Tíminn - 11.04.1959, Síða 7

Tíminn - 11.04.1959, Síða 7
7 í MI N N, laugardaginn 11. apríl 1959. 7j Yfirdrepsskapur í blaði Stalins SÍÐAN viðræður hófust milli Sjálfstæðisflokksins og kommún-: ista um kjördæmamálið, hefur Þjóðviljinn verið mjög hógvær í garð Sjálfstæðisflokksins. Bersýni- legt er, að Einar Olgeirsson vill nú ekki Játa neitt styggja „herra” | Ólaf Thors og „herr'a“ Bjarna Benediktsson, svo að notaðir sóu þeir 'titlar, er Einar viðhafði jafn-: an um þá tvímenninga í útvarps- umræðum á dögum nýsköpunar- stjórnarinnar. Einar dreymir ber- sýnilega um endurnýjun þessara góðu, gömlu daga, en vel ætti hann þó að geta fundið í þeim við- ræðum, sem fram hafa -farið sein-' ustu daga, að frekar eru honum hugsuð vinnukonuverk í því sam- starfi en sjálft húsfreyjustarfið. t Þessa stundina er Ólafur a. m. k. miklu skotnari í Emil en Einari. j KOMMÚNÍSTAR mega yfirleitt eiga það, að þeir eru menn þraut- seigir. Einar er því ekki vonlaus um, að hann geti með tíð og tíma sigrað Emil í samkeppninni um ást Ólafs og Bjarna. Til þess m. a. að sanna það, að Þjóðviljamenn geti ekki síður verið góðir meðhjálp- iarar en kratar, hefur Þjóðviljinn nú gripið til þess ráðs að reyna að aðsloða Bjarna í æsiskrifum hans iim (þriðju síðu Tímans. Að sjálf- sögðu minnist Þjóðviljinn ekki í því sambandi á Bjarnasíðuna i Mbl,, þar sem glæfrasögum og gleðikonumyndum er stillt upp við Ihliðina á forustugreinum aðalrit- stjórans. Og vitanlega láta Þjóð- viljamenn sér alveg sjást yfir fiinmtu síðu Þjóðviljans, þar sem ekki ósjaldan getur að líta hressi- Jegar fyrirsagnir um ýmsa glæfra og gleðikonur. Ef þeir eiga að ■ganga í augun á Bjarna, mega þeir ekki vcra honum minni menn í hræsninni og yfirdrepsskapnum. YPIRHREPSSKAP'UR Þ.jóðvilj- ans & hins vegar. ekki eingöngu fólginn í því, að'hann segir ekkert minna frá ýmsum glæfrum og gleðikonum en önnur blöð, inn- lend eða erlend. Önnur ástaða veldur því, að Þjóðviljinn sýnir hér stórum meiri yfirdrepsskap en Bjarni Benediktsson sjálfur. Þ.jóðvUj'inn hefur nefnilega látið það vera eina aðaliðju sina árum saman, ekki aðeins að verja, heid- ur blátt áfram iað Jofsyngja glæpi, sem mú eru viðurkenndir einir hinir niestu í allri veraldarsög- unni. Ar eftir ár var það höfuð- verk Þjóðviljans að lofsyngja Stal- in og ailt það, sem hann gerði. Nauðungarflutningar á heilum þjóðarbrotum, þrælahald í stærsta stíl, ,,játningar“ fengnar fram með pyntingum og svikum, aftökur á nánustu samverkamönnum — öll voru þessi verk róttlætt af Þjóð- vidjanúm, ef Stalin gerði þau. Og þau voru ekki aðeins róttlætt i Þ.jóðviijanum, heldur Stalin lof- sunginn þar sem hinn sanni full- trúi réttlætisins og frelsisins! ÖLLUM mönnum getur að sjálf- sögðu yfirsézt. Þjóðviljamenn gátu lofsungið Stalin vegna þess, að þeir vissu ekki annað betur. TJl þess þurfti þó að hafa bæði lokuð augu og eyru. Nú hefur líka sjálf- ur eflir.m. hans, Krustjoff, orðið til að afhjúpa glæpaverk hans. En Þjóðviljinm hefur enn ekki játað sekt sina, ekki heðizt afsökunar á lofinu cum glæpi Stalins. Þvert á móti er hann þessa dagana að reyna að hera í bætiflákana fyrir níðings- og glæpaverk, sem Mao Tse Tung er að fremja í Tíbet í anda Stalins. Svo þykist Þjóðviljinn svo sann- heilagux, að hann geti grátið fróm- um tárum yfir syndum annarra blaða, ef þeim skyldi verða á að segja fréttir af einhverjum glæp eða birta mynd af kvenmanni, sem ekki er klædd frá hvirfli til