Tíminn - 31.05.1959, Side 7
r I' M INN, sunnudaginn 31. maí 1959.
— SKRIFAÐ OG SKRAFAP
Fyrirmæli stjórnarskrárinnar. - Það ,sem þríflokkarnir þola ekki að heyra nefnt. - Á að
Ieggja niður héruðin? - Á að auka hlutfallskosningar? - Meginatriðin tvö, sem kosið er um. -
Þrítug nafnfölsun. - Ábyrgðarlaus valdstreituflokkur. - Sundrung vinstri aflanna. - Vest-
fjarðarför Bjarna. - „Engum dylst, að hin síðari ár hefur lifnað yfir á ný“.
Blög þríflokkanna sleppa sér
í hvert skipti, sem bent er á það,
að efnt sé til þingkosninga 28.
júní vegna þeirra fyrirmæla
stjórnarskrárinnar, að strax
eftir að þingið hefur samþykkt
stj órnarskrárbrey tingu skuli
það rofið, efnt til nýrra kosn-
inga og breytingin öðlist því að-
eins gildi, að hún sé samþykkt
á hinu nýkjörna þingi. Með
þessu er ætlazt til þess, að eng-
in stjórnarskrárbreyting nái
gildi, nema hún hafi áður verið
borin undir þjóðina í kosning-
um og samþykkt þar af henni.
Það er ljóst af þessu, að sam-
kvæmt anda og ákvæðum stjórn
arskrárinnar eiga kosningarnar
nú að snúast fyrst og fremst um
kjördæmabyltinguna.
Þetta mega þríflokkarnir ekki
þeyra nefnt. Af hverju skyldi
það stafa? Þyrftu þeir að vera
nokkuð hræddir við það, að
kosningarnar snerust um kjör-
dæmabyltinguna, ef þeir teldu
hana gott mál? Ættu þær þá
ékki að hvetja til þess, að kjós-
endur' færu ein'mitt eftir ákvæð-
um stjórnarskrárbreytingarinn-
ar og kysu því um kjördæma-
byltingu fyrst og fremst?
Vissulega ættu þeir að gera
það. Ekkert sýnir betur, hve
vondur málsstaður þríflokkanna
er í kjördæmamálinu, að þeir
skuli bregðast svona reiðir við,
þegar minnt er á, að kosning-
arnar eiga samkvæmt ákvæðum
stjórnarskrárbyltingarinnar að
snúast um kjördæmabreyting-
una fyrst ög fremst.
A a$ Ieggja niíur
hérufön ?
Það eru tvö meginágreinings-
efni, sem kjósendur eiga að fella
úrskurð urn varðandi kjördæma-
breytinguna, því að um þriðja at
riði hennar, að fjölga þingmönn
um í þéttbýlinu, eru allir sam-
mála. Það mun því ganga fram,
þótt stjórnarskrárbreytingin, er
nú liggur fyrir, verði felld.
Atriðin, sem baráttan stendur
um, eru þessi:
I fyrsta lagi það, hvort leggja
eigi niður núverandi kjördæmi,
öll nema Reykjavík.
í öðru lagi það, hvort auka
skuli stórlega hlutfallskosning-!
ar, þar sem teknar verða upp
hlutfallskosningar um land allt
X stórum kjördæmum. !
Það er um þessi tvö meginat-
riði, sem kjósendur eiga að
dæma í kosningunum 28. júní.
Með þeirri breytingu, að af-
nema núverandi kjördæmi, eru
rofin fornhelg tengsl við sögu
og land, kollvarpað skipun, er
vel hefur reynzt, slitin persónu-
leg tengsl milli þingmanns og
kjósenda og vald flokkanna stór-
lega aukið til að ráða framboð-
um. Með þessu veröur því stuðl-
að að því að veikja landsbyggð'-
ina stóriega, ýta undir fólks-
flótta þaðan og veikja stjórn-
arhætti Iandsins.
Á a$ auka hluífalls-
kosningar?
Með síðari breytingunni, að
auka hlutfallskosningar, er
stuðlaö að því að ýta undir fjölg
un flokka og flokkaglundroða,
því að slíkt hefur jafnancfylgt
auknum hlutfallskosningum.
Pyrir því er ótvíræð reynsla. Af
þessari breytingu mun því leiða
aukna sundrung og veikara
stjórnarfar.
