Tíminn - 11.07.1959, Qupperneq 9
T í M IN N, Iaugardaginn 11. júlí 1959
MH
MARY ROBERTS RINEHART:
Mugrölá
lijúkrunat'kona.
25
hugsa núna, að það hafi veriö
Hugo.
— Hvers vegna Hugo?
Það er þarflaust, að ég sé
að endurtaka sögu hennar.
Hún var lík því, sem hún
ha'fði sagt mér. Hún bætti
samt dálitlu nýju við. Það
var á þá ieið, að Herbert hefði
neitað að útskýra fyrir sér,
hvernig á ótta sínum stæði,
en hins vegar sagt, að hann
væri búinn að skrifa bréf til
hennar, svo að hún skildi,
hvernig í öliu lægi, ef eitthvað
kærni fyrir hann. Einnig sagði
hún frá því, að á miðvikudags
morguninn, þegar ég hafði
komið að henni óvarri í garð
inurn, hefði hún verið að
reyna að komast inn í hús-
iö til að leita að þessu bréfi.
— Er þetta sannleikur, eöa
hvað?
—Eg er búin að segja þér
það.
— Varstu þarna þá ekki
til að sjá, hvort stiginn hefði
skilið eftir sig neina slóð og
til að má hana burt, ef hún
hefði einhver verið?
— Hvaða stigi?
Én spurningarnar höfðu
greinilega komið henni úr
jafnvægi, því að nú fór hún
aftur að gráta. Hún vissi ekk
ert um stigann, og óskaöi
þess, að vera látin ein. Hún
vildi fara heim. Þaö lægi ljóst
fyrir, að hún hefði ekki drep
ið Herbert, enda þótt lögreglu
foringinn spyrði hana eins og
hún væri grunuð um morð.
Þegar hún varð aftur róleg,
gaf ég því gaum, að lögreglu
foringinn lét stigann liggja
í láginni, og fannst mér þaö
tillitssamlega gert.
— Þetta bréf, sem þú minnt
íst á, sagði hann nokkrum
öðrum frá því?
— Það Iiefði hann aldrei
gert. Eg ér viss um, aö hann
gerði það jekki.
Hann kinkaði kolli,- og
skömmu síðar reis hann úr
sæti. — Þér er aö sjálfsögðu
ljóst, að þú ert ekki í gæzlu-
varðhaldi. Þaö myndi vera
hlægilegt. . En mig langar til
að spyrja þig nokkurra spurn
inga í viðbót, og ég mun sjá
una, að fjölskyldu þinni sé
tilkynnt, að þú sért hér í góðu
yfirlæti. Á eftir kémst þú svo
heim, strax í kvöld. Á meðan
vefður séð um, að vel fari um
þig, og við skulum láta bera
okkur mat hingað inn.
— Því ekki fara og yfir-
heyra þau núna, sagði hún.
—' Ef ég er ekki sek, hefur
þú ekkert með það að gera
að halda mér hér.
— Ef til vill ekki. Hann
brosti til hennar. — En ég
er ekki enn reiöubúinn með
spurningarnar, og þegar öllu
er á botninn hvolft viljum viö
bæði það sama, ekki satt?
Við viljum komast að því,
hver myrti Herbert Wynne,
ef hann var drepinn. Og
hvers vegna.
i : 11. kafli.
Einn l viðbót.
Hún strunsaði út, bar höf'
uðið hátt og var ögrandi í
fasi. Lögregluforinginn fyigdi
henni eftir með .augunum og
beið þangað til hún lokaði
dyrunum á eftir sér.
— Hvað finnst yður, ung-
frú Adams?
— Þetta er sama sagan og
hún sagði mér.
— Hún gleymdi þó næstum
því hjólbarðanum.
— Það sannar ekkert, finnst
yður það? Það er eitt og ann-
að, sem hefur ruglað hana
í ríminu upp á síðkastið.
Hvernig í ósköpunum komuzt
þér að því að hún hafði dreg-
ið til þennan stiga?
— Eg vissi það heldur ekki,
svaraði hann rólega. — Við
fundum reyndar slóðina, og
hún lá að Mitchell-húsinu.
En við fundum enga til baka.
