Tíminn - 20.02.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.02.1959, Blaðsíða 7
T í M I N N, föstudaginn 20. febrúar 1959. 7 Saga framkvæmdanna á Seyðisfirði SeyðisfjörSur og Seyðfirðingar að ógleymdum undirrituðum, hafa ■verið mjög á dagskrá að undan- förnu. Mun þar mestu urn valda, að höfuðatvinnuvegir kaupstaðar- húa eru í miklum fjárhagsörðug- leikum, eins og oftar. Ég hefi ekki hirt um að eltast við að svara þessu, þar til nú. Stafar það einkum af þvi, að miklar annir hafa kaliað, vegna tilraur.a til að leysa úr vandræðunum, og svo hitt .að margt af því, sem skrifað er, tel ég vart svaravert. Ég tel, að brýna nauðsyn beri þó til að skýrsla um fjárfestingu og framkvæmdir á Seyðisfirði s.l. íf ár komi fvrir almannasjónir, og á þá að vera auðvelt fvrir þá, er vilja kynna sér málið, að leggja á það dóm. Hins vegar mun ég leitast við að blanda setn minnst jnn í þessa skýrslu hleypidómum þeim og illgirnisskrifum, er ein- kennt hafa skrif nokkurra blaða, er um þessi mál hafa skrifað að undanförnu. Ekki cr þó hægt að komast hjá því að svara nokkrum al' öfgafyllstu ósannindunum. í skrifum þessum hefir það m.a. komið fram, að búið sé að éyða fjórum milljónatugum til þess að fryggja mér þingsæti á Seyðis- firði. Verður það m.a. rakið hér á eftir, hvað hæft er í slíkum staðhæfingum. Áður en vikið er að þcssum málum, þj'kir rétt að beitdja á það, að fyrir síðari heimsstyrjöld- •ina var útgerð og fiskverkun aðal- atvinnuvegur Seyðfirðinga. Þá var (haldiö út frá Seyðisfirði myndar- legum flota vélbáta, og þó að út- gerðin. gengi oft á tíðum erfið- lega, þá má fullyrða, að almennt var atvinnuástandið ekki verra en gerðist. Fljótlega eftir að ísland var herriumið, se'tti brezki flotinn upp stóra flotabækistöð á Seyð isfirði og mun það um árabil ihafa verið, ásamt Hvalfirði, aðal- aðsetur flota Bandamanna í N.- Atlantshafi. Fylgdist það þá að, að vel borguð landvinna keppti við útgerðina um vinnuaflið, og svo hitt, er olli algjörum þátta^ iskilunt í atvinnusögu þeirra, er fjörðinn byggjá, að Bandamenn lokuðu innsiglingunni í fjörðinn og gerðu þar með útgerð þaðan nær ókleifa. Enda hélzt það í ihendur, að þegar að hernáminu lauk, var öll útgerð Seyðfirðinga komin í rústir. Meðan aðrir staðir, sem byggðu afkomu sína á útgerð lifðu sitt blómaskeið, blæddi ut- gerð Seyðfirðinga út. Aðrir, er byggðu afkomu sína á útgerð, kepptust við að festa gróða styrj- aldaráranna í uppbyggingu vinnslustöðva og fiskiskipa. Þeir, sem við útgerð fengust á Seyðis- firði, voru svo lamaðir eftir þau áföll, er þeir höfðu orðið fyrir, áð þar varð ekki af uppbyggingu. Til bæjarins var að vísu kcypt- ur togari og 2 tvokallaðir Svíþjóð- arbátar, en öll uppbygging í landi fórst fyrir, þannig að þessi mikilvirku framleiðslutæki komu bæjarbúum ekki nema að sára- litlu gagni á móts við það, ef að- staða befði verið til staðar til að tnýta afla þeirra. 