Þríflokkarnir sjá fram á, að
þetta muni kjósendur gera sér
því betur Ijóst, sem kjördæma-
málið er rætt meira. Því vilja
þeir láta það gleymast. sem
mest. Því eiga kjósendur að
Stuoningsmenn B-listans í Reykjavík héldu fyrsta fund sinn i Framsóknarhúsinu á miðvikudagskvöldiS var,
og sóttu hann Um 400 manns. Fundurinn bar vott um mikinn sigurvilja. — Myndin er frá fundinum.
kjósa fremur urn allt annao'. Því
eru þeir svona hræddir við eig-
in gerðir í kjördæmamálinu.
Kjósendur mega ekki láta
blekkjast af þessum áróðri þri-
flokkanna. í þessum kosningum
eiga þeir að kjósa eftir því fyrst
og fremst, hver afstaða þeirra
er í kjördæmamálinu. Þeir fá
síðar tækifæri til að kjósa eftir
flokkslínum. Þessvegna geta þeir
vikið flokkssjónarmiðum til
hliðar í kosningunum nú.
Þrítug nafníölsun
Samkvæmt sKrifum Morgun-
blaðsins átti Sjálfstæðisflokkur
inn 30 ára afmæli á mánudag-
inn var. Raunverulega er þetta
ósatt, eins og svo margt annað,
sem Mbl. fræðir lesendur sína á.
Enginn nýr flokkur var stofn-
aður hér á landi fyrir 30 árum.
Það, sem Mbl. talar um, var
ekki ný flokksstofnun, heldur
nafnbreyting á íhaldsflokknum.
Forkólfar íhaldsflokksins töldu
það ekki heppilegt lengur að
láta flokkinn ganga undir réttu
nafni og því var hann skirður
upp.
Nafnbreytingin gaf ótvírætt
til kynna, að flokkurinn myndi
nú allur færast í aukana í blekk
ingaiðju sinni. Forkólfar íhalds-
flokksins ,gátu ekkert kennt sig
við síður en sjálfstæðisbarátt-
una. Þeir höfðu fram að þeim
tíma verið í hópi dönsklunduð-
ustu mannanna í landinu. Nafn
breytingin benti þannig til þess,
að nú ætti að fela flokkinn und
ir vörumerki, er væri eins fjarri
eðli hans og tilgangi og hugs-
azt gæti.
Þessi hefur líka orðið reynd-
in. Allur áróður flokksins hefur
falizt í því að látast vera ann-
ar en hann er. Hann hefur
þótzt vera flokkur allra stétta,
þótt hann sé í rauninni hags-
munaklíka auðkónga og kaup-
sýslumanna landsins. Hann hef
ur þótzt haf-a forustu i sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar, þótt
foringjar hans l'ægju í duftinu
fyrir Hitler, þegar veldi hans
var mest, gerðust síöar auðsveip
ir við Bandaríkin og séu nú
manna undanlátssamastir í á-
tökunum við Breta. Hann hefur
þótzt vilja ábyrga fjármála-
stefnu, þótt engir hafi sýnt
meira ábyrgðarleysi í fjármál-
u'm en foringjar hans, sbr. só-
un stríösgróöans. Svona má
telja alveg endalaust.
Abyrgftarlaus vaíd-
streituflokkur
Nafnbreytingin táknar því
vissulega þáttaskil í sögu íhalds
flokksins. Fram að þeim tíma
hafði hann verið íhaldsflokkur
á brezka og norræna vísu og
þorði að kannast við þetta.
Þetta breyttist óðum eftir nafn-
breytinguna og eftir að hinir
gömlu foringjar, eins og Jón
Magnússon og Magnús Guð-
mundsson, drógu sig til hliðar.
Síðan hefur flokkurinn fjar-
lægzt það meira og meira og
minna á evrópisku íhaldsflokk-
anna í stefnu og störfum. Hann
hefur í staðinn gerzt ábyrgðar-
laus yfirboðsflokkur, sem hugs-
ar um það eitt að tryggja for-
ustumönnum sínum yfirráð, svo
að þeir geti hlynnt að stóreigna
og gróðamönnum, er mynda
kjarna flokksins. Ef það full-
nægir þessum tilgangi flokks-
foringjanna, geta þeir vel ver-
ið kommúnistar i dag og svört-
ustu íhaldsmenn á morgun.