Það leit með öðrum orðum út
fyrir að einhver, sennilega
kona, hefði dregiö stigann
heim að húsinu, vegna þess
að hann var of þungur til að
bera hann. En það merkilega
er, að stiginn var borinn til
baka, Sá, sem þaö gerði hefur
verið nægilega sterkur til þess
og eins og þú veizt þá sást til
þessa manns.
— Og sporin sem sáust, þau
voru eftir hana?
— Það er ágirzkan mín.
Hún var á hæla háum skóm
og þess vegna henti hún þeim
af sér. Hún er skynsöm, og
þótt hún kunni að hafa verið
hrædd þessa nótt, þá tapaði
hún samt ekki glórunni.
— Þér haldið þá að hún
hafi hjálpað einhverjum til
þess að komast niöur af þak-
,inu á mánudagsnóttina?
| — Það er einmitt það sem
ég held, ungfrú Pinkertoon.
— Og hverjum?
Hann virti þessa spurningu
ekki svars, en dró upp gömlu
pípuná sína og tróð í hana
tóbaki með mestu vandvirkni.
— Eg held að það sé einhvern
veginn svona, sagði hann að
lokum. — Þegar um er að
ræða, aðei'ns að svo kunni að
sjálfsmorð eöa morð sé að
ræða, eigum við aðeins um
einn kost að velja. Við verð-
um að gera ráð fyrir aö til-
•gátan um morð sé rétt,
þangað til hún hefur verið
afsönnuð. Þetta merkir auð-
vitað ekki að um morð sé að
ræða, a eins að svo kunni að
vera. Én í þessu máli eru fjöl
mörg atvik, sem styrkja fyrstu
skoðun mína. Borgardómar-
inn vissi ekki um þau öll. Ein
hvern veginn er mér ómögu-
legt að hugsa mér piltinn
fyrir framan snyrtiborðið
þegar skotinu var hleypt af,
og ég veit með vissu að hann
hreyfði sig ekki fet, eftir að
því var skotið. En ég get held
ur ekki skýrt hvernig stend-
ur á stiganum, nema því að-
eins að hann hafi verið not-
aður til að koma einhverjum
tindan úr húsinu, sem átti
þangað ekkert lögiegt erindi.
Ekki fremur en náunginn sem
hér var í gærkvöldi, átti hing
að lögmætt erindi.
— Svo yður er kunnugt um
það? spurði ég undrandi.
— Eg veit eitt og annað um
ýmsa hluti, svaraði hann, en
þó ekki nægilega mikið um
neitt einstakt atriði. Það er
eitt út af fyrir sig, hvers vegna
i fjandanum þessir tveir við
vanings bjálfar voru látnir
taka við verkefnum lögregl-
unnar?
— Það var þeirra eigin hug
mynd, ek.ki mín. Eg sagði yð-
ur að ég hefði séð eitthvað á
stigaþrepinu nóttina áður,
svaraði ég reiðilega. En þér
voruð of önnum kafnir við
að rýna í eitthvert dagblað
til þess að hlusta á það sem
ég var að segja yður.
Hann glotti við, en var þó
alvaiiegur er hann hélt á-
fram: — Nú, jæja, okkur yfir
sást báðum í þessu tilfelli.
Kjarni málsins er sá, að Hugo
var hræddur í gærkvöldi og
vildi þó ekki fá lögregluna.
Þess vegna nær hann sér í
tvo menn, sem hann treystir
og við missum af atviki, sem
gæti hafa reynzt mikilvægt.
Hann tróð aftur í pípuna og
hallaði sér aftur á bak í stóln,
um. — Eftir að hafa talað
við stúlkuna er mér ljóst, að
hún leggur sig í framkróka
um að minnast ekki á eitt
atriði, sem sé fjölskyldu!
sína. Hún er greinilega
hrædd og . reynir að leggja
á það mesta áherzlu, að,
Mitchell-fjölskyldunni var lít
ið gefið um Herbert Wynne.
— Það gæti hugsazt að ein-
hverjum öðrum hefði ekki aö-
eins veriö lítið gefið um hann.
