Tíminn - 13.06.1959, Qupperneq 6
6
T í M I N N, laugardaginn 13. júní 1959,
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarínsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargðtn
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaBamenn)
Auglýsingasimi 19 523. - Afgreiðslan 1232S
Prentsm. Edda hf. Síml eftir kl. 18: 13948
Vatneyrarmálið
í BLÖÐUM hefur nýlega
verið skýrt frá því, aö tveir
útgerðarmenn á Patreksfirði,
Garðar Jóhannesson og Frið
þjófur Jóhannesson, hafi ný-
lega verið dæmdir í Saka-
dómi Reykjavíkur í þungar
sektir fyrir brot á gjaldeyris-
löggjöfinni og bókhaldslög-
gjöfinni. Hvorugur hefur
kosið að áfrýja dómnum og
hafa þeir þannig játað sekt
sína. .
Þótt blöðin hafi sagt frá
þessum dómum, hafa þau
ekki gert það á neitt áber-
andi hátt. Mbl. virðist t.d.
segja frá þeim rétt fyrir siða
sakir á einni öftustu síðu
sinni. Meðal almennings
hafa þeir heldur ekki vakið
verulega athygli. Það er eins
og mönnum þyki það ekki
nein nýlunda, þótt uppvíst
verði um slík brot í einka-
rekstrinum.
ÞAÐ má hins vegar vel
gera sér í hugarlund, að öðru
vísi hefðu Mbl. og Vísir sagt
frá þessum málum, ef hinir
brotlegu hefðu verið starf-
andi á vegum samvinnufélag
anna. Þá hefðið verið notað
stærsta fyrirsagnaletur í þess
um blöðum og brotin skrifuð
hiklaust á reikning samvinnu
hreyfingairnnar allrar. Og
þá -hefði ekki heldur verið
hlífzt við að bendla Fram-
sóknarflokkinn við þau.
Ef andstæðingar Sjálfstæö
isflokksins teldu sér leyfileg
siík vinnubrögð og Sjálfstæð
isflokkurinn beitir, þá myndu
þeir grípa þetta tækifæri til
rógsherferðar gegn útgeröar
mönnum og verzlunarmönn-
um yfirleitt, og ekki heldur
hlífast neitt við það að draga
Sjálfstæðisflokkinn inn í
málið. í því sambandi væri
t.d. auðvelt að benda á það,
að þeir Friðþjófur og Garðar
áttu ekki hvað minnstan
þátt í því, að Sjálfstæðis-
flokknum tókst að vinna
Barðastrandarsýslu á sínum
tíma.
Sem betur fer, er stjórn-
málabaráttan hér enn ekki
komin á það stig, að yfirleitt
sé fylgt því fordæmi blaða-
manna.Mbl. og Vísis, að nota
brot einstakra manna til að
sverta heilar stéttir, stór fé-
lagssamtök eða flokka. Hinir
þýzk-menntuðu forsprakkar
Sj álfstæðisflokksins eru und
antekningarlítið einir um
þau vinnubrögð.
ÞAÐ er annars ástæöa
til þess að veita því athygli,
að þegar uppvíst verður um
einhver brot hjá starfs-
manni, sem vinnur hjá sam-
vinnufélagi eða fyrirtæki,
sem er tengt samvinnuhreyf
ingunni, þá vekur það miklu
meiri athygli en þó svipuð
brot séu framin í einkarekstr
dnum. Vitanlega hvílir sama
skylda á þeim, sem vinna að
einkarekstrinum, og þeim,
sem vinna við samvinnufyrir
tæki, um að hlíta landslög-
um. En brotin, sem hafa átt
sér stað í samvinnurekstrin-
um, hafa verið svo miklu
fátíðari. Þess vegna vekja
þau athygli. Af þeim ástæð-
um virðist það orðin hefð að
gera miklu meiri kröfur til
samvinnufélaganna en einka
rekstrarins.
