Tíminn - 28.06.1959, Page 10

Tíminn - 28.06.1959, Page 10
ÍO TÍMJNN, sunnudaginn 28. júní 1959« Hafnarfjörður - Reynir 3-3 Þessl hnefi gerSi út um leikinn — haegrihnefi og andlit hins nýja heimsmeistara. Fyrsta skipti í 23 ár, sem Evrópubúi verður heimsmeistari í þungavigt - Ingemar Johannsson sigraði Floyd Patt- erson í þriðju lotu í keppninni í fyrrinótt New York, 26. júní (NTB); Ingemar Johannsson varS heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum, er hann sigraði svertingjann Floyd Patter- son í þriðju lotu. Þrátt fyrir rigningu og þoku fyrir leik- inn, sem fram fór á Yankey Stadion í New York, mættu 20 þús. áhorfendur og eng- inn varð fyrir vonbrigðum, því að keppendurnir háðu eina áhrifamestu keppni hnefaleikanna. Heimsmeist- arinn Patterson, sem fyrir leikinn var taiinn hafa sigur- möguleika 7 gegn 3, var sleg inn niður sjö sinnum í 3. lotu áður en hringdómarinn fann út, að það var ekki nokkur meining að halda áfram hinni ójöfnu keppni og tilkynnti að Svíinn væri hinn nýi heimsmeistari. Var Ingemar þá mjög hyiltur af áhorfendum. Svíinn mætti fyrstur í hringinn ásamt framkvæmdastjóra sínum, Edvin Ahlquist. Svíinn var klædd ur í svartan slopp. Aðstoðarmenn hans í „horninu“ voru sænski þjálf arinn Nils Blomberg og bandaríski þjálfarinn Whitey Bimstein, og einnig var hjá honum sérstakur læknir, Carlson. Floyd mætti nokkrum sekúndum síðar. Hann var í hvítum slopp og var fagnað mun meir en Svíanum. Hringdóm ari í leiknum var Audy Goídstein. Ir.i 'Víaon óó Fioyd Pafferson ræðast við fyrir leikinn. Keppendur hófu leikinn gæt'i- iega og þreifuðu fyrir sér. Ingemar notaði mest beina vinstri, en iPatterson varðist örugglega. Það kom fljótt í ljós að armlengd Svíans var meiri. Greinilegt' var þó að hvorugur vildi taka afgerandi forustu í þessari lotu, og eftir því var tekið, að Ingemar notaði yfir höfuð ekki hægri hending til að slá með. Patterson hóf sókn í byrjun 2. lotu, en var fljótlega stöðvaður á vinstri hnefa Ingemars. Floyd kom þó höggi á kjálka Ingemars, en Svíanum varð ekki meira um það, að hann hóf sókn og skoraöi mikið af stigum. Ingemar Johannsson réðist strax á mótherja sinn í toyrjun þriðju lotu, en lenti þá beint inn í högg Floyds ,en svaraði með sinni frægu hægri, sem í fyrsta skipti var þá sýnd hinum amerísku áhorfend- um, og árangurinn var, að Floyd lá í gólfinu. Dómarinn taldi upp að átta og Floyd reis upp og fékk strax að kenna á hægri hnefa Ingt mars og hneig aftur niður Nú var talið upp að sex og efth þetta var eins og köttur væri a? leika sér að mús. Ingemar sló — Floyd reis upp til þess að verðs fyrir nýjum höggum og þegar heimsmeistarinn hafði sjö sinnurn legið stöðvaði dómarinn leikinn. iSigri Ingemars hefur verið fagn að mjög í Svíþjóð og liann var í gær aðalumræðuefni blaða og útvarps í Evrópu, en þetta er í fyrsta skipti í 23 ár, sem Evrópu- búi verður heimsmeistari í þunga vigt. Nokkur er nú önnur frægð Svíans eða 1952, þegar hann var rekinn úr Olympíuhringnum í Helsinki vegna hugleysis. — Þeir Ingemar og Floyd munu mætast aftur í nóvemtoer, en keppnisstað ur hefur enn ekki verið ákveðinn. Austan stinningskaldi var með an leikurinn fór fram. — Dómari var Hörður Óskarsson. Hann er sýnilega ekki í mikilli æfingu, en gerði heiðarlegar tilraunir til að dæma sómasamlega. Bæði liðin höfðu hreyt't mjög um leikmenn frá því á laugardag- inn. Var breytingin hjá Sandgerð | ingum mjög til hins toetra. Voru úth.stöðurnar skipaðar toetri mönn um og v.frv. Gunnar átti ágætan leik. Leikur Hafnfirðinganna var nijög þyngri í vöfum en er þeir léku við Skarphéðinn, enda við meiri mótstöðu að etja og lítt æfðir menn komnir inn í stað leikandi ungmenna. Hafnfirðingarnir léku undan vindi. Miðfrv. Ragnar Jónsson mæt'ti of seint til leiks og á 4. jmín. notar Gunnlaugur sér þessa eyðu vel og skorar. Hafnfirðingarn i ir jöfnuðu sig fljótt g tóku torátt ivald yfir leiknum. Voru þeir því ! sem uæst í látlausri .sókn allan