Tíminn - 24.02.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.02.1959, Blaðsíða 7
ÍÍMIN'N, þriðjudaginn 24. fobriiar 1959. 7 UNDARLEGT ER ISLAND“Aviðavangi I. Ofanrituð orð Jóns biskups Ara- sonar koma ósjálfrátt í hugann, er jnaður virðir fyrir sér íslenzk st.jórnmál í seinni lið. Forráðamenn tveggja stjórnmála flokka stofna að nauðsynjalausu til innanlandsófriðar um viðkvæmt mannréttindamál, þegar ástand allt í fjármálum okkar og utanríkismál- um hrópar á samheldni. Enn er til erlend ásælni, eins og á dögum Jóns Arasonar, sem grípa mundi fagnandi langfingruðum ioppum 'eftir stjórnartaumum at- hafnalífs okkar, ef við glopruðum 'þeim úr eigin höndum. Dæmanna þai-f ekki langt að ieita. Það er því meir en lítið und- arleg aðferð að hefja einmitt nú ilivígar deilur um stjórnlagaatriði, í stað þess að reyna að sameina þjóðina í átaki til viðreisnar efna- Ohags þennar. Henni væri fremur þörf á friði innbyrðis, til þess að standast betur þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru til lækningar sjúku efnahagslífi. II. Svo undarleg er þessi aðferð, að sú spurning hvarflar að manni, hvort faringjar þeirra flokka, sem vænta sér hagnaðar af breyttri kjördæmaskipun, séu svo kaldrifj- aðir að reynaosð framkvæma hana einmitt nú, þegar hugur þjóðar- innar er bundinn við þann vanda, eem henni er á höndum í dýrtíðar- málunum og landhelgisdeilunni við Breta. Halda þeir að kjördæma- málið hverfi í skugga hinna stóru mála og verði síður brotið til mergjar? Hvers vegna þessi asi og óðag-ot í jafn vandasömu máli? Nefhd, sem Alþingi lét eitt sinn skipa, til þess að endurskoða stjórn arskrá íslenzka ríkisins í heild, hef- ir átt að vinna að lausn málsins. Formaður hennar er annar aðalfor- ingi Sjálf s t æ ð i sf lok k s i n s. Hvers vegna kveður hann ekki nefndina til starfa, eins óg Alþingi ætlaðist til, svo að hægt sé að afgreiða þær þreytingar allar í einu, sem nauð- synlegt er að gera á stjórnar- skránni? Væri það ekki skynsam- Jegri vinnubrögð en að taka eitt atriði — kjördæmamálið — út úr? Þingrof og tvennar kosningar kostar þjéðina ekki svo lítið. Þvi þá að stofna til þess oftar en nauðsyn Icrefur? IH. Auðvitað hafa forustumenn Sjálf stæðis- og Aiþýðuflokksins orðið að styðja hina furðulegu ráðstöfun í kjördæmamálinu einhverjum rök- um. Rökin eru þessi: Að núverandi kjördæmaskipun sé úrelt og ósann- gjörn vegna breyttra þjóðfélags- hátta. Einkum sé þéttbýlið í Reykjavík og grennd orðið afskipt um áhrif á stjórn landsins vegna mikillar fólksfjölgunar þar. Það er að vísu rétt, að kjördæmaskipun og kosningafyrirkomulag þarf að endurskoða og færa meir til sam- ræmis við breyttar aðstæður í þjóð- félaginu. En þetta má gera á ýms- an hátt. Það er furðumikil frekja af for- ingjum avefndra flokka að telja sig hafa hina einu réttu lausn á hend- inni og ætla að knýja hana fram á svo sköinmum tíma, sem framast er unnt. Því ekki að láta málið fá þá meðferð, sem Alþingi ætlaðist til, þegar ,það kaus stjórnlaganefnd- jna? Því ekki að gefa hinum mismun- andi sjónarmiðum tækifæri til að koma fram