Tíminn - 29.04.1959, Blaðsíða 8
8
TÍMINN, miðvikndaginn 29. april 1959»
Sjötíu og (imm ára:
Sveinn Sveinsson á Kotvelli
KJÖRDÆMAMÁLIÐ
Bóndi 20. aldarinnar er fæddur
undir heillastjörnu eins og gamla
fólkið sagði um þá sem taldir voru
voru hafa heppnina með sér. Það
sem forfeður hans langaði að
fí-amkvæmda en vantaði þrótt til,
leikur nú í höndum hans.
Jarðabætur eða aukning ræktar-
Iands var fram á þessa öld mikium
erfiðleikum bundið. Jarðabóta-
xnenn u;ðu nær eingöngu að nota
handverkfæri og áburðarskorturinn
stóð sem veggur í vegi þeirra. Nú
er þe3su öðruvísi farið því nútíma
bóndinn getur á nokkrum vikum
bylt og unnið heilt tún og áburð-
urinn er til staðar sem kunnugt er.
Þetta kom mér í hug, þegar ég
varð þe3s var að einn nágranni
niinn frá fyrri dögum, Sveinn
Sveinsson á Kotvelli hafði náð 75
ára aldri og látið af búskap, en
hann er einn þeirra sem lifað hafa
tímana tvenna við bússýslunna.
Sveinn er skaftfellskur að ætt
fæddur 23. apríl 1884. Hann stund
aði vinnumennsku framan af ævi,
og barst þannig að Stóra-Hofi á
Rangárvöllum og var þar vinnu-
maður í nokkur ár. Ekki er mér
kunnugt um ætt hans eða skyld-
fólk þar eystra. Hitt er kunnugt að
í tíð föður hans og afa voru flest-
ir bændur fátækir leiguliðar. Laust
fyrir miðja 19. öld voru bændur
í báðum Skaftafellssýslum 424 en
þar af aðeins 74 sem bjuggu á eig-
in jörðum að einhverju eða öllu
leýti. Drjúgur skerfur af lítilli
framleiðslu búanna fór því í jarða-
og kúgildaleigu til presta og ríkis-
manna. En eftir aldamótin fór
jarðrentan lítilsháttar að breytast
og rúmum tveimur áratugum síðar
;hrundu „smjörfjöllin" og allt bar-
dús með landsskuldafé og prests-
lömb var úr sögunni.
Nú finnst mönnum að þetta hafi
komið að sjálfu sér, eins og oft er
um umbætur sem fallið hafa al-
'-þyðú manna í skaut. En hér skal
ekki rætt um það.
Sveinn hóf búskap á Kotvelli í
Hvolghreppi laust fyrir 1920 og gift
. jst þá Helgu Jónsdóttir frá Krók-
túhi. Jörðin var notadrjúg og lá
mjög vel við ræktun. Hún var þjóð
jörð áður kirkjujörð og leigð með
vildarkjörum.
Varla hafa efnin verið mikii, er
þaú settu saman bú, en það er
skemmst frá að segja að þau hafa
komizt leiðina frá fátækt til bjarg-
álna fyrir ósérhlifni dugnað og
þrotlausa vinnu. Jafnframt bú-
skapnum tók Sveinn oft að sér
ýmsa vinnu fjarri heimilinu til
þess að drýgja tekjurnar, og hafði
Helga þá búsýslu með höndum.
Því fer þó fjarri að þau hafi á-
sælzt annarra fjármuni, þvi bæði
eru þau gestrisin, og svo greiðvik-
in og sýtingslaus í viðskiptum sem
bezt má verða. Það eru mikil um-
skipti á Kotvelli siðan þau Sveinn
og Helga settust þar að búi. Eg
gæti trúað að túnið hafi þrefaldast
og nú er það allt eggslétt og vél-
tækt. Manni fannst í gamla daga
að æði spölur væri milli Vallar og
Kotvallar, en nú er þar stutt á
milli túna því Vallarbræður hafa
mjög stækkað tún sín til þeirrar
áttar.
Helga kona Sveins (f. 3. okt.
1879), er dóttir Jóns og Helgu,
sem bjuggu í Króktúni, sú Helga
var dóttir Runólfs hreppstjóra á
Bergvaði sem á sinni tíð var kunn
ur gáfumaður þar eystra. Helga
er kona orðvör og yfirlætislaus,
og ekki veit ég hyernig henni fær-
ist að standa fyrir nútíðai*veizlu.
