Tíminn - 10.07.1959, Qupperneq 8
8
T í M I N N, föstudaginn 10. júlí 1959.
Þvottapottar
] kolakyniir
j fyrirtiggiandi
Sighvatur
Einarsson & Co.
i Skipholti 15.
Simi 24-133 — 24-137
Vatnsdælnr
j s|álfvirkar
] fyrir kalt vatn
I fyrirlíggiandi.
Sighvatur
Emarsson & Co.
{ SfcJpholti 15.
I Sími 24-133 — 24-137
W.C. setur
W.C. kassar
W.C. skálar
| fyrirliggjandi.
Sighvatur
Einarsson & Co.
| Skipholti 15.
Sími 24-133 — 24-137
Veggfiísar
] fyrirtiggjandi.
Sighvatur
Einarsson & Co.
Skipholti 15.
Sími 24-133 — 24-137
Einangrunarkork
Þakpappi
] fyrirliggjandi.
Sighvatur
Einarsson & Co.
] SJdpholti 15.
I Sími 24-133 — 24-137
EUfastur steinn
ogleir
] fyrirliggiandi.
Sighvatur
Einarsson & Co.
Skiphoiti 15.
Súni 24-Í33 — 24-137
gKSwmwinmnnuiiimawannm
- 't-Wi •t jkiAULij4
Áttræður: Vigfús Guðbrandsson
frá Stöð
Áttræður er í dag Vigfús Gutt-
ormsson frá Stöð í Stöðvarfirði.
Hann er fæddur á Svalbarði í Þist-
ilfirði þann 10. júlí 1879. Foreldrar
Vigfúsar voru þau hjónin séra
Guttormur, hinn kunni latínu-
'klerkur, Vigfússonar prests að Ási
í Fellum, Guttormssonar prófasts
að Hólum og Vallanesi, Pálssonar
prests að Valþjófsstað Magnússon-
ar og Þórhildur Sigurðardóttir
Steinssonar á Harðbak á Melrakka-
slóttu Hákonarsonar. Vigfús hlaut
menntun allt að 3. bekk latínu-
skóla hjá föður sínum. En erfiðar
kringumstæður ollu því, að hann
gat eigi hafið latínuskólanám frek-
ar en margir hæfileikamenn af
þeirri kynslóð. En árið 1903
hleypti hann isamt sem áður heim-
draganum og fór til Noregs og
stundaði þar nám við lýðháskól-
ann á Jaðri um eins árs skeið.
Hann fékkst við búskap um nokk-
urt árabil, fyrst í Stöð og síðar að
Ánastöðum í Breiðdal. Árið 1926
fluttist Vigfús til Norðfjarðar. Síð-
an hefur hann stundað kennslu á
ýmsum stöðum austanlands allt til
ársins 1951, er hann fluttist til
Reykjavíkur. Síðast kenndi hann
í Fáskrúðsfjarðarskólahverfi í sam
fleytt tíu ár. Eftir að hann kom til
Reykjavíkur, hefur hann kennt í
einkatímum og starfað að upp-
skriftum fyrir Orðabók Háskóla
íslands.
í ágúst 1904 gekk Vigfús að eiga
Ingigerði Konráðsdóttur, bónda á
Reykjum í Mjóafirði og Sigríðar
Hjálmarsdóttur, dannebrogsmanns
á Brekku í sömu sveit. Ingigerður
var fædd 22. okt. 1876 á Reykjum.
Hún lézt 1931. Böm þeirra voru
Sigríður, sem lézt árið 1937 á Þórs-
höfn á Langanesi og Guttormur
Hermann frami'eiðslumaður á m/s
Gullfossi.
Vigfús er margfróður og vel
lesinn. Frönskumaður var hann á
yngri árum, og hafði enda góð
skilyrði til að þjálfa sig í því
tungumáli á þeim árum, er hann
dvaldist á Stöðvarfirði og Norðf.
Átti 'hann þá oft og tíðum við-
ræður við menn á frönsku fiski-
duggunum. En þrátt fyrir allt hef-
ur íslenzkt mál og íslenzkar bók-
menntir ætíð átt stærst ítök í
huga hans og hvergi naut hann sín
betur en þá er hann sagði nemend-
um sínum til í þessum fræðum.
Vigfús er stálminnugur og kann
frá mörgu að segja. Hann hefur
ætíð verið stundvís og kappsamur
við vinnu, t. d. má geta þess, að
hann fékkst v:ð slátt þar til hann
var hálfáttræður. Hann er hag-
mæltur vel og hafa birzt eftir
hann kvæði í blöðum og tímarit-
um. Einnig á hann nokkuð óbirt í
fórum sínum. Á yngri árum þótti
Vigfús skæður glímumaður sakir
leikni og bragðfimi. Talsvert
fékkst hann við harmonikuleik og
þótti fjörugur spilari og var því
eftirsóttur til að spila fyrir dansi.
Vigfús er með afbrigðum ern og
léttur á fæti, en einkum er hann
þó ungur í anda.
Að Iokum vil ég nota tækifærið
og færa Vigfúsi mínar beztu og
innilegustu árnaðaróskir í tilefni
dagsins og óska honum gæfu og
góðrar heilsu í framtíðinni.
Þ. S.
BúnaSarfélag Aííaldæla
- ramnaio síðuj
margir til máls og fluttu allir ó-
bundið mál nema Þórólfur Jónas-
son, bóndi í Hraunkoti. Hann
flutti afmælisljóð til fölagsins.
Þegar staðið var upp frá borðum
var fljótt hafizt handa um það,
að taka af borðum og rýma husið.