ilja! Maður mætti halda, að Bjarni Bene diktsson, hefði met í hræsninni og yfirdrepsskapnum, en nú hefur því meti hans verið gersamlega hnekkt, því að þrátt fyrir ást hans á þýzku þjóðernisstefnunni, hefur hann ekki opinherlega lofsungið hryðju- verk HitJers eins og Þjóðvilja- menn glæpi Stalins. Björn Guðmundsson, Sleðbrjótsseli Stjórnarflokkarnir og af- nám núverandi kjördæma Það þóttu allmikil tðíindi, þegar. sú frétt barst út um landshyggðina um áramótin síðustu, að formaður minnsta þingflokks Alþingis, Emil Jónsson hefði myndað minnihluta ríkisstjórn og Sjálfstæðisflokkur- inn ætlaði að verja hana fyrír á- föllum ef bráðan voða bæri að höndum. Þótti nú ýmsum hér um slóðir, að vindstaðan hefði breyzt mjög, frá liaustinu 1956, þegar Sjálfstæðisflokkurinn I þingbyrjun hélt uppi látlausu máiþófi um viku tíma. með það áform í huga, að reka helming þingmanna Alþýðu- fl. út í yztu myrkur. Svona hlá- legir geta valdaspekúlantarnir vcr ið stundum. II. Samstarf Alþýðufl. og Sjálfstæð- isfl. er talið að miði einkum að tvennu: í fvrsta lagi, niðurfærslu dýrtíðarinnar, og í öðru lagi breyt ingu á kjördæmaskipuninni. Bjarg ráðin gegn dýrtíðinni hafa verið kunngerð alþjóð. Hcr er um að ræða okkra eftirgjöf af hálfu iauna stéttanna og jafnhliða fer svo fram síórkostleg niðurgreiðsla á lund- búnaðarafurðum, kjöti og mjólk, loks er lækkað kaup bænda nokkru meira en kaup launastéttanna. En hváð um tekjuöflunina? spyrja menn. 'Hér verða ekki settar fram neinar illspár um bjargráð stjórnarflokkanna, en vissulega verða skiptar skoðanir um það hvort fleygja eigi tekjuafgangi rík issjóðs í dýrtíðarhítina í stað þess að verja honum til uppbyggingar atvinnulífsins í sveit o.g við sjó. Þá er það einnig stórhættuleg stefna, að draga úr nauðsymlegum. opinberum framkvæmdum, sem miða að aukinni framleiðslu og bættum lifskjörum fólksins. Það er að vísu rétt, að við þurfum að gá til allra átta, til að atbuga hvort rétt er stefnt, en ekkert er hægt lega en alger sthðnun eða kyrr staða í framkvæmdalífi þjóðarinn ar. Því ..það er svo bágt að standa í stað."‘ III. Hin fyrirhugaða kjördæmabreyt- ing mun vera aðalstefnumál stjórn arflokkanna. í blöðum og útvarpi hefir þetta mál verið mjög til um ræðu. Tillögur Sjálfstæðisflokksins um að leggja niður gömlu kjördæm in. og taka upp í staðinn, fá og stór kjördæmi með hlutfallskosningu, hafa að vonum vakið geysimikla athygli út um landsbyggðina. Þetla er þá hið svokallaða réttlætismál að dómi forustumanna Sjálfstæð- i. flokksins. En margt er skrýtið undir sól inni. Árið 1942, er tekin var upp hlutfallskosning í 6 tvímennings- kjördæmum, tekur formaður Sjálf stæðisfl. Ólafur Thors, það fram í þingræðu, að flokkurinn gangi aldrei að því, að kjördæmin séu fá og stór. Nú hefir það skeð, að Sjálfstæð isfl. hefir enn einu sinni vent kvæði sinu í kross, fyrri ummæli um kjördæmamálið gleymd og grafin. tekin upp ný áform, nýjar tillögur. En hvað veldur þessari stefnubreytingu? Er það aukin rétt lætiskennd er miði að lýðxæðis- legri stjórnarháitum? Að sjálf- sögðu verða hér ekki u.n ímyndaðir flokkshagsmunir, það er svo fjar lægt anda og eðli Sjálfstæðisflokks ins!! Engum skynbærum manni dylst, að hægl er að jafna metin milli dreifbýlis og þéttbýlis á rnarga vegu, án þess að afnema þau kjördæmi sem nú eru. Það mun al- menn skoðun að breytinga sé þörf, vegna hinna öru og breyttu þjóð- lífshátta síðaxn tíma. Fullvíst er þá líkahitt, að