Aldrei hefur þetta einkenni á
Sjálfstæðisflokknum komið bet-
ur í ljós en í stjórnarandstöðu
flokksins í tíð vinstri stjórnar-
innar. Þá gerðist hann mesti
kaupstreituflokkur landsins, en
áður hafði hann fordæmt kaup-
hækkanir allra flokka mest. Þá
kallaði hann það mútur, ef tek-
in voru hliðstæð lán og hann
hafði áður staðið að. Þá beitti
hann öllum ráðum til að spilla
fyrir láni til nýju Sogsvirkjun-
arinnar. Svona mætti lengi
telja. Ábyrðarlausari og ósvífn-
ari stjórnarandstaða hefur aldr-
ei verið á íslandi.
Málefnaþjófnaður
í stærsta stíl
Eitt það, sem forkölfar Sjálf-
stæðisflokksins hafa lagt mikla
stund á sér til fylgisaukningar,
er að eigna sér framfarir og
umbætur, sem aðrir hafa komið
fram. Undantekningarlaust hef-
ur þó saga nær allra framfara
og umbóta hérlendis seinustu 30
árin verið með þeim hætti, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
beitt sér gegn þeim eins lengi
og hann hefur getað og þorað,
en þegar þær hafa verið komn-
ar í höfn, liefur hann snúið við
blaðinu og eignað sér þær. Þeg-
ar Sjálfstæðismenn segja nú
söguna, eiga þeir sér undantekn
ingarlaust öll verk, sem t. d.
Jónas Jónsson, Tryggvi Þór-
hallsson, Jón Baldvinsson og
Héðinn Valdimarsson hafa kom
ið fram. í réttu framhaldi af
þessu eru þeir þegar farnir að
eigna sér ýms verk vinstri
stjórnarinnar, eins og t. d. bygg
ingu nýju Sogsvirkjunarinnar,
þótt þeir reyndu að spiíla fyrir
lántöku til hennar, eins lengi og
þeir gátu.
Þá hika þeir ekki við áð telja
sig forustumenn í landhelgis-
málinu, þótt hálfvelgja þeirra
og nöldurskrif Mbl. á síðastl.
sumri eigi sennilega mestan
þáttinn í þeirri falstrú Breta, að
hægt sé að brjóta íslendinga
á bak aftur með hervaldi. Enn
ber Sjálfstæðisflokkurinn lika
kápuna á báðum öxlunum í land
helgismálinu, eins og sést á því,
að hann tók enga ákveðna af-
stöðu með tólf mílna fiskveiði-
landhelginni á landsfundi sín-
um i vetur, þótt hann væri síð-
ar þvingaður til þess á Alþingi.
Sundrung vinstri aflanna
Starfshættir og fyrírætlanir
forkólfa Sjálfstæöisflokksins eru
nú þannig, að það þarf langt
að leita til að finna svipað fyr-
irbrigði, a.m.k. út fyrir hin
vestrænu lýðræðislönd.
En hvers vegna hafa forkólf-
um Sjálfstæðisflokksins heppn-
azt þessi vinnubrögð? Ein skýr-
ing er vitanlega sú, að alltof
margir hafa látið blekkjast af
þeim. En það er líka veigamikil
skýring, að vinstri menn hafa
veriö alltof sundraðir og átt í
innbyrðis deilum. Á þeirri
sundrungu hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn grætt. Ef vinstri
menn vilja ekki eiga á hættu,
að hin grhnuklæddu og ábyrgð-
arlausu stjórnmálasamtök
gróðamanna nái hér völdum,
verða þeir að fylkja liði á grund
velli frjálslyndrar og framsæk-
innar stjórnmálastefnu. Leiðin
er að efla og styrkja Framsókn-
arflokkinn, sem bezt hefur haml
að sókn íhaldsaflanna til þessa,
og' sýndi fylgi sitt við vinstri
stefnuna bezt í verki með því að
vera eini flokkurinn, er stóð ó-
skiptur og einlægur með vinstri
stjórninni.
VestfjarcSaför Bjarna
Ef þeir menn, sem leggja
einlivern trúnað á skrif Morg-
unblaðsins um vinstri stjórnina,
tækju sér ferð á hendur út um
land, myndu þeir vafalaust bú-
ast við því, að sjá þar ófagra
sjón. Þeir myndu telja sig eiga
1 von á því að sjá þar hálfgerða
1 auðn, kyrrstöðu í athöfnum, at-
! vinnulítið fólk, niðurlægingu og
i uppgjöf. Öðru gætu þessir menn
(ekki átt von á, ef þeir tryðu ein-
! hverju af því, sem t. d. Mbl. hef-
jur sagt um vinstri stjórnina.
