Tíminn - 10.07.1959, Síða 2
T í MI N iV, föstudaginn 10. júlí 1959.
96 þús. manns sáu sýn-
ingar Þjóðleikhússins
16 verk sýnd á leikárinu, sýningar alBs 214
Með opið stefni til hafnar:
Danska flutningaskipið Samos. sem myndln sýnir, lenti fyr-
nokkru í árekstri við brezkt flutningaskip úti fyrir Hol-
landi Skipið var dregið tll hafnar i Cherbourg í Frakklandi, og var myndin tekin er þangað kom.
Brezk launþegasamtök lýsa
andstöðu við stefnu Verkamfl.
Viljja gerbreytingu á stefnunni í kjarnorkumálum
NTB-London, 9. júlí. •— raunir með kjarnorkuvopn. Muni
þá Bandaríkin og Rússland að lík
Brezka flutningaverkamanna indum gera hið sama. Enn frem-
sambandið samþykkti 1 dag á ur verði hætt framleiðslu kjarn-
jþingi sínu á eyjunni MÖn orkuvopnanna.
ályktunartillögu,
FJÓRIR FANGAR í FANGELSI í
Washington héidu 38 öðrum föng-
um gíslum heila nótt, vopnaðir
hnífum, og kváðust myndu drepa
þá nema þeir fengju bíl og heim-
ilan akstur til kanadisku landa-
mæranna. Fangaverðir sigruðu
þá með brögðum án þess nokkur
væri drepinn.
JÓHANNES PÁFI XXIII. sendi é dög-
unum .út fyrsta htrðisbréf sitt, er
fjallar um sambúð mannanna.
Skorar hann á alia menn að vinna
að því er sameini menn en að-
skilji þá ekki. Skorar hann á þjóð-
ir heims að vinna að friði.
Tíunda leikári Þjóðleik-
hússins lauk síðastliðinn
surmudag með lokasýningu
norska leikflokksins á leik-
ritinu Kristin Lavransdatter.
Sýningar á árinu urðu alls
214, þar af 193 í Reykjavík
en 21 utan Reykjavíkur Sýn
ingargestir urðu alls 95.753,
þar af í Reykjavík 90 893, en
utan Reykjavíkur 4.480.
Leikhúsið sýndi 16 verkefni á
leikárinu, og var þar af einn gesta
leikur. Leikrit voru 14, söngleikir
2. Eitt nýtt íslenzkt leikrit var
sýnt á árinu, Hamst, eftir Krisján
Albertsson. Þrjú verk voru tekin
upp aftur frá fyrra ári. Flestar
sýningar urðu á óperunni Rakar-
inn í Sevilla, eða 31, en sýningar
gestir voru 17.685.
Sýningaskrá
Eftirtalin verk voru sýnd á leik
árinu: Horft af brúnni, .eftir Art-
hur Miller, 8 sýningar; Haust,
eftir Kristján Albertsson, 7 sýn-
ingar; Faðirinn, eftir August
-Strindberg, 16 sýningar; Horfðu
reiður um öxl, eftir John Osborne,
27 sýningar; Sá hlær bezt, eftir
Howard Teichmann og George
Kaufmann, 15 sýningar; Dagbók
Önnu Frank, eftir Frances Good
rich o-g Albert Hackett, 9 sýning
ar; Rakarinn í Sevilla, eftir G
Rossini, 31 sýning; Dómarinn, eft-
ir Vilhelm Moberg, 9 sýningar;
Á yztu nöf, eftir Thornton Wilder,
16 sýningar; Undraglerin, eft'ir
Óskar Kjartansson, 22 sýningar;
Fjárhættuspilarár eftir Nikolaj
Gogol og Kvöldverður kardínál-
anna, eftir Juloi Dantas, 4 sýning
ar; Húma,- að kveldi. eftii- Eugeno
O’Neill, 11 sýningar; Tengdason-
ur óskast, eftir WUliam Douglas
Home, 11 sýningar; Betlistúdent-
inn, eftir Karl Millöcker, 24 sýn-
ingar; Kristín Lavransdóttir, eftir
Tormod Skagestad, 4 sýningar.
Kaupfélag V-Húnvetninga:
sem er í
íullkominni andstöðu við
yfiríýsta stefnu Verkamanna
flokksins i kjarnorkumál-
UllT.
Tillaga þessi var borin fram af
Trank Cousins, framkvæmdastjóra
liambandsins. Af 760 fulltrúum á
bingrnu greiddu aðeins 50 atkv.