það eru fleiri þættir stjórnarskrárinnar, sem þarf að athuga og endurskoða. Við eigum enga lýðveldisstjórnarskrá enn. Hvað lengi mun slíkt ástand vera? IV. Ef svo fer að Alþýðu- og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa afl til þess að koma fram áformum sínum um afnám núverandi kjördæma, en taka upp í staðinn, fá log stór kjör- dæmi, þá má að vísu segja, að ekki ,sé sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. Taka þarf með í reikn- ingin að þjóðin hefix- síðasta orðið í kosningunum í vor. Hefur sá dómsúrskurður orðið örlagaríkur, eins og dæmin sanna úr stjórn- málasögu íslendinga. Telja má víst að einmenningskjördæmi séu mörgum hagstæð, enda hefir þjóð- in búið við það fyrirkoxnulag, -allt frá því' að Alþingi var enduiTeist, og býr enn að nokkru ley.ti. Sé landinu skipt í einmenningskjör- dæmi, er myndun margra, srná- flokka nær óhugsandi. Líklegt má telja að tveggja flokka kerfi miindi þróast við þær aðstæðúr, og leystu þeir hver annan af hólmi við stjórnarstörfin. Fjöigun þingmanna samkvæmt tillögum Sjálfstæðisflokksins virð ist með öllu óþörf. Uppbótarsæt unum mætti skipta niður á þ'étt býlið, svo sem tillögur hafa kom ið fram um í blöðum. Reynsiaxr hefir sýnt að þinghald lengist æ rneir og melr, því fylgír gífurleg ur kostnaður miðað við smæð þjóð- arinnar. Auðsætt er, að margt er nú meira aðkallandi, en að þjóðin sé hrakin út í tvennar Alþ'ngiskosn ingar á.sumri komanda. Efnahags málin liggja í salti og samstaða engin innn þingflokkanna um þau mál að því er virðist. Ljóst er að í-íkisvaldið þarf umfram al!t að efla framleiðslugetu þjóðarinnar til hins ýtrasta. Allur samdráttur í atvinnulífinu, getur leitt til háska alegs' ófarnaðar fvrir þjóðarheild ina. Segja má að uxxnið hafi verið markvisst að uppbyggingu atvinnu iífsins í sveit og við sjó. Atvinnu- leysi hefir verið útrýmt og jafn vægi haldizt í byggð landsins. Fólksstraumurinn til Reykjavíkur og Suðurnesja stöðvaður í bili. Enda þótt verklegar framkvæmd ir hafi verið geysilega miklar und anfarin ár, bíða þó mörg verkefni óleyst framundan. Mun svo ávallt yerða með þjóð, sem er á vaxtar- skeiði. Viið, sem búuní úti á Íands- byggðinni, er eðlilega hugstæðast að upphygging sveitanna stöðvist ekki heldur þróist jöfnum skrefum Fjölga býlum. rækta land. Víst er að án blómlegs landbúnaðar, verð ur ekki lifað menningarlífi í þessu landi. Má því vel skilja, hversu mikilvægur þessi atvinnuvegur er. 12. marz 1959. Björn Guðnuuulsson. Mokkrir menn kynna sér starí sam» vinnunefnda atvinnurek. og laimfjega Fóru utan til Kaupmannahafnar nýlega Meðal farþega nýlega frá Reykjavík til Kaup-[ mannahafnar var nefnd, skipuð íulltrúum atvinnu- rekenda og launþega. Nefndarmenn, sem fara þessa ferð á vegum Iðnaðarmálastofnun- ar íslands, munu ferðast um Dan- mörku og Noreg og kynna sér skipulag og slarfsemi hinna svo- nefndu samvinnunefnda, sem um nokkui'ra ára skeið hafa starfað í flestum verksmiðjum og vinnustöð- um í þessum löndum. Samvinnunefndirnar gegna m. .a því hlutverki að jafna ágreining, sem upp kann að koma milli laun- þega og atvinnuveitenda og bæta þannig sambúð innan fyrirtækj- anna. Enn fremur taka samvinnunefnd irnar til meðferðar framleiðslu- hætti viðkomandi fyrirtækis . og önnur velferðarmál atvinnurek- enda og launþega. Starfsemi samvinnunefndanna hafa gefið mjög góða raun á Norð- urlöndum og mun í ráði að efna til slíkra hér á landi. í sendinefndinni, sem