En hvað myndu menn svo
sjá? Myndu þeir fá staðfestingu
á lýsingum Mbl.?
Þessu er raunverulega svarað
af aðalritstjóra Mbl. Bjarna
Benediktssyni, í forustugréin
Mbi. á miðvikudaginn, þótt
vafalaust sé það óvart gert.
Bjarni fór til Isafjarðar og: Bol-
ungarvíkur um seinustu. helgi.
Eftir heimkomuna lætur hann
fyrstu forustugrein sína" ‘Mbl.
fjalla um það, sem hann sá
merkilegast í ferðalaginu.: Hann
leggur frá sér flokksgleraugun
stutta stund og segir satt o^
rétt frá frá því, sem fyrir aug-
j un ber.
„Hin síÖari ár hefir
lifnaÖ yfir á ný“
i Frásögn Bjarna um íkáfjöfð
hefst á þessa leið: “ '■ t ;
, „Þegar komið er í sömu byggð-
arlögin með nokkurra ára, milli-
bili, hlýtur maður að taka, eftir
breytingunum, sem á hafa orðið,
og spyrja sjálfan sig, hváð þéim
valdi.
ísafjörður er t. d. irteð' -élztu
kaupstöðum hér á landi. Hann
var lengi einn helzti uppgauvgs-
staðnr. Síðan kom stöðvun ,um
hríð, en engum dylst, að liin' síð-
ari ár hefur lifnað yfir á ijý. —
Fólksfjöldi er ef til vill SVipaður
en nýtt líf hefir færzt í dtfTdfriir,
fólkið er bjartsýnna, það. hefir
miklu meiri verkefni og getur
líka veitt sér meira af þessa
heims gæðum en áður.“
Frásögn Bjama um Bohmgar-
vík hefst á þessa leiö: ‘ ,
„Þá hefir ekki síður orðið mik-
il breyting í Bolungarvík. Þar
hefir eins og á xsafirði ætið bú-
ið harðduglegt fólk, og ,'sjó-
mennirnir verið ótrauðir að
sækja út á hafið hvenær sem
færi gafst. En því verður ekki
neitað, að Bolungarvík er riú ó-
líka glæsilegri og byggilegrr staö
ur en áður. F.jöldi nýtízku húsa
hefir risið upp á fáum árum, og
hvarvetna mæta auga gestsins
merki athafna og velmegunar.“
Sannleikurinn um
vinstri stjórnina
Þessi frásögn Bjarna er .víssu-
lega í næsta mikilli mótsögn við
það, sem blað hans hefir verið
látið halda fram um stjórnar-
hætti -vinstri stjórnarinnar.
Munurinn liggur í því, að i þetta
skipti segir Bjarni satt. Það er
ómótmælanleg staðreynd, að hin
siðari ár — stjórnarár vinstri
stjórnarinnar — hefir Jifnað
yfir á ný. Það á ekki aðeins við
um tsafjörð og Bolungarvík,
heldur svo að segja hvert .ein-
asta kauptún og kaupstað lands-
ins, aö það lifnaði yfir á ný í
stjórnartíð vinstri stjórnárinn-
ar. Þess vegna mæta nú augum
gestsins þar „merki athafrfa og
velmegunar.“ Þess vegna' er
fólkið þar orðið bjartsýnná en
áður.
Það er ómótmælanleg stað-
reynd, að í tíð vinstri stjórnar-
innar voru meiri framfarir í
landinu en nokkuru sinni ’fyrr.
Það er ómótmælanlega “ stað-
reynd, byggð á upplýsingmn og
útreikningum Efnahagssam-
vinnustofnunar Evrópu, að ifs-
kjör almennings voru þá betri
hér en í nokkru öðru landi' ;Sv-
rópu. Stjórnartíð vhistri s’tjörn-
arinnar einkenndist af vel .ieg-
un og miklum framförum, en þó
varð viöskilnaöur hennar oetri
en nokkurrar annarrar stj .. ar
um langt skeið.
Þetta komast svörtustú :d-
stæðingar hennar ekki 11, : ið
viðurkenna, ef það hendirp... að
segja satt, eins og Bjrni’a í
Mbl. á miðvikudaginn.