Hann var veikgeöja og ástríð
ur hans ótamdar eins og títt
er urn menn af hans gerð og
þar að auki var falleg stúlka
ástfanginn af honum. Hver
hafði ástæðu til þess að vilja
losna við hann? Og ef til vill
hafði sá hinn sami fleiri á-
stæður til þess en við vitum. j
— Eg býst við að þú meinir j
hr. Brent. En ég held ekki . . ]
— Nei, segið þér. Jæja, feð-
ur eru nú yfirleitt vanir að
vilja líta eftir dætrum sínum
og beita til þess ýmsurn ráð-
um. Og þér skuluð minnast
þess, að Herbert Wynne var
lélegur leikari. Hann komst
meira að segja . . . nú jæja,
við skulum ekki láta ímynd-
unaraflið hlaupa með okkur
í gönur. Hún lítur út fyrir að
vera föst fyrir, en engu að
siður á hún föður og það er
nokkurn veginn öruggt, að
faðir hennar hafði illan bifur
á Herbert og óttaðist hvað
fyrir kynni að koma. En gætið
þó þess, að ég er ekki að ákæra
föður hennar. Hann er fyrir
mér aðeins einn aðili í mál-
inu, sem ekki rná láta sér
sjást yfir.
— Við skulum hverfa aftur
til kvöldsins, þegar Herbert
Wynne fannst dauður. Það
má vera að hann hafi framið
sjálfsmorð, en hann var lin-
gerður og sú manngerð er
yfirleitt hrædd við að deyja.
Ef það er rétt, sem stúlkan
segir, að hann hafi farið frá
henni blístrandi um kvöldið
og í bezta skapi, þá verðum
við að gera ráð fyrir að eitt-
hvað hafi komið fyrir frá því
að þau skildu og þar til kl.
12, sem breytti gleöi hans í
sárustu örvæntingu. Það er
aðeins um klukkustund að
ræða og það er ekki langur
tími til slíkra sinnaskipta.
Hvað geröi hann, eða hvað
fékk hann að vita, sem gjör-
breytti svo hugarástandi
hans. Sagði Paula honum
upp? Hún lætur ekki sem svo
hafi verið?
— Hún gerði þaö ekki, sagði
ég ákveðin. — Hvort hún var
ttutixuixxixxtxttm
Starf yfirframfærslufulltrúa
Reykjavíkurbæjar er hér með auglýst laust til
umsóknai'.
Laun samkv. 7. flokki launasamþykktar bæjarins.
Umsóknum skal skilað í skrifstofu borgarstjóra,
Austurstræti 16, eigi síðar en 23. júlí n.k.
Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík,
9. júlí 1959.
m::::::::::::::::m:::::::::::::::::m:un::::u:::::::::::::::n:u::::::m::mmunu
Opnum í dag
nýja KJÖRBÚÐ a<S Laugarásvegi 1
undir nafninu
Kjörbúðin LAUGARÁS
Laugarásvegi 1 — Sími 35570
<atmmmmmmmmm:t:nm:;»m:mm:tim:im:m»m:m:»»nmwi»M
V.V.V.V.VAVAV.VAV.VAVAVAV.V.V.V.V.V.V.V.V.
£ . s
í FRAMSOKNARHUSIÐ >
í
t Dansleikur
•: í kvöld kl. 9. — Aðgöngumiðasala frá kl. 8. ;«
£ Sími 22643, í
í 5
í F-u-F- £
:■ . 1
V.V.W.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.%
Hús í smíðum
brunatryggjum viS meí hinum !
hagkvæmustu skilmálum
SAMVl MMtUT ITB,Y(B CEHIuaiÆIE
Símar 15942 og 17080 \
m»«»»mmmmmm»mi»:m«t:mm:m»n»mttm»m»Mi
raunverulega ástfangin af
honum eða aðeins hrifín veit
ég ekki, en hún er þó enn þá
með trúlofunarhringinn frá
honum á hendinni, eða hafið
þér ekki tekið eftir því?
Hann kinkaði kolli til sam-
þykkis. — Jú, ég tók eftir því,
meira aö segja mjög fallegur
hringur. Þætti gaman að vita
hvar hann fékk peningana
fyrir honum. Við skulum at-
huga hr. Brent betur. Og með
al annarra orða ,sagan um
brotnu gluggahlífina er sönn.
Við höfum gengið úr skugga
um það.
— Svo hr. Brent ók fram
hjá bíl dóttur sinnar og skaut
inn í hann. Hvernig gat hann
vitaö, að hann yrði henni ekki
aö bana?