með tillögur og þjóð- jnni tómtil að átta sig á þeim, vega þær og imeta, áður en gengið er íil kosninga um þær? IV. Flokkar þeir, sem nú standa að breytingum á kjördæmaskipiui í landinu, stóðu einnig að breyting- unni, s'em gerð var á kosningalög- unurn 1942 ásamt Sósíalistaflokkn- um. iFlestir viðurkenna nú, að sú breyting var óskapnaður. En Sjálfstæðisflokkurinn hagn- eðist eitthvað á henni. Eftir Steingrím Baldvinsson, Nesi, Aðaldal Nú ætla a. m. k. tveir sömu flokkar að hagnast' á breytingu þeirri, sem fyrirhuguð er, og við það miðast vitanlega tillögurnar — ella mundi þeim ekki svo brátt. Hér er ekki um að ræða leit að kjördæmaskipun, sem bezt henti þjóðinni, heldur vissum flokksfor- ingjum. Hvers má þó vænta af þessum flokkum, ef þeir íengju þau auknu völd, sem þeir sækjast eftir? V. Alþýðuflokkurinn er í eðli sínu vinstri sinnaður umbótaflokkur; en hann hefui' verið óheppinn með foringjaval í seinni tið. Þeir hafa viljað stjórna, en ekki haft að- stöðu til þess nema í samstarfi við ■aðra flokka vegna lítils kjörfylgis. Og þeir virðasf helzt ekki kunna við sig í stjórnarsamstarfi við aðra en Sjálfstæðisflokkinn. Alþýðu- flokkurinn er því stundum kallað- ur „Litla íhaldið-*. Sú nafngift er máski ekki fráleit um foringjalið hans, en engan veg- inn sanngjörn um hina óbreyttu liðsmenn, þó þeir fylgi foringjum sínum af sakleysi og trúmennsku, sem er alþýðufólki eiginleg, en er því miður oft misnotuð. Um stjórnmálaferil Sjálfstæðis- flokksins liggja fyrir glöggar heim- ildir. Stefna hans er hcntistefna mótuð af því sjónarmiði að ná völd um og halda þeim. Þegar hann er í stjórnarand- stöðu, bersf hann á móti öllu, sem ríkisstjórnin gerir jafnt í utan- ríkis- og innanlandsmálum án til- lits til þjóðarhagsmuna. I lýðræðislöndum er stjórnár- andstaða yfirleitt varkár og tillits- söm í utanríkismáium. Ekki var því að heilsa með Sjálf- stæðisflokkinn í tíð fyrrverandi stjórnar, jafnvel í landhelgismál- inu var hann tvístígandi, þangað til hann sá sig tilneyddan að fylgja þeirri þjóðareiningu, sem varð um málið. í stjórnarandstöðu er hann kaup- kröfuflokkur. Þegar hann er sjálf- ur í stjórn. telur hann of hátt kaup höfuðmeinsemd -efnahagslífsins. Það er því örðugt að átta sig á hinni raunverulegu stefnu hans í baráttu við dýrtíðina. Hvað flokkurinn mundi gera, ef hann fengi þingmeirihluta, sem hann stefnir að, liggur engan veg- inn ljóst fyrir. Annað hvort hafa foringjar hans engin úrræði fund- ið, eða þeim finnst heppilegra að fiska í grugginu og láta ekkert uppi um fyrirætlanir sínar meðan þeir eru að berjast til valda. VI. Eitt eru núverandi stjórnar- flokkar sammála um: að hnekkja áhrifum Framsóknarflokksins. | Hann cr einkum málsvari strjál- býlisins, enda fylgi hans mest í sveitakjördæmum. Þar er komið að kjarna málsins.| Allir sjá, að þjóðin getur ekki hald- - ið áfram öllu lengur að eyða meiru! en hún aflar. fjárfesting hlýt-ur að, minnka a. m. k. á tímabili, meira verður að spara. En hvað á helzt að spara? Hvert á helzt að beina því fjármagni, sem festa má í fram- kvæmdum? Um þetta hafa átök staðið milli stjórnmálaflokkanna, og þau átök harðna þvi meir, sem minna verður til ráðstöfunar. Framsóknarflokkurinn mun eins og áður halda fram' rétti lands- byggðarinnar til sanngjarns hluta af fjármagninu. Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkur- inn telja hann standa í vegi þess sparnaðar, sem þeir vilja koma á. Þá fer að verða Ijóst, hvað helzt á að spara. Það er fjárfestingin úti um landið. Framlög til hafnarbóta, fiskiðju- vera, skólahúsa, vega, brúa, íbúða- bygginga, ræktunar, sandgræðslu o. fl. framkvæmda úti á landi á að stöðva eða takmarka svo sem unnt er. STEINGRIMUR BALDVINSSON VII. Forustumenn Alþýðuflokksins og kommúnistar, hafa ekki farið dult með þá skoðun sína, að ofmik- ið fé væri fest í framkvæmdum úti um land, sérstaklega í sveitunum. Sjálfstæðismenn hafa ekki þorað að vera jafnberorðir af ótta við at- kvæðatap. Þeir vilja losna við þenna hemil með breytingu á kjördæmaskipun. Og takist það, samkvæmt áætlun í þessari atrennu. mun skammt að bíða þess, að þeir geri landið allt að einu kjördæmi,' ef þeir fá bol- magn til. Jafnvægi í byggð landsins er hugtak. sem mörgum misvitrum Reykvíkingum er illa við. Fyrir skemmstu ræddu tveir Reykvíkingar um ýmis fyrirbæri mannlegs lífs í viðtali vikunnar í Útvarpinu. Virtist svo sem þeir teldu sig vita jafnlapgt nefi sínu og vel það um flesta hluti. En skilningur á jafnvægi í byggð landsins rúmaðist ekki í höfðum þeirra, þar var svo mikið fyrir af annarri speki, enda gátu þeir leyft sér að hæðast að því hugtaki, eins og hverri annarri fjarstæðu. Flestir skilja við hvað er átt með jafnvægi í byggð landsins, en um það, sem í orðunum felst, má vitanlega deila. Auðvitað kæmust allir íslend- ingar fyrir við suðauslurhornið á Faxaflóa, en ■— væri það heppilegt þjóðhags- og menningarlega? Ef t. v. væri þvílík þjóðfélags- bylting hagstæð fyrir Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkinn, sem myndaðir eru utanum kjarna kaupsýslu- og embættisvalds, en seint mun fólk- ið, sem býr í smákaupstöðum og sveitum úti um strendur og inn til dala, viðui-kenna þelta sjónarmið né stuðla vitandi vits að þeirri byltingu. VIII. Er ekki fjarstæða að tala um því líka byltingu? Athugum málið nánar. Fólkið sættir sig ekki við kyrrstöðu, sé annað mögulegt; það leitar þangað, sem fjármagn gerir framkvæmdir mögulegar. Hfut- fallslega minnkandi fjárveitingar til framkvæmda í strjálbýlinu þýða því fólksflutninga þaðan, þangað sem þægindin og framfarirnar eru j meiri. Sú hefur þróunin verið og | sú mun hun verða. Þar, sem fólki fækkar, verður örðugra fyrir hina, er eftir sitja, og þannig vex straumþunginn án afláts. Flóttinn utan af landi til Reykja- nesskagans minnkaði stórlega í tíð fyrrverandi stjórnar, vegna þess að fjarveitingar til dreifbýlisins voru auknar — unnið var markvisst að jafnvægi í byggð landsins. Ein- mitt þess' vegna var unnið svo ötullega að þvi að fella hana. Og þau öfl, sem að því Unnu — og tókst það — hafa nú kjördæma- breytinguna sem tengilið og æðstu hugsjón. Er þá vandi að sjá hvert