fór héðan í gær eru: Óskar Hallgrímsson for- Á víðavangi Lítiíl posfuii með frægu nafni Páll nokkur Sigurjónsson úr Iljaltadal norður skrifar greii um kjördæmamálið í Mbl. nú ný lega. Páll þessi er af kunnugum talinn greindarmaður og má vel vera að svo sé, þótt ekki vei'ði það nú beinlínis ráðið af grein hans. Að minnsta kosti ber gífur- yrðakenndur málflutningur mannsins vott um, að geðsmun- irnir séu greindinni ríkari. I n Iuin getur vcrið þó nokkur fyrir það. Páll segir m. a.: „Margir þeirra Framsóknar- manna, sem skrifað liafa úín kjördæmamálið, hafa bent á þa sem sérstaka fyrirmynd lýðræði' að höfuðborg Bandaríkjanna fáí- engan mann að kjósa á löggjafar, þingið. Enginn þcssara ágæ.lR manna hefir þó Iiaft kjark I sé'r til þess að halda því berUni orð um fram, að liöfuðborg ísland- ætti að hlíta sömu reglu. • Kir'• engum getur dulizt, að það er óskadraumurinn“. • • • Harður er Páll Jú, Páll viðurkeiuiir að engihii . Framsóknarmaður liafi sagt „tor um orðum“, að svipta eigí Reykjavik þingmönnum síniím en þó er það vilji þeirra, segir’ liann. Það þarf sannast sagnv • nokkra „harðneskju“ við sjálf- an sig til þess að beita svona; málfærslu. Páli er áreiðanleg:< . um það kunnugt, að Fxainspkn- armenn telja ekki aðeius sjálf sagt, að Reykjavík haldi þeirrí þingmannatölu, sem hún n'ú hefir, heldur verði þingmönliúm fjölgað þar og annars staðár þar sem byggðin hefir mest áúk izt á síðari árum. Páll talar um „bandingja Framsóknarflokksins". Þeii sletta skyrinu sem eiga. Er nó hægt að ganga öllu lengra r ataurblindri augnaþjónustu viiv ákveðinn flokk en það, að. segja andstæðinga sína segja allt annað en þeir sjálfir láta uppi Við svona inenn er auðvitað þýö ingarlaust að rökræða. Þeir en: rökheldir. Hitt er svo allt ann að mál, að Framsóknármemi' telja Reykjavík liafa það ríka aðstöðu umfram aðra landshluta til ýmiss konar áhrifa á gang þjóðmálanna, að þess vegna sé ekki réttmætt, að hún hafi lilút- fallslega jafn marga þingmenn • og önnur kjördæmi. Mun þetta sjónarmið ekki aðeins viðup-' kennt af öllum þeim mönnum út um land, sem eitthvað grilla út yfir þrengstu flokkshagsmuni heldur einnig af öllum réttsýn uin Reykvíkingúm, og er ekki að efa, að slíkir menn cru í miklum meiribluta hér í bæ. Nakið ofstæki Stjórnarblöðunum hefir orðið lieldur betur bylt við grein Gunnars Dal, sem birtist bér í blaðinu nýlega. Einhvér spek- ingur skrifar langa grein í MbL og kemst að þeirri niðurstöðu, að enda þótt Gunnar Dal liafi afláð sér áiliís fyrir fyrri rit- störf sín, þá hafi hann nú al- gjörlega „fórnað þeim órðstár“ með því að taka þá afstöðu til kjördæmabreytingarinnar, sem liann hefir gert. Hvað þýðir þessi kenning? Blátt áfram þa.V, að allt, sem Gunnar Dal hefir áður ritað og hlotið viðurkenn- ingu fyrir, skal nú á eld kastac sem einskisnýiu rusli af því hann leyfir sér að liafa aðrá skoðun á kjördæmamálinu en Mbl.-skrifarinn. Hér gefttr. sýn i hið alstrípaða ofstæki. Ilún ei ófögur, en ekki fríkkar svipur- inn við lýðræðishjal höfundar ins. Þar sem ríkjuin ræður þa'ó hugarfar, sem lýsir sér í loka- orðum lians, er ekkert og getur ekkert lýðræði verið tii. Hálmstráið eina Alþýðublaðið botnar ekkert t Þorvaldur Ólafsson og Helgi Ólafs-1 þeim ósköpum, að Gunnar Dal son. Ljósm.: Sveinn Sæmundsson.1 (Framhald a 8. síðu). maður, Harry. Frederiksen, Barði Friðrifeson, Björgvin Frederiksen,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.