Tók það nokkurn tíma, en á meðan
á því stóð, 'bauð Bjartmar Guð-
mundsson, hreppstjóri á Sandi,
nokkrum af boðsgestunum í ferð
upp á Hvammsheiði. Þar getur að
líta myndarlegt átak, sem unnið
hefur verið á félagslegum grund-
velli undir handleiðslu Búnaðar-
fólagsins. Skal því lýst nokkuð og
aðdraganda þess.
Svo vildi til seint í júní vorið
1956, að það sást úr býggð að stórt
landssvæði á Hvammsheiði stóð í
björtu báli. Ekki var þetta skógar-
eldur en móaeldur mátti það heita,
því istórþýfðir lyng- og hrísmóar
brunnu til ösku. Hafði fólk verið
þama á heiðinni að tína fjallagrös,
og að sjálfsögðu ekki gleymt sígar-
ettunum heima. Þurrkar höfðu þá
staðið lengi og var jörð öll mjög
þurr. Það heppnaðist að stöðva
þetta bál með því að gera skurð
með jarðýtu fyrir framan það. Eft-
ir var svo kolsvart flag á þessari
gróðursælu heiði miðri, en ótti
gaus upp um uppblástur og eyði-
leggingu lands. Þá var stofnað fé-
lag til þess að græða þetta svöðu-
sár foldarinnar. Sáð var þarna í
63 hektara í samfelldri breiðu
sumarið 1958. Og nú beið þetta
stóra og fagra tún sprottið,
eftir sláttuvélunum í fyrsta sinni.
Eru það bændur á því svæði dals-
ins, sem minnst eiga ræktunar-
lönd, eða ræktanleg heima, sem
eiga þetta og flestir 5 hektara
hver. Tæplega var það nú eins vel
sprottið og beztu tún niðri i daln-
um, en fallegt var það og fögur
var útsýn og yfirsýn dalsins af
heiðarbrún, og með vaxandi trú á
mátt góðurmoldarinnar komum
við gestirnir aftur heim að húsinu,
sem þá dunaði af dansi. Honum
var þó bráðlega slitið, vegna pess
að Smára-kvartettinn á Akureyri
kom og söng þar við mikla hrifn-
ingu. Voru enn halclnar nokkrar
stuttar ræður í hléi meðan kvart-
ettinn hvíldi sig nokkuð. Síðan var
stiginn dans fram yfir miðnætti.
En veitingar voru allan þann tíma
á borðum í veitingastofu hússins í
kjallara þess.
Ekki get cg komið því við að
lýsa störfum fólagsins eða afrek-
um þess, enda er saga þess Skrifuð
og mun koma út bráðlega. En
geta má þess að tún í hreppnum
hafa áttfaldazt og aðrar fram-
farir eru eftir því. Og mest hefur
þetta verið unnið undir umsjón
félagsins, og rseinast-a tímabilið
beinlínis af því með vélakosti þess.
Nokkur mjög myndarleg nýbýli
hafa risið upp í dalnum og sveitin
fríkkað stórkostlega.
Formenn félagsins hafa verið
fimm, þessir: Benedikt Kristjáns-
son, prófastur, Grenjaðarstað, Sig-
urjón Friðjónsson á Sandi, Indriði
Þorkélsson á Ytra Fjalli, Jóhannes
Friðlaugsson í Haga og Hermóður
Guðmundsson í Árnesi, núverandi
formaður, sem reist hefur eitt allra
myndarlegasta nýbýli og er al-
kunnur athafnamaður og braut-
ryðjandi. Kristján Jónatansson í
Norðurhlíð hefur setið í stjórn fé-
lagsins um þrjátíu ára skeið og
alltaf verið fulltrúi þess á fund-
um Búnaðarsambands Suður-Þing-
eyinga, síðan jþað var stofpað.
Hann hefur þvi mikið' fyrir þetta
félag unnið og var hans minnzt sér-
staklega í hófinu.
Fögur var vornóttin, þegar ég
var á heimleið suður Aðaldal og
Reykjadal. Hef ég aldrei litið'svo
fagra miðsætursólarsýn sem að sjá
fjöll og fell í suðri logagyllt í mið-
nætursólinni. Túnin stóðu sprottin
og á sumum þeirra hafði fýrsti
heyfengur ársins verið tekinn sam
an þennan dag.
Pétur Jónsson.
Tækifærisverð á góðu 4
manna tjaldi nú þegar.
Upplýsingar í síma 13720.
3. síðan
í París var erfitt að komast út.
Þar var mikill mannfjöldi, og ekki
sem tallra tillitssamastur. Þeir
vildu allir fá að þreifa á vörum
mínum. í London kom hertoginn
af Kent til mín að tjaldabaki eftir
skemmtun <til þess að kasta á mig
kveðju.
Ekkert EF
Að lokum lagði Hlöðver hand-
sterki fram smáhugvekju til al-
mennings:
— Segið fólki, að það eigi að
vera 'hamingjusamt, eins og ég.
Ekki vera istöðugt að hugsa um
hvað hefði getað orðið, EF, heldur
una glaðir við sitt. Vera ekki að
ásælast annarra, hvort heldur er
völd eða heiður. Þeim líður bezt,
sem sjá alltaf góðu hliðarnar á
því, sem er þeirra eigin.
(Newsweek.)
Bændur
Tíu ára telpa óskar eftir að
komast á gott sveitaheimili.
Upplýsingar 1 síma 13095.
1 2,8 tonn, Breiðfirðingur,
í góðu lagi.
1 2 tonna, nýr.
1 5 tonna, nýuppgerður.
Skipti á bílum möguleg.
Bíla- og búvélasalan
Baldursg. 8. — Sími 2313f