í þessu er fólgin mikil
viðurkenning fyrir sam-
vinnuhreyfinguna. Þetta má
vera henni hvatning til að
kappkosta það, að slíkt álit
haldist áfram. Að vísu verð
ur aldiæi fullkomlega girt
fyrir það, að ekki geti ein-
hver slík óhöpp komið fyrir
í hreyfingu, sem hefur orðið
jafnumfangsmikla starf-
semi. En að því ber að stefna
að þau haldi áfram að vera
miklu hlutfallslega færri
þar en annars staðar, eins
og verið hefur hingað til.
UM þessar mundir eru
miklar dylgjur um það, að
einhver mistök hafi átt sér
stað í rekstri olíufélaga
þeirra, sem samvinnuhreyf-
ingin stendur að, á Kefla-
víkm-flugvelli. Af hálfu sam-
vinnumanna er einskis frek
ar æskt en að mál þessi verði
rannsökuð til fulls og þeir,
sem brotlegir kunna að reyn
ast, sóttir til sektar. En vitan
lega er það fjarri öllu lagi,
að ætla að skrifa mistök, sem
einstakir menn kunna að
reynast þér sekir um, á reikn
ing samvinnuhreyfingarinn-
ar eða Framsóknarflokksins.
Það væri álíka og ætla að
áfellast alla útgerðarmenn
landsins og Sjálfstæðisflokk
inn vegna Vatneyrarmáls-
ins. Shkan málflutning leyfa
sér ekki aðrir en lærisveinar
Hitlers og andlegir bræður
þeirra.
Heilbrigð viðbrögð almeimings
VÍÐA að af landinu berast
vaxandi fréttir af því, að
það muni síður en svo bæta
hlut Sjálfstæðisflokksins,
hve mikið kapp hann leggur
á að elta uppi og undir-
oka þá fylgismenn sína, sem
eru andvígir kjördæmabylt-
ingunni. Menn finna sem
er, að þeir starfshættir, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
hér gripið til eru í fyllstu and
stöðu við það frjálsræði,
sem kjósendur eiga að njóta
& lýöræöislantíí.
Það er sannarlega ánægju
legt, að almenningur skuli
snúast þannig við þessum ó-
svífnu og ólýðræðislegu
starfsháttum Sjálfstæðis-
flokksins. Því aðeins verður
lýðveldið treyst og eflt í sessi
að þau vinnubrögð, sem for
ingjar Sjálfstæðisflokksins
beita hér, verði fordæmd.
Kosningaúrslitin nú þurfa
í senn aö vera áfellisdómur
um kjördæmaþyltinguna og
ólýðræðislega starfshætti
Sj álfstæðisflokksins.
Krustjoff hefir losað svolítið
um klafa rússneskra rithöfunda
Krustjoff hefur nú losað lítiL'
lega um múlinn á rússneskum rit-
höfundum. Þeir eru þó enn fastir
í hafti ritskoðunarinnar. Þeir eru
enn spenntir fyrir æki hugsjóna-
fræði flokksins, en það hefur verið1
slakað svolítið á ækisólunum, til
þess að þeir gætu hlaupið fjör_
legar.
Þetta er opinber tilraun til að
hleypa meira lífi í bókmennta.
sköpunina efir þvinganir síðustu
ára, en rúsneskir rithöfundar hafa
flestir verið sem hófkyrktir folar
síðustu áratugi.
Á ráðstefnu sovjetskra rithöf.
unda, sem nýlega er lokið í iMoskvu
lýsti Krustjoff yfir fullum sigri
yfir hinurn bókmenntalegu „end-
urskoðunarmönnum.“ Hann mælti
til rithöfundanna sem hinn stór
huga sigurvegari, og bauð þeim
framrétta hönd til hjálpar inn á
hinar réttu og gömlu og góðu
slóðir bókmenntasögunnar. Öllum
erjum skyldi gleymt, og aðeins ef
menn væru einhuga, þá mundi allt
ganga eins og í sögu.