stefnir? IX. Sýslurnar eru víðast landfræði- legar og alls staðar félagslegar heildir, er hafa margs konar sér mál, eru.nokkurs konar smá ríki, s.em mynda eitt sambandsríki — þjóðíclagið. Þessi sniáríki hafa jafnan verið sérstök kjördæmi síð an Alþingi var endurreist, og það eiga þau að vera. Fólkinu, sem þar býr, er nauð- syn að hafa sína sérstöku fulltrúa, se.n eru nákunnugir högum þess, þekkja hugsjónír þess og áhuga mál. Alþingismenn strjálbýlisins hafa verið kjördæmum sínum nokkuð í líkingu við það, sem Jón Sigurðs- son var öllum íslendingum. Þeir (Framhald á ö. síðu). Regla, sem er ekki ný heldur \ gildandi á Norðurlöndum Morgunblaðiö segir nýlega, afi Tíminn hviki ekki frá þeirrí hugmynd. — — að útreikningi Iilutfallskosninga væri hægt aij liaga svo, að Sjálfstæðisfl. hefði; við síðustu bæjarstjómai'kon. ingar í Reykjavík einungis feng ið t fulltiúa af 15.“ Og síðar segir: „Tímanum virðist því full alvara með, að fundnar séu nýjar reglur um útreikning hlut fallskosninga, . sem einfaldiega breyti verulegum meiri liluta í minni liliita." Hér er staðreyndunum gjiir- samlega snúið við. Það er kunn- ugt, hvort sein ritstjórar Mhi. hafa vitað það eða ekki, að á Norðurlöndum gilda aðrar reglur urn útreikning Iilutfálls kosniiiga en hérlendis. Það er ennfremur staðreynd, að Alþýðu- blaðið vekur fyrst athygli á þcssn en ekki Tíminn. Ekki hefur lield ur verið afsannað, að ef reglui'n ar, sem notaðar cru við útreikn inginn í Danmörku, Noregi . og Svíþjóð igiltu hér, þá hefði SjáH' stæ.fl. ekki fengið 10 fulltrúa vifi síðustu bæjarstjórnarkosningar * Reykjavík. Það er því engin ástæða fyrir Tíinann að #,hvika“ frá því, a?i „hægt“ sé að haga útreikriingn um á þcnnan hátt. Jafnvel þær lýðræðisþjóðir, sein stjórnarblöc in vitna nú oftast til í skrifum sínum um kjördæmamálið, tplja þessa tilhögun sjálfsagða. Og svo segir Morgunblaðið að Tím inn tali um að finna upp eiii hverjar „nýjar reglur‘ um út reikning hlutfallskosninga, þeg ar hann aðeins segir frá st'að- reynd, sem Alþbl. er fyrst til ‘ að bcnda á. Nýr framfarasjóður á vegum Sameinuðu þjóðanna? Nýr 'alþjóðasjóður, sem verja skal til framfaramála í vanyrktu löndum heimsins, er nýlega tekinn til starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna. Sjóður þessi nefnist á ensku „Special Fund“, en mætti með réttu kallast framfarasjóður á islenzku. 18 þjóðir hafa lagt' fé að mörkum til sjóðsins til þessa en vonazt er til a fleiri aðildai'- þjóðir S. Þ. leggi sjóðnum til fjár- muni. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Bandarikjamaðurinn Paul G. Hoffman, sem stjórnaði Marshall- hjálpinni á sínum tíma og síðar varð forstjóri Studebaker bíla- verksmiðjanna. Betri lífskjör fyrir liundruð miiljóna manna. Á fyrsta fundi, sem stjórn Frarn farasjóðs Sameinuðu þjóðanna hélt sagði Hoífman, að tilgangurinn með sjóðnum væri fyrst og fremst, að skapa betri lífsskilyrði fyrir hundruð milljónir mann í vanyrkt- um lönditm. Þessu takmarki yrði þó því aðeins náð. bætti hann við ef þjóðir þær, sem þessi fátæku lönd byggja vildu sjálfar leggja fram krafta sína og sýndu'vilja til að bæta lífskjör sín. Hoffrnan sagði að sjóðurinn myndi fyrst og frenist styðja að framförum á eftirtöldum þréjnur sviðum: 1, Á sviði stórframkvæmda. — Myndi það hafa í för með sér kostn að er nærni 5.000.000 dollurum til að byrja með. Hér gæti verið um að ræða stórframkvæmdir, sem skipta hagsmuni fleiri landa í senn — svo nefndar umdæmis- framkvæmdir — sem myndi taka mörg ár að koma í kring. 