En ég þekkti einu sinni litla stúlku
sem átti langt í skóla og leið henn
ar lá hjá-Kotvelli. Helga gaf sér
tíma til að ganga í veg fyrir hana
gera henni gott, og fylgjast með
ferðum hennar um torleiðir. Svona
voru veizlurnar hennar Helgu.
Þau Sveinn og Helga eiga tvö
börn, Hermann, sem tekið hefir
við búskap á Kotvelli og Helga
starfsstúlka í Reykjavík.
Eftir því sem líður á ævi manns
ins verður umhverfið honum ann-
arlegra. Nýtt fólk og nýjar lífsskoð
anir hafa tekið völdin. Gamlir fé-
lagar og samstarfsmenn hverfa og
fækkar fundum þeirra sem eftir
eru. Það er eins og að vera einn á
fótum þegar aðrir eru háttaðir.
Þetta er nú að verða hlutskipti
þeirra Kotvallahjóna. En það er
víst að greind þeirra og góðvild
mun lýsa þeim rétta leið, þar sem
þau nú dvelja í skjóli sonar síns
og tengdadóttur, og hlúa að búi
þeirra eftir mætti.
Eg óska þeim blessunar á þess-
um merkidegi bóndans.
B. K.
Minningarorð: Sigorður Jónsson,
fyrrverandi bóndi, Dýrafirði
■Aðfairanótt 16. þ: m. lézt að
ILandspítalanum Sigurður Jónasson
fyrrv. bóndi að Leiti í Dýrafirði á
89. aldursári.
Sigurður var Skagfirðingur að
eett og uppruna, fæddur að Litla
bæ í Blönduhlíð 22. nóv. 1370
Foreldrar h-ans voru þau hjónin
Bfargrét Hallsdóttir og Jónas Jón
asson.
1896 fluttist Sigurður að Núpi í
Ðýrafirði, og mun þar hafa miklu
iráðið um, að systir hans Rakel
fcona Kristins Guðlaugssonar var
þá orðin húsfreyja að Núpi,
6. apríl 1899 kvæntist Sigurður
frændkonu sinni Jónínu Sigurðar
dóttur, Hallssonar. Voru þau hjón
systkinaböm og áttu þau 60 ára
hjúskaparafmæli 6. apríl s. 1.
Þau hjón eignuðust 6 börn, 4
dætur og 2 syni. Synirnir eru báð
ár látnir (Marvin og Gúðmundur),
en dæturnar eru Rakel húsfrú að
Klukkulandi í Dýraf., Elínborg bú
sett á Akureyri og Aðalheiður og
Jóhanna búsettar hér í Reykjaví.
„Allt er lífs, því líf er hreyfing
jafnt ljóðsins blær sem krystalls
steinn.
Líf er sambönd sundurdreifing,
— 3jálfur dauðinn þáttur einn.“
Nú við hin miklu þáttaskil er
hann kvaddur af öllum vinum og
Aoglýsið í
TÍMANUM
samferðamönnum með innilegri
samúðankveðju til eftirlifandi
konu og dætra, með þann bjarta
minningargeisla, sem blikar yfir
ævistarfi góðra drengja. Sl. föstu-
dag var Sigurður borinn til mold
ar frá Fossvogi. — Blessuð sé
minning hans.
Bjarni fvarsson.
Austin
vörubíll
árg. 1947 er til sölu. Hent-
ugur fyrir fyrirtæki, eða
sveitaheimili. Mótor nýupp-
gerður, allt rafkerfið nýtt.
12 volta straumur. Ný
kúpling, gírkassi nýupp-
gerður. Drif og bremsur í
góðu lagi. Allar fram- og
afturfjaðrir nýjar. 12 feta
pallur. Góðar sturtur. Selst
ódýrt og góðir greiðsluskil-
málar.
Jón S. Pétursson,
Görðum, Hnappadalssýslu.
Sími um Haukatungu.
