Tíminn - 31.05.1959, Síða 12
VEP IMO F
Suðaustan gola, smá skúrir, en
bjart á milli.
1....n i rt 'r' 1
Reykjavík 13 st. Annars staðar
landinu 5—12 stig.
Sunnudagurinn 31. maí 1959.
Fimm kjósendafundir Framsóknar-
manna á Norðurlandi í þessari viku
Eysteinn
Ólafur
ir
Eins og sagt var frá hér í
blaðinu í gær, verSa eftir
helgina haldnir fimm al-
mennir kjósendafundir á veg
um Framsóknarflokksins
norðan lands, og mætir Ey-
steinn Jónsson, fyrrv. ráð-
herra á beim öllum nema
einum. Fundirnir eru þessir,
og hefjast allir kl 9 siðd.:
.
SauSárkrókur
Þar ver'ður fundur á þriðju-
dagskvöld í Bifröst og aðalræðu-
menn auk Eysteins Jónssonar
Ólafur Jóhannesson og Kristján
Karlsson, efstu menn á lista
flokksins í Skagafirði.
Akureyri
Þar verður fundur á miðviku-
daginn og meðal ræðumanna
Eysteinn Jónsson og Ingvar
Gíslason, frambjóðandi flokks-
ins á Akureyri.
Ólafsfjörður
Þar verður fundur á fimmtu-
daginn og tala þar auk Eysteins
Jónssonar allir frambjóðendur á
lista flokksins í Eyjafirði, Bern-
harð Stefánsson, Garðar Halldórs
son, Edda Eiríksdóttir og Björn
Stefánsson.
Sigluf jörður
Þar verður fundur á föstudags
kvöldið, ræðumenn Eysteinn
Jónsson og Jón Kjartansson fram
bjóðandi flokksins á Siglufirði.
Dalvík
Þar verður fundur á þriðjiu
inn og mæta þar þrír efstu menn
listans í Eyjafirði, Bernliarð
stefánsson, Garðar llalldórsson
og Edda Eiríksdóttir.
52 kennarar brautskráðir
Freysteinn Gunnarsson hefir stjórnatS
Kennaraskólanum í 30 ár
Á fimmtudaginn var Kenn Nýtt hús fyrir skólann er sem
araskólanum slitið Við hátíð- kunnu§t er 1 smíðum viðð Stakka
lega athöfn Var betta 51 l hllð’ og rætlst þvi að llkindum ur
tega atnotn. var petta Of-! húsnæðisvandræðum skólans inn
starfsár skólans. Burtfarar-' an skamms Freysteinn Guniiarsson
prófi luku 52 nemendur, en toéfur stýrt Kennaraskólanum í
alls voru í skólanum 124 nem Þrjá áratugi, en það var árið
1929, sem hann tók við því starfi
endur í vetur.
Kennaraskólinn hefur frá byrj
un útskrifað alls 1435 nemendur.
Alls gengu 20 nemendur undir
próf í vor í skólanum, en 108 luku
prófum. Veikindi ollu að nokkrir
eiga ólokið prófum. Úr fjórða
foekk útskrifuðust 13 nemendur,
17 úr stúdentadeild, 22 úr handa
vinnudeild ög þrír söngkennarar,
en einn þeirra var einnig í
fjórða foekk
Nýtt hús.
■Freysteinn Gunnarsson skóla-
stjóri skýrði svo frá í skólaslita
i’æðu sinni, að skólinn hefði í vet
ur starfað með svipuðu móti og
'undanfarin ár. Starfaði hann í
fjórum déildum, en þar að auki
er eins vetrar stúdentadeild' og
handavinnudeild. Aðsókn að skól
lasnum virðist heldur fara vaxandi,
©g voru nemendur nú heldur fleiri
en undanfarin ár. Verða nú
þrengsli í skólanum og óhægt um
vik, einkum til æfingakennslu.
af 'Magnúsi Helgasyni.
*
A skotspónum
Tilgátur manna uin
það, að Gísli Jónsson nuini
fá að vera ofarlega á lista
Sj.manna í Vestfjarðakjör-
dæmi, ef til þess kemur að
kjördæmabyltingin komizt
á, munu ekki vera á rökum
reistar. Sigurður Bjarnason
og Kjartan Jóhanesson
munu ekki ætla sér að láta
mann á þcssum aldri róa sig
af gærunni, auk þess mun
Gísli hafa öðrum hnöppum
að hneppa erlendis, eftir
því sem hann segir sjálfur í
dreifibréfi til kjósenda. Mun
þá hlutverk Gísla verða það
eitt, cf hann næði kosningu,
að koma á eitt þing, er situr
nokkra daga, og greiða þar
atkvæði með því að leggja
niður Barðastrandarsýslu
sem kjördæmi.