á móti tillögunni. Þar er lýst al-
gerri andstöðu við þá tillögu
Verkamannaflokksins, að brezka
Gtjórrri’n beiti sér fyrir samtökum
allra.'’þjóðia nema Bandarikjanna
'9g Ráðstjómarríkja.nma um að eiga
>íkki né gera tilraunir með kjarn
orkuvopn.
Einnig er í ályktun þessari lagt
íii, að Bretar lýsi því yfir, að
beir muni ekki framar gera til-
Góðir gestír
á kvöldvöku hjá
íslenzk-sænska
l
F.I.B. skemmtlr hinum
öldnu á laugardaginn
463 þús. endurgreidd
Vöruveltan nam rúmum 28 millj. á árinu
Félag ísleiukra bifreíðaeig-
enda liefur haft þann sið allmörg
nndanfarin ár að bjóða vistfólki
á ellilieiinilinu Grtuid í stutta
skemmtlfcrð einu sinni á sumri.
Félagsmenn leggja til bíla sína,
en ýrnsir fleiri aðilar hafa stuðl-
að að og styrkt þessar ferðir.
Hafa þessar ferðir tekizt með
ágætum og verið gama fólkinu
hressandi upplyfting.
Á moi'guni, laugardag, ætlar
félagiS enn lað ieggja upp í
skemmtiferð með hina öldnu og
að þessu siinni austur að Selfossi.
Þax verður hinum öldruðu veittur
beíni og haft verður ofan af fyrir
því nteð fjölbreyttum skemmtiait-
riðum.
Lagt verður af staS M. 2 e. h.
frá Grund, en komið aftur til
Reykjatikur milli 7 og 8 um kvöld
ið.
Félagsmenn eru hvattir til aS
liiggja ekM á liði sínu og iána bíia
isína í þessia stuttu ö'kuför. Eru
þeir beðnir að hafa samband við
skirfstofu féfejgsins sem fyrst í
síma 15659 eða í síma Magnúsar
H. Valdimarssonar, 33588.
Skyldir að kjósa
NTB—Cairó 8. júlí, Aðeins einn
flokkur býður fram í Arabiska sam
band&Iýðveldinu, og kosningin er
ekki leynileg.
Hins vegar er kosningaskylda.
Kosning hófst snemma í morgun.
Sagt er að naumast hafi orðið
vart við kommúnista. Kjörnir
verða 39 þús. kjörmenn, sem síð
an velja menn á þing hvors lands,
Egyptalands og Sýrlandis, en þau
velja menn á sameiginlegt þing.
Úr þeiiri samkundu velur svo
Nasser sjálfur fulltrúa, sem sæti
eiga á hinu eiginlega þjóðþingi.
AðaKundur Kaupfélags
Vestur-Húnvetninga var hald
inn á Hvammstanga dagana
15. og 16. júní. Sátu hann
auk 19 fulltrúa stjórn og end
ui'skoðendur. Karl Hjálmars-
son framkvæmdastjóri lagði
fram endurskoðaða reikn-
inga félagsins fyrir s. 1. ár.
Sýndu þeii’ góða afkomu fé-
lagsins.
I
Ákveðið var að endurgreiða fé-
lagsmönnum 463 þús. krónur af
vöruúttekt og er það nokkru meiri
upphæð en árið áður. Sala seldra
og keyptra vara varð um 28 Vz
millj. kr. og hafði áukizt lítillega
frá_ árinu áður.
Úr stjórn átti að ganga Guðjón
Jónsson, bóndi, Búrfelli, sem baðst
undan endurkosningu, en hafði
setið í stjórn félagsins í 27 ár, og
voru honum þökkuð vel unnin
störf í þágu félagsins. í stjórn
var kosinn í hans stað, Sigurður
Halldói-sson, bóndi, Efri-Þverá.
Ólafur Þórhallsson, bóndi, Ána-
stöðum var endurkosinn endur-
skoðandi. Ákveðið var e ins og tíð
kast hefur undanfarið að bjóða
félagskonum í tveggja daga
skemmtiferðlag. Á.B.
félaginu
í Reykjavík eru nú staddir tveir
góðir sænskir gestir, Peter Hall-
áerg, dósent við háskólann í
Gautaborg, og Anders Ek, leikari
við Dramatiska Teatern í Stookk-
íaólmi. Peter Hallberg er mörgum
íReykvíkingum að góðu kunnur
síðan hann var lekto,- hér við
tiáskólann. Síðan liann fluttist til
Gautaborgar hefur hann unnið
allra manna ötulast að því að
nækka veg íslands þar í landi.