(Eramhald af 7. siðui
kosningaréttur fólksins er nrfur,
sem kynslóðirnar hafa skilað af
sér. í frumvarpinu er þess-
um arfi rænt frá héruð-
unum. Það má líkja héruðunum
við undirstöðusteina eða súlur í
byggingu. Á þeim liefnr Alþingi
hvílt. Nú koma þessir flokkar,
sem standa að kjördæmabreyt-
ingunni og rífa súlurnar undan
byggingunni, en við þessa breyt-
ingu skckkist byggingin svo og
gliðnar, að minni liyggju, að hún
verður brátt ónothæf og' dettur
að síðustu sundur í marga parta.
Hlutfallskosningar. munu leiða
til enn þá meiri sundrungar og
klofnings í íslenzkri flokkapólitík
en hingað til hefur þekkzt, og hef-
ur þó mörgum þótt nóg um slíkt.
Þá getur farið svo, að ýmsir þeir,
sem nú hrósa sér af.'því að koma
þeárri breytingu á, sem hér um
ræðir, verði ekki sérlega ánægðir
yfir þessu verki. Allur landslýður-
irm mun uppskera af þessari breyt
ingu svo sem til er sáð af þeim,
er hér eiga hlut að máli, en þó
mun engin stétt manna verða eins
hart leikin af því og bændastéttin,
enda mun leikurinn fyrst og
fr-emst til hennar gerður, og má
það þess vegna furðulegt heita,
að ýmsir hv. alþm., sem kosnir
hafa verið á þing með atkvæðum
bænda, skuli ætla að ljá þessu
máli fylgi sitt. Mér finnst að þeir
með því vinni sér alleinkennilega
stöðu í stjórnmálasögu þjóðarinn-
ar. í þúsund ár var þessi þjóð
eingöngu bændaþjóð. Þrátt fyrir
náttúruhamfarir, hungur og drep-
sóttir og útlenda áþján, þá seigl-
aðist þetta fátæka bændafólk í
sínum lágu hreysum kynslóð eftir
kynslóð, og það gerði meira. Það
bjargaði ekki aðeins sögu þjóðar
sinnar, heldur einnig hinni feg-
urstu og göfugustu tungu og
skáldamáli í heiminum og sögu
norrænna þjóða. Þetta afrek vann
fátæka bændaþjóðin íslenzka. Og
á þessu afreki er í dag og alla
daga ókomna, byggð tilvera okkar
íslendinga sem þjóðar.
Nú á þéttbýlið öllu að ráða um
skipun Alþingis, því þótt fólkið
í dreifbýlinu haldi sínum kosn-
ingarrétti, þá eru kjördæmin
þannig saman sett, að það verða
þéttbýlustu staðirnir, sem úrslit-
um hljóta að ráða í öllum lrosn-
ingum, og hvar verða þá áhrif
bændanna?
Ég fyrir mitt leyti er ekki í
nokkrum vafa um það, að með
þeirri breytingu, sem frv. þetta
ráðgerir á kjördæmaskipuninni,
er stefnt að breyttu þjóðskipulagi,
og ég er viss um, að margir, sem
nú- eru fylgjendur þess, innan
þings og utan, hafa ekki gert sér
það ljóst.
Það er söguleg slaðreynd hvar-
vetna í heiminum, að\ bændur
þjóðanna eru manna tregastir til
að breyta þjóðlífsháttum og að
engar stéttir manna eru seinni til
byltingarþátttöku. Þess vegna eru
byltingarforingjar og einræðis-
seggir við enga stétt manna eins
grimmir eins og bænduma, og
þess vegna er oft byrjað á því að
veikja á einhvern hátt viðnám
bændanna.
Dæmin í sögunni um slíkt eru
mörg, og eitt slíkt dæmi er að
gerast núna í Tíbet. Þar er komm
únisminn að brjóta undir ok sitt
fátæka', en dyggðuga og trúfasta
bændaþjóð.
Nýr hólmgönguvöllur
Þeir, sem ráða fyrir þeiiTÍ
breytingu á kjördæmaskipuninni,
, sem með þessu frv. á að lögleiða,
þeir hugsa sér sumir hverjir áreið
! anlega, að þelta verði upphaf að
nýju þjóðskipulagi, þar sem fólkið
i landinu verði ekki spurt á líkan
i hátt og verið hefur um það, hverh
ig eigi að stjórna málum þjóðar-
innar.