1. milljónatugurinn Eins og að líkuin lætur, þá voru uppi háværar raddir á Seyð- isfii'ði um að við svo búið mætti ekki standa. Ég hygg, að í fyrstu Ihafi það verið ætlunin, að cig- endur Síldarbræðslunnar h.f. leystu þe.nnan vanda með því að stækka og endurbyggja lítið frysti (hús, er fyrirtækið átti. Held ég, að mér sé óhætt að fullyrða, að það hafi verið komið á góðan rek- spöl, en framkvæmdir strandað á fjárhagslegu getuleysi þess fyrir- tækis. — Þegar hér var komið sögu, var atvinnuástandið orðið þannig', að annað hvort var að gera aS hrökkva eða stökkva. Sjá- anlegt var, að bærinn var að leggj Eftir Rjörgvin Jónsson, alþingismann ast í auðn. Víst er um það, að allir flokkar í stiórn kaupstaðar- ins tóku þá höndum saman og á- kváðu, að bærinn yrði að hrinda byggingu fiskiðjuvers í fram- kvæmd. Sendi bæjarstjórnin full- tiúa frá öllum flokkum til Reykja víkur til að vinna að framkvæmd málsins, ásamt þingmanni kaup- staðarins, Lárusi Jóhannes'Sýni. — •Mér er ekki kunnugt til hlítar um undirtektir þær, er nefndin fékk hér syðra, en víst er um það, að upp úr þessu hefst bygging Fisk- iðjuvers’.ns. Gísla Hermannssyni verkfræðingi, tæknilegum fulllrúa Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús- anna, var falið í samráði við nefndina að teikna húsið og á- kveða stærð þess og afkastamögu- leika. I-Iér er þá komið að fyrsta kapít- ulanum í mtlljónatuga atkvæða- kaupum mínum, Sambands ísl. samvinnufélaga og Framsóknar- og Alþýðuflokksins í sambandi við Seyðisfjörð. — Hitt gleymist að vísu, að verkið er ákveðið og bygging hafin, áður en undirrit- aður hafði litið Seyðisfjörð aug- um. Eins og að framan greinir, var Gísli Hermannsson ráðunautur Seyðfirðinga um þessa fram- kvæmd fyrstu árin og teiknaði húsið, síðari hluta byggingartím- ans var Þóroddur Th. Sigurðsson verkfræðingur, nú vatnsveitustj. í iReykjavík, tækmilegur ráðunatit- ur byggingarncfndarinnar. Sér- stök nefnd sá um byggingu húss- ins frá upphafi. Fyrst var það at- vinnumálanefnd bæjarstjórnar, en í henni hygg ég að átt hafi sæti frá upphafi 2 fulltrúar frá Sjálf- stæðisflokknum, 1 fulltrúi frá A1 þýðuflokknum, 1 fulltrúi frá Fram sóknarflokknum og 1 fulltrúi frá Sósíalistaflokknum. Mér er nær að halda, að um byggingu hússins hafi frá upphafi verið nær einróma samkomulag um öll þau framkvæmdaatriði, er máli skipta. Sjálft húsið var byggt í ákvæðisvinnu af byggingarfélag- inu Snæfell á Eskifirði. -— Til- boð þeirra í fyrri hluta bygging- arinnar var samþ. af fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn nema Sósíalista, en fulltrúi þeirra vildi taka tilboði frá Garðari Eymunds- syni, byggingameistara, Seyðis- firði. Um útvegun frystivéla og frysti tækja var samið við Landssmiðj- una í Reykjavík gegn atkvæðum Sjálifslæðismanna, er viklu taka tilboði frá Vélsmiðjunni Héðni Tilboð Snæfells í byggingu síðari | hluta hússins var samþykki ein- róma í bæjarstjórn. — Niðursetn- ingu véla önnuðust ásamt Lands- smiðjunni Vélsmiðjan Stál á Seyð isfirði og Vélsmiðja Seyðisfjarðar. Raflagnir önnuðust Sveinn Sigurðs son rafvm., Seyðisfirði og Sam- vinnufélag rafvirkja í Reykjavík. — Smíði innréttinga annaðist ! Skipasmíðastöðin, Seyðisfirði. j Öll þessi verk hygg ég að séu jvel af hendi leyst,'og að þau séu i frekar þeim til sóma, er innt hafa þau af hendi. — Þess má svo til gamans geta, að undirritaður átti aldrei sæti í nefndum þeim, er höfðu með byggingu þessa að gjöra. Eflir því sem mér er tjáð, er byggingarkostnaður Fiskiðjuvers Seyðisfjarðar