2. Framkvæmdir, sem kosta mun um 1.000.000 dollara að styrkja. Hér er um að ræða rann- sóknir á möguleikum til framfara og framkvæmda, styrki til skóla- og rannsóknarmiðstöðva. 3. Loks er um að ræða fyrir- ætlanir, er kosta munu sjóðinn 100.000 til 500.000 dollara. 1 þess- um flokki er átt við styrki til í'ann sókna á áætlunum, sem myndu verða framkvæmdar með eigin fé frá viðkomandi þjóð, eða lánum frá öðrum én Sameinuðu þjóðun- j um. , Undiibúningsvinna. I Framkvæmdastjórinn lét þess ' getið, að fyr.st í stað myndi vera nóg að gera fyrir starfsfólk sjóðs- ins að kynna sér og velja verkefni, sem síðar yrði ráðist í að fram- kvæma. Hann iagði til, að stjórn 1 sjóðsins kæmi saman á ný í júni mánuði n. k. til þess að ákveða hvaða framkvæmdir í vanyi-ktu löndunum Framfarasjóðurinn skuli i byrja -að styrkja. I (Frá skrifstofu S.Þ. í Khöfn.) Rakað á móti vindi Einu sinni var maður nokkui norðlenzkur spurður eftir káupá konu einni, sem nýkomin var á bæ þar í sveitinni. Hann svar aði: Ó, blessaður minnstu ekki á hana, hún rakar á móti vindi. Af þessurn orðum má ýmislegt: ráða um kaupakonuna og ljóst; er að henni hefur ekki verið sérstak lega sýnt um að haga störfum sínum hyggilega. Nýlega birtist í Tímanum eftir. farandi klausa: „Ingólfur á Hellu var nýléga á pólitískum fundi í kjördæmi sínu. Við erum að bjarga efna hagsmálum þjóðarinnar, sagði hann. Ráðstafanir núverandi ríi isstjórnar duga nokkuð til þess,. ef stjórnarandstaðan spillir þeiii! ekki með því að spenna upp kaup ið og verðlagið. Kallaði þá þekkf ur Sjálfstæðismaður fram í: .Já. eins og þið gerðuð í ykkar stjórn arandstöðu.“ Ingólfur réyndi aí malda í móinn en hinn svaraði samstundis: ,,Við lesum nú Mbl — ennþá a. m. k.“ Hlógu menn þá, — og Ingólfi varð fótaskorf ur á tungunni." Mblmenn hafa orðið ókvæða við og komizt að þeirri niður- stöðu, að bezt væri að segja ft'á sögn Tímans vera af fundi á Hellu, sem ekki liafi verið hald inn fyrr en kvöldið eftir að hún birtist. En hér fór fyrir Mbl mönnum eins og kaupakonu, ,ei rakaði móti vindinum. í fyrsta lagi nefnir Tíminn það hvergi að umræddur fundur hafi verii' haldinn á Hellu. Það er héima brugg úr Mbl.-höllinni. í annan stað eru það ekki góð vinnu- brögð, að segja klausuna vera frásögn af fundi, sem ckki vai búið að lialda. Dettur Mbl.- mönnum virkilega í hug, aó Ingólfur hafi aldrei setið á tali við sína kjósendur frá því að rikisstjórnin var mynduð þar til þetta umrædda sunnudagskvöld? Það er mikill og óverðskuldaðui misskilningur hjá ritstjórum Mbl., ef þeir álíta Ingólf svo. á- hugalítinn áró'ðursmann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.