Og þótt saman fari nu í bili
áhugi þessara flðila fyrir breyt-
ingunni, þá er stefnt í tvær gagn
stæðar áttir, þannig að annar að-
ilinn ætlar sér að láta hinn svo
kallflða sósíalisma með þessu ná
skjótum tökum á þjóðfélaginu,
og mega þá allir vita, hvað í
vændum er.
Hinn aðilinn ætlar sér að láta
hinn harðasta kjirna auðugra
borgara í höfuðstaðnum og ná-
grenni hans ná yfirráðunum í
landinu.
Þessa ■ tvær stefnur eru með
samkomulagi sínu nú í kjör-
dæmamálinu um þá breytingu,
seni áformuð er, að h.isla sér
völl til hjaðningavíga mn yfir-
ráðin. Stór og mannmörg' kjör-
dæmi eru tilvalinn . hólmgöngu-
völlur þessara aðilg,
Réttur héraðanna
haldist
Við Framsóknarmeáh‘.;íeljum, að
til þes's að þjóðinni^|r.ði forð’að
frá þeim örlögum, sé;^m að gera
að halda rétti hinna ^|jmu héraða
til þess að velja og sénda á lög-
gjafarþingið fulltrúa.' Og þegar
misræmis fer að gæta vegna bú-
setu fólks í landinu^ þá fjölgi
fulltrúum frá þeim stöðum, þar
sem fólk hefur tekiðT sér í stór-
um stíl bólfestu og ibýatala hefur
aukizt mikið. vl
_______________
3. síðan
komandi togari var ihnan 3 mílna,
þegar hann náðist, var honum
venjulega skipað að varpa akkeri
til þess að hægt væri að ná ná-
kvæmri og óvéfengjanlegri staðar
ákvörðun.
MeS geislabaug uíh höfuSið
Togararnir máttu yera innan
landhelginnar, svo fr’amarlega sem
þeir væru eikki að veiðum. Þeir
höfðu sannarléga vit a.að færa sér
þetta í nyt eftir því 'sem þeir bezt
gátu. Þannig áttu skiþstjórar til
að segja, með geislaþaug um höf
uðið: — Eg veit að ég er í land-
helgi, en yið höfðum ekki verið að
véiðufn síðústú 12 tímana!
Þá var ekki annða að gera en
rannsaka Hvort trollið væri úti
Það reyndiist ekki vera svo, og í
ofanáiag gat skipstjóri sýnt okkur
þurrt troll. En þá rákum við oft
augun í sundurhöggna togvíra, sem
sýndu að trollið hafði verið látið
sökk\ra er við komum. að togaran
um. Með því að lfta í lestina var
líka hægt að ganga úr skugga um
hvort yéitl hafði verjð nýiega.
Liðsforinginn skilinn effir
Stundum sigldúm við umhverfis
landið tvisvar á.n þóss svo mikið
sem að hafa hendur í hári elns tog
ara. Stundum v:u* bms vegar mikið
að gera, og það' 'kom fyrír, að
skilja varð liðsforingja eftir í
einhverjum togaranna. meðan
Fylla eltist við ajjra. Liðsforingj
anum var þá upjpjilag!, ef hann
fyndi órækar sannanir fyrir land-
helgisbroti viðkomandi togara, að
skipa skipstjóranum að lialda þeg
ar í stað til íslenzkrar hafnar.
Liðsforinginn hafði .aðeins tvo
menn með sér, og þeir urðu að
vera á stoðugu var'ðbergi ef þeir
áttu ekki að enda í brezkri höfn!
Kampavínið franska
— Það var ekki aðeins land-
helgisgæzla, sem eftirlitsskipið
fékkst við. Oft komum við nauð
stöddunr togurum til hjáipai- og
við rákum okkur á að skipstjórárn
ir áttu vart orð til þess að lýsa
þaikklæti sínu, þegar svo bar undir
Einhverju sinni komum við inn á
fjörð, þar sem nokkrar franskar
skonnortur lágu fyrir akkerum. Þá
komu skipstjórarnir um borð í
Fvllu og báðu leyfis að fá að tala
við skipstjórann, sem bjargað
hefði einum félaga þeirra árið áð-
ur, er skipið varð fyrir vélarbilun
í ofviðrí. Einn skipstjóranna hélt
ræðu o'g afhenti skipstjóra okkar
stóra körfu, fulla af frönsku kampa
víni. Félagi þeirra, sem nú sigldi
á öðrum höfum, hafði beðið þá
fyrir kampavínið, og færa það skip
stjóranum á danska -eftirlitsskip
inu, ef þeir skyldu rrekast á það’.