nálægt 12V2 milljón króna, og er þá upptalinn allur útbúnaður, t.d. fiskvinnslu- og flökunarvélar fyrir nær 2 milíj- ónir króna. — Framlag Seyðis- fjarðarkaupstaðar til byggingar- innar mun nenna nær 3 milljón- um króna. Annars fjár til bygg- ingarinnar hefir verið aflað að láni. Hinn óeðlilega langi byggingar- tími fvrirtækisins, er stafar fyrst og fremst af fjárskorti, veldur því, að vextir á byggmgartíman- I um eru óeðlilega stór hluti af byggingarkostnaði og nema örugg j lega nokkuð á aðra milijón króna., — Fjárútveganir til byggingarinn- j ar hafa frá upphafi hvílt á bæj- arstjórn, og bafa þingn.enn kaup-j slaðarins, þeir er verið hafa á byggingáVtímanum, aðstoð bæj- arstjórn eftir því, sem tími þeirra og áðstæður leyfðtt. Frá því á árinu 1952 og til 1953 hvíldi mestur hluti milli- göngu þessarar á Lárusi Jóhann essyni, fyrrv. þingm. kaupstaðar- ins. Frá árinu 1953 til ársins 1956 á þeim. Lárusi Jóhannessyni, þáverandi þm. kaupstaðarins og Eggert Þorsteinssyni, er þá var landskjörinn þm. fýrir Seyðisfjörð og einnig mjög á Jóhannesi Sig- fússyni bæjarstjóra, ásamt undir- rituðum frá árinu 1954, en það ár var undirr. kosinn í bæjar- stjórn kaupstaðarins. Frá því á árinu 1956 hafa þessar útveganir lent í minn hlut. — Allar stærri ákvarðanir viðkomandi bygging- unni Voru teknar í samráði við ríkisstjórnir þær, er við völd voru hverju sinni, og ég hcld, að eng- inn af þeim, er þessi mál þekktu, hafi gengið að því gruflandi, að hér var um framkvæmd að ræða, er ekki mátti reikna með að yrði arðbær fyrst i stað, en jafnframt gert sér það fullljós't, að urn ekkert var að velja, ef á annað borð átti að viðhalda byggð á Seyðisfirði. Bygging þessa myndarlega fyrir tækis varð minnsta kaupstað lands ins ofviða ljárhagslega. Bænum og bæjarbúum var það ofviða að byggja upp hvort tveggja í senn, fiskiðjuver og fiskiflota. Þrát't í'yrir tímabundna fjárhagsörðug- leika, er hitt víst, að Fis'kiðju- verið er og verður burðarásinn í atvinnulífi okkar, er Seyðisfjörð byggjum. Það er trúa manna á Seyðisfirði, að með tilkomu Fisk iðjuversins hafi verið lagður grunnurinn að heilbrigðu atvin.nu lífi þar á staðnum. Fiskiðjuver’ð kostar vissulega margar krónur, og rekstursgrundvöllur þess- er ekki nægilega tryggður ennþá. Hiná skulu menn minnugir, að þessi bygging er undirstaðan að því, að á Seyðisfirði geti fólkið fengið að taka þátt í störfum við þjóðnýta framleiðslu. Sdó mín er líka sú, að ekki muni tvö ár líða áður en framleiðsluvörur Fisk- iðjuvers Seyðisfjarðar skipta orð- ið milljónatugum árlega í gjald- eyristekjum þjqðarinnar. Þetta er þá sagan um fyrsta milljónatuginn. Frainkvæmdin fonnuð og hafin áður en lirapp uiinn sá Seyðisfjörð. Fyrri liluta framkvæmdarinnar lokið og búið að undirbúa síðari hlutann áður en haim var ltosinn í bæjar- stjóri. Byggingu hússins var lok ið og búið að semja um allar aðalframkvæmdir áður en hann komst á þing. — Ekki dónalegt fyrir kóna að hafa þcnnan millj- ónatug í atkvæðakaup, eða kvað finnst ykkur. 