Framsóknarmenn
Dagsbrún, Iðju og
Trésmiðafélaginu
Framsóknarmenn í Verkalýðs
félaginu Dagsbrún Trésiniðafél
Reykjavíkur og Iðju, halda sam
eiginlegan fund í Framsókanr
húsinu, annarri liæð, í dag kl
2 e.h.
Þórarinn Þórarinsson ritstjóri,
efsti niaður B-listans í Reykjavík
mun mæta á fundinum.
Aldrei eins mikilí afli borizt á land
í Olafsvík sem á jbessari vertíð
OLAFSVIK, 30. maí. — Vertíð
lauk í ÓLifsvík 23. maí s.l. —
Gekk ver/íðin í heild mjög vel,
liefur aldrei koinið meira aflcí-
magn á land á einni vertíð, þrátí
fyrir miklar ógæfíir fyrri hluta
vetrar.
Aflahæsti báturinn á vertíðinni
var m.b. Bjarni Ólafsson, sem afl-
aði 924 tonn í 94 róððrum. Er
það mesti afli, sem bátur hefur
fiskað í Ólafsvík á vertíð. Bjarni
Ólafsson er 35 lestir að stærð. —
■Skipstjóri er Jósteinn Halldórs-
«on, 35 ára gamall, hefur verið
form. á hát í Ólafsvík í 11 ár. Er
hann þar þessa dagana að taka við
{Framhald á 2. ;íðu).
Fundur Félags
framsóknarkvenna
Félag Framsóknarkvenna
heldur fund mánudaginn 1.
júní kl. 8,30 á venjulegum
fundarstað. Fundarefni:
Kosningarnar og félagsmál.
Harðorð samþykkt sýslunefndar Ár-
nesssýlu í landhelgismálinu. «
Á fundi sýslunefndar Ár-
nessýslu, sem haldinn var að
Laugarvatni dagana 19.—23.
þ. m., var meðal annars sam-
þykkt eftirfarandi.
„Sýslunefndin fegnar rétt.
mætri útfærslu íslénzkrar fisk
veiðilögsögu í 12 sjómílur og met
ur miklis örugga og æðrulausa
framkomu skipstjórnarmanna og
áhafna á varðskipunum við
vandasöm og áhættusöm skyldu_
störf. Jafnframt væntir sýslu.
nefndin þess, að öll þjóðin taki
Framsóknarmenn úr öðrum 0
verkalýðsfélögum en þeim, sem 0
• 1 'i\ ■ * „ t\ ,1,1 1, f .. .1 ,, ... ■ _ . n 11 _ yý
á fundinn. Mætið vel og takið 0
«1A/V rírwrt!
með ykkur gesti.
i
Kjósendafundur
og héraðsmót
í Mýrasýslu
Stórsigur -
meðmælendur
fengust
| 0 Alþýðublaðið er drjúgt með^
| 0 sig, segir, að Alþýðuflokk 0
j 0 urinn bjóði fram í 27 kjör-p
i 0 dæmum, vegna þess „AÐ0
0 MJÖG GOTT REYNIST AÐÍ
: 0 FÁ MEÐMÆLENDUR MEÐ^
0 FRAMBOÐSLISTUM flokks-0
0 ins“. Þetta gekk treglegar^
Framsóknarmenn í Mýrasýslu 0 ý'ý’” *!Íaðn?j en f”n.n0
llda alinpnnnn VincnnHnrfnnH í | ^kk það ailðVeldlega fyrirg
0 Alþyðuflokknum að komaf
0 fram framboði“. Þetta telur^
Ú blaðið fyrirboða mikils kosnáf
íi __ íi
halda almennan kjósendarfund í |§
Borgarnesi n.k. laugardag (6.
júní) og hefst fumlurinn kl. 2
e. h. Nánar verður sagt frá fund-
inum síðar.
p ingasigurs.
i
Héraðsmótið.
Um kvöldið kl. 9 hefst svo hér-
aðsmót Framsóknarmanna
p Það mun vart of mælt, aðp
0 smáskrjftnara sjálfshól hefir||
0 varla sézt í aðalmálj
Í stpjórnmálaflokks hér
i
aðalmálgagnip
ál
Mýrasýslu. Þar flytur ræðu HalL || Iandi. Allir^ vita, að . svo að^
dór S. Sigurðsson alþm. Hinir I segía ,hvaða manni> sem|
vinsælu gamanleikarar Gestur 0 langar í framboð, tekst að fáp
Þorgríinsson og Haraldur Adolfs Í meðmælendur, en atkvæðinp
— -----, - - p verða stundum ekki nema svoi
son skemmta. Síðan verður dans_
að.