Þeir höfðu siglj,“með kampavínið
í eitt ár áður en það komst til
skila. ■,
(Úr Vejle Amts FolkebladJ
Þetta hefur verið þróun mál-
anna hér á landi síðan Alþingi
var enduríreist, og þannig mim
þróun þingræðis og lýðræðis
verða farsælust. Þannig heldur
hvert byggðarlag bezt sinni á-
byrgð gagnvart samfélaginu og
hlut sínum gagnvart öðrum byggð
um landsins og þannig mun yfir-
gangsmönnum, verða erfiðast að
efla flokka til einsræðis og' yfir-
drottnunar.
Og þess vegna er það skylda is-
lenzku þjóðarinnar að koma í veg
fyrir þá breytingu á kjördæma-
skipuninni, sem frv. þetta ráð-
gerir. Kosningarnar í vor eru eina
tækifæri íslendinga til þess að
lýsa skoðun sinni á því frum-
hlaupi gegn landsbyggðinni og
fornri skipan, sem strandbúarnir
við Faxafióa í þremur stjórn-
rnálaflokkum hafa komið sér sam-
an um.
Það er enn tækifæri til þess
að koma í veg fyrir tilræðið, og
það munu íbúar hinna fornu goð-
orffa gera í sumar.
Gunnar Leistikow
(Framhald af 6. síðu)
geymar _og flestir vatnsgeymarnir
tómir. Ástandið var eins og það
er alltaf stuttu áður en komið
var til ákvörðunarstaðar. Það var
ekki í samræmi við alþjóðaregl-
urnar frá 1948 um öryggisútbún-
að skipa. Ef reglunum hefði verið
fylgt, þá hefði á.tt að fylla þá af
sjó jafnóðum og þeir tæmdust.
En það hefði verið mjög óhag-
kvæmt og kostnaðarsaml. Sjórinn
hefði farið mjög illa með geym-
ana og erfitt að ná saltinu úr
þeim, en ef sait færi skman við
clíuna gæti það gjöreyðilagt vél-
ar skipsins. Auk þess er strang-
lega bannað að dæla olíublönd-
uðum sjó i höfndna í New York.
Það gat engan grunað, að Stoek
holm myndi rekast á Andrea
Doria og fylla tómu geymana á
stj órnborðssíðunni með sjó á
augabragði. Þar sem bakborðs-
geymarnir voru tómir,. setti misr
vægið þá mdkiu slagsíðu á skipið,
sem það náði aldrei að rétta af
sér aftur.
Gunnar Leistikow
Ágætur affí
Ólafsfirði, 24. apríl. —.
Einmuna blíða hefir verið
hér síðan á laugardag. Nýi
i snjórinn, sem hér kom um
daginn, ér að mestu farinn
og allir vegir í byggð að
verða greiðfærir.
Nú er orðið mjög aðkallandi
að fara að moka veginn yfir
Lágheiffi, svo að við Ólafsfirð-
ingar komumst í samband við
umheiminn, enda er talið þar til-
tölúlega snjólítið að sögn manna.
Ágætur afli hefir verið hjá tog-
veiðibátunum síðustu daga. Sigurð
ur kom hér inn með 72 lestir í
fyrradag eftir 4 sólarhringa og
Gunnólfur í gær með 75 lestir
eftir svipaðan tíma. Mb. Anna fór
til handfæraveiða út að Grímsey
og kom í gær með 8 skippund eft
ir tvo daga. Er það bezti afli,
sem menn hafa fengið hér núna
á þessum veiðum.
Togarirm Norðlendingur kom
hingað í nétt með 200 lestir, mest
karfa, en gat aðeins landað 41
lest vegna veðurs og fór með hitt
til Sauðárkróks.
Hér er nú komin bleytuhi-íð
aftur og kaldara, en þó festir
ekki teljandi snjó enn. B.S.
■•ntffiBæRciiaflfið
„Skjaldbreið“
fer til Ólafsvíkiir, Grundarfjarðar,
Stykkishóíms og Flateyjar mánu-
daginn 4. roai. Vörumðttaka í dag
og árdegis á morgun. •
Farseðlar seldir árdegis á laug-
ardag.