sendiráðum
íslands érlendis. Deildarritarar
eru fyrir raunvlsindadeild Guð
mundur Arnlaugsson, en fyrir hug
vísindadeild Bjarni Vilhjálmsson.