F.U.F. í Mýrasýslu og S.U.F.
munu annast undirbúning móts
ins.
i
0 sein hálf
0 Það verður varla stór sigur,p
0 þótt meðmælendatala náist. 0
íg
meðmælendatala.p
Stálu bát í Rvík og brutu við Skaga
Sjóferðasaga tveggja Reyk
víkinga, er stálu trillubát á
föstudagsnóttina og héldu á
Faxaflóann, er nú orðin hið
mesta grínmál á Akranesi.
Stuldurinn uppgötvaðist á föstu
dagsnóttiua i Reykjavik, er tveir
sjómenn ætluðu að vitja bátsins
og halda í róður. Báturinn var þá
horfinn. Eigendurnir leituðu hvar
vvtna með strönd fram í nágrenni
foæjarins allt í Kópavog og Hafn-
arfjörð. Þegar á daginn leið fór
annar þeirra til Akraness, en hinn
hélt áfram leitinni hérna megin
flóans. Hann mun einnig hafa kært
hátshvarfið til lögreglunnar.
Á reki
í fyrradag hringdi hreppstj. á
Innra-Hólmi til fógetans á Akra-
nesi og tilkynnti að tvo ölvaða
menn á hátskel hefði horið þar að
landi. Vélin hafði stöðvast og bát
inn rak upp eins og fara gerði,
fyrir sjó og vindi. Skagamenn gáfu
■sig á tal við þessa sæfarendur og
kváðust þeir hafa tekið bátinn á
leigu.
Skipbrot
Eftir landtökuna fóru þeir að
bzsa víð að koma vélinni i gang
oig þóí/i farast það heldu?’ ókwnn
uglega. Viðleitni þeirra bar þó
árangur og keyrði þá annar mann
anna út, en liinn sat eftir í landi.
Þeir sem sáu ,tiZ ftu’ðudlí sig nú
enn meir á liátterni mannsins,
er hann keyrði yfir sker, láskaði
þar bátinn og þrælaði honuin síð
an til lands í urð og grjót, þar'
sem hann brotnaðz enn meira.
Buðu stígvélin
I Skyldu þeir við hátinn þannig
hrotinn í fjörunni, tóku úr hon-
um sjóstígvél og fleira dót og
löbbuðu sig uppí sveitina. í>ar
hittu þeir hónda einn buðu
honum stígvélin til kaps, en sá
har kensl á mennina, tók af þeim
■stígvélin og hlutina úr bátnum og
geymdi þá. Bændur af Skaganum
fóru síðan með drátátarvél og
þjörguðu trillunni undan sjó, en
komumenn þvældust um sveitina
báðir ölvaðir og flestum til ama
og leiðinda.
stillingu þeirra og óbifanlega
staðfestu til fyrirmyndar. Enn
fremur telur sýslunefndin að
gera beri lýðum ijóst innan Atl-
antshafsbandalagsins, og þá ekki
sízt þeirri þjóð, sem tekið liefur
að sér að vernda öryggi þessa
lands, að fslendingar hafi ekki
ástæðu til þátttöku í þeim sam.
tökuni, ef svo fer fram sem verið
liefur um valdbeitingu Breta í
íslenzkri Iandhelgi.“
Óskilamunir
ÍLögreglan hefur beðið blaðið að
koma þeim tilmælum á framfæri,
að væntanlegij. ei-gendur óskila-
muna vitji þeirra í skrifstofu
'hennar á Fríkirkjuvegi 11. Mikið
af óskilahlutum, úrum, skartgrip
um, reiðhjólum og fleiru hefur nú
safnast fyrir hjá lögreglunni.
Sumarfagnaður FUF
Ungir Framsóknarmenn í
A-Hún. og Skagafirði halda sam-
eiginlegt vorniót laugardaginn 6.
júní n. k. og hefst það kl. 9 síðd.
Ræður flytja Sigfús Þorsteins-
son, ráðunautur, Blönduósi og
Ingvar Gíslason, lögfr. frambjóö-
andi Framsóknarflokksins á Ak-
ureyri. Kvartett syngur og leik-
ari skemintir. Að lokum verður
dansað.
Kosningaskrif-
stofurnar
Kosningaskrifstofa Fram-
sóknarflokksins vegna kosn-
inganna úti á landi er í Eddu
húsinu, 2. hæS. Fiokksmenn
hafi samband viS skrifstof-
una og gefi upplýsingar um
kjósendur, sem dvelja utan
kjörstaðar á kosningadag-
Inn. — Símar 14327
16066 — 18306 — 19613.
Kosningaskrif-
stofan í Rvík
Kosningaskrifstofa Fram«
sóknarfélaganna i Reykjavík
er í Framsóknarhúsinu 2.
hæð opin, alla virka daga
kl. 9—22. Framsóknarfólk,
hafið samband við skrifstof-
una sem fyrst varðandi náms
fólk erlendis og aðra, sem
fjarverandi verða á kjördag.
Upplýsingar um kjörskrá og
aðstoðað við kærur.
Símar 15564 og 19285.