hálfleikinn. Reynir át'ti þó nokk- ur upphlaup, en þar eð Ragnar og Einar reyndust ofjarlar þeirra Gunnlaugs og Eiríks og varð lítil hætta af. Fyrsta mark K.R.H. ; skoraði Ragnar Sigtryggsson á 10. mín. Ásgeir og Garðar léku skemmtilega upp v. megin og út við hliðarlínu sendir Garðar fyrir. Ragnar fær iknöt'tinn rétt innan vítateigs og skorar viðstöðulaust. Á 20. mín. sendir Ragnar Sigtr. háan knött utan af kauti að marki Reynis. Markm. hleypur vit, en í uppstökkinu missir hann af knettinum. Berþór hafði fylgt vel eftir og skallar í autt markið. Á 40. mín. skora Hafnf. þriðja , markið. Eins og við fyrsta markið er sótt upp v. megin, og eftir laglegar skiptingar (Ásgeir, Garð ar og Bergþór) er knötturinn sendur til Ragnars Sigtr. sem .skor ar með snöggu föstu skoti. Reynir átti undan vindi að sækja og skoraði þrjú mörk eftir harðar sóknarlotur að marki Hafn' firðinga. Hafnfirðingar léku betur í þessum hálfleik, sem þeim fyrri, en þó tækifæri gæfust, tókst þeim ekki að skora. — Á 15. mín. skor ar v.frv. Reynis mark hjá K.R.H. Sendi hann langa og háa spyrnu að markinu. Markmaður K.R.H. stökk of fljótt upp og er á leið niður aftur er knötturinn svífur inn í markið, yfir höfði hans. — Á 20. mín. er vítaspyrna tekinn á K.R.H. — Hafði Gunnlaugi verið brugðið gróflega. Eyjólfur fram- kvæmdi spyrnuna og markmaður ver, en dómarinn t'elur að mark- maður hafi hreyft sig áður en Eyjólfur spyrnti og lætur taka vítaspyrnuna aftur. Eyjólfur fram kvæmir spyrnuna aftur og spyrnir beint á markmanninn, sem var auðveldlega. Ragnar gætir Gunn laugs ekki eins vel og skyldi. Hefnir þetta sín á 37. mín. er Ragnar missir af honum inn fyr- ir. Markmaður reynir að bjarga með því að hlaupa út og loka markinu, en Gunnlaugur leikur á hann og skorar. Vel og rösklega gert. — Síðustu mín. sækja Hafnf. mjög fast og ákveðið að marki Reynis. Sigurjón fær tvö tækifæri t'il að vinna leikinn er hann fram kvæmir aukaspyrnur á vítateig Reynismarksins, en spyrnir yfir og kæruleysislega fram hjá. — Leiknum lauk því með jafntefli 3 : 3. GAJME. Magnns Jónsson kominn heim, syng- ur í Gamla bíói á þriðjudagskvöÍd Magnús Jónsson óperu- söngvari er staddur hér á landi í sumarfríi nú um sinn. Hann hefir nú um hríð dval- izt í Kaupmannahöfn og sungið þar við Konunglega leikhúsið og verið jafnframt í leiklistardeild óperuskóla leikhússins, þar sem frú Anna Borg er aðcdkennari. í Konunglega leikhúsinu hef- ur hann m. a, sungið í II Trovatore, La Boheme, hlut- verk Rúdolfs, Grímudans- leiknum, hlutverk Gústafs III. og í ,,modern“ óperu, Ifegenia. Leikhúsið bindur mjög miklar vonir við þennan unga íslenzka t'enór, sem hvarvetna hefur hlotið hina beztu dóma og mikið lof. Hann hefur samning fyrir næsta ár, og eftir það mun leikhúsið ihafa í hyggju að fastráða hann. SöngsTcemmfun. Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn er nú að endurnýja starfslið isitt. og má þar nefna auk Magnúsar, Bonnu Söndberg, sem er mjög glæsileg söngkona og Ito Hansen, isem einnig hefur fengið prýðisdóma. Þar starfa nú alls þrír íslenzkir tenórar, Magnús Jónsson, Einar Kristjánsson og iStefán íslandi. Magnús hyggst halda söng- iSkemmtun í Gamla bíó næstkom- andi þriðjudagskvöld kl. 7,15 með undirleik Frits Weisshappel. Á efnisskránni er fjöldi góðra laga, íslenzkra og erlendra. Þetta er fyrsta söngskemmtun Magnúsar hér síðan 1954. 13600 handíeknir NTB—London 26. júní. 13600 manns hafa alls verið handeknir af lögreglunni í Kerala síðan ó- eirðirnar byrjuðu þar fyrir hálfum mánuði. Af þeim hafá 4000 verið dæmdir til fangelsisvistar, en hin um hefur verið sleppt, því að öll fangahús eru yfirfull. Nehru hefur lýst yfir, að hann kæri sig ekki um að vera sáttasemjari í deilu kommúnistastjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar, en stjórnin vill ú sættast og binda enda á ó- °;rðírnar. Úr „Grímudansleiknum." Niels Muller, Magnús Jónsson og Bonna Söndberg

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.