..Inn. er formaður Sænsk-íslenzka
íélagsins í Gautaborg og hefur
/erið mjög skeleggur forsvari ís-
lands í: iandhelgismálinu.
Anders Ek er einn af kunnustu
og ágætustu leikurum Svía, sér-
jtæður og sjálfstæður í túlkun
íinni. Hann varð fyrst frægur fyr-
r leik sinn í leikritinu Caligula !
eftir Camus, og hefur leikið fjölda
nlutverka, bæði í leikritum og
kvikmyndum,
í kvöld munu báðir þessir
menn láta til sín heyra á kaffi-.
kvöldi, sem íslenz-sænska félagið
heldur í Þjóðleikhúskjallaranum
kl. 20.30. Peter Hallberg flytur
Bandormasérfræðingur
rannsakar innyfli dýra
* Dvelur hér á vegum ritsins „The Zoology of
!ce!and“f sem Danir og íslendingar gefa út
Vilja kjamorku-
spreogjur
NTB—Tananarive, 9. júlí. — Sam
bandsríki Frakka í Afríku sam-
þykktu á ráðstefnunni í Tanana-
rive, sem lauk í dag, að Frakkar
skyldu halda fast við ákvörðun
sína um að gera kjarnorkusprengj
ur. Myndi það auka hróður Frakk
lands. De Gaulle fullvissaði for-
ustumenn Afríkuríkjanna um, að
engin hætta gæti stafað af, þótt
Frakkar gerðu tiiraunir sínar í
Sahara, og samþykktu Afríkurík-
in, að tilraunirnar skyldu gerðar
þar. Franska stjómin hefur vísað
á bug mótmælum Ghana gegn
kjarnorkusprengingum í Sahara.
Áðalfundur
Félags íslenzkra
bókaverzlana
Aðalfundur Félags íslenzkra
bókaverzlana var haldinn 6. júlí.
Formaðm- var kosinn Björn Pét-
ursson og meðstjórnendur Lárus
Bl. Guðmundsson og Bragi Bryn-
jólfsson, allii- í Reykjavík; Krist-
inn Pétursson, Keflavik og Ólafur
B. Ólafsson, Akranesi.
Aðalfulltrúi í stjórn Kaupmanna
! samtaka íslands var kjörinn Björn
Pétursson og Lárus Bl. Guðmunds
son tii vara. — í félaginu eru nú
35 bókaverzlanir.
25. júní s. 1. kom hingað
til lands Jean G. Baer pró-
fessoi' við háskólann í Neu-
chatel í Sviss, en hann er
einn þekktasti bandorma.sér-
fræðingur heims. Er hann
hingað kominn á vegum rit-
safnsins .,The Zoology of
Iceland“ til að rannsaka
bandorma í innyflum spen-
dýra, fugla og fiska.
The Zoology of Iceland er gef-
ið út af íslendingum og Dönum
sameiginlega. Er það ritverk um
náttúru íslands, sem kemur út í
heftum og eru tveir þriðju hlutar
verksins þegar komnir út en ætl-
unin er að ritverk þetta fylli fimm
bindi. Fékk ritið styrk úr raun-
vísindadeild Vísindasjóðs handa
prófessor Baer til bandormarann
sókna hérlendis.
Ðvelur í mánuð
Professor Baer mun' dvelja hér
í mánuð og ferðast um landið til
bandormarannsókna og mu„ svo
síðan skrifa um rannsóknir sínar
í ritið. Þessi þáttur dýralífsins á
íslandi er lítt rannsakaður. Dansk
ur vísindamaður, Krabbe að nafni
átti þó litillega við slíkar rann-
sóknir hér laust eftir aldamót. Er
því mikill fengur að fá svo hæfan
vísindamann til rannsókna hér.
Prófessor Jean G. Baer hefur
lengi unnið að náttúruvérndarmál
um og er nú forseti Alþjóða
náttúruverndarsambandsins.
Kvöldfagnað
halda Framsóknarfélögin í Gullbringu- og Kjósar^ýslu
og Hafnarfirði í Framsóknarhúsinu í Reykjavík kl. 8,30
í kvöld fyrir starfsfóik, stuðningsmenn og gesti.
Dagskrá m. a.:
Kaffidrykkja
Ávörp.
Einsöngur: Erlingur Vigfússon.
Dans. Hljómsveit Jose Riba.
Aðgöngumiðar afbentir við irmganginn.
Miða má einnig panta í síma 16066.
Stjórn fulltrúaráðsins.