2. milljónatugurinn Þá er bezt að snúa sér að næsta milljónatugnum, þ. e. rekstr arhallanum á togaranum. Á nýsköpunarárunum svo- nei'ndu var keyptur til Seyðis- fjarðar togari. Um kaup hans var stofnað hlutafélag, er samanstóð af einstaklingum og bæjarfélag- inu. Rekstur skipsins gekk frá upp hafi illa. Hvgg ég þó, að þeir, er að rekstri þess' stóðu, hafi gert það, er í þeirra valdi stóð, til þess að reyna að sjá rekst^þess sem bezt borgið. Eins og að framan greinir var engin nothæf aðstaða fyrir hendi í landi til þess að verka afla skips- ins, og varð reksturinn því að byggjast á siglingum á erl. mark- að og sölu innan lands, til þeii-ra, cr afla vildu kaupa hverju sinni. —- Stöðugur rekstrarhalli var á skipínu og hlóðust sífellt á það auknar skuldir. Á árinu 1956 lor fram á skipinu svonefnd 8 ára skoðun í Þýzkalandi, varð þá rík- issjóður að ganga í ábyrgð fyrir þeirri viðgerð, lil að hægt. væri r.ð losa skipið. Unt áramótin 1956 og 1957 lenti skipið í vélarbilun, og varð að leita vars í Færéyj- um til viðgerðarinnar. Var það þá kyrrsett vegna vangoldinna launa til færeyskra ' sjómanna. Ríkis-1 sjóður gekk þá enn í að losa skip-: ið, en vcgna vélarbilunarinnar og tafa, er stöfuðu af kyrrsetningu skipsins, var afli þess ónýíur að kalla. Kröfurnar vegna yiðgerðar- innar í Þýzkalandi voru sem óð- i ast að falla um þetta leyti, og1 lentu allar á ábvTgðaraðilanum. Sjóveðskröfur, að upphæ'ð á aðra milljón króna, hvíldu á skipinu. — Eftir ósk framkvæmdastjóra og stjórnar Bjólfs h.f. átti ég ítrek- aðar viðræður við ríkisstjórnina eg Valtý Blöndal, bankastjóra Út- vegsbanka íslands um möguleika lil aðstoðar útgerð skipsins. Banka stjórinn tjáði mér, að bankinn teldi sig ekki geta aðsloðað frek- ar við útgerð skipsins. Á sömu leið fór með ríkisstjórnina. Þeg- ar hér var komið málum, var ekk- ert annað að gera fyrir útgerð skipsins heldur en að gefast upp og lýsa yfir gjaldþroti. Sjálfstæðismenn voru frá upp- hafi einráðir um alia fram-; kvæmdastjórn Bjólfs h.f. Ég skal cngan dóm leggja á það, hvort þar var vel eða illa stjórnað, hygg þó, að þeir hafi reynt það sem unnt var, til að gera reksturinn sem skárstan. Hitt þori ég að full- yrða, að ef að tapið við útgerðar- irekstur Bjólfs h.f. hefir nuniið milljónatug eða meira, og hafi eitthvað af því runnið til atkvæða kaupa, eins og helzt má skilja á sumum þeim blöðum, er um þetta hafa skrifað, þá hafa þeir lækir runnið annað en til frambjóð- enda vinstri flokkanna á Seyðis- firði. Það er svo kapituli út af fyrir sig, að dag- og vikublöð, já jafn- vel opinber málgögn átjórnmála- flokka, skuli levfa sér að drótta því að íbúum heils bæjarfélags', að sannfæring þeirra ,sé til sölu hæst’bjóðanda. Hér hefir þá verið gerð grein fyrir öðrum milljónatugrium og getur hver sem er, gert sér grein fyrir því, hvort hann hafi verið notaður sem mútufé til að koma mér á þing. Læt ég svo útrætt um annan milljónatuginn. 3. milljónatugiinnn Eftir að útgerðarfélagið Bjólfur varð fjárþrota komu fram óskir um það frá nær öllum Seyðfirð- ingum, hvar í flokki, sem þeir stóðu, að reynt yrði að tryggja það. að skipið yrði áfram gerfc út frá Seyðisfirði. Ég átti þá, eftir ósk frá bæj- arstjórn, ýtarlegar viðræður um þetta mál við ríkissljórnina. Varð það niðurstaða þeirra viðræðna, að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því, að Seyðsfjarðarkaúpstáð yrði selt skipið. Söluverð og veðlán. tekin í sambandi við,kaupin.:vqru 6V2 milljón króna. J2ru það þ.au veðlátt, er skipið s'tendur .