Formannsskipti
Og sem tákni fyrir vaxandi sam.
úð og skilning á komandi tímum,
urðu formannsskipti í rithöfunda-
sambandinu og slakað á eftirliti
flokksins að minnsta kosti að nafn
inu til. Lýst var yfir að rithöfund.
ar fengju meira sjálfræði — að_
eins ef þeir virtu hugsjónir og sjón
armið flokksins og þjónuðu þeim
Hið langdræga stórskotalið
ryður fótgönguliðinu braut, sagði
Krustjoff við rithöfundana. Þegar
stórskotaliðið hefur leiðsögu fyrir
framgangi fótgönguliðsins, skýtur
það yfir og fram fyrir eigin lið-
sveitir. — Þess vegna verðið þið
að skjóta lengra og nákvæmar, svo
þið hittið mótstöðumenn ykkar en
ekki ykkar eigin menn.
Ræða Krustjoffs til rithöfund-
anna einkenndist af því, bæði hvað
snerti inntak og form, að hann var
hinn mikli og dáðríki sigurvegari.
Hann kastaði handriti sínu til hlið_
ar og greip í staðinn til athuga-
semdabókar sinnar og lét móðann
mása og gamminn geisa, og talaði
eins og sá, sem ekki þarf að fara í
launkofa með neitt eða kippa sér
upp við smámuni.
Um þessar mundir eru liðin 2 ár
síðan Krustjoff gerði upp við rit_
höfundana, er þeir sýndu lit á að
vilja fara eigin götur. Það leiddi
síðan af sér uppgjörið við Molotoff
og Malenkoff í hlutdeildarstjórn
inni frægu, er talað var sem fjálg-
legast um hina „samvirku for-
ustu“. í þremur ræðum, sem
Krustjoff hélt vorið 1957, en voru
ekki birtar fyrr en 3 mánuðum síð-
ar, krafðist hann .skilyrðislausrar
hlýðni af rithöfundunum við flokk_
inn og stefnu hans — frá 1954
hafði ritskoðunin verið laus í reip-
um, og þá komu fram bækur eins
og „Bráðaþeyr" Ilja Eherburgs og
„Ekki af einu saman bruði“ eftir
Valdimir Dutintsev. Hinu hvat-
orða tímariti „Litteraturnaja
Moskva“ var lokað og þaggað nið_
ur í „óþægum“ rithöfundum.
Sigurvegari
Á rithöfundaþinginu í vor sagði
Krustjoff, að Dutintsev hefði ekki
verið sá versti, hann hefði í öllu
falli ekki verið flokksfjandi, þótt
bók hans hefði verið einhliða og
yfirdrifin í þjóðfélagsádeilu sinni.
Hún hefði þó skaðað landið vegna
þess að hún hefði komið andstæð-
ingum kommúnismans að góðum
notum. Bókmenntirnar eiga ekki
að vera snauðar gagnrýni, sagði
Krustjoff, en þær eiga að vera já-
kvæðar. Flokksforustan varð fyrst
til þess að halda uppi sjálfsgagn-
rýni og rithöfundarnir yrðu að
muna að setja gagnrýni sína fram
í 'jákvæðu markmiði.
Dutintsev ekki sá versti
Ég verð að biðja menn að mis_
skilja mig ekki, sagði Krustjoff.
Ég er á engan hátt að verja menn,
sem í verkum sínum lýsa hlutun-
• um eins og þeir stæðu í engu sam.
Gefur þeim meira olnbogarými með því skil
yrði að þeir þjóni hugsjónum fíokksins
Krustjoff heldur ræ3u á þingi rithöfundasambands Sovétríkjanna.
bandi við lífið. I nokkrum bókum
er tilveran skrautlýst. Slíkar bæk.
ur eru tæplega nokkurs virði. En
ég tek mér sæti við hlið þeirra
höfunda, sem grundvalla verk sín
á jákvæðum persónum. Við verð_
um að ala fólkið upp með góðum
og jákvæðum dæmum, og benda
því á það, sem vert er að lifa fyrir.
Fordæmið getur lyft grettistök-
um ...
Fögur fordæmi
Það kvað við í svolítið breyttum
tón, en boðorðið hið sama og í
boðskap miðstjórnarinnar til þin.gs
ins, en þar sagði: „rithöfundarnir
eiga að leika hlutverk hinna
ástríðufullu áróðursmanna 7 ára
áætlunarinnar“.
Meiri lempni
Það hefur sem sér engin breyt.
ing orðið á þeim kröfum, sem
flokksforustan gerir til rithöfund-;
anna. En nú er reynt að fara að
þessu með meiri lempni í þeirri
von, að betri árangur náist. Rit.j
höfundurinn fær nú svolítið meira I
olnbogarými, örlítið tækifæri til
að vera hann sjálfur, án þess þó
að hann fái leyfi til að segja það,
sem honum býr í brjósti.
Opinber samúð?
Helztu merki um hina opin-
beru samúð, sáust meðal annars af
því, að Konstantin Paustovsky,
sem var einn af ritstjórum „Litt_
eraturnaja Moskva“ og ekki vildi
viðurkenna víxlspor sín fyrir 2
árum síðan, fékk nú leyfi til að
gagnrýna hina opinberu stjórn á
ráðstefnunni. Bæði í grein, sem
hann skrifaði í „Litteratur.naja
Gazeta“ og í ræðu, sem hann hélt
á þriðja degi ráðstefnunnar krafð-
ist hann meira frelsis til handa
rithöfundum og meiri sannleika af
þeim. „Það er komið mál til, að
menn hætti að kalla vini sína
fjendur, aðeins vegna þess að þeir
segja hinn óþægilega sannleika
og skrifa ekki eins og hræsnarar“,
sagði hann, „kannski hrópum við
svo hátt um sannleikann, vegna
Framhald á 11. síðu.
Framsóknarflokkurinn og launamálin
Launamál kvenna
Á s.I. ári, þegar Framsókn_
ar flokkurinn fór með stjórn
á fjármálum ríkisins voru
„ launakjör kvenna, sem starfa
0 hjá ríkinu, leiðrétt verulega.
Allir vita, að þó jafnrétti
eigi að ríkja hér á landi með-
al karla og kvenna, m. a. í
launamálum, skortir enn alL
mjög á, að fullt jafnrétti hafi
náðst í þessum efnum.
Bandalag starfsmann ríkis
og bæja sneri sér til fjár_
málaráðlierra Eysteins Jóns_
sonar og fór þess á leit, að
p fram yrði látin fara rannsókn
á því hvort misrétti ætti sér
stað um launaflokkun kvenna
hjá ríkinu.
Var skipuð nefnd, sem full-
trúi frá fjármálaráðuneytinu
og fulltrúar frá BSRB átti
sæti í. A vegum þessara að-
ila fór síðan fram gagnger at_
hugun á þessnm málum, og p
eftir þá athugun fengu fjöl- 0
margar konur Ieiðrétting Ú
sinna mála. Voru launakjör 0
allra þeirra kvenna sein kvart 0
anir báru fram, rannsönkuð, ^
og varð fullt samkomulag uin p
niðurstöður milli fjármála. 0
ráðuneytisins og BSRB. 0
Framsóknarflokkurinn hefir 0
þannig sýnt í verki, að hann 0
vill vinna að því, að fuIL 0
komnu réttlæti verði komið á Ú
í Iaunamáluin kvenna, og 0
flokkurinn mun áfram vinna 0
í þá stefnu. ú
Þessi mál hafði Sjálfstæðis- p
flokkurinn algerlega vanrækt, 0
þegar hann fór með fjármála- 0
stjórnina. 0.
I