í,..enu í dag. Raunveruleg vefclán skip_- ins hækkuðu nqkkuð frá því, sem upphaflega var ákveðið,-: við það að flckkunarviðgerð sú, er fram- kvæmd var í Þýzkalandi reyndist mjög ófullkemin, og kostaðibundr uð þúsunda að lcomg, skipinu í fiskihæft ástand. ■ Seyðisfjarðarkaupstaður hefir nú rekið togarann í tvö ár. Rekst- urinn hefir frá upphafi því’ miður gengið ákaflega báglegia. Skipið hefir verið mjög óheppið- með afla; og útkoman orðið • s'töbugt rekstrartap. Rekstrargrundvöllur togskipa, sem gerð eru út frá AÚst. urlandi, hefir að visu verið mjög erfiður undanfarin ár, en þó hefir rekstur b.v. Brimness gengið' erf- iðlegar en það gefur tiíefni'tíl Ég held þó, að það, sérti válðið hefir úrslitum um rekslur skips- ins; hafi verið það, að~ það vár ekki látið fara á karfaveiðar , á þessu hausti. Til þess;.]águ .aðal lega tvær ástæður: Skipsstjórnin. taldi vnjög hæpið, að unnt reynd ist með árangri að byrja þéssar veiðar í septemliermánúði, þar sem allra veðra væri von á þess- um fjarlægu miðum. Töldi Iiánn eins' víst, að þá væru skiþín í-síh- um síðasta karfatúr á þessum vetri, og svo hitt, að haustfiskiri hafði verið mjög gott við Aust urland tvö síðast liðin- haust og sölur háar og öruggar. Þess gæt(: og mjög í þess'ari ákvörðun, að ekki voru til staðar að.sfæ'ður á Seyðisfirði til að nýta riema mjög lítinn hiuta af karfaafia sk'i’psins. þar sem ekki er karfafíöku'narvéi í Fiskiðjuverinu. Hér fór éihs og gengur, að um tvær leiðir' -vai að velja. Útgerðarstjórnjn á SeyC isfirði (_óg er í henni) valdi; þá röngu. í stað þess að kárfavéið- arnar hefðu örugglega bætt hag skipsins um hundruð þúsúnda, þá liélt áfram að siga á ógæfuhiið- ina. Útgerð skipsins kóínst í fjár- þrot, skipið stöðvaðisLi : Mér kemur ekki til hugár. að skorast undan þeirri ábyrgð, er á mér hvílir sem einn nefndarmanne í útgerðarstjórn togarans. Mig minnir, að ailar ákvarðanir, ei teknar hafa verið um útgerð skips- ins á þeim fáu fundum, er ég hef: setið, hafi verið afgreiddar sam hijóða. Um pólitiska sljórn á þessu atvinnutæki er það eitt að segja, að ég hefi ekki hugmynd um, hvai Þórður Sigurðsson, fyrrv. framkv.- stj. stendur í pólitík. Ilins vegar hygg ég, að núverandi framkv.stj þess, Stefán Ágústsson, ’ sé flokksbundinn Sjálfstæðismáður Til að fyrirbyggja þó -allan mis- skilning, vil ég undirstrika það, að ég hcfi aldrei orðið þess var hvorki í srnáu né stóru í í'rarn- kvæmdastjórn hans, hvar hann er í flokki. Tapið á rekstri b/s Brim ness er orðið mikið. Ég 'veit ekki nákvæmlega, hve miklu það nem- ur. Taprekstur er aldrei góður, og í það minnsta ekki eftirsóknar- verður. Sjáifsagt er að grafast fyrir um orsakir hans og bæta úr því. sem ábótavant kann að reynast. Hitt er nokkurn veginn öruggt, að b/v Bi’imnes ér í dag 9—9%' mill- jón króna virði. Tölur þessar hefi ég frá mönnum, er fullyrða, að þær standist, enda ekki ósennileg- ar, þegar tekið er tillit til þess, að t. d. Austur-þýZku togbátarnii kosta á nær 7. milljón kr. Skipið stendur þvj í dag fyrir öllum þeim